Dagur - 07.07.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 07.07.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. júlí 1990 - DAGUR - 7 Heilsupósturinn Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann Veikindi vegna kvíða Læknar hafa löngum verið þjálf- aðir í að sjúkdómsgreina og með- höndla veikindi út frá nýjustu aðferðum og bestu fáanlegri tækni. Eitt atriði sem hins vegar oft er horft framhjá þegar ein- hver verður veikur er kvfði og ótti hans við sjúkdóminn. Við vitum að kvíði eykst oft þegar menn fá að vita að þeir séu veikir. Kvíðinn getur síðan auk- ist við að taka ýmis lyf eða fara í meðferðir. Það hefur hins vegar ekki verið eins vel kannað hvern- ig kvíði hreinlega veldur sjúk- dómi eða eykur á sjúkdóm sem þegar er fyrir hendi. Kvíði og ótti hafa einkum sýnt áhrif á hjarta- og æðakerfið, magasár, háan blóðþrýsting, óreglu á innkirtlakerfinu, (til i dæmis skjaldkirtlinum og kyn- ' kirtlunum), öndunarfærum (astma og ýmsir lungnasjúkdóm- ar koma stundum fyrir) og blóð- j leysi ásamt ýmsum truflunum á vandasömum efnaskiptum blóðsins. Sumir sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar og meltingarsjúkdómar eru sérstak- lega viðkvæmir fyrir miklum kvíða og fólk sem stundar tauga- strekkjandi vinnu er þar í fremsta áhættuhópnum. Ein könnun sýndi að flugumferðarstjórar voru fjórum sinnum líklegri til að fá of háan blóðþrýsting og magasár heldur en aðrir menn á sama aldri. í sumum tilfellum er nóg að sjúklingurinn fái að spyrja lækninn út í sjúkdóminn og ræða við hann um óttann og kvíðann sem oft fylgir ýmsum sjúkdómum og þannig losað sig við óþarfa áhyggjur. í sumum tilfellum er sjúklingnum gefið róandi lyf sem fær hann til að slappa af. Oft er slíkt notað í sambandi við maga- sár eða hjarta- og kransæðasjúk- dóma. Skurðlæknar og taugasér- fræðingar þurfa stundum að gefa þessi lyf til þess að sjúklingur sem á að fara í skurðaðgerð nái að slaka á vöðvum sem sífcllt eru spenntir. bað þykir sérstaklega mikilvægt eftir skurðaðgerðir. Nokkrar kannanir hafa sýnt að upp undir einn þriðji af því fólki sem kvartar undan verkjum í brjósti hefur í raun fullkomlega heilbrigt hjarta- og æðakerfi. Hins vegar er það fólk með sterk einkenni kvíða og ótta sem oft lýsir sér í stuttum andardrætti, svima, hröðum hjartslætti, svita og ýmsum öðrum kvíðaeinkenn- urn. Einnig hefur komið í Ijós að því meiri kvíða og ótta sem fólk er haldið því minni sársauka get- ur það þolað. Það kann að tengj- ast hæfileika þess til að slaka á vöðvunum. Úl frá þessu sést að margir sjúkdómar yrðu mun meðfæri- legri og þægilegri fyrir sjúkling- inn ef hann kynni að hafa stjórn á kvíða sínum og ótta. Auðvitað er ekki hlaupið að því að losa sig við slíkt en aðferðirnar sem notaðar hafa verið til að draga úr kvíða fyrir utan lyfjagjöf eru yfirleitt ráðgjöf sálfræðinga, hugleiðsla, slökunaræfingar, líkamleg þjálf- un og oft þarf ekki annað að koma til en það að sjúklingurinn fái að vita allt um það hvað sé að sér, eða hvers vegna hann sé veikur og þá strax byrjar hann að slaka á. Það sýnir sig alltaf betur og betur að þetta þjóðfélag sem við lifunt í krefst þess hreinlega að fólk slaki á með ýmsunt ráðum þar sem alkunna er að stress og taugaálag getur verið ótrúlega mikið. Oft þarf ekki annað að koma til en læra einfaldar slökunar- æfingar sem ekki einungis gera fólki fært að sjá sjúkdóm sinn út frá nýju Ijósi eða hin margvíslegu vandamáí í daglegu lífi heldur geta slökunaræfingar líka stuðlað að mun betra andlegu jafnvægi og þar með vellíðan og betri heilsu. Sýnum tjaldvagna, fellihýsi, Iolastbáta og garöhúsgögn í útileguna: • Tjöld Vindsængur Pottasett Svefnpokar Eigum: Kælibox • Aukasúlur Bakpokar Tjaldhæla Kynning á grillmatJrá Kjarnafœði og gosdrykkjum frá Sanitas frá kl. 13-17 Plastbátar á verði frá kr. 49.950.- Ósökkvanlegir, tvöfaldir, samþykktir af Siglinga- málastofnun, 7 gerðir • • Igj EYFJORÐ m Hjalteyrargötu 4 • Sími 25222 Kj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.