Dagur - 17.07.1990, Page 11

Dagur - 17.07.1990, Page 11
hér & þor Þriðjudagur 17. júií 1990 - DAGUR - 11 i l Heimsins mesti uppfinningamaður: Fær sínar bestu hugmyndir á kafi í vatni - fann m.a. upp tölvuúrin og tölvudiskana Það hefur stundum verið sagt um heimsins mestu snillinga að þeir séu um leið heimsins mestu furðufuglar. Ekki er vitað hvort Japaninn Yoshiro NakaMats sé heimsins mesti furðufugl en hann er a.m.k. einn af heimsins mestu uppfinningamönnum. Meðal uppfinninga sem má eigna hon- um eru tölvudiskar og tölvuúr, hvorki meira né minna. En Yos- hiro kemst nálægt því að teljast furðufugl því hann fær allar sínar bestu hugmyndir á kafi í vatni! Á meðfylgjandi mynd sést hvar Yoshiro er staddur á botni sund- laugar einnar að skrifa niður hug- myndir sínar á sérstakan vatns- heldan pappír með vatnsheldum penna, sem hann auðvitað fann upp sjálfur! Yoshiro segist ná að halda niðri í sér andanum í ótrú- lega langan tíma, um 5 mínútur í einu, og það 61 árs að aldri. Yoshiro segist vera með 2360 hugmyndir í einu í huganum, sem telst vera tvöfalt meira en mest lét hjá Thomas Edison. Yoshiro sefur í fjóra tíma á nótt- unni í sérstökum stól sem sendir innrauða rafsegulgeisla í gegnum heilann á honum. Yoshiro segist aldrei skokka því það hristi of mikið upp í heilasellunum! Yoshiro fékk sína fyrstu hug- mynd aðeins 5 ára gamall og þrem árum síðar kom fyrsta upp- finningin hans á markað, sérstak- ur hitari sem er enn notaður á japönskum heimilum í dag. Með- al nýrra uppfinninga sem Yoshiro er að þróa í dag er ræktun hrís- grjóna í vatni og nýtt ódýrt og ómengað eldsneyti. En hvernig mat borða svona „sjéní“? Jú, Yoshiro borðar ein- göngu mat sem er hollur heilan- um, s.s. eins og fiskur, grænmeti, baunagras, hveitikorn og sjávar- gróður eins og þang og þari. Hér sést Yoshiro NakaMats á kafi í vatni að skrifa niður góða hugmynd. rekstur skólans sem Jón gengur í, auk kennarans sem kennir hon- um. Jón er tólf ára gamall og nemandi í miðskólanum á eyj- unni Cuttyhunk, sem tilheyrir fylkinu Massachusetts í Banda- ríkjunum. Strákurinn er eina barnið í eyj- unni, en honum leiðist ekki í skólanum, því kennarinn heldur honum stíft að náminu og í frímínútum leikur hann sér við hundinn Kimbal sem er eini vin- urinn, en hundurinn liggur alltaf hjá honum í skólastofunni. Kennari Jóns Páls er há- menntaður og sér til þess að hann hefur öll bestu kennslugögn og tæki. í skólanum er tölva, sjón- varp og ný smásjá. Þegar mið- skólanum lýkur fer Jón til fasta- landsins í skóla og honum er það tilhlökkunarefni að fá að umgangast önnur ungmenni, en trúlega er hann vel undirbúinn fyrir námið á fastalandinu. Skólayfirvöld á eyjunni Cutty- hunk verja fimmtíu þúsund dollurum á ári til að mennta Jón Pál Hunter, en hann er eini nemandinn í skólanum á eyjunni, en íbúar hennar eru aðeinsfimm- tíu. Þrír skólanefndarmenn, sjá um Jón Páll og hundurinn Kimbal. Ég og huiidurinn erum saman í skóla . ottablóm Jlómapottar - áburður - mutu ug margt íleira til blómaræktunar. Akureyri og 24830 Til viðskiptamanna! Vegna sumarleyfa verður skrifstofan lokuð til 1. ágúst. Fasteiganasalan verður þó opin á venjulegum tíma frá kl. 14.00-18.30. Vinsamlegast athugið breitt símanúmer Fasteignasölunnar ® 11500 Málflutningsstofa Benedikts Ólafssonar. c^::-.;r.5orar'.7 Frá menntamálaráðuneytinu Auglýsing um styrkveitingu úr Þróunarsjóði leikskóla Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum/dagheimilum/skóladagheimilum. Með þró- unarverkefnum er átt viö nýungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir/for- stöðumenn/fóstruhópar/einstakar tóstrur. Saekja má um styrkt til nýrra verkefna og verkefna, sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja umsögn viðkomandi rekstraraðila. Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 15. október 1990 á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frami í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. L LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Vegslóðar vegna 132 kV Blöndulínu Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í veg- slóðagerð vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL-10. Helstu magntölur: Um 27.000 m3 aðflutt malarfylling. 5000 m síudúkur. Um 40 ræsi. Verklok eru 8. október 1990. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 16. júlí 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík, geng óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000.- Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en þriðju- daginn 7. ágúst 1990 fyrir 14.00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 12. júlí 1990. LANDSVIRKJUN

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.