Dagur - 18.07.1990, Side 1

Dagur - 18.07.1990, Side 1
73. árgangur Akureyri, miðvikudagur 18. júií 1990 135. tölubiað A//t -fyríir errabudin í ■ HAFNARSTRÆTI 9? 60? AKUREYRI SÍMI 9676708 BOX 397 Stuðmenn: Fara fram á endurgreiðslu Hljómsveit Stuðmanna er mik- ið niðri fyrir vegna þeirrar „meðferðar“ sem hún hlaut í Miðgarði sl. laugardagskvöld, þegar hún þurfti að greiða alla skatta að aUoknum tónleikum sínum. í samtali við Dag segir Jakob Magnússon að Stuð- menn muni fara fram á endur- greiðslu skattanna og muni hugsa sig tvisvar um hvort þeir spili í Miðgarði aftur. „Lögregluyfirvöld á Sauðár- króki gerðust svo óforskömmuð, eftir að hafa staðfest tónleikaleyfi við okkur, að breyta því í dans- leikjaleyfi án þess að tala við okkur. Sýslumaður gaf heimild fyrir tónleikum þótt hann vissi að yrði dansað í Miðgarði. Par með gerðust yfirvöld í þessari annál- uðu söngsveit verstu óvinir hags- munabaráttu, og fyrst og fremst mannréttindabaráttu íslenskra tónlistarmanna,“ sagði Jakob Magnússon m.a. Sjá nánar á blaðsíðu 2 í blað- inu í dag. -bjb Af við öxl? Mynd: KL Ríkisstjórnin: Aðgerðir samþykktar til að draga úr hækkun vísi- tölu framfærslukostnaðar Ríkisstjórnin saniþykkti í gær setningu bráðabirgðalaga um afnám innheimtu virðisauka- skatts af bókum frá og með 1. september og einnig að íbúðar- eigendur geti fengið endur- greiddan virðisaukaskatt af vinnu við viðhald húsa þeirra, án þess að krafa sé gerð um að fjárhæðin, sem unnið er fyrir, fari yfír tiltekiö lágmark. Þetta gildir um viðhaldsvinnu sem unnin hefur verið allt frá ára- mótum. Til þessara ráðstafana er gripið til að draga úr hækk- unum á vísitölu framfærslu- kostnaðar á gildistíma kjara- samninga aðila vinnumarkað- arins. Ríkisstjórnin samþykkti einnig í gær að gjaldskrár síma og RUV hækki ekki síðar á árinu. Þá verður hækkun bensíngjalds frestað fram á haustið. Samkvæmt útreikningum munu þessar aðgerðir leiða til lækkunar vísitölu úm næstu mán- Álver í Eyjafirði: „Stjómvöld heíðu átt að leggja meiri áherslu á staðsetninguna - segir Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Guðmundur Bjarnason, heil- fólksflutningum til að byggja brigðis- og tryggingamálaráð- hana upp annars staðar. Mín herra, telur afar óskynsamlegt að bæta nýju álveri við þá upp- byggingu sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undan- farin ár. Hann segir að Byggðastofnun og fleiri hafí bent á þann mikla kostnað sem stórfelldir fólksflutningar hefðu til suðvesturhorns landsins. „Mér finnst Eyjafjarðarsvæðið hafa ýmsa kosti fram yfir aðra staði sem menn hafa nefnt. Pjón- ustustigið við Eyjafjörð er hátt og nægir þessari starfsemi. Það hlýtur að vera hagkvæmara að nota þjónustu sem fyrir hendi er heldur en að standa í stórfelldum Flugslysið í Ásbyrgi: Nafn hins látna Maðurinn sem lést í flugslysinu í Asbyrgi á mánudag hét Jör- undur Sigurbjörnsson, til heimilis að Furulundi 13f á Akureyri. Jörundur var fædd- ur 31. október 1951, og var ókvæntur. Sá sem var með Jörundi í flug- vélinni slasaðist alvarlega og var fluttur til Reykjavíkur. Líðan hans er eftir atvikum. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur lokið störfum á slysstað en tildrög slyssins liggja ekki ljós fyrir. -bjb skoðun er sú að stjórnvöld hefðu strax í upphafi átt að leggja meiri áherslu á staðsetninguna. Hún er ekki síður mikilvæg en þeir þættir sem hingað til hafa verið settir fremstir, þ.e. skattamál og orku- verð. Varðandi mengunarvarnir er það mitt álit að þær eigi að vera þær sömu alls staðar, óháð því hvar álver verði reist. Við eigum ekki að láta það spyrjast til útlanda að hér séu ekki alls stað- ar kröfur um fullkomnustu meng- unarvarnir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarnason segir að erfiðir tímar hafi verið í atvinnumálum á Akureyri, en álver myndi ýta mikið undir atvinnulífið. Menn yrðu að horfa til nýrra kosta fyrir atvinnulífið við Eyjafjörð fyrir utan þá sem þegar væru fyrir hendi. Álver myndi bæði skapa ný störf og styrkja mörg fyrirtæki sem væru á svæðinu. „Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarmanna er þeirrar skoðunar að álverið skuli rísa utan suðvesturhorns landsins. Varðandi það sem komið hefur fram um mismunandi kostnað við bygginguna eftir staðsetningu, samkvæmt minnispunktum við- ræðunefndar til ráðherra, vil ég segja að þar getur ekki verið byggt á nákvæmum upplýsingum. Þar segir aðeins að fyrstu vís- bendingar bendi til að eitthvað dýrara sé að byggja við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð en Keilisnes. Þessar upplýsingar eru alltof ónákvæmar til að varpa þeim svona beint út í umræðuna. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort á annað borð er gerlegt að koma með svo stórfelldan atvinnurekstur sem álver á suð- vesturhornið í viðbót við allt annað. Menn stefna ákveðið að því að í september verði málið komið það langt að hægt sé að ákvarða með áframhaldandi framkvæmdir, og þá þarf að vera búið að taka ákvarðanir varðandi skattamál og orkuverð. En menn hafa fyrr tekist á um þannig hluti, og mér sýnist ekki allt vera í hendi ennþá,“ segir Guðmundur Bjarnason. EHB aðamót um 0,56 stig og draga úr hækkunum fram í september um 0,78 stig. Verðlagsstofnun hefur verið falið að ítreka tilkynningaskyldu fyrirtækja um verðlagshækkanir til Verðlagsstofnunar og fylgjast mjög vandlega með þróun verðlags. Verðlagsstofnun hefur einnig verið falið að taka saman fyrir ríkisstjórnina mánaðarlega lista yfir verðlagsbreytingar. óþh Hvammstangi: Fyrrisaia á Vertshúsinu ámorgun Hótelið Vertshúsið á Hvamms- tanga er nú til sölu hjá sýslu- mannsembættinu á Blönduósi og verður fyrri salan á morgun, fímmtudaginn 19. júlí. Að sögn sýslufulltrúa var málið þingfest 3. júlí síðastliðinn, upp- boðið á hóteli og öllu því sem fylgja ber. Sú ákvörðun var tekin, þegar hótelið var tekið til skipta fyrir um níu mánuðum, að leigja það yfir veturinn og sumar- ið og það hefur verið gert. Núverandi leigusamningur renn- ur út 1. september. Fasteignamat á hótelinu hljóð- ar upp á 7 milljónir, en áhvílandi veðskuldir munu vera töluvert hærri. Þeir sem eiga veð í hótel- inu eru Ferðamálasjóður, Spari- sjóður V.-Húnavatnssýslu og Byggðasjóður. Salan mun fara fram á sýslu- skrifstofunni á Blönduósi, sú fyrri á morgun og hin einhvern tímann síðar í þessum mánuði. SBG Erlingur Davíðsson, fyrrverandi ritstjóri Dags, er látinn Erlingur Davíðsson, fyrrver- andi ritstjóri Dags, lést á Akureyri í gær 78 ára að aldri. Erlingur var fæddur þann 11. apríl árið 1912 að Hámundar- stöðum á Árskógsströnd við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Davíð Sigurðsson og María Jónsdóttir. Nám sótti Erlingur í Lauga- skóla á árunum 1931-1933 og útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1935. Þá stundaði hann nám í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Hveragerði hluta úr vetri og fékk síðar garðyrkju- réttindi. Hann var ráðsmaður við Laugaskóla 1935-1939 og réðist þá sem kornræktarmaður að Klauf í Eyjafirði og garð- yrkjustjóri að Brúnalaug í Eyja- firði. Erlingur hóf störf sem afgreiðslumaður vikublaðsins Dags og Samvinnunnar árið 1950 og starfaði við það til árs- ins 1955. Ári síðar, eða 1956, var hann ráðinn ritstjóri Dags og gegndi því starfi allt til ársins 1979. Erlingur tók virkan þátt í ýmiss konar félagsmálum, var m.a. lengi í stjórn Ungmenna- félags Eyjafjarðar og hin síðari ár lét hann málefni aldraðra á Akureyri til sín taka. Eftir hann liggur fjöldi bóka. Hæsta ber þar hinn vinsæli bókaflokkur Aldnir hafa orðið, en út komu alls 18 bindi í þeim bókaflokki. Af öðrum bókum má nefna Jói norski, Konan frá Vínarborg, Nói bátasmiður, Miðilshendur Einars á Einarsstöðum og Furð- ur og fyrirbæri. Dagur sendir eftirlifandi konu hans, Katrínu Kristjáns- dóttur, og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.