Dagur - 18.07.1990, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 18. júlí 1990
fréttir
Jakob Magnússon Stuðmaður í samtali við Dag vegna Miðgarðsmálsins:
Stuðmenn ætla að fara fram á endurgreiðslu
Eins og sagt var frá í blaðinu
í gær voru Stuðmenn látnir
greiða skatta eftir tónleika í
Miðgarði sl. laugardags-
kvöld, skatta sem þeir hafa
ekki þurft að greiða áður á
tónleikaferðalagi. Það náðist
á Jakobi Magnússyni Stuð-
manni í gær og í samtali við
hann kom m.a. fram að Stuð-
menn ætla að fara fram á
endurgreiðslu þeirra skatta
sem hljómsveitin borgaði í
Miðgarði, þ.e. 24,5% virðis-
aukaskatts og 10% skemmt-
anaskatts. Jakob sagði að
Miðgarður væri nær eina fél-
agsheimilið í landinu sem inn-
heimti skemmtanaskatt eftir
að virðisaukaskattur var tek-
inn upp.
„Stuðmenn hafa kynnt sér lög
og regiur um virðisaukaskatt til
hins ýtrasta. Þar stendur skýrt
og greinilega aö laun tónlist-
armanna séu ekki virðisauka-
skattsskyld. Þar stendur einnig
að undanþegnir virðisauka-
skatti eru íslenskar kvikmyndir,
leiksýningar, íslenskar bækur
og tónleikar. Aftan við það
ákvæði stendur að tónieikar
skuli ekki tengjast annarri veit-
ingastarfsemi cða öðru sam-
komuhaldi. Svona eru lögin,"
sagði Jakob Magnússon og vill
meina að í Miðgarði hafi öll
skiiyrði verið uppfyllt sam-
kvæmt virðisaukaskattslögum
um tónleika. „En við getum
ekki ráðið því hvort tónieika-
gestir fari að dansa eftir okkar
tónlist," sagði Jakob.
Jakob bætti við: „Það vita
það allir sem nálægt hafa komið
að íslensk hljómplötuútgáfa
stendur höllum fæti og hefur
verið rekin með tapi mörg síð-
ustu ár. Grundvöllur þess, að
íslcnsk tónlist fái að koma út á
plötuin og nái að stemma stigu
við algjöru flæði engilsaxnesk-
rar tónlistar og texta á útvarps-
rásunum 10, er að hinir sömu
tónlistarmenn geti fylgt sínum
hljómplötum eftir og kynnt þær
um landsbyggðina. Þeir tekju-
stofnar eru þeir einustu sem
viðkomandi aðilar hafa upp úr
krafsinu.“
Jakob sagði að sá þáttur virð-
isaukaskattslaganna sem fjallar
um íslenska tónlist væri mjög
ófulikominn. „Vilji stjórnvalda
er þó bersýnilega sá að íslenska
menningu skuli vernda og það
sem henni viðkemur skuli ekki
vera skattlagt. Það þykir öllum
sjálfsagt að hér sé töluð
íslenska. Málið er að leggist
tónleikaferðir íslenskra hljóm-
sveita af um landið, þá leggst
íslensk hljómplötuútgáfa af. Þá
getum við alveg eins hætt að
tala íslensku og byrjað að tala
ensku strax í dag og opna Kana-
útvarpið aftur á 10 rásum allan
sólarhringinn. Stuðmenn ætla
sér ekki að starfa við þennan
glundroða áfram neina að til
korni breyting á lögunum, sem
við teljum að hafi veriö klaufa-
lega að staðið,“ sagði Jakob
ennfremur.
Jakob sagði að Stuðmenn
hafi haft rænu á því að koma
lögmanni norður til þess að
fylgja því eftir að túlkun ríkis-
skattstjóra á þessum lögum væri
fylgt eftir í einu og öllu í Mið-
garði. „Ríkisskattstjóri erbúinn
að liggja með það mál f fleiri
mánuði hvernig hann eigi að
túlka lögin. Hans niðurstaða cr
að það megi ekki selja veitingar
nema í hléum og að tónleikar
séu þar sem ekki er gert ráð fyr-
ir dansi. Hvernig er ekki gert
ráð fyrir dansi nema með því að
auglýsa að það séu tónleikar og
með því að stilla upp stólum í
salinn? Þannig er ekki gert ráð
fyrir dansi og þannig er búið að
uppfylla þau skilyrði sem lögin
segja til um og það gerðum við í
Miðgarði," sagði Jakob.
Um það sein sagt er í Degi í
gær, að starfsmenn Stuðmanna
hafi sagt gestum að stólarnir
yrðu teknir af gólfinu, sagði
Jakob að það væri á algjörum
misskilningi byggt. -bjb
15 ára strák sagt upp hjá Sjöfn:
Fyrirvaralaus upp-
sögn talin ólögmæt
Fyrlr skömmu var 15 ára strák
sagt upp störfum hjá efnaverk-
smiðjunni Sjöfn á Akureyri og
upp kom ágreiningur á milli
fyrirtækisins og Iðju um hvern-
ig að uppsögninni var staðið.
Iðja telur uppsögnina ólög-
mæta þar sem stráknum var
sagt upp fyrirvaralaust og sent
uppsagnarbréf síðar, en sam-
kvæmt gildandi reglum á hann
rétt á 2ja vikna uppsagnar-
fresti. Strákurinn leitaði réttar
síns hjá Iðju, þar sem til stend-
ur að útvega honum vinnu
annars staðar.
Eftir því sem heimildir blaðs-
ins komast næst fór strákurinn
fram á 15% álag á kaupið vegna
vinnu sinnar, sem var við blönd-
Iðja telur málið alvarlegt
un á sápudufti og þykir óþrifaleg
og erfið. Strákurinn var á ungl-
ingakaupi og var í starfi sem fast-
ir starfsmenn Sjafnar hafa innt af
hendi og fengið 15% álagsgreiðslu
fyrir. Strákurinn fór fram á álags-
greiðsluna á meðan hann væri
staðgengill þessara föstu starfs-
manna en forráðamenn Sjafnar
sáu sér ekki fært að verða við
því.
Málið snýst hins vegar um það
hvernig stráknum var sagt upp,
frekar en af hverju. í bréfi, dag-
settu miðvikudaginn 4. júlí, fékk
strákurinn uppsögnina í pósti
mánudaginn 9. júlí og telur Iðja
vitlaust að farið þar því uppsagn-
ir eigi að miðast við vikulok þeg-
ar um svo skamman uppsagnar-
frest er að ræða. Hins vegar hætti
Eigendur hlutabréfa
Nú er góð eftirspurn eftir h'lutabréfum.
Hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum seljast
með skömmum fyrirvara.
Skeljungur h.f., Olíufélagið h.f.,
Eimskipafélag íslands h.f.,
Flugleiðir h.f., Skagstrendingur h.f.
og Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
:
Sölugengi verðbréfa þann 18. júlí.
Einingabréf 1 4.988,-
Einingabréf 2 ............ 2.719,-
Einingabréf 3 .......... 3.283,-
Skammtímabréf ............ 1,687
éélKAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700
strákurinn störfum 4. júlí eftir
ntunnlega uppsögn.
Iðja lítur þetta mál alvarlegum
augum en að sögn Ármanns
Helgasonar hjá Iðju, verður séð
til þess að mál af þessu tagi
endurtaki sig ekki. í samtali við
blaðið sagði Aðalsteinn Jónsson,
forstjóri Sjafnar, að málinu væri
lokið af þeirra hálfu. Aðalsteinn
sagði að Sjöfn hefði staðið rétt að
málum og strákurinn fái greidd
laun í tvær vikur samkvæmt
kaupsamningi. „Það stóð aldrei
til að krakkarnir fengju yfirborg-
un,“ sagði Aðalsteinn, en um 15
unglingar vinna hjá Sjöfn í
sumar.
„Ég mun eiga fund með fram-
kvæmdastjóra Vinnumálasam-
bands samvinnufélagana og von-
ast til að þetta mál leystist þar á
sem bestan hátt fyrir alla aðila,“
sagði Ármann Helgason að lok-
um. -bjb
uuniASKOÐuni
. •
Húsnæði tjónaskoðunarstöðvarinnar við Fjölnisgötu.
Akureyri:
Fyrsta tjónaskoðunarstöðin
Á föstudaginn var fyrsta tjóna-
skoðunarstöðin opnuð á Akur-
eyri. Hún er til húsa við
Fjölnisgötu og er rekin af sjálf-
stæðum verktökum. Fyrirtæki
þetta skoðar alla tjónabíla
fjögurra tryggingafélaga, og
yfírfer einnig ökutæki sem á að
tryggja hjá viðkomandi félög-
um.
Þórarinn B. Jónsson, umboðs-
maður Sjóvá-Almennra á Akur-
eyri, segir að tjónaskoðunarstöð
þessi sé ekki eign tryggingafélag-
anna sem hún þjónar, heldur er
stöðin verktaki sem sér um alla
tjónaskoðun á vélknúnum öku-
tækjum fyrir Sjóvá-Almennar,
Ábyrgð hf., Tryggingamiðstöð-
ina hf. og Tryggingu hf.
„Viðskiptavinir tryggingafélag-
anna geta fengið þarna óvilhallt
mat, og venjulegir borgarar geta
líka snúið sér til skoðunarstöðv-
arinnar og fengið tjónamat þegar
þeir vilja. Þetta er til bóta fyrir
alla aðila, og skref í framfaraátt"
segir Þórarinn. EHB
Ökuleikni BFÖ á Sauðárkróki:
Næstbesti árangur yflr landið
Ökuleikni Bindindisfélags
ökumanna var haldin á Sauð-
árkróki sl. mánudagskvöld.
Keppt var í yngri og eldri
flokki á reiðhjólum og síðan
reyndu þeir fullorðnu með sér
á bílum. Ágæt þátttaka var og
mættu tii leiks í ökuleikni á bfl-
um 15 manns. Góður árangur
náðist á bæði vélknúnum og
fótknúnum farartækjum og var
sigurvegarinn í karlaflokki
Rífandi gangur hjá
togurunum á Króknum
Veiðin er nú farin að glæðast
hjá skagflrsku togurunum og
þorskurinn tekinn að streyma
inn til vinnslu.
Hegranesið kom inn með 190
tonn í gíeH»efgun og Skafti var á
leiðinni með 140 tonn, síðan var
von á Drangeynni inn í-g-æi'kvöld
með um 170 tonn. Skipin hafa
vcrið að veiðum á Strandagrunni
og þar í kring og hefur aflast vel.
Skagfirðingur liggur aftur á móti
við bryggju í Sauðárkrókshöfn og
er í sumarstoppi. Á meðan er
tíminn notaður til að mála hann
og gera við það sem þörf er á.
Gísli Svan Einarsson, útgerð-
arstjóri Fiskiðjunnar, sagði að
útlit væri fyrir mikla vinnu í fisk-
vinnslum staðarins næstu vikurn-
ar. Listinn yfir atvinnulausa á
Sauðárkróki ætti því að styttast
verulega, en um síðustu mánaða-
mót voru á honum um 50 manns.
SBG
meö annan besta árangurinn
sem náðst hefur á landinu í
þessari hringferö, aðeins
þremur refsistigum ríkari en sá
besti.
Úrslit urðu þessi:
Reiðhjólakeppni, yngri: refsistig
1. Garðar Víðir Gunnarsson 117
2. Skarphéðinn Stefánsson 121
3. Einar Björgvin Eiðsson 145
Reiðhjólakeppni, eldri: refsistig
1. Andri Sigurgeirsson 49
2. Hólmar Logi Sigmundsson 57
3. Hreiðar Örn Steinþórsson 58
Ökuleikni, karlar: refsistig
1. Rúnar Gíslason 128
2. Bergur Hólm Aðalsteinsson 169
3. Róbert Kluvers 184
Ökuleikni, konur: refsistig
1. Jódís Einarsdóttir 199
2. Halla Guðmundsdóttir 223
3. Katrín Andrésdóttir 240
Aðeins einn keppandi mætti
af 17 ára ökumönnum og var
það Ásta Einarsdóttir sem
náði ágætum árangri og var
með 289 refsistig. SBG