Dagur - 17.07.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 17.07.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 17. júlí 1990 Þeir sem hæst höfðu... sóma undaneldishestar, en reyndust síðan ekki vera það. Mörg þessara hrossa lentu í úr- kasti í vor.“ Himinhrópandi óraunsæi „Síðan bar mikið á því að menn höfðu alltof litla kunnáttu til að bera á því um hvað hrossarækt snýst. Hrossin komu illa undir búin, vansæl og illa á sig komin og skörtuðu ekki því sem þau höfðu af að taka í byggingunni. Oft á tíðum var tamningin ekki upp á marga fiska og reið- mennskan ákaflega döpur. Hreint út sagt eru alltof margir sem alls ekki eru með á nótun- um. Þeir átta sig ekki á því hve hrossaræktin er sérhæfð búgrein. Hestamennska er raunverulega það sem tekur ár og áratugi að nema. Oft á tíðum fannst okkur Þorkeli að við rækjumst á alveg himinhrópandi óraunsæi. Menn gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir höfðu í höndunum." Kristinn sagði að umræðan í kjölfar forskoðunar fyrir Lands- mótið hafi verið óvenjulega óvægin. „Það kom mér stórkost- lega á óvart hvað menn gátu haft hátt með litlum rökum. En þetta átti sér vissulega skýringu. í hrossaræktarnefndinni eru menn sem töldu sig vera þess umkomna að gerast boðberar þessarar óánægju og mögnuðu hana upp,“ sagði Kristinn. Hann sagði að í allri þessari orrahríð, eins og hann kallar það, hafi aldrei hvarflað að sér að þeir Þorkell væru á rangri braut í dómunum. „Nei. Við Þorkell Bjarnason, sem ég met mikils, vorum algjör- lega samtaka í þessu starfi. Mað- ur er fyrir löngu hættur að hlusta á þá menn þar sem röddin skelfur af reiði og adrenalínið kemur í veg fyrir alla rökhugsun. Manni var snemma kennt að reiðin væri andstaða vitsins. Gagnrýni manna beindist fyrst og fremst að lágu tölunum og almennt eignuðu menn mér þær. Vitaskuld er það fjarri öllum sannleika að ég hafi öllu ráðið í einkunnagjöfinni og hlálegt að halda því fram þegar þrír menn áttu í hlut. Mér finnst í raun að þeir sem héldu þessu fram hafi þannig lýst algjöru vantrausti á störf Þorkels Bjarnasonar. Við Þorkell höfum glögg verkaskipti. Hann er formaður dómnefndar þegar við vinnum saman en ég er hins vegar verkstjóri við úrvinnsl- una. Ég vona svo sannarlega að við eigum eftir að starfa saman í mörg ár, enda hef ég aldrei heyrt annað á Þorkeli en að hann ætli að halda áfram þar til hann hættir samkvæmt sínum starfsaldri. í lokaorðum sínum á Lands- mótinu fyrir okkar hönd kom fram hjá Þorkeli að vart væri vinnandi við þetta við þær kring- umaðstæður sem okkur hafa ver- ið skapaðar í vor. Við erum ekk- ert komnir til með að segja að þær verði til eilífðar. Traust okk- ar á hestafólki almennt er það mikið að við teljum að öldur muni lægja.“ Ekki allt sem sýndist í Hvannarmálinu í hvassri umræðu fyrir Landsmót- ið bar mikið á svokölluðu Hvann- armáli og það var haft til marks um að þeir Þorkell og Kristinn hefðu misstigið sig rækilega í dómum í forskoðuninni og mikils ósamræmis gætti í dómum þeirra. Kristinn sagði að ekki væri allt sem sýndist í því máli. „Þarna kom sama hryssan í þrígang fyrir dóm. Hún kom fyrst fram á námskeiði, sem við Þorkell tók- um að okkur að kenna á á Hvanneyri í vor. Aðstæður þarna á Hvanneyri voru allar slæmar, t.d. húsakostur, og þá var hesta- kosturinn mjög takmarkaður. Ég dreg ekki dul á það að við gerð- um mistök í dómi á námskeiðinu á þessari umdeildu meri. í dómn- um á henni vorum við að reyna að draga fram eitthvað jákvætt og fá þannig æskilega dreifingu í einkunnagjöf á þennan hóp hesta. Við seildumst til að gefa merinni þónokkuð mikið meira en við hefðum gefið henni ella. Þessi dómur var í sjálfu sér alveg ósamanburðarhæfur við úrtöku- dómana í vor og £ raun og veru vil ég segja það að sá kennari sem stóð fyrir námskeiðinu á Hvann- eyri hefur rofið trúnað með því að flíka þessum tölum. Hryssan kom síðan í forskoð- un og þar kom hún mun lakara Vinningstölur laugardaginn 14. júlí ’90 VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 ! o 4.897.374.- o Z. 4af5^p 7 70.996.- 3. 4af 5 127 6.750.- 4. 3af5 4.751 421.- Heildarvinningsupphæö þessa viku: 8.251.767.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 fyrir en á Hvanneyri og þar að auki höfum við líklega dæmt hana nokkuð hart. Við vorum sannast sagna ekkert að spekúl- era í hvort hún hefði verið notuð á námskeiðinu á Hvanneyri. Við vissum hreinlega ekki til þess að dómur hennar á Hvanneyri hafi verið skrifaður niður, hvað þá að hann hafi verið geymdur. Eftir dóm hryssunnar í for- skoðun var haft samband við okkur Þorkel og við tókum málið upp og ræddum það. í framhaldi af því ákváðum við að boða eig- anda hryssunnar með hana norð- ur í V-Húnavatnssýslu þar sem við myndum grandskoða hana. Við yfirfórum byggingu hryss- unnar mjög nákvæmlega og hækkuðum einkunn hennar örlít- ið. Hins vegar sannfærðumst við um það að dómur á héraðssýn- ingunni hafði verið nokkuð réttur, en kannski ívið harður. Að sama skapi hefur dómurinn á Hvanneyri verið óraunhæfur. Ef litið er á þetta mál í heild sinni finnst okkur það hafa verið blásið óþarflega upp. Hitt er svo annað mál og augljóst að þegar um huglægt mat er að ræða er mannlegt að gera skekkjur og í tölfræðilegu uppgjöri er beinlínis gert ráð fyrir að áicveðnar margar tölur geti verið skekktar. Ég full- yrði að dómar okkar hafi verið innan eðlilegra skekkjumarka." * Arangur góðrar ræktunar að koma í Ijós Kynbótahross og gæðingar hafa aldrei verið betri en einmitt nú, að mati Kristins. „Ég held að það sé engin spurning. Breiddin er meiri en áður. Ávöxtur starfa margra góðra ræktunarmanna er að koma í ljós. Nú eru margir orðnir gjaldgengir til æðstu viðurkenninga. Hestamennskan er orðin mikil og reiðkúnstin á svo háu stigi. Þetta allt leggur ræktunarstarfinu lið.“ Kristinn hugsaði sig lengi um þegar hann var beðinn að svara þeirra spurningu hvað honum hefði komið mest á óvart á nýaf- stöðnu landsmóti. Eftir góða umhugsun sagðist hann verða að nefna glæsilega og einkar athygl- isverða frammistöðu afkvæma Þokka frá Garði. Þessi hestur hafi vaxið ótrúlega á undraskjót- um tíma. Þó hafi farið að örla á hreyfingu á stöðu hans í tölvunni góðu ári áður en hann hafi orðið á hvers manns vörum. Kristinn sagði erfitt að segja til um hvort miklar breytingar hafi orðið á stöðu hrossaræktarinnar í einstaka landshlutum. Þó mætti fullyrða að Austurland væri að dragast aftur úr. Úrtaka hefði komið þar illa út og sömuleiðis fjórðungsmótið á liðnu ári. „Annað sýnist mér vera svo til óbreytt og í góðum farvegi. Skag- firðingar standa sem fyrr glæsi- lega að sinni hrossarækt. Þar eins og víðast annars staðar er breidd- in orðin meiri en áður. Útkoman víða annars staðar var vel viðun- andi. Á Austurlandi, eins og víðast annars staðar, þarf að gera átak í leiðbeiningaþjónustunni. Hrossa- ræktarráðunautar þurfa í ríkara mæli að hafa tækifæri til að fara út á meðal ræktunarmannanna og áhugafólks og kynna störf okkar og stefnu og hlusta á hvað fólk hefur fram að færa.“ óþh Kynbótadómar árið 1990 - dreifing og meðaltöl (Tölulegar niðurstöður forskoðunar Þorkels Bjarnasonar og Kristins Hugasonar sl. vor. Tölurnar vísa til fjölda hrossa. Innan sviga eru til samanburðar tölur frá dómsárinu 1989.) Byggmgíirdómar Einkunn Höfuð Háls, herðar og bógur Bak/lend Samræmi Fótagangur Réttleiki Hófar 5,0 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 5,5 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 6,0 0 (0) 0 (0) 2 (0) 16 (0) 4 (0) 11 (1) 1 (0) 6,5 40 (6) 9 (0) 44 (4) 113 (2) 62 (5) 83 (36) 46 (4) 7,0 196 (93) 62 (13) 227 (76) 307 (117) 272 (76) 257 (130) 165 (111) 7,5 409 (405) 292 (305) 365 (380) 417 (539) 396 (430) 384 (427) 350 (366) 8,0 409 (411) 564 (541) 387 (416) 249 (283) 314 (363) 337 (327) 397 (387) 8,5 105 (54) 211 (103) 122 (91) 66 (28) 104 (88) 91 (47) 177 (93) 9,0 14 (0) 31 (7) 25 (2) 5 (0) 20 (6) 10 (1) 35 (8) 9,5 0 (0) 4 (0) 1 (0) 0 (0) 1 (0) 0 (0) 2 (0) 10,0 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Samtals 1173 (969) 1173 (969) 1173 (969) 1173 (969) 1173 (969) 1173 (969) 1173 (969) Meðaltal 7,66 7,93 7,67 7,42 7,58 7,54 7,76 Hæfíleikadómar Einkunn Tölt Brokk Skeið Stökk Vilji Geðslag Fegurð í rcið 5,0 4 (0) 0 (0) 256 (267) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 5,5 20 (6) 0 (0) 148 (102) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 6,0 64 (35) 0 (0) 129 (116) 12 (4) 2 (0) 0 (2) 2 (0) 6,5 120 (64) 0 (0) 156 (122) 58 (12) 35 (9) 15 (5) 30 (10) 7,0 208 (174) 72 (74) 107 (105) 186 (110) 111 (79) 87 (43) 205 (107) 7,5 229 (248) 540 (416) 102 (80) 254 (311) 297 (254) 342 (330) 334 (397) 8,0 268 (235) 298 (293) 81 (57) 328 (336) 413 (425) 507 (443) 344 (299) 8,5 118 (49) 121 (77) 54 (16) 177 (87) 173 (90) 99 (42) 120 (50) 9,0 18 (3) 18 (4) 16 (1) 33 (6) 17 (7) 0 (1) 15 (3) 9,5 1 (2) 1 (1) 1 (0) 2 (0) 2 (2) 0 (0) 0 (0) 10,0 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Samtals 1050 (866) 1050 (866) 1050 (866) 1050 (866) 1950 (866) 1050 (866) 1050 (866) Meðaltal 7,42 7,75 6,34 7,71 7,80 7,78 7,67 kvikmyndarýni Jl Umsjón: Jón Hjaltason Hrottinn Borgarbíó sýnir: í húmi nætur (Night Game). Leikstjóri: Peter Masterson. Aðalhlutverk: Roy Scheider. Epic Productions 1989. Enn einu sinni er Roy Scheider kominn í hlutverk löggæslu- mannsins. Hver man ekki eftir honum í French Connection og The Seven Ups. Þá voru þær heldur ekki af verri endandum ófreskjumyndirnar, Jaws, númer 1 og 2 en þar lék Scheider strand- gæslumanninn. Það virðist þó vera liðin tíð að Scheider birtist okkur í gæða-spennumyndum; / húmi nætur er ágætt dæmi þar um. Hún segir frá lögreglu- manninum Mike Seaver (Scheid- er) sem ekki aðeins á við vanda- mál að etja í einkalífinu heldur einnig í starfinu. Hann hyggst ganga að eiga sér miklu yngri konu en verðandi tengdamóðir hans er ekki ýkja hrifin af manns- efni dóttur sinnar. í starfinu glímir Seaver við hrottalegan kvennamorðingja og á að auki í stríð við spilltan vinnufélaga. Þrátt fyrir að Scheider sé á heimaslóðum í gervi lögreglu- mannsins virkar hann ekki ýkja sannfærandi sem Mike Seaver enda er Seaver ósköp barnalegur í aðra röndina. Og einhvern veg- inn verður bíómyndin aldrei verulega spennandi. Klaufalega morðtilraunin undir lok myndar- innar gerir ekki annað en að undirstrika að hér er á ferðinni miður góð spennumynd. Roy Scheider (í hlutverki Mike Seaver) á hækjum sínum yllr fyrsta fórnarlambinu og veltir fyrir sér sönnunargagni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.