Dagur - 07.07.1990, Blaðsíða 20
Framtíð Krossanesverksmiðjunnar á Akureyri:
Iikur benda til að verk-
smiðjan verði lögð niður
Á fímmtudaginn kom meiri-
hluti stjórnar Síldarverksmiðja
ríkisins til Akureyrar til við-
ræðna við bæjaryfirvöld vegna
framtíðar Krossanesverk-
smiðjunnar. SR mun hafa hug
á að kaupa vélar og búnað
verksmiðjunnar og semja við
Akureyrarbæ um að leggja
hana niður, að sögn heimilda-
manna Dags í Reykjavík.
Þriggja manna nefnd var falið
að kanna málefni Krossaness og
hvað það kostaði að hætta starf-
seminni. Kostnaðarauki upp á
tugi milljóna króna setti strik í
reikninginn og eftir endurupp-
byggingu myndi hún verða ein
skuldsettasta loðnubræðsla
landsins. Auk þess mun vprk-
smiðjan vera á tæpasta vaði með
að geta hafið loðnubræðslu ef
vertíð byrjar snemma í haust.
í gær var verið að vinna af full-
um krafti í Krossanesi við að
hreinsa og undirbúa að taka á
móti nýjum vélum sem búið er að
panta til hennar. Ekki var að
finna neinn afturkipp í því starfi
að endurbyggja verksmiðjuna,
Landsmót hestamanna:
Vigdís stígur á bak
- 13 þjóðlönd í alþjóðakeppni
Aðaldagar Landsmóts hesta-
manna á Vindheimamelum eru
nú runnir upp. Suðlægir vindar
farnir að blása og blíðviðrið
dregur að fjölda fólks. I gær-
morgun voru komnir á svæðið
yfir 6000 gestir og fjölgaði ört
þegar leið á daginn.
Mótið var formlega sett í
morgun klukkan 9.00 og var það
Kári Arnórsson, formaður L.H.
sem það gerði. Síðan standa yfir
kynningar á unglingaflokkum og
góðhestum fram að hádegi, en
eftir það verður kynbótadómum
lýst og síðan verða úrslit í kapp-
reiðum, alþjóðlega mótinu og
úrvalstölti.
Alþjóðlega íþróttakeppnin
hófst í gær með undankeppni í
fjór og fimm gangi. í því taka
þátt knapar frá 13 þjóðlöndum.
Morgundagurinn byrjar á fjöl-
mennri hópreið, þar sem forseti
íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
verður með í för og gróðursetur
síðan, ásamt fulltrúum hesta-
mannafélaganna 48, tré í skógar-
reitnum Hóftungu. Helgistund
verður og ávörp flutt. Eftir
hádegi eru svo þau úrslit sem eft-
ir eru og sýning ræktunarbúa.
Mótinu verður slitið klukkan
18.30 annað kvöld. SBG
þrátt fyrir að Akureyrarbær
standi í viðræðum við SR um að
leggja hana niður.
Starfsmenn Krossaness munu
vera því mjög andvígir að leggja
verksmiðjuna niður. Bent hefur
verið á neikvæðar hliðarverkanir
þess fyrir þjónustu og atvinnulíf á
Akureyri, m.a. gerði Heimir
Ingimarsson bæjarfulltrúi það,
þegar ákveðið var að endur-
byggja verksmiðjuna seint í
vetur.
Dagur fregnaði úr Reykjavík
að stjórn SR hefði rætt um hvaða
upphæð þyrfti að greiða Akur-
eyrarbæ fyrir að leggja verk-
smiðjureksturinn niður. Stjórn
SR gerði sér grein fyrir að Akur-
eyrarbær væri kominn upp að
vegg í þessu máli. Þá hefur heyrst
að stjórn SR geri þá kröfu að
ekki verði brædd loðna á Akur-
eyri næstu árin, gegn því að SR
greiði bænum ákveðna upphæð
og kaupi tæki verksmiðjunnar.
Samkvæmt heimildum Dags á
Siglufirði er mjög horft til þess að
loðnubræðslan í Krossanesi taki
frá verksmiðjum SR þar í bæ, en
ekki mun veita af að auka það
magn sem brætt er á Siglufirði.
EHB
Allt í hönk.
Mynd: KL
Hápunktur ferðamannatímans að heflast og kiildi sem að haustlagi:
Kappklæddir ferðamenn á hraðferð yfír Norðurland
- þess sjást merki að ferðamenn breyti ferðaáætlunum sínum vegna veðurfarsins
Kuldatídin síðustu dagana hef-
ur gert að verkum að ferða-
menn hafa styttri viðdvöl en
þeir ætluðu á Norðurlandi.
Samkvæmt upplýsingum hótel-
anna á og við Akureyri hafa
margir ferðamenn greinilega
breytt áætlunum sínum vegna
kuldakastsins norðan heiða og
hefur í sumum tilfellum verið
verið framleiddir síðustu misser-
in, en það mál er til athugunar.
Fyrirtækið framleiddi einnig
plasttunnur, en sú framleiðsla
komst aldrei á skrið, og nú er
verið að kanna hvað framtíðin
ber í skauti sér í því máli, en
nokkuð góður markaður er fyrir
plasttunnur í dag.
Þessar breytingar skapa 5 til 10
ný störf í verksmiðjunni á
Dalvík. GG
Þórshöfn:
Aðalfundur Sæplasts hf.:
Rekstrarhagnaður nam 20,5 milljónum
- eigið fé fyrirtækisins var 82 milljónir um áramót
Rekstur Sæplasts h.f. á Dalvík
gekk mjög vel á árinu 1989.
Rekstrarhagnaður varð 20,5
milljónir króna þrátt fyrir
nokkurn samdrátt milli áranna
1988 og 1989, en salan varð um
230 milljónir króna. Ágæt sala
hefur verið á erlendan markað
að undanförnu, og söluhorfur
góðar en söluaukning fyrir-
tækisins hefur fyrst og fremst
verið á erlendum mörkuðum.
Eigið fé fyrirtækisins var um sl.
áramót 82 milljónir króna og eig-
infjárhlutfall um 36% og er fyrir-
tækið fjárhagslega rnjög vel stætt.
Sæplast h.f. keypti eins og
kunnugt er á árinu Plasteinangr-
un h.f. á Akureyri, og nú er fyrir-
tækið að setja þar inn sína starfs-
menn og stefnt er að því að hefja
flutning út á Dalvík í haust, og
ljúka því á árinu. Framleiðsla
Plasteinangrunar h.f. hefur að
mestu byggst á framleiðslu á
fiskikössum og plastkúlum, en
eigendur fiskkassamótanna
sögðu upp samningnum á síðasta
ári, og hafa fiskkassar því ekki
Góður túr hjá Stakfellmu
Stakfell ÞH-360, hinn frægi
frystitogari Þórshafnarbúa,
kom til hafnar í vikunni með
um 130 tonn af frystum fiski og
er verðmæti aflans um 29 millj-
ónir króna. Bróðurpartur afl-
ans var þorskur, eða 79 tonn,
en Stakfellið kom einnig með
33 tonn af grálúðu og slatta af
ýsu, karfa og ufsa.
Að sögn Magnúsar Helgason-
ar, útgerðarmanns, gekk þessi
túr vel og var kærkominn fyrir
hina nýju útgerðaraðila því byrj-
unin var ekki uppörvandi hjá
þeim. í fyrsta túrnum hrundi gír í,
Stakfellinu og var skipið í slipp á
Akureyri í lok apríl og fram í
maí.
„Við lentum svo í ýmsum
smávandræðum en þetta horfir
allt til betri vegar. Ef lánafyrir-
greiðslur komast í höfn á rekstur-
inn að geta gengið vel,“ sagði
Magnús.
Stakfellið mun halda áfram að
frysta aflann um borð, a.m.k. í
næsta túr, meðan þátarnir geta
annað eftirspurn hjá Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar. Togarinn fer
síðan aftur á ísfiskveiðar þegar
sumarfiskeríið fer að minnka hjá
bátunum. SS
um afpantanir á hótelgistingu
að ræða vegna þessa.
Háannatíminn fer nú í hönd
hjá hótelunum. Mikið er bókað
næstu vikurnar og virðast bókan-
ir svipaðar og í fyrra, þó í sumum
tilfellum heldur minni.
Hjá Hótel Eddu á Hrafnagili í
Eyjafirði fengust þær upplýsingar
að borið hafi á afpöntunum
vegna veðursins. Jafnvel hafi
borið á að hópar afpanti gistingu.
Mesti ferðamannastraumurinn er
framundan og skiptir veðurfarið
því greinilega máli fyrir hótelin.
Tryggvi Tryggvason í af-
greiðslu Hótel KEA á Akureyri
segir bóknir eðlilegar miðað við
þennan árstíma. „Mestmegnis er
um að ræða hópa, bæði frá er-
lendum og innlendum ferðaskrif-
stofum. Það er ekki fullbókað um
lengri tímabil en margir dagar á
næstu vikum eru fullbókaðir,“
sagði Tryggvi.
Hljóðið hjá starfsfólki Hótel
Norðurlands var svipað. Þór-
gunnur Stefánsdóttir í afgreiðslu
hótelsins segir júlímánuð nánast
fullbókaðan. Mest er um að ræða
útlenda hópa en minna er af
íslenskum ferðamönnum.
Þórgunnur segir að svo virðist
sem háannatímanum ljúki um
miðjan ágúst en erfitt sé að segja
til um það nú hve ferðamanna-
tímabilið dragist fram eftir
hausti.
Iðunn Bragadóttir í afgreiðslu
Hótel Stefaníu á Akureyri segir
að síðustu dagana hafi verið
dauft yfir „túrismanum" sem að
líkindum stafi af veðurfarinu.
„Mér finnst vera minna af erlend-
um ferðamönnum en meira af
fslenskum ferðamönnum. Hjá
okkur eru biðlistar um helgar og
mikið bókað þess á milli. En
hvað veðrið varðar þá breytir
fólk greinilega áætlunum sínum
vegna þess og staldrar styttra við
en ella. Nú er að fara í hönd
mesti ferðamannatíminn og nú
verða Akureyringar að standa sig
og halda ferðafólkinu lengur í
bænum því það er ekki nóg að
bjóða upp á gistingu, fólk verður
að hafa við eitthvað að vera hér,“
segir Iðunn. JÓH
Helgarveðrið:
Allgott veður
Útlit er fyrir aö kuldaboli
gamli hrökklist loks burtu af
Norðurlandinu og taki til við
að ergja einhvcrja aðra, enda
búinn að gera okkur næga
skráveifu að sinni.
Veðurstofan er þokkalega
bjartsýn fyrir hönd Norðlendinga
og vill meina að í dag verði bjart
á norðanverðu landinu, suðaust-
an átt og til muna hlýrra en
undanfarið. Á morgun er búist
við austan eða suðaustan átt og
svipuðu veðri og í dag en þó gætu
dottið skúrir á stöku stað.
Ef eitthvert mark er takandi á
spásveini Veðurstofunnar, sem
oftast er nú, þá er full ástæða til
að ætla að allgott veður verði
meðal Norðlendinga um helgina
og er það vel. -vs