Dagur - 17.07.1990, Síða 8

Dagur - 17.07.1990, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 17. júlí 1990 íþróttir Leiðinlegt að Einar skyldi ekki mæta“ - sagði Sigurður Matthíasson eftir sigur í spjótkasti karla Sigurður Matthíasson, spjót- kastarinn sterki úr UMSE, sigraði í spjótkasti karla á Landsmótinu. Hann hafði þar gríðarlega yfirburði, kastaði nærri tíu metrum lengra en næsti maður. Það vakti þó athygli að Einar Vilhjálmsson mætti ekki til leiks og mun skýringin vera sú að hann vildi einbeita sér að boðskeppninni sem fram fór á sunnudeginum. „Það var leiðinlegt að Einar skyldi ekki mæta. Spennan datt niður við það,“ sagði Sigurður eftir keppnina. „Ég er svo sem ekkert sérlega ánægður með köstin í dag. Þrátt fyrir að það sé gott að kasta í hliðarvindi þá var vindurinn ekki alveg nógu skemmtilegur í dag - hann var svolítið mikið á hlið. Svo kasta ég bara illa tæknilega séð um þessar mundir. Ég og Guðmundur Karlsson, sem þjálf- ar mig núna, erum að vinna í því,“ sagði Sigurður. Næsta verkefni er Evrópumót- ið og Sigurður sagðist stefna að verðlaunasæti þar. „Það eru því miður ekki góðar líkur á að það takist miðað við hvernig ég hef kastað upp á síðkastið. En ég geri mitt besta og yrði óneitan- lega mjög ánægður ef ég kæmist á verðlaunapallinn. Sfðan er geysi- lega sterkt mót í Japan sem ég fer senniiega á ef ég kemst inn en annars eru ekki fleiri mót á þessu ári sem ég keppi á,“ sagði Sigurð- ur Matthíasson. „Besti tími miim í ár“ - sagði Gunnlaugur Skúlason eftir góðan sigur í 5000 m hlaupinu „Eg gef verið jákvæður. Þetta er besti tími minn í ár en ég hljóp aðeins í þessari einu grein,“ sagði Gunnlaugur Gunnlaugur Skúlason. Skúlason úr UMSS sem sigraði í 5000 m hlaupi á tímanum 15:01.72. Gunnlaugur hefur keppt mikið á árinu og unnið mikið af mótum. Hann sagðist vera ánægður með þann árangur en sagði jafnframt tímana í þessum hlaupum ekki hafa verið nægilega góða. Gunnlaugur var að keppa á sínu þriðja Landsmóti. „Þetta er búið að vera ágætt mót og þetta er t.d. besti árangur sem ég hef náð á Landsmóti. Stemmningin hefur þó verið meiri áður, sér- staklega á mótinu á Húsavík. Framundan er svo Bikar- keppnin eftir hálfan mánuð og þar keppi ég í nokkrum greinum. Ég ætla mér að berjast vel þar.“ - Ertu búinn að taka frá sæti? „Já, bara fyrsta sætið. Það er ágætt,“ sagði Gunnlaugur Skúla- son. Birgitta Guðjónsdóttir: „Erfltt að halda á sér hita“ „Mér hefur gengið ágætlega í dag en ekki nógu vel í gær,“ sagði Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE, þegar Dagur ræddi við hana á laugardeginum. Hún keppti í þremur aðalgreinum, kúluvarpi, spjótkasti og lang- stökki, auk tveggja boðhlaupa. „Þetta hefur bara gengið agæt- lega hjá mér miðað við æfing- ar. Ég hef dregið úr þeim og æft mun minna síðastliðin tvö ár en áður. Ég hef náð settum markmiðum og rúmlega það. Ég átti t.d. ekki von á að verða Aðalsteinn Bernharðsson. „í gær átti ég möguleika á öðru sæti í spjótkastinu en gerði öll köstin ógild. Vindurinn var óhag- stæður, mér finnst persónulega betra að kasta á móti honum en eftir atkvæðagreiðslu var ákveðið að kasta undan honum. Síðan lenti ég í mikilli keppni við Þór- í öðru sæti í 200 m hlaupinu en ég reiknaði frekar með því í 400 metrunum og það gekk,“ sagði „gamla“ kempan úr UMSE, Aðalsteinn Bern- harðsson. Aðalsteinn sagði þetta vera sjötta Landsmótið sem hann keppti á og sennilega það síðasta. „Það er að verða kominn tími til að draga sig í hlé. Ég er búinn að keppa í 15 ár og þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Það er óneitan- lega erfitt að hætta en það verður auðvitað að koma að því og ég held að þetta ár sé heppilegt til þess. Það er mjög sérstakt að vera á landsmóti. Þetta er eina frjáls- íþróttamótið hér þar sem næst upp svona góð stemmning enda áhorfendur aldrei jafn margir. Það hefur aldrei komið til greina að missa af þessu og maður kem- ur áfram á Landsmót þótt maður sé hættur að keppa,“ sagði Aðal- steinn Bernharðsson. dísi Gísladóttur í langstökkinu. Hún sigraði en ég stökk 5.67 og var mjög ánægð með það. Minn besti árangur er 5.74 síðan 1985.“ Birgitta sagðist vera nokkuð ánægð með mótið. „Veðrið hefði auðvitað mátt vera betra. Það var kalt í gær og erfitt að halda á sér hita. Svo gerir vindurinn manrii erfitt fyrir en þetta er búið að vera gaman," sagði Birgitta Guð- jónsdóttir. Birgitta Guðjónsdóttir. Síðasta mót Aðalsteins - er að verða kominn tími til að draga sig í hlé Stangarstökk: Kristján sigraði eftir stórskeirantilega keppni - bætti Landsmótsmetið um 50 cm „Ég get verið ánægöur með þetta. Ég held að þetta séu verstu veðurfarslegu aðstæður sem ég hef stokkið við og hef þó verið í þessu í tíu ár,“ sagði Kristján Gissurarson sem sigr- aði í stangarstökki eftir harða og skemmtilega keppni við Gísla Sigurðsson úr UMSS. Gísli átti gamla Landsmóts- metið, sem var 4.30 m, en segja má að það hafí kolfallið, Kristján stökk 4.80 m og Gísli varð í öðru sæti, stökk 4.60 m. „Þetta var mjög skemmtileg keppni og mér finnst árangurinn ótrúlega góður. Það er ekki oft sem svona margir íslendingar fara yfir 4.40 m eins og gerðist hér í dag. Gísli var í mjög góðu formi í dag en vegna stökkstílsins kom vindurinn sér verr fyrir hann en mig. Þá var stemmningin í stúkunni frábær og mjög gaman að stökkva fyrir framan svona góða áhorfendur." Kristján er 37 ára gamall en hefur þó aldrei keppt á Lands- móti áður. „Þetta er búið að vera mjög gaman og það er ekki oft sem gefst kostur á að taka þátt í svona skemmtilegu móti hér innanlands. Núna er ég búinn að prófa þetta og það er aldrei að vita hvað maður gerir í framtíð- inni. Kannski stekkur maður á Laugarvatni ef heilsan verður í lagi,“ sagði Kristján Gissurarson. Gísli Sigurðsson sagði að vind- urinn hefði verið sér erfiður en komið betur út fyrir Kristján þar sem hann héldi neðar á stönginni. Aðspurður um gamla Lands- mótsmetið sagði hann: „Ég setti það fyrir tíu árum þegar ég var ungur og hress. Nú er ég bara hress.“ I Kristján Gissurarson í háloftunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.