Dagur - 03.07.1990, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 3. júlí 1990
Kodak
Express
Gæóaframkollun
★ Tryggðu f ilmunni þinni
jbesta cPeáíomyndir'
. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Norðurland:
Glímt við þjóðvegbin
Umferð á Norðurlandi virðist
hafa verið með minnsta móti
um síðustu helgi miðað við
árstíma og að sögn lögreglunn-
ar á Húsavík var óvenju lítið
um að vera í kringum vinsæla
ferðamannastaði á Norð-
austurlandi. Nokkuð var þó
um skakkaföll á þjóðvegum.
Bifreið lenti út af veginum inn
af Almenningum í Skagafjarðar-
sýslu og skemmdist nokkuð en
ekki urðu slys á fólki.
Fólk sem var á leið frá Akur-
eyri til Austfjarða sl. föstudag sá
þrjá bíla utan vegar á leiðinni
þannig að einhverjir hafa lent í
erfiðleikum í glímunni við þjóð-
veginn þrátt fyrir litla umferð.
Að öðru leyti er lítið um tíð-
indi af norðlenskum þjóðvegum
enda umferðin öllu meiri í blíð-
unni á sunnanverðu landinu. SS
Staðsetning álvers við Eyjafjörð:
Árskógsströnd er
eiiuiig valkostur
- segir Sigurður P. Sigmundsson
„Við erum einungis að koma
Arskógsströnd á framfæri sem
Fjör í Ólafsfirði:
Brottfluttir
íbúar settu
svip á bæinn
Það var sannarlega glatt á
hjalia í Ólafsflrði um helgina.
Félagar í Ólafsfirðingafélaginu
í Reykjavík streymdu á æsku-
slóðirnar á laugardaginn og
skemmtu sér fram eftir nóttu á
heilmiklum dansleik.
Að sögn lögregluþjóns í Ólafs-
firði setti þessi hópur mikinn svip
á bæinn. Á sunnudaginn héldu
brottfluttu Ólafsfirðingarnir út í
Múlagöngin og kynntu sér þessa
byltingu í samgöngum. Álfar og
huldufólk létu ekki á sér kræla en
ýmis óhöpp sem orðið hafa hjá
verktökum við vinnu í göngunum
hafa sumir rakið til þessara
þjóðsagnapersóna.
Siglfirðingar skemmtu sér líka
vel um helgina. Sálin hans Jóns
míns var með dansleik fyrir 16
ára og eldri og voru um 200
manns á ballinu, sem þykir
mikið. Að sögn lögreglu fór allt
vel fram. SS
valkosti í stöðunni en Dysnes
er enn sem komið er sá staður
sem við tcljum vænlegastan
undir álver við Eyjafjörð,“
sagði Sigurður P. Sigmundsson
framkvæmdastjóri Iðnþróun-
arfélags Eyjafjarðar í samtali
við Dag, vegna fréttar í gær,
um að við stækkun landssvæð-
is undir álver í Dysnesi væri
kostnaðurinn við jarðvegs-
skipti þar mun hærri en ráð
væri fyrir gert og og munaði
þar allt að hálfum milljarði.
„Erlendu aðilarnir gætu sett
Dysnessvæðið fyrir sig af ein-
hverjum ástæðum, t.d. mengun
eða kostnað við jarðvegsskipti og
því er nauðsynlegt fyrir okkur að
hafa annan möguleika að bjóða
hér í Eyjafirði."
Það er þó ljóst að bygging
hafnar í Dysnesi yrði ódýrari en á
Árskógsströnd og sagði Sigurður
það ekki hægt að miða eingöngu
við jarðvegsskiptin. „Þó svo að
jarðvegsskiptin í Dysnesi yrðu
allt að 1 milljarði dýrari þar en á
Keilisnesi, getur líkað komið út
úr dæminu að bygging hafnar í
Keilisnesi yrði allt að 1 milljarði
dýrari en í Dysnesi, svo dæmi sé
tekið,“ sagði Sigurður ennfrem-
ur.
-KK
Séð yfir þjónustusvæðið á Vindheimamelum. Veitingaskáli er til hægri á myndinni og salerni til vinstri. Mynd: sbg
Landsmót hestamanna:
Hestamannaveislan hefst í dag
- 40 ár síðan það fyrsta var haldið
Ellefta Landsmót hestamanna
hefst í dag á Vindheimamelum
í Skagafirði. Fjörutíu ár eru
liðin frá því að það fyrsta var
haldið og verður þetta lands-
mót cflaust það veglegasta sem
um getur.
Svæðið var opnað sl. föstudag
eins og áætlað var, en sala á
aðgöngumiðum hófst ekki fyrr en
á laugardagsmorgun vegna seink-
unar í gerð armbanda. Strax fór
að tínast fólk á staðinn og um
hádegi í gær voru komnir rúm-
lega 600 manns. Öll keppnishross
ættu nú að vera komin á svæðið,
því að keppni hefst í dag klukkan
13.00 með dómum kynbóta-
hrossa (afkv. hr.), reiknað er
með að því verði lokið um 18.00.
Formleg mótssetning er ekki
fyrr en á laugardaginn, en þá
fara að hefjast úrslitakeppnir og
verða þá trúlega flestir mættir
sem ætla sér að koma.
Eins og fram hefur komið mun
Yfírálag á háspernmlínu við Sigöldu
olli rafinagnsleysi á Akureyri
Rafmagn fór af Akureyri í
rúmlega hálfa klukkustund í
gærmorgun. Orsökin var yfir-
álag á háspennulínu milli Búr-
fells og Sigöldu, sem varð það
mikið að línan sló út.
Þegar háspennulínan milli
þessara tveggja virkjana sló út
hafði það bein áhrif inn á
Byggðalínuna. Venja er að telja
upphafspunkt Byggðalínunnar
vera tengistöðina á Brennimel í
Hvalfirði. Þaðan liggur lína til
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, en Byggðalína
yfir Skarðsheiði. Lína liggur
einnig frá Geithálsi í Brennimel,
þannig að þar er hringtenging. Á
Brennimel er spennu breytt úr
220 kV í 130 kV, og spennunni á
Byggðalínunni er því að hluta til
stjórnað þaðan.
Hrauneyjarfossvirkjun er
tengd við Sigöldu og Brennimel.
Sigalda tengist Búrfellsvirkjun
með Byggðalínu. Verið var að
vinna við háspennulínu milli
Hrauneyjarfossvirkjunar og
Brennimels, en viðgerðin orsak-
aði þá yfirálag á háspennulínu
milli Búrfells og Sigöldu og línan
datt út vegna yfirálags.
Þetta olli mikilli spennusveiflu
á Byggðalínunni, og Laxárvirkj-
un losnaði t.d. úr sambandi við
hana. Spennir í aðveitustöð 1,
Rangárvöllum, sló einnig út
þannig að rafmagnslaust varð á
Akureyri.
„Stóriðjuálagið leysir út á
undirtíðni, þannig að stærstu
útleysingarnar voru ÍSAL, Járn-
blendiverksmiðjan og Hafnar-
fjörður ásamt Akureyri," segir
Birgir Guðmannsson, stöðvar-
stjóri í hinni nýju stjórnstöð
Landsvirkjunar við Bústaðaveg í
Reykjavík. Birgir segir að í þessu
tilviki hafi kostir þess að hafa
yfirsýn yfir allt landið úr einni
stjórnstöð komið greinilega í Ijós
í tímasparnaði. EHB
forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, koma á Landsmótið á
sunnudaginn og þá mun hún m.a.
planta tré í miðju skeifulaga beðs
sem fulltrúar hestamannafélag-
anna planta þá um leið trjám í.
Þessi skeifa er í afgirtum skógar-
reit sem hlotið hefur nafnið Hóf-
tunga og er búið að planta í reit-
inn ríflega 3000 plöntum. í hæl
skeifunnar hefur verið komið fyr-
ir stuðlabergssúlu sem sunn-
lensku hestamannafélögin gáfu.
Hún er um 160 sm á hæð og veg-
ur um 600 kg. Á súlunni eru tvær
plötur og á þeirri sem fram snýr
stendur: Hóftunga vígð af forseta
íslands Vigdísi Finnbogadóttur á
Landsmóti L.H. 8.júlí 1990.
Á hinni plötunni stendur:
„Steinn þessi er gjöf frá sunn-
lensku hestamannafélögunum".
Aðrir sem lagt hafa hönd að
verki við þennan skógarlund eru:
Kaupfélag Skagfirðinga, Sam-
band íslenskra samvinnufélaga,
Sauðárkrókskaupstaður, Skóg-
ræktarfélag íslands, Skógræktar-
sjóður Skagfirðinga, Bekaert
International Trade, Belgíu.
Ekki er hægt að segja annað en
að þjónusta og aðbúnaður fyrir
mótsgesti sé öll hin besta.
Stórt tjald er undir verslun,
banka o.fl. á svæðinu sjálfu. í
Varmahlíð og á Sauðárkróki er
einnig mikill viðbúnaður og
verða bensínsölur og sjoppur
opnar jafnvel allan sólarhringinn
þegar líða tekur á vikuna.
Skipulagning á tjaldstæðum er
mjög góð. Fjölskyldu- og
almenningstjaldstæði eru vel
aðskilin og síðan er sérsvæði fyrir
þá sem koma með hjólhýsi og
tjaldvagna. Búið er að rykbinda
alla vegi á svæðinu og setja upp
leiðbeiningar svo að fólk rati á
rétta staði án mikilla vandræða.
Barnagæsla er meira að segja á
svæðinu og er hún opin frá 10.00
til 18.00. Aldurstakmörk eru 2-6
ára og hámarksgæslutími tvær
klukkustundir í senn.
Sl. laugardagskvöld var nýja
brúin yfir Svartá opnuð formlega
og er öllum framkvæmdum við
hana nú lokið svo að fólk getur
keyrt inn á og út af svæðinu eftir
tveimur leiðum.
Á morgun halda áfram dómar
á kynbótahrossum og verður B-
flokkur gæðinga (stóðh. hryssur)
þá dæmdur frá klukkan 9.00 til
19.30. SBG
Myndbandaleigur og
, HM:
Útlán í
lágmarki
Það hefur sennilega ekki farið
framhjá mörgum að Heims-
meistarakeppnin í knattspyrnu
stendur yfir þessa dagana.
Sjónvarpið hefur sýnt um 30
leiki í beinni útsendingu,
knattspymufíklum til óbland-
innar ánægju en auðvitað eru
Iíka margir sem hafa næsta lít-
inn áhuga á tuðrusparki.
Dagur fór á stúfana og forvitn-
aðist um það hjá nokkrum mynd-
bandaleigum á Akureyri hvort
merkja mætti einhverja upp- eða
niðursveiflu í útlánum á meðan
útsendingar stæðu yfir. Yfirleitt
voru svörin á þá leið að útlán á
myndböndum væru í lágmarki
þegar leikirnir stæðu yfir en að
þeim loknum lifnuðu viðskiptin á
ný. Þó sögðu starfsmenn á nokkr-
um leigum að þeir gætu ekki
merkt neinar breytingar á útlán-
um á útsendingartíma leikja frá
heimsmeistarakeppninni.
Það virðist því svo vera, að
knattspyrnuútsendingarnar njóti
töluverðra vinsælda meðal Akur-
eyringa sem og annarra lands-
manna, þó að flokkur hinna sem
engan áhuga hafa á knattspyrnu
eigi líka nokkurs fylgis að fagna
-vs