Dagur - 07.07.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 7. júlí 1990
Hitt og þetta
Michael Jackson
Poppsíðan greindi frá því fyrir
nokkru að Michael Jackson hefði
verið fluttur á sjúkrahús vegna
kvala í brjósti nú nýlega. Eftir
ítarlegar rannsóknir kom í Ijós að
Jackson hafði fengið svokallaða
millirifjagigt (rifjabólga öðru
nafni) og virðist sem hún eigi
rætur að rekja til erfiðra dansæf-
inga hjá Gulldrengnum að undan-
förnu. Reyndar var óttast í fyrst-
unni að um hjartaáfall væri að
ræða, en sem betur fer fyrir Jack-
son og poppheiminn var ekki um
slíkt tilfelli að ræða og eftir því
sem best er vitað ætti Jackson að
vera útskrifaður af spítalanum.
Plötupunktar
Hin bráðskemmtilega rokksveit
Concrete Blonde er rétt búin að
senda frá sér nýja plötu, nefnist
hún Bloodlefting og er þetta
þriðja skífa hljómsveitarinnar.
Glamúrsveitin Poison er sömu-
leiðis á ferðinni með sína þriðju
plötu, nefnist sú Flesh and Blood
(Blóð er greinilega í tísku í
nafnaheitum á nýjum plötum) og
er útgáfudagur áætlaður nú 9.
júlí. Hin blakka tónlistarkona
Joan Armatrading hefur sent frá
sér enn eina skífuna og kallast
hún Hearts and Flowers Og loks
má nefna að hin endurreista Bad
Company er með nýja skífu Holy
Water og er hún sú þriðja frá því
sveitin byrjaði aftur.
The Chimes
Hljómsveitin The Chimes hefur
rækilega slegið í gegn í Bretlandi
með útgáfu sinni af U2 laginu /
still haven’t found what l’m lokking
for en með því náði hún öðru
sæti á breska vinsældalistanum.
Þá fór fyrsta breiðskífa The
Chimes sem heitir einfaldlega The
Chimes, beint í níunda sætið yfir
söluhæstu plöturnar.
Þó er ekki lífið allt qlans á rós-
um hjá meðlimum The Chimes,
a.m.k. ekki hjá songkonunni
Pauline Henry þessa dagána.
Þannig var að húní brá sér í
heimsókn til Noregs í tvo daga
fyrir skömmu (í hvaða erinda-
gjörðum er ekki vitað). Þegar hún
er síðan að fara í gegnum toll-
skoðun á flugvellinurh í Osló á
leiö til London aftur vérður hún
fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu
að tveir tollvarðanna, leggja á
hana hendur og færa hana burt
til frekari rannsóknar sem meðal
annars fólst í því að hún var látin
afklæðast. Fannst ekkert ólög-
legt á söngkonunni hvorki innan
klæða né utan. En vegna þess-
ara vægast sagt óviöfelldnu með-
ferðar hafði hún misst ^f fluginu
heim ofan á allt saman.
Hún Pauline Henry hugsar því
ekki hlýlega til Noregs nú um
stundir og hefur hún gkrifað
sendlherra Noregs í London bréf
þar sem hún krefst tafarlaiísrar
afsökunarbeiðni að hálfu norskra
yfirvalda.
TIL SÖLU
Til sölu er fyrirtæki í rafverktaka-
starfsemi í fullum rekstri staðsett á
Eyjafjarðarsvæðinu.
Uppiýsingar aöeins veittar á skrifstofunni.
Endurskoðun Akureyri hfv Glerárgötu 24, sími 26600
Nauðungaruppboð
Fimmtudaginn 12. júlí n.k. verður haldiö nauðungarupp-
boð á eignum þrotabús Bjarna Andersen.
Uppboðið fer fram kl. 14.30 áTúnsbergi Svalbarðsströnd.
Eftirtaldar eignir verða meðal annars seldar: Bifreiðin MC
204 sem er Nissan Stansa árg. ’82, bifreiö óskráð, sem er
Lada 1600 árg. ‘78.
Uppboðið er haldið vegna gjaldþrotaskipta á ofangreindu
þrotabúi.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
Frá Menntamálaráðuneytinu
Námskeið um
fjarkennsluaðferðir
Framkvæmdanefnd um fjarkennslu, í samráði og sam-
vinnu við Bréfaskólann og Kennaraháskóla íslands,
endurmenntunardeild, býður upp á námskeið um fjar-
kennsluaðferðir.
Námskeiðið fer fram í Kegnaraháskóla Islands:
1. hluti 27.-31. ágúst 1990
2. hluti 12.-13. október 1990
3. hluti 16.-17. nóvember 1990.
Skrifleg umsókn berist Kennaraháskóla Islands, endur-
menntunardeild, fyrir 5. ágúst n.k. Nánari upplýsingar
fást á sama stað.
Samstarfsaðilarnir.
4
poppsíðan
L
Pauline Henry söngkona The Chimes komst í hann krappan í Noregi.
Living Colour
Hin frábæra blökkumanna fönk/
rokksveit Living Colour hefur nú
lokið upptökum á sinni annarri
breiðskífu sem fylgir í kjölfar
þeirrar fyrri, skífunnar Vlvid, sem
út kom 1088 og seldist í milljón-
um eintaka. Er enn ekki komið
nafn á hana en áætlað er að hún
komi út í september.
Verður um að ræða óvenju
langa plötu eða u.þ.b. klukku-
stundarlanga og lögin verða
samtals fimmtán.
iggy pop
Nú hyllir loksins undir að gamli
refurinn Iggy Pop sendi frá sér
nýja plötu. Og reyndar rúmlega
i það því platan sem kallast Brikc
by Brick kemur út á mánudaginn
9. júlí.
Hefur lagið Home verið gefið út
á smáskífu af plötunni en í því
nýtur Iggy aðstoðar DuffMcKagan
annars gítarleikara Guns ’n’Roses
meðal annara. Auk McKagans
mun hinn gítarleikarinn Slash
spila á plötunni en alls koma þeir
félagarnir fram í fjórum lögum.
Bob Geldof
Frumkvöðull Live Aid Bob Geldof-
sem sem eitt sinn var söngvari
pönk/nýbygljusveitarinnar Boom-
tom Rats, er nú nýbúinn að senda
frá sér plötuna Vegetarians of
Loye sem á íslensku gæti útlagst
Þó leit út á tímabili að plötunni
myndi seinka eða jafnvel að hún
kæmi ekki út því Geldof lenti í
deilum við útgáfufyrirtæki sitt
Phonogram út af umslagi plötunn-
ar.
Hafði hann látið hanna umslag
þar sem mynd af agúrku var
framan á sem honum þótti til-
heyra einkar vel nafni plötunnar
um leið og að vera öðruvísi.
Þetta umslag gátu hins vegar
yfirmenn Phonogram ekki felt sig
við og sögðu að ef Geldof vildi
endilega hafa agúrku á umslag-
inu yrði hann að leita fyrir sér
annars staðar. Geldof sá sig því
tilneyddan til að gefa eftir og
verður því umslagið með mynd
af honum sjálfum framan á.
Boy George:
Eldri og vitrari
en samt ennþá umdeildur
Boy George var ásamt hljóm-
sveitinni sinni The Culture Club
ein skærasta stjarna í vinsælda-
poppinu á níunda áratuginum.
Rak hver toppsöluplatan aðra og
lög eins og Karma Kamellion o.fl.
náðu toppsætum yfir vinsælustu
lögin.
En Boy George var ekki vin-
sæll hjá öllum og nánast hataður
af sumum fyrir m.a. útlit sitt. En
mest alla lífstíð Culture Club
kom hann fram sem klæðskipt-
ingur með málningu og tilheyr-
; andi, enda kynvilltur að meira
jeða minna leyti.
Þá var George tíður gestur í
slúðurdálkum blaðanna fyrir
sukksamt líferni sitt og er ekki
langt síðan hann var nær dauða
af völdum ofneyslu eiturlyfja.
Hins vegar var vinur hans einn
ekki svo lánssamur að sleppa
því hann lést á svipuðum tíma og
þegar George var langt leiddur
og varð úr mikið blaðamál í
bresku pressunni.
í dag er Boy George nýr og
betri maður, búinn að losa sig við
eiturlyfin og er nú í óða önn að
endurreisa tónlistarferil sinn. En
það eru ekki hlutir í anda Culture
Club sem hann er að fást við
heldur mun betur ígrundaðir og
alvarlegri hlutir sem felst m.a. í
því að textarnir eru nú mun efn-
ismeiri.
„Ég hef lært mína lexíu af að
vera baðaður frægðinni og öllu
því sem henni fylgir, nú vil ég
hins vegar gera það sem mig
langar virkilega aö gera og það
án þess að útgáfan sé að skipta
sér af því. Á meðan Culture Club
var og hét átti ég vissulega góðar
stundir en þó var það miklu fleira
,sem betur hefði mátt fara þá og á
ég þá sérstaklega við tónlistina
sjálfa sem allt of lítill tími fór í að
vinna. Nú þegar ég er orðinn
eldri hef ég gert mér Ijóst að ef
maður ætlar sér að gera góða
plötu sem maður er sáttur við
verður tíminn að vera nógur.“
En nú loks þegar Boy George
Umsjón:
í Magnús Geir
Guðmundsson
telur sig vera kominn á beinu
brautina á ný og vinnan að nýrri
plötu hefur gengið vel, hefur
kastast í kekki milli George og
útgáfufyrirtækis hans, Virgin,
vegna myndbands við fyrsta
smáskífulagið af plötunni, Gen-
erations of Love.
Þykir yfirmönnum Virgin mynd-
bandið í meira lagi djarft, en í því
sést m.a. vændiskona þjóna við-
skiptavini í klámkvikmyndahúsi.
George segir hins vegar að
myndbandið hafi verið gert með
samþykki fyrirtækisins en síðan
hafi einhverjum snúist hugur og
það orðið til þess að kippt var í
spottana. Hann segir ennfremur
að sá öfgakenndi hugsunarháttur
að myndböndin verði að vera eft-
ir ákveðinni formúlu til að eiga
von um að komast inn í tónlistar-
þætti sjónvarpsstöðvanna, sé að
drepa niður alla heilbrigöa
sköpunargáfu við gerð þeirra og
því vilji hann bergjast gegn.
Svo er að sjá hvort Boy
George verður eitthvað ágengt í
baráttunni og myndbandið hans
verði gefið út.
Boy George er ánægður með nýja myndbandið. Útgefendurnir hins vegar
ekki.