Dagur - 18.07.1990, Side 5

Dagur - 18.07.1990, Side 5
Miðvikudagur 18. júlí 1990 - DAGUR - 5 ---------------------------------\ Fyrstu nemendur Flugskóla Akureyrar sóttu tíma fram á Melgerðismela Flugið hefur löngum heillað, og það hefur eflaust einnig heillað þá Gísla Ólafsson fyrrv. yfirlögregluþjón, Árna Bjarnarson bókaútgefanda og Steindór Hjaltalín útgerðar- mann hinn 7. júní 1945 er þeir félagar stofnuðu Flugskóla Akureyrar. Undirbúningur hafði þá staðið um nokkurra ára bil hjá þeim Gísla og Arna og meðal annars hafði Árni Bjarnarson þá látið þýða og gefa út fyrstu og einu kennslubók í flugi sem komið hefur út á íslandi. Var mikil vinna lögð þar í hugtök og þýð- ingar, og eru mörg hugtökin enn í fullu gildi í fluginu í dag. Ýmsir lögðu þessu útgáfumáli lið, og má þar nefna Agnar Kofoed-Hansen fyrrv. flugmálastjóra og Sigga „flug“ sem er handhafi flugskír- teinis nr. 1. Steindór bættist svo í hópinn þegar nær dró stofndegi. I upphafi var ákveðið að kaupa tvær kennsluvélar, og urðu fyrir valinu Tiger-Moth vélar frá Kan- ada og komu þær til landsins 27. ágúst 1945, og voru settar saman á Reykjavíkurflugvelli. Sú fyrri hlaut einkennisstafina KAE en hin KAD, og voru þær teknar í notkun í septembermánuði s.á. Flugkennsla hófst þá strax með nokkrum nemendum, og var. Kristján Mikaelsson ráðinn flug- kennari og Björgólfur Baldurs- son vélamaður. Vélamaðurinn var ekki stöðugt hér fyrir norðan, og varð alloft að fá hann norður til eftirlits með vélunum þótt lágmarkseftirlit væri í höndum flugkennara. Árið 1948 fór Árni Bjarnarson til Bandaríkjanna til að festa kaup á tveimur Piper-Cub flug- vélum sem komu til landsins það sama ár. Um tíma hafði skólinn umboð fyrir þessar vélar hér á Norðurlandi fyrir Elding Trading Co. í Reykjavík. Síðar eignaðist skólinn 4ra manna vél, Percival Proctor og Fleet Finch, sem var 2ja manna. Með tilkomu þeirra kom tals- verður fjörkippur í flugnámið á Melgerðismelum, og nýr flug- kennari hóf að kenna flug hjá Gömlu kempurnar Árni Bjarnarson og Gísli Ólafsson við Tiger Moth vélina í september 1945. Texti: Geir Guðsteinsson skólanum, Njáll Guðmundsson að nafni. Síðla sumars 1948 hætti skól- inn starfseminni að Melgerðis- melum og voru vélarnar og bif- reið sem skólinn átti einnig seldar til Reykjavíkur. Það gefur auga leið að erfitt var að fást við rekst- ur flugskóla svo langt fra bænum, eða í 20 km fjarlægð, og því lá starfsemin niðri allt þar til Sigurður Aðalsteinsson hóf rekstur hans að nýju. Eigi er hægt að skilja svo við umfjöllun um þá félaga Gísla Ólafsson og Árna Bjarnarson og afskipti þeirra af flugmálum hér norðan heiða, að ekki sé getið þess brennandi áhuga sem þeir höfðu á uppbyggingu flugvalla. Voru þeir óþreytandi að ferðast um og skoða hugsanlega lending- arstaði fyrir flugvélar víðs vegar á Norðurlandi. Sérstaklega var áhugi og elja Árna við að koma upp flugvelli í Grímsey eftirtekt- arverður, en hann var að öðrum mönnum ólöstuðum frumkvöðull þess að flug til Grímseyjar varð að veruleika. 10. nóvember 1954 var fyrsta áætlunarflugið til Grímseyjar frá flugvellinum á Melgerði með DC-3 flugvél Flugfélags íslands, Gunnfaxa. Fjórir Grímseyingar með Magnús Símonarson hrepp- stjóra í broddi fylkingar tóku sér far með vélinni til eyjarinnar en sex til baka og tók flugið 30 mínútur. Með flugvélinni fóru einnig þeir Gísli Ólafsson og Árni Bjarnarson ásamt Steindóri Steindórssyni fyrrv. skólameist- ara. Með þessu flugi var einangr- un eyjarskeggja rofin, en áætlunarflug til Grímseyjar hófst þó ekki fyrr en ári seinna. Starfsemin flyst á Akureyrarflugvöll í um 25 ár lá starfsemi Flugskóla Akureyrar niðri, en þeir Tryggvi Helgason og Jóhann Helgason munu þó hafa haldið uppi ein- hverri flugkennslu á þessu tíma- bili, en það var ekki fyrr en Sigurður Aðalsteinsson hóf flug- kennslu, að flugkennsla undir merkjum skólans byrjaði að nýju. Síðan hefur flugkennsla verið samfelld, en áhugi á því að læra flug og svífa um loftin blá eins frjáls og fuglinn virðist ekk- ert dvína. í dag á Flugskóli Akureyrar tvær kennsluvélar, TF-JMB og TF-JMF sem báðar eru af gerð- inni Piper Tomahawk, 2ja sæta. Skólastjóri Flugskólans er Ragn- ar Ólafsson, kennarar Einar Jónsson og Frímann Svavarsson, en framkvæmdastjóri Sigurður Aðalsteinsson. í dag kostar flugtími 5.200 krónur, en hægt er að kaupa 10 tíma kort sem kostar 52.000 krónur. GG Á Akureyrarflugvelli sumarið 1990. Gísli Ólafsson, Sigurður Aðalstcinsson framkvæmdastjóri, Árni Bjarnarson og Frímann Svavarsson flugkennari. r AÐ H'OLAVATNI |j Nokkur pláss laus fyrir: Stúlkur, 20.-27. júlí. Drengi 2.-9. ágúst. Upplýsingar veitir Anna í síma 23929.- ___________________________________________________/ Til viðskiptamanna! Vegna sumarleyfa verður skrifstofan lokuð til 1. ágúst. Fasteiganasalan verður þó opin á venjulegum tíma frá kl. 14.00-18.30. Vinsamlegast athugið breytt símanúmer Fasteignasölunnar. S11500 Málflutningsstofa Benedikts Ólafssonar. r----------------------------------------\ Húsmæðraorlof Konur framan Akureyrar Farið verður í orlofsferð til Austfjarða 8. og 9. ágúst. Gist verður á Reyðarfirði. Lagt af stað frá Hrafnagili kl. 10.00 stundvíslega þann 8. ágúst. Þátttaka tilkynnist til undirritaðra, sem veita nánari upplýsingar. Önnu Jónsdóttur í síma 31252, Hildar Gísladóttur, í síma 31133. Jónínu Þórðardóttur, í síma 31185 fyrir 25. júlí. Orlofsnefndin. Einingarfélagar athugið! Eins dags ferð aldraðra verður farin laugardaginn 18. ágúst n.k. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 10.00 að morgni. Farið verður austur um Víkurskarð og ekið inn Bárð- ardal og snæddur hádegisverður að hótel Kiðagili. Þá ekið áfram að Mýri og þaðan upp á Sprengi- sandsleið, og sem leið liggur í Laugafell. Þaðan verður svo farið niður í Eyjafjörð og til Akureyrar. Fargjald verður kr. 1.000.- Upplýsingar og skráning á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14, 2. hæð, sími 23503. Ferðanefnd Einingar. Verslunarhúsnæði til leigu Verslunarhús Kaupfélags Eyfirðinga, Hauganesi og verslunarhúsnæði á neðstu hæð, Hafnarstræti 20, Akureyri, er til leigu frá og með 1. október n.k. með tilheyrandi innréttingum, áhöldum og tækjum. Einnig kemur til greina sala á ofangreindum hús- eignum. Upplýsingar gefur Sigurður Jóhannesson, aðalfull- trúi kaupfélagsstjóra í síma 30341. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.