Dagur - 17.07.1990, Page 15

Dagur - 17.07.1990, Page 15
Þriðjudagur 17. júlí 1990 - DAGUR - 15 íþróttir i Hörpudeildin: Þórsarar komnir í botnsætið - eftir 3:0 tap í Garðabænum Þórsarar voru lánlausir gegn Stjörnumönnum í Garðabæn- um í gærkvöld og töpuðu með þremur mörkum gegn engu. Eftir dapran og leiðinlegan fyrri hálfleik komst Þór meira inn í leikinn í þeim síðari en voru leikmenn óheppnir, mis- notuðu m.a. vítaspyrnu og glöt- uðu mörgum marktækifærum. í fyrri hálfleik gerðist ekkert markvert fyrr en á 16. mínútu þegar Stjörnumenn áttu fallegan samleikskafla upp eftir vallar- helmingi Þórs sem endaði með því að Ingólfur Ingólfsson fékk boltann í vítateignum og skoraði örugglega fram hjá Friðriki í markinu. Siguróli Kristjánsson fékk helstu færi Þórsara í fyrri hálfleik en misnotaði þau bæði. Staðan því 1:0 í hálfleik og á 55. mínútu bættu heimamenn við öðru marki. Þá fékk Lárus Guðmundsson stungusendingu inn á vallarhelming Þórs, lék einn Hörpudeild Úrslit í 10. umferð: ÍA-Valur 2:3 Víkingur-KR 1:1 Fram-IBV 3:4 Stjarnan-Þói 3:0 KA-FH 4:0 Valur 10 7-1-2 18:10 22 KR 10 6-1-3 15:10 19 ÍBV 10 5-3-2 16:17 18 Fram 10 5-1-4 20:10 16 Víkingur 10 3-5-2 11:10 14 Stjarnan 10 4-2-4 14:15 14 FH 10 4-0-6 14:17 12 KA 10 3-1-6 12:14 10 ÍA 10 2-2-6 12:19 8 Þór 10 2-2-6 6:15 8 upp völlinn og inn í teiginn og skaut óverjandi skoti í netið. Fjórum mínútum síðar bjargaði Sigurður Lárusson á marklínu Þórs eftir þunga sókn Stjörnunn- ar. Á 71. mínútu misnotaði Júlíus Tryggvason vítaspyrnu fyrir Þór eftir að Bjarni Sveinbjörnsson var felldur. Jón Otti Jónsson varði spyrnu Júlíusar glæsilega. Tíu mínútum síðar var Bjarni felldur gróflega í teig en ekkert dæmt að þessu sinni. Upp frá því fór dómari leiksins endanlega að missa tökin á leiknum. Á 85. mínútu fékk Sigurður Lárusson að sjá rauða spjaldið eftir að hafa fengið það gula rétt áður, þegar hann átti saklaus orðaskipti við dómarann. Tveim mínútum síðar skoraði Stjarnan þriðja markið þegar Sveinbjörn Hákonarson vann boltann eftir markspyrnu frá Þór og skoraði örugglega af vítateig. Bjarni Sveinbjörnsson og Nói Björnsson voru bestu menn Þórs og í jöfnu liði heimamanna stóð Jón Otti markvörður upp úr. Lið Víkings: Friðrik Friðriksson, Sigurður Lárusson, Lárus Orri Sigurðs- son, Nói Björnsson, Siguróli Kristjáns- son, Þórir Áskelsson (Axel Vatnsdal á 70. mín), Þorsteinn Jónsson, Júlíus Tryggvason, Árni Þór Árnason, Sævar Árnason og Bjarni Sveinbjörnsson. Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Heiniir Erlingsson, Birgir Sigfússon, Bjarni Bencdiktsson, Sveinbjörn Hákon- arson, Lárus Guðmundsson, Ingólfur Ingólfsson, Árni Sveinsson, Ragnar Gíslason, Valdimar Kristófersson og Valgeir Baldursson. Gul spjöld: Árni Þór Árnason og Friðrik Friðriksson Þór. Rautt spjald: Sigurður Lárusson Þór. Dómari: Ólafur Lárusson og var afspyrnu slakur. Línuverðir: Sveinn Sveinsson og Sigurður Friðjónsson. HB/-bjb Kjartan Einarsson fór hamförum gegn FH-ingum í gær og skoraði þrennu. Mynd: KL Hörpudeildin: Leikgleðin gerði gæfiuniuiiim - þegar KA-menn burstuðu FH 4:0 - Kjartan með þrennu KA-menn vöknuðu heldur hressilega til lífsins er þeir mættu FH-ingum í 10. umferð Hörpudeildarinnar á Akureyr- arvelli í gærkvöld. Það er skemmst frá því að segja að íslandsmeistararnir tóku afspyrnuslaka FH-inga í hreinræktaða kennslustund, skoruðu fjögur mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. KA-ntenn fengu óskabyrjun þegar þeir náðu forystunni strax Opna Mitsubishi golfmótið: Kristján lék á parinu Galantinn gekk ekki út Kristján Gylfason náði þeim frábæra árangri á opna Mitsu- bishi golfmótinu á Jaðarsvelli um helgina að leika 36 holur á pari vallarins, 142 höggum. Hefur ekki áður náðst slíkur árangur í jafn stóru móti á Jað- arsvelli og er Ijóst að Kristján er til alls líklegur á komandi Landsmóti. Mitsubishi golf- mótið tókst í alla staði mjög vel og alls lauk 121 kylfíngur keppni, þar af voru 36 kylfíng- ar aðkomnir. Höldur sf. gaf öll verðlaun á mótið og meðal 10 aukaverð- launa var glæsileg Mitsubishi Galant bifreið fyrir að fara holu í höggi, en engum kylfingi tókst að ná draumahögginu. Verðlaunahafar mótsins ásamt Skúla Ágústssyni hjá Höldi sf. Keppni um 2. og 3. sæti í karla- flokki var hörð og þurfti bráða- bana um bronsið á milli Þórleifs Karlssonar og Björgvins Þor- steinssonar. Þórleifur hafði betur eftir 2 tilraunir á 18. holunni. Kristján var hins vegar öruggur með gullið og lækkaði hann í for- gjöf eftir mótið úr 3,6 í 2,9. Úrslit mótsins: Karlar án forgjafar: Kristján Gylfason GA Sverrir Þorvaldsson GA Þórleifur Karlsson GA Björgvin Þorsteinsson GA Karlar með forgjöf: Ólafur Sæmundsson GA Sigurður St. Haraldsson GA högg 142 148 149 149 högg 130 131 Kristján Gylfason GA 134 Konur með forgjöf: högg Halla Arnardóttir GA 131 Sigríður B. Ólafsdóttir GH 138 Kristín Pétursdóttir 147 Unglingar með forgjöf: högg Birgir Haraldsson GA 129 Sveinn Bjarnason GH 140 Davíð Jónsson GS 141 Unglingar án forgjafar: högg Davíð Jónsson GS 161 Sveinn Bjarnason GH 172 Björn Gíslason GA 174 -bjb á 3. mínútu. Jón Grétar lék þá upp hægri vænginn og sendi fyrir, Þórður hoppaði skemmtilega yfir boltann og Kjartan beið í teign- um og skoraði með skoti frá víta- teigspunktinum. Á 16. mínútu bættu þeir öðru marki við og aftur voru Jón Grét- ar og Kjartan á ferðinni. Gauti Laxdal sendi langa sendingu upp í vinstra hornið á Jón órétar. Hann lék inn í teiginn við enda- línuna og renndi út í teiginn þar sem Kjartan kom á ferðinni og hamraði í markið. Seinni hálfleikur var aðeins sex mínútna gamall þegar KA-menn bættu þriðja markinu við. Bjarni Jónsson átti þá þrumuskot að FH-markinu sem Halldór varði en hélt ekki. Boltinn barst út til Þórðar sem var í dauðafæri en hitti ekki boltann sem var sendur inn í teiginn og þar skallaði Kjartan hátt upp í loftið og bolt- inn datt niður aftan við Halldór sem stóð of framarlega. Er óhætt að skrifa þetta mark algerlega á hann. Fjórða markið kom svo á 86. mínútu og nú var komið að Árna Hermannssyni. Hann skoraði með þrumuskoti úr miðjum víta- teignum eftir að Þórður lagði boltann skemmtilega fyrir hann. Á 90. mínútu var Kjartan rif- inn niður í vítateig FH og víta- spyrna var dæmd. Hún kom í hlut Heimis Guðjónssonar en Halldór varði með tilþrifum slaka spyrnu hans. Eins og fyrr segir voru yfir- burðir KA-manna algerir. Liðið lék sinn langbesta leik í sumar og virðist sem einhver hugarfars- breyting hafi orðið hjá leikmönn- um þess. Liðið var jafnt og flestir léku vel en þó er ekki sanngjarnt annað en að nefna Jón Grétar Jónsson sem átti stórleik og var besti maður vallarins. FH-liðið var ótrúlega slakt og hefur örugglega ekki leikið verr í sumar. Ólafur Kristjánsson átti þokkalegan leik og Andri átti ágæta spretti en aðrir náðu sér ekki á strik. Lið KA: Haukur Bragason, Halldór Halldórsson, Halldór Kristinsson, Steingrímur Birgisson (Árni Hermanns- son á 75. mínútu), Bjarni Jónsson, Heimir Guðjónsson, Hafsteinn Jakobs- son, Gauti Laxdal, Jón Grétar Jónsson, Þórður Guðjónsson og Kjartan Einars- son. Lið FH: Halldór Halldórsson, Birgir Skúlason, Andri Marteinsson, Guð- mundur Hilmarsson, Bjöm Jónsson (Jón Þór Brandsson á 30. mínútu), Guðmund- ur Valur Sigurðsson, Magnús Pálsson (Hallsteinn Arnarson á 62. mínútu), Þór- hallur Pálsson, Hörður Magnússon, Pálmi Jónsson og Ólafur Kristjánsson. Gul spjöld: Árni Hermannsson, KA, og Birgir Skúlason, FH. Dómari: Ari Þórðarson - Sæmilegur. Línuverðir: Eyjólfur Ólafsson og Þor- steinn Ámason. 1. deild kvenna: Þór vann KR - og KA gerði jafntefli Kvennalið KA og Þórs fengu KR-stúlkur í heimsókn um helgina til keppni í 1. deild. Agætis árangur náðist í þess- um leikjum, Þór vann 3:1 og KA gerði jafntefli 1:1. Eftir 3 tapleiki í röð fengu KA- stúlkur sín fyrstu stig í 1. deild- inni í sumar. Leikurinn gegn KR var sá. besti í sumar hjá KA og eru stelpurnar óðum að ná sér á strik. Mark KR gerði Guðný Guðnadóttir í fyrri hálfleik eftir mistök í vörn KA og besti maður KA, Hjördís Úlfarsdóttir, jafn- aði leikinn í seinni hálfleik með þrumuskoti úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Þórs-stúlkur léku gegn KR í sterkum vindi og náðu að skora tvö mörk í fyrri hálfleik. Það gerðu Harpa Frímannsdóttir og Ellen Óskarsdóttir. KR minnk- aði muninn í seinni hálfleik með marki Helenar Ólafsdóttur en Ellen bætti þriðja markinu við fyrir Þór þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. KA á leik í kvöld á heimavelli gegn Breiðabliki kl. 20. -bjb

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.