Dagur - 18.07.1990, Side 3

Dagur - 18.07.1990, Side 3
Miðvikudagur 18. júlí 1990 - DAGUR - 3 frétfir Þingflokkur Abl. ályktar um álver: Ákvörðun um stað- setningu verði tekin á næstu vikum - Keilisnes kemur ekki til greina að mati þingflokks Alþýðubandalagsins aðilunum grein fyrir því að álver- ið verði að koma á Austfjörðum eða Norðurlandi, áður en lengra er haldið í samningum. Landsvirkjun tekur erlent lán að upphæð 100 milljónir króna, en það verður notað til undirbún- ings Fljótsdalsvirkjunar og stækkunar í Búrfelli. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, sagði í við- tali við Dag að ríkisstjórnin hefði lagt drög að stórframkvæmdum næstu tíu ára, og eindreginn vilji væri til þess að þær yrðu allar á landsbyggðinni. í því sambandi væri m.a. rætt um jarðgöngin á Vestfjörðum. „í öðru lagi verður reynt að gera samning um nýja álbræðslu á íslandi sem felur í sér stórfelld- ar virkjunarframkvæmdir á Aust- urlandi, og staðsetningu álversins á Austurlandi eða í Eyjafirði. Ef þetta nær fram að ganga er búið að snúa við þróuninni undanfarin tíu ár, en þá hafa allar stórfram- kvæmdir verið á höfuðborgar- svæðinu. Á þeim áratug sem nú er að hefjast yrðu allar stórfram- kvæmdir á landsbyggðinni," segir Ólafur Ragnar Grímsson. EEiB Á mánudagskvöld samþykkti þingflokkur Alþýðubandalags- ins að Landsvirkjun megi hefj- ast handa um undirbúning nýrra virkjanaframkvæmda fyrir 100 milljónir króna á næstu tveimur mánuðum. Þingflokkurinn vill að ákvörð- un um staðsetningu álvers verði tekin innan eins mánað- ar, og fyrri samþykkt um að því verði valinn staður á Norð- ur- eða Austurlandi er ítrekuð. Krafa Alþýðubandalagsins er sú að ríkisstjórnin geri erlendu Melgerðismelar: Ekkert verður afæskulýðsmóti Ekkert verður af fyrirhuguðu æskulýðsmóti Unglingráðs hestamannafélagsins Léttis á Akureyri og Kolbrúnar Krist- jánsdóttur, sem greint var frá í Degi í gær. Astæðan fyrir því að mótinu hefur verið aflýst er sú að ekki fékkst nægilega góð þátttaka. Stöð 2: Hmil og Skundi festir á lilmu á Norðurlandí Stöð tvö hefur undanfarnar vikur verið að kvikmynda barnabókina Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson, sem hlaut verðlaun hjá Vöku/ Helgafell á sínum tíma. M.a. var tekið upp á Blönduósi, Ólafsfirði og í Skagafirði og sá leikfélag Sauðárkróks meira að segja um að manna sum hlutverkin. Myndin fjallar um strák sem strýkur að heiman og leggur upp í ferð norður í land til að heim- sækja afa sinn ásamt hundinum Skunda. Ætlunin er að myndin verði sýnd í vetrardagskrá Stöðv- ar tvö á þessu ári og þá í fjórum hlutum. Guðmundur Ólafsson leik- stýrði myndinni sjálfur og Gunn- laugur Jónasson stjórnaði upp- töku. Sá sem leikur Emil heitir Sverrir Páll Guðnason og sagðist skemmta sér vel við þetta þegar Dagur hitti hann á Sauðárkróki sl. föstudag. Tökur gengu mjög vel fyrir sig og sólskin var á upp á nærri hvern tökudag að sögn þeirra er að verkinu stóðu. Hundurinn sem lék Skunda var eins og fæddur leikari og þótti standa sig með prýði þó að engin væri þjálfunin fyrir hendi í kvikmyndaleik. SBG Greinargerð Hólmsteins T. Hólmsteinssonar, Inga Björnssonar og Jóns Halls Péturssonar um uppbyggingu Krossanesverksmiðjunnar: Fjárfestingarslysi verið afstýrt Eins og Dagur greindi frá í gær ákvað hluthafafundur í Krossa- nesi hf. að halda áfram upp- byggingu á verksmiðju fyrir- tækisins, en með verulega breyttum áherslum. Þeir Hólm- steinn Hólmsteinsson, Ingi Björnsson og Jón Hallur Pét- ursson hafa unnið tölulegar upplýsingar og áætlanir sem ákvörðun eigenda félagsins byggðist á. Skýrsla þeirra þremenninga birtist hér í heild sinni. „Eftir að kostnaðaráætlanir v/ uppbyggingar voru fullunnar kom í ljós hækkun frá fyrri áætl- un er nam um 60 millj. kr. Auk þess var fyrirsjáanlegur greiðslu- fjárvandi á næstu mánuðum er nam 30 millj. kr. Það var því um að ræða 90 millj. kr. fjárþörf sem vandséð var að brúuð yrði á ann- an hátt en með hlutafjárframlagi eða eigendaábyrgð þar sem láns- traust félagsins er ekkert og skuldsetning auk þess þegar of mikil. Hér var þó enn um áætlaðan kostnað að ræða og má ætíð búast við óvæntum atriðum sem orsaka frávik rauntalna frá fyrri áætlun. Það var því viss hætta á að fjárþörfin ætti enn eftir að aukast. Auk þess sem Akureyrarbær, sem aðaleigandi, þyrfti að leggja fram 90 millj. kr. nú, tæki hann á sig verulega beina áhættu með áframhaldandi rekstri þar sem bærinn er í beinum ábyrgðum fyrir öllum langtímalánum fyrir- tækisins. Áhættan við að halda áfram var einkum tvenns konar: Lítið mátti út af bregða til að tímaáætlun um gangsetningu 1. nóvember nk. stæðist ekki. Ef hálf loðnuvertíð tapaðist vegna þessa gæti verið um 60. millj. kr. beint tap fyrir Akureyrarbæ að ræða. Framtíðar áhætta við loðnu- veiðar og rekstur loðnubræðslu takmarkast ekki við hlutafélagið Krossanes, heldur er áhættan öll Akureyrarbæjar. Bregðist loðnu- vertíð að hluta eða alveg yrði um 60-100 millj. kr. skell fyrir Akur- eyrarbæ að ræða í hvert sinn. í ljósi þess að Akureyrarbær þyrfti að leggja fram 90 millj. kr. nú var ljóst að fjárhagsleg geta bæjarins og siðferðisleg réttlæt- ing fyrir því að fjármagna hugs- anlegan taprekstur hafði dvínað verulega frá því ákvörðun var tekin um endurbyggingu snemma árs. Sú skoðun kom fram í stjórn Krossaness að m.v. skuldsetningu félagsins og eðlilegt áhættumat þyrfti að leggja fram nýtt hlutafé um allt að 300 millj. kr. til að gera félagið burðugt að einhverju marki og hæft til að taka á sig rekstrarleg áföll sem yfirgnæf- andi líkur eru á að fyrirtæki í þessari grein lendi í. Bæjarstjórn Akureyrar stóð frammi fyrir gjörbreyttum for- sendum í málinu þegar í ljós kom að nú þegar yrði að auka hlutafé um 90 millj. kr. til viðbótar þeirn 200 millj. kr. sem samþykkt var að leggja fram sl. vetur. Hér er um 45% hækkun að ræða og for- sendur fyrri ákvörðunar því algjörlega brostnar. Bæjarstjórn Akureyrar vildi því á ný kanna alla möguleika sem fyrir hendi voru og fól undir- rituðum að áætla kostnað við lok- un fyrirtækisins svo og að leita leiða til að minnka þann skaða sem Akureyrarbær yrði fyrir við lokun fyrirtækisins eða breytt rekstrarform. Niðurstaða athugana okkar var sú að beinn kostnaður við lokun fyrirtækisins væri um 240 millj. kr. eða um 40 millj. kr. til viðbót- ar við þegar lofað hlutafé. Auk þess myndi Akureyrarbær verða af um 20 millj. kr. árlega v/ beinna tekna af starfsemi félags- ins, s.s. aðstöðugjalda, hafnar- gjalda o.fl. Óbeinar tekjur bæjar- ins v/veltuauka í bæjarfélaginu voru hins vegar ekki metnar þar sem raunhæfar forsendur til slíks mats skorti. Hér er hins vegar um umtalsverð viðskipti að ræða fyr- ir mörg þjónustufyrirtæki á Akureyri. Undirritaðir telja að fyrir bæjarstjórn Akureyrar hafi verið lögð fram áætlun, studd fullgild- um rökum, um það hvernig Ak- ureyrarbær gæti komið nokkuð skaðlaust frá málinu og unnið til baka verulegan hluta þeirra fjármuna sem lagðir höfðu verið fram. Auk þess að reikna út lokunar- kostnað voru undirritaðir beðnir um að gera stofnkostnaðar- og rekstraráætlun fyrir minni loðnu- bræðslu í Krossanesi. Niðurstaða þeirra útreikninga liggur nú fyrir og hafa eigendur fyrirtækinsins ákveðið að fara þá leið. Stillt hefur verið upp rekstrar- líkani sem byggir á verksmiðju sem afkastar að meðaltali 270 tonnum af hráefni á sólarhring. Til að fá hagkvæma rekstrarein- ingu þarf fyrirtækið að vinna úr 20.000-30.000 tonna hráefni á ári en miðað við fyrri hugmyndir þurfti um 60.000-70.000 tonn á ári til að reksturinn stæði undir sér. Verksmiðjan sem nú hefur verið ákveðið að byggja mun að mestu verða sett saman úr vélum og tækjum sem til staðar eru í Krossanesi og sparast því að mestu fyrirhuguð fjárfesting fyrir 320 millj. kr. Veltufjármunir og seljanlegir fastafjármunir geta því nýst til að greiða niður skuld- ir fyrirtækisins og má á þann hátt lækka skuldsetningu úr u.þ.b. 600 millj. kr. í um 200-250 millj. kr. í rekstraráætlun er gert ráð fyrir samvinnu við annað fyrir- tæki um stjórnun og skrifstofu- hald þannig að kostnaður við yfirbyggingu verði sem allra minnstur. Þá hefur það verið lagt til að hin nýja verksmiðja hefji rekstur með sem réttastan efna- hagsreikning m.v. áætlað sölu- verðmæti varanlegra rekstrar- fjármuna. Þetta myndi leiða til þess að fyrirtækið ætti raunveru- legar eignir fyrir um 200 millj. kr. enda þótt árið 1990 kæmi út með verulegu tapi vegna niðurfærslu eigna. Við teljum að sú ákvörðun sem tekin hefur verið sé ábyrg og á gildum rökum reist. Fyrir eigendur félagsins komu ýmsir kostir tii greina. Sumir þessara kosta hefðu komið fjár- hagslega betur út til skamms tíma. í ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar voru hins vegar vegnir inn fleiri þættir s.s. atvinnusjón- armið, möguleikar til þátttöku í bræðslu á loðnu, síld og fleiri fiskteguundum á komandi árum og fleira. Augljóst er, að okkar mati, að bæjarstjórn Akureyrar hefur hér vaiið leið sem er sársaukalítil í atvinnulegu tilliti og heldur opn- um öllum möguleikum í framtíð- inni og að hér hafi verið afstýrt fjárfestingarslysi sem kostað hefði bæjarsjóð hundruð millj- óna króna á komandi árum.“ Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Ingi Björnsson, Jón Hallur Pétursson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.