Dagur - 17.07.1990, Qupperneq 9
Þriðjudagur 17. júlí 1990 - DAGUR - 9
Krístján Yngvason.
„Þetta situr svolítið
ímérennþá“
- sagði Kristján Yngvason eftir að hann
hafði keppt í kókdrykkju
„Mér og mínu fólki hefur
gengið ágætlega. Veðrið hefur
sett strik í mótið en þetta hefur
rúllað ágætlega þrátt fyrir það
og baráttan er hörð,“ sagði
Kristján Yngvason, fyrrum
formaður HSÞ og núverandi
stjórnarmaður í UMFÍ. HSÞ
mætti til leiks með 170 kepp-
endur og 30-40 aðstoðarmenn.
„Ég held ég megi segja að
árangurinn hafi verið í samræmi
við væntingar. Við erum að berj-
ast við að ná 3. sætinu í stiga-
keppninni og erum enn vongóð
um að það takist. En það kemur
í ljós í kvöld,“ sagði Kristján.
Þess má geta að viðtalið var tekið
á sunnudeginum þegar úrslit lágu
ekki fyrir en eins og fram kemur
á öðrum stað í blaðinu reyndist
HSÞ-fólkið ekki hafa náð þessu
markmiði.
„Þetta er búið að vera ljóm-
andi gaman. Ég kom hingað á
mánudaginn og er því búinn að
vera hér í heila viku. Það hefur
ekkert veitt af því, við byrjuðum
á að koma upp aðstöðu fyrir okk-
ar fólk og skipuleggja okkar
starf.“
Krist ján keppti sjálfur í tveim-
ur greinum á mótinu, glímu og
starfshlaupi. Glíman var að hefj-
ast þegar Dagur ræddi við hann
en starfshlaupinu var nýlokið.
Það samanstóð af ýmsum grein-
um sem sjást ógjarnan á öðrum
íþróttamótum, t.d. hjólböru-
akstri, kókdrykkju, spýtnasögun,
boltakasti o. fl. Æfði Kristján
sérstaklega fyrir þessa grein?
„Nei, það er erfitt þar sem
maður veit ekki hvað á að gera
fyrr en maður mætir í hlaupið.
Ég veit nú ekki hvernig gekk þar
sem það er ekki búið að dæma í
þessu en ég komst í gegn.“
- Hvernig var að keppa í kók-
drykkju?
„Það var bölvað. Ekki síst þar
sem það var svona rétt fyrir glím-
una. Þetta situr svolítið í mér
ennþá.“
Kristján er enginn nýgræðing-
ur þegar Landsmót UMFÍ eru
annars vegar. Hann hefur mætt á
öll Landsmót frá árinu 1961 þeg-
ar það fór fram á Laugum, alls 9
talsins. „Ég á alveg örugglega eft-
ir að mæta á fleiri Landsmót og
hugsanlega sem keppandi. Það er
alltaf jafn gaman að þessu,“ sagði
Kristján Yngvason.
Ásta Ásmundsdóttir:
99
Ekki eins erfltt
ogég
Ein kona tók þátt í þríþrautar-
keppninni, Asta Ásmunds-
dóttir frá Akureyri. „Þetta var
ekki eins erfítt og ég hélt. Ég
bjóst við að hjólreiðarnar yrðu
mjög erfíðar á móti rokinu en
þetta var skárra en ég átti von
á,“ sagði hún eftir verðlauna-
afhendinguna.
„Ég hef nú ekki stundað þetta
mikið. Ég fór í þetta í fyrsta sinn
fyrir hálfum mánuði með öðrum
sem voru að æfa sig fyrir keppn-
ina. Annars hleyp ég dálítið mik-
ið og svo keppti ég einu sinni á
skíðum. Það kom mér til góða
þegar ég fór að hjóla. Hlaupin
eru sennilega erfiðasti hlutinn af
þessu því að maður er svo stífur
þegar maður kemur af hjólinu,“
sagði Ásta Ásmundsdóttir.
Ásta Ásmundsdóttir.
Heildarstigakeppnin:
Glæsilegur sigur UMSK
- UMSE í þriðja sætinu
Ungmennasamband Kjalar-
nesþings vann glæsilegan sigur
á heimavelli sínum í heildar-
stigakeppni félaganna. Kjal-
I nesingarnir hlutu 333 stig, 53
stigum meira en Héraðssam-
bandið Skarphéðinn sem varð í
| öðru sæti. UMSE kom svo á
óvart með því að næla í þriðja
sætið með 212 stig.
Að öðru leyti varð röð félag-
anna þessi:
María Ingimundardóttir:
„Stolt yflr pömuikökubakstrimim11
María Ingimundardóttir er
þjálfari hjá USAH og hún
keppti einnig í boðhlaupi.
„Okkur hefur ekki bara gengið
vel heldur ótrúlega vel. Við
náðum t.d. öðru og þriðja sæti
í pönnukökubakstrinum og ég
er sérstaklega stolt yfír því.
Það eru mjög góðir pönnu-
kökubakarar heima,“ sagði
hún.
„Þrátt fyrir litríkt veður
hefur þetta verið stórkostlega
gaman. Ég er Reykvíkingur að
uppruna og hef því ekki tekið
þátt í Landsmóti áður. Það fylgir
þessu sérstök stemmning og það
er mjög skemmtilegur andi í okk-
ar hópi. Við erum með 130
manna lið hér og það er mikil
samstaða meðal manna,“ sagði
María Ingimundardóttir.
María Ingimundardóttir.
4. UMSB 209
5. HSÞ 205
6. UÍA 199
7. UMFK 198
8. USAH 176
9. USVH 159
10. HSH 158
11. HSB 142
12. UMSS 120
13. UDN 115
14. UFA 106
15. UMFN 95
16. USÚ 83
17. UMFÓ 56
18. HVÍ 55
19. UMFG 51
20. HSS 48
21. UNÞ 47
22. USVS 46
23. UV 43
24. UGS 42
25. HHF 36
26. UMFF 35
27. UÍÓ 29
28. UMFD 28
29. UMFÞ 6
„Verður að teljast gott mót“
- segir Sigurður P. Sigmundsson, formaður UFA
„Við erum að taka þátt í
Landsmóti í fyrsta sinn enda
félagið ekki nema tveggja ára.
Ólafur Björnsson:
„Erfitt að
skipta yfir
í hlaupið
„Ég er nokkuð jafn í þessum
greinum. Ég stunda enga
þeirra reglulega en æfí hins
vegar skíðagöngu og hleyp
mikið á sumrjn,“ sagði Ólafs-
fírðingurinn Ólafur Björnsson
sem sigraði í þríþrautarkeppn-
inni. Keppni í þeirri grein fór í
nú í fyrsta sinn fram á Lands-
móti en hún samanstendur af
hlaupum, sundi og hjólreiðum.
Keppendur syntu 750 m, hlupu
6 km og hjóluðu 20 km.
„Þetta er nokkuð erfitt og
maður þarf að vera í góðri alhliða
þjálfun. Hjólreiðarnar voru mjög
erfiðar um tíma vegna vindsins
og svo var mjög erfitt að skipta
yfir í hlaupið. Maður notar aðra
vöðva og var allur stífur.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek
þátt í Landsmóti og þetta er búið
að vera fínt - það er helst vindur-
inn sem angrar mann,“ sagði Ól-
afur Björnsson.
Jlafur Björnsson.
Ég hef enn ekki séð lokatöl-
urnar en mér sýnist við vera
um miðjan hóp af u.þ.b. 30
ungmennafélögum og sam-
böndum og það er vel viðun-
andi,“ sagði Sigurður P. Sig-
mundsson, formaður Ung-
mennafélags Akureyrar.
Sigurður keppti sjálfur í 5000
m hlaupi og hafnaði þar í öðru
sæti. „Ég var nokkuð sáttur við
þetta. Ég stefndi að því að vera
með í baráttunni. Ég vissi að það
yrði mjög erfitt að vinna þetta en
gerði heiðarlega tilraun. Ég fór
full fljótt af stað í restina, hefði
átt að spara mig aðeins betur. Ég
held þó að ég hefði aldrei haft
þetta en ég hefði átt að komast
nær fyrsta manni. Ég hljóp á
15:16.25 og er því enn að þoka
Akureyrarmetinu niður."
Aðspurður hvernig honum
fyndist mótið í heild sinni kom
Sigurður fyrst að veðrinu og þá
einkum rokinu. „Það hefur auð-
vitað sett sitt mark á mótið. Það
var vægast sagt ofboðslegt á laug-
ardeginum og einnig mjög mikið
á föstudeginum. Fimmtudagur-
inn og sunnudagurinn voru hins
vegar góðir. Þetta hefur m.a. haft
í för með sér að áhorfendur
skiptu kannski ekki þúsundum
eins og vonast hafði verið eftir.
Skipulagningin sýnist mér vera
mjög góð og það hefur greinilega
verið vandað til undirbúningsins.
Þegar á heildina er litið verður
þetta að teljast gott mót.“
Þrátt fyrir að Sigurður hafi
keppt í frjálsum íþróttum um
árabil var hann að taka þátt í
Landsmóti í fyrsta sinn. Skýring-
in er sú að hann hefur lengst af
keppt fyrir FH sem ekki hefur
þátttökurétt á mótinu. „Sumir
eru búnir að hlaupa á svo mörg-
um Landsmótum að þau eru
komin á annan tug. Einn hlaup-
ari í 5000 m hlaupinu hljóp fyrst
fyrir 25 árum og það verður erfitt
fyrir mig að jafna það. Ég yrði
sennilega orðinn heldur hrörleg-
ur.“
- Nokkru fyrir Landsmót birt-
ist í tímaritinu Skinfaxa spá
Sigurðar um úrslit á Landsmót-
inu. Hvernig skyldi hafa tekist
til?
Sigurður P. Sigmundsson.
„Ég er aðeins farinn að skoða
þetta. Þetta hefur gengið nokkuð
vel upp í hlaupunum og ég spáði
t.d. rétt fyrir um fyrstu þrjú sætin
í 1500 m karla og kvenna. Annað
hefur gengið lakar enda ekki gott
að átta sig á þessu öllu. Ég hafði
t.d. ekki hugmynd um að sú kona
sem ég spáði sigri í kúluvarpinu
er að eiga barn um þessar mundir
og tók því eðlilega ekki þátt. Það
er því að ýmsu að hyggja þegar
maður gerir spá af þessu tagi. En
það er gaman að þessu.“
- Hefur verið eitthvað um úr-
slit sem segja má að séu mjög
óvænt?
„Já, sumt hefur komið mér á
óvart. í frjálsu íþróttunum hefur
t.d. Snæfellingurinn Hörður
Gunnarsson vakið nokkra at-
hygli. Hann vann bæði 100 og 200
m hlaupið en þetta er strákur sem
kom fyrst fram á sjónarsviðið í
vetur. Mér fannst líka mjög
óvænt hvað Þórdís Gísladóttir,
HSK, var sterk í langstökkinu.
'Hún var einnig mjög sterk í fleiri
greinum og er augljóslega í góðu
formi um þessar mundir.
Ef maður tekur hins vegar
norðanfólkið sérstaklega fyrir
held ég að það hafi ekki komið
sérstaklega mikið á óvart nema
Sunna Gestsdóttir, USAH, sem
stóð sig mjög vel í spretthlaupun-
um. Mér sýnist í augnablikinu að
Norðlendingarnir hafi staðið sig
nokkurn veginn í samræmi við
væntingar,“ sagði Sigurður P.
Sigmundsson að lokum.