Dagur - 18.07.1990, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 18. júlí 1990
í sól og smnrí á
Hólavatni
Sigfús Ingvason og Laufey Gísladóttir.
Skrifstofur
Útgerðarfélags
Akureyringa h.f.
verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 21. júlí til og
með 7. ágúst n.k.
Að undanskildum mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum frá kl. 13.30 til 15.00 að opið verður til
greiðslu á vinnulaunum.
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
E
LANDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Vegslóðar vegna 132 kV Blöndulínu
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í veg-
slóðagerð vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í
samræmi við útboðsgögn BLL-10.
Helstu magntölur:
Um 27.000 m3 aðflutt malarfylling.
5000 m síudúkur.
Um 40 ræsi.
Verklok eru 8. október 1990.
Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum
16. júlí 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík,
geng óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000.-
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa-
leitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en þriðju-
daginn 7. ágúst 1990 fyrir 14.00 en tilboðin verða
opnuð þar þann dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Reykjavík 12. júlí 1990.
LANDSVIRKJUN
Myndir og texti:
Egill H. Bragason
KFUM og K félögin á Akureyri
hafa um langt árabil starfrækt
sumarbúðir fyrir börn og ungl-
inga að Hólavatni í Eyjafirði.
Hér er um rótgróna en þó síunga
starfsemi að ræða, sem hefur
mælst ákaflega vel fyrir og verið
vinsæl gegnum árin. Á Hólavatni
starfar hæft starfsfólk sem kann
sitt verk.
Blaðamaður brá sér í ferð til
Hólavatns fyrir skömmu. Þar var
einn flokkur stúlkna í tíu daga
dvöl. Sigfús Ingvason, guðfræði-
nemi, og kona hans Laufey Gísla-
dóttir voru umsjónarmenn barn-
anna í daglegum leikjum og
störfum á svæðinu.
Sigfús var beðinn um að lýsa
dæmigerðum degi á Hólavatni.
„Við förum á fætur kl. 8.45. Þeg-
ar allir eru komnir á fætur fer
fram fánahylling. Síðan er morg-
unmatur. Að honum loknum
höldum við morgunstund, þá er
sungið, lesið úr Biblíunni eða
möppu með sögum sem börnin
fá. Að því búnu er farið út í leiki,
íþróttir eða aðra útiveru.
Hádegisverður er klukkan 12.
Þá fara allir í mat, en síðan er aft-
ur farið út. Vatnið heillar alltaf,
bátar eru til afnota fyrir börnin
undir umsjá okkar leiðbeinend-
anna, farið í gönguferðir um ná-
grennið, t.d. til Leyningshóla eða
á bæina í kring. Síðdegiskaffi er
drukkið um kl. 15.30. Að því
búnu er farið í leiki eða fótbolta,
að vatninu eða annað sem okkur
dettur í hug og áhugi er fyrir.
Rétt fyrir klukkan 19.00 er fán-
inn dreginn niður.
Á kvöldin höldum við kvöld-
vökur með sögum, leikritum eða
öðru sem gert er til skemmtunar.
Við endum alla daga á Guðs orði
og bæn.“
Sigfús segir að venjulega séu
krakkarnir þreyttir en ánægðir
eftir daginn. Alltaf er nóg að gera
á Hólavatni, og mikið um að
krakkarnir vilji fá að vera lengur
en tilsettan tíma á staðnum.
„Sumir koma ár eftir ár, og oft er
það fyrsta verk foreldranna að
panta nýjan tíma að ári,“ segir
Sigfús.
Nokkrar breytingar hafa orðið
á fyrirkomulagi flokkanna á
Hólavatni um árin. Fyrstu árin
tíðkaðist að hafa lengri dvalar-
tíma, en í seinni tíð hefur reynst
best að hafa vikudvöl eða tíu
daga fyrir hvern flokk. Börnin
eru frá átta ára aldri.
Á Hólavatni er farið í leiki svo
tugum skiptir. Vinsælustu leik-
irnir eru skotbolti og „yfir“, fallin
spýta, að kíkja fyrir horn, höfð-
ingjaleikur, dýraleikur, indíánar
og landnemar o.fl. góðir gamlir
leikir sem margir fullorðnir
minnast sjálfsagt með söknuði frá
æsku sinni. Á góðviðrisdögum,
þegar hlýtt er í veðri, er buslað í
vatninu, jafnvel farið í vatnsslag.
Það var gaman að fylgjast með
börnunum á Hólavatni þann dag-
part sem blaðamaður dvaldi þar.
Börnin una sér ákaflega vel, og
mikið fjör fylgir alltaf hressum
krökkum.