Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 21. júlí 1990 ,JKristin tni er samfélagstní, eldd cKt einkatníu — segir sr. Hulda Hrönn Helgadóttir sóknarprestur í Hrísey Preststarfið er og hefur alltaf verið mjög krefjandi starf. I smærri byggðarlögum út um hinar dreifðari byggðir landsins hefur presturinn oft orðið eins konar sveitarhöfðingi, verið allt í öllu eins og stundum er sagt, og orð og gerðir prestsins hafa nánast verið óskráð lög. Fram til ársins 1974 voru það aðeins karlmenn sem þjónuðu og eflaust hefur æði mörgum fundist svo að þannig skyldi það vera um aldur og ævi. 29. september 1974 vígðist Auður Eir Vilhjálmsdóttir til Staðarprestakalls í Súgandafirði og varð þar með fyrst kvenna á íslandi til þess að brjóta þá aldagömlu hefð, að prestur skyldi ófrávíkjanlega vera karlmaður. í dag eru starfandi prestar landsins alls 124, og þar af eru konur 20 talsins, eða 16%. Ein þeirra er Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir sóknar- prestur í Hríseyj arprestakalli sem vígðist til þess embættis í Dómkirkj- unni 5. júlí 1987, en hafði verið skipuð frá 15. júní s.á. Sr. Hulda Hrönn er borin og barnfæddur Reykvíkingur, fædd 6. júní 1961 og bjó í foreldrahúsum á Langholtsveginum og við Sunnuveg, og hafði því aldrei búið í sjávarplássi úti á landi er hún kom til Hríseyjar sumarið 1987. Foreldrar hennar eru Helgi Ólafsson hagfræðingur sem lengi starfaði hjá Fram- kvæmdastofnun en hann á ættir að rekja vestur á Snæfellsnes og í Ölfusið, og Munda Kristbjörg Guðmundsdóttir, ættuð úr Húnavatnsssýslu og Skötufirði við ísa- fjarðardjúp. Hulda Hrönn hóf sína skóla- göngu í Langholtsskóla, en lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund (MS). Spilaði Kana í frímínútum Félagslífið í MS heillaði hana ekki, hún tók þátt í því að mjög litlu leyti, helst að angi af spilafíkninni heillaði hana, en hún spilaði talsvert bridge innan veggja skólans en hafði þó ekki lært það fyrr en hún var orðin 15 ára gömul. í gagnfræðaskóla var mikið spilað, og t.d. spilaði nokkur hópur Kana í nánast öllum frímínútum og í framhaldi af því kom boð um þátttöku á bridgenánt- skeiði. Einnig var talsverður áhuga á því að spila borðtennis og það gerði Hulda Hrönn talsvert á menntaskólaárunum, en síðan datt það upp fyrir og ekki reynt aftur fyrr en gegn 14 ára stúlku hér í Hrísey. Úrslitin í þeirri keppni telur Hulda Hrönn að séu ekki þess hvetjandi að framhald verði þar á. Annars mótaðist þátttakan í félagslífinu talsvert af því að strax við upphaf skóla- göngu hafði hún bundist traustum vináttu- böndum við tvær skólasystur sínar, og rækt- un þeirrar vináttu var nokkuð tímafrek á köflum. Leiðir þeirra í námi skyldu hins vegar við stúdentspróf. En þá liggur leiðin í guðfræðideildina, og því raunhæft að spyrja Sr. Huldu Hrönn: - Var það ekki nokkuð óvenjulegt að konur færu í guðfræðinám á þessum árum? „Ég var búin að ákveða þetta mjög snemma, svona um 13 ára aldur, en mér fannst samt alltaf vera einhver meinbugur á þessu sem ég áttaði mig aldrei á hver væri, en þegar ég lít til baka þá var það auðvitað það að þá var enginn starfandi kvenprestur í landinu. Það jafnvel hvarflaði að mér að þetta væri ekki hægt.“ - Er það ekki sjaldgæft að 13 ára stúlka sé farin að hugsa um að fara í nám í guð- fræðideild þegar hún hefur aldur til? „Jú, ég veit ekki um neitt hliðstætt dæmi, en hins vegar hófu 5 aðrar stúlkur nám í guðfræðideildinni sama haustið og ég, en þá voru nýútskrifaðar úr deildinni Dalla Þórð- ardóttir, Myako og Agnes Sigurðardóttir en þar á undan höfðu aðeins þrjár íslenskar konur lokið guðfræðinámi. A þessum árum beindist áhugi minn fyrst og fremst að því að læra guðfræði, en ekki að því hvort ég yrði prestur síðar meir.“ - Hvað heldur þú að hafi valdið áhuga þínum á guðfræðinámi? „Ég hafði starfað ntikið með K.F.U.K. og fór síðan í K.S.S. (Kristileg skólasamtök), og það hefur eflaust mótað mína skoðun að einhverju leyti, en æskuvinkonur mínar sem áður er minnst á tóku einnig þátt í því. Úr mínum stúdentsárgangi fóru einnig tveir aðrir í guðfræðinám, þau Arnfríður Guð- mundsdóttir sem nú er við framhaldsnám í Bandaríkjunum og Bragi Ingibergsson sem nú er prestur Siglfirðinga." - Breyttust þín áhugamál eða tóm- stundaiðkun eftir að þú hófst guðfræðinám- ið? Gerðist ritstjóri ORÐSINS „Ég fór í tónlistarnám og lærði þar á píanó, en það hafði mjög góð áhrif á mig, en ég hafði reyndar verið í píanónámi þegar ég var 18 ára. Ég tók virkan þátt í félagslífi guðfræðinema, var formaður Félags guð- fræðinema og ritstjóri ORÐSINS, sem er rit Félags guðfræðinema, en það kemur út einu sinni á ári. Tvisvar á ári er svo farið í heim- sókn í prestaköllin, og er það mjög lær- dómsríkt. Eitt árið heimsóttum við Akur- eyri, og var mjög myndarlega tekið á móti okkur af hálfu Bæjarstjórnar Akureyrar. Kannski hefur það skilað einhverjum ár- angri, þ.e. vera mín hér í þessu prestakalli.“ - Þú útskrifast sem guðfræðingur í lok febrúarmánaðar 1987, varstu þá farin að líta í kringum þig eftir „brauði“? „Ég vann nú alltaf með náminu hluta úr degi, m.a. hjá Rafmagnsveitum ríkisins, á Biskupsstofu sem aðstoðaræskulýðsfulltrúi, og síðan í Háteigskirkju við ýmis störf eins og barnastarf og aðstoð við messur. Einnig vann ég í tvo mánuði hjá Rannsóknarlög- reglunni, en það er hluti af náminu að vinna hjá einhverri stofnun sem fæst við mannleg samskipti, eða kannski ætti að segja mann- lega eymd. Það var mjög gagnleg og eftir- minnileg lífsreynsla, því ég fylgdist með skýrslugerðum eftir rannsóknir og einnig fór ég út og tók þátt í rannsóknum og athugun- um á vettvangi. Þar mátti sjá mannlega eymd í ýmissi mynd. „Agalegt“ að hafa enga fjallasýn Ég hafði strax í lok febrúar fengið augastað á Hrísey, kannski fyrst og fremst vegna þess að ég vildi fara í sjávarpláss. Ég hafði áður leyst sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur af í einn mánuð austur í Þykkvabæ. Mér fannst það raunar „agalegt" að sjá ekki út á sjóinn og hafa enga fjallasýn. Sjóvarnargarðurinn var það hár að ekki var hægt að sjá út á hafið, og enginn gluggi á prestbústaðnum snéri að fjöllunum, þó var hægt að sjá Heklu úr ein- um þeirra. Hríseyjarprestakall var um þetta leyti laust til umsóknar ásamt 5 öðrum presta- köllum, og ég ákvað að sækja um. En þáverandi Biskup íslands, hr. Pétur Sigur- geirsson, skipaði mig ekki í embættið fyrr en 15. júní, en hann hafði raunar ákveðnar óskir um að ég færi frekar til Raufarhafnar, en svo varð þó ekki. Lög um prestkosningar höfðu þá nýlega tekið gildi, og ég varð fyrst allra presta til að sækja um prestakall og hljóta kosningu sam- kvæmt þessum nýju lögum. Það var orðið mjög tímabært að breyta lögunum, en í stað þess að öll sóknarbörnin kjósi sér prest er það sóknarnefndin sem það gerir nú. Ef 25% sóknarbarna sætta sig ekki við ákvörð- un sóknarnefndar geta þau óskað eftir almennum kosningum og verða þær þá að fara fram. Umsækjendur um prestaköll hér áður fyrr eyddu oft hundruðum þúsunda króna í kosningaundirbúning, og síðan greri aldrei um heilt meðal sóknarbarnanna eða jafnvel milli einstakra sóknarbarna og prestsins. Það var því mjög tímabært að breyta þessu fyrirkomulagi.“ - Hvernig var þér tekið þegar þú komst norður í Eyjafjörð? „Ég fékk mjög góðar móttökur er ég kom hingað, en þá hafði verið prestlaust hér í 2 ár, en sr. Pétur Þórarinsson sem þá var á Möðruvöllum og bróðir hans, Sr. Jón Helgi Þórarinsson á Dalvík þjónuðu prestakallinu í sameiningu í þessu millibilsástandi.“ - Nú hefur alvara starfsins tekið fljótlega við, en hvert var þitt fyrsta embættisverk hér fyrir norðan? „Ég skírði Katrínu Maríu Víðisdóttur um leið og ég var sett inn í embætti 9. ágúst 1987, og nokkru seinna skírði ég barn á Hauganesi, Elmu Rún Grétarsdóttur, en mér finnst það stundum gleymast í umræð- unni að þó heimili mitt sé í Hrísey og prestakallið heiti Hríseyjarprestakall þá til- heyra því tvær sóknir, Hríseyjar- og Stærra- Árskógssókn. Skírnir eru líka þau embætt- isverkin sem eru oftast gleðiríkust. Ég hafði reyndar áður en ég kom norður bæði gift og skírt nokkur börn í forföllum sóknarpresta fyrir sunnan. Það hefur færst í aukana nú í seinni tíð að fólk gangi í heilagt hjónaband, og eftir því sem ég best veit þá hef ég gift oftar en einn fyrirrennari minn hér, sr. Kári Vals- son, á öllum hans embættisferli. í flestum tilfellum hefur þetta verið athöfn með „pompi og prakt“, og ég held að það sé að færast í aukana að fólk vill bæði hafa gifting- una hátíðlega og bjóða venslafólkinu til veislu. Með því að gifta sig vill fólk taka ábyrgari afstöðu til hvors annars og jafnvel þjóðfélagsins, og samband fólks verður tryggara ef það er gift frekar en ef það þýr í. óvígðri sambúð. Það að heita hvort öðru trúnaði allt þar til dauðinn aðskilur það hef- ur bætandi áhrif á sambúðina. Skattayfírvöld stuðla að óvígðri sambúð í nokkrum tilfellum ýta opinberir aðilar beinlínis undir það að fólk búi í óvígðri sambúð, og er mér þá efst í huga afstaða skattayfirvalda og lánastofnana eins og Húsnæðistofnunar ríkisins til þessara mála. í fjármálalegu tilliti er að mörgu leyti hag- stæðara fyrir fólk að vera ógift, og þetta vildi ég sjá breytast. Á nýafstöðnu Kirkjuþingi var lögð fram greinargerð um stöðu hjónabandsins í þjóð- félaginu. - Nú er kvennaáratugur kirkjunnar, get- urðu sagt mér hver tilgangurinn er að tileinka konum sérstakan áratug? „Það hefur stundum gleymst að tala um: konur í Biblíunni, eða gleymst að minnast á þær og tala um þá texta í Biblíunni þar sem talað er um konur og útskýra þá texta. Þess- ir textar hafa bæði verið gleymdir og mis- túlkaðir, og skýrasta dæmið um það eru Maríurnar, en það eru margar Maríur nefndar í Biblíunni eins og María frá Beta- níu, María Magdalena, María móðir Jesú og fleiri, en þær hafa oft verið „settar saman“ í eina konu. María Magdalenda hefur oft verið álitin hórkona, en það stendur ekki stafur um það í Biblíunni. Þar hafa tveir textar verið settir saman, annars vegar um konu sem ekki er nafngreind en var hórkona og hins vegar María Magdalena. Það segir aðeins í Biblí- unni að það hafi verið sjö illir andar í Maríu Magdalenu, hvað sem það táknar nákvæm- lega. Ég hef líka haft gaman af því að rifja það upp að í gamalli nafnabók segir að nafnið mitt, Hulda, sé danskt tökuorð, en þetta nafn er Biblíunafn, en það er ekki fyrr en í nýlegri nafnabók eftir sr. Karl Sigurbjörns- son að það kemur fram. Kvennaguðfræði sem eðlilega tengist kvennaáratugi kirkj- unnar snýst um það að ritskýra texta og skoða Biblíuna út frá sjónarmiði kvenna. Ég er í nefnd um kvennaáratuginn, og árið 1988 byrjaði kvennaáratugurinn innan Alkirkjuráðsins, og innan ráðsins eru marg- ar kirkjur, m.a. íslenska Þjóðkirkjan. Al- kirkjuráðið hefur samþykkt að á þessum áratug verði unnið að bættum hag kvenna innan kirkjunnar og fundnar leiðir til að styrkja stöðu hennar og hefur nefndin unnið í samræmi við það og er að gefa út efni til að vinna með í Biblíuleshópum, og eins hefur . fræðsludeild Þjóðkirkjunnar verið að vinna með efni sem norska kirkjan gaf út og stuðl- ar að sjálfstyrkingu kvenna. Kirkjan styður konur Ég fór út til Finnlands í maímánuði sl. en þar var norrænn fundur vegna kvennaára- tugarins sem var fyrst og fremst til þess að miðla upplýsingum um það hvað hefði verið gert og hvað væri á áætlun að gera í þessum löndum í því sambandi. Stefnt er að því að halda samnorrænt mót í Silkeborg í Dan- mörku eftir tvö ár í tengslum við kvennaára- tuginn, og er markmiðið að þátttaka kvenna í kirkjustarfi aukist. Segja má að einkunnar- Laugardagur 21. júlí 1990 - DAGUR - 11 orð þessa kvennaáratugar sé: Kirkjan styð- ur konur. Tilgangurinn er að virkja konur og að þær finni sér hlutverk í kirkjunni, en komi þar ekki af einhverri skyldurækni. Margt fólk hefur fast munstur á kirkjusókn, t.d. koma sumir aðeins í kirkju um jólin, en aðrir á öðrum tímum og jafnvel aldrei. Þarna ræð- ur miklu um við hvað fólk hefur verið alið upp í barnæsku. Það vill gleymast í íslensku kirkjunni að kristin trú er samfélagstrú, og því veitir fólk ekki alltaf athygli, en er ekki dýr einkatrú sem þú hefur bara fyrir þig. Kristur segir að við eigum að ávaxta trú okkar, og þar af leiðandi getur hún ekki ver- ið nein einkatrú." - Kemurðu þessum skoðunum á framfæri í prédikunum? „Auðvitað hlýtur maður að mótast af þeim og tala út frá textum öðruvísi, og mað- ur skilur suma kvennatextana betur af því að þeir tengjast eigin reynsluheimi, eins og karlmennirnir tala meira út frá textum sem fjalla um karla. Orðtakið hlýtur einnig að verða annað, þó ég hafi ekkert gert í því að skapa það neitt sérstaklega. Ég er þó ekki eins róttæk og sr. Kári Valsson sem bað til Guðs sem móðir okkar og faðir, þ.e. Guð sé bæði faðir okkar og móðir. Það mundi örugglega heyrast hljóð úr horni ef ég segði eitthvað í þessa veru. Lögð hefur verið áhersla á það að ekki sé hægt að kyngreina Guð, hann er æðra vald, en við notum okkar hugtök um Guð, og þá getum við skilgreint hann bæði sem karl og konu, en hvorutveggja er notað í Biblíunni. Við höfum tilhneigingu til að sjá hann sem hvít- an karlmann, en við vitum það ekki, en sagt er að hann hafi skapað manninn í sinni mynd sem mjög auðvelt er að misskilja." - Ertu ánægð með kirkjusóknina? „Ég get ekki verið óánægð með hana, hún er að mörgu leyti góð. Kirkjusóknin í Stærra-Árskógskirkju er þó sýnu betri, þar kemur að jafnaði um 75 manns í kirkju en í Hríseyjarkirkju um 50 manns. Á aðventu- kvöld í Stærra-Árksógskirkju hefur komið yfir 170 manns, en þá var orðið ansi þröngt. Miðað við kirkjusókn annars staðar á land- inu hlýt ég að vera mjög ánægð með kirkju- sókn minna sóknarbarna. Hér mætti 60 manns á fund vegna sveit- arstjórnarkosninganna og þótti injög gott, en þeir fundir eru ekki nema á jögurra ára fresti. Því stenst kirkjan mjóg vel allan samanburð við aðra er rætt ei um fundar- sókn.“ Aukavinna er fjárhagslega nauðsynleg - Nú hefur þú borgarbarnið verið hér í 3 ár, hefur þér aldrei leiðst? „Nei, mér hefur ekki leiðst hérna, ég hef haft nóg að gera svo það hefur hreinlega ekki gefist tími til að láta sér leiðast. Eg viðurkenni hins vegar að ég hef öðru hverju stundað aðra vinnu jafnframt preststarfinu, en það er fyrst og fremst vegna þess að laun- in eru lág. Nú í sumar og í fyrrasumar hef ég unnið í Sparisjóði Hríseyjar. Það hefur líka sínar jákvæðu hliðar því með því ert þú í daglegu sambandi við fleira fólk og þú ein- angrast ekki eins mikið. Ég byrjaði að spila bridge með þremur konum hér í þorpinu og við spilum einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina. Með því gerir maður sér eitthvað til skemmtunar, en það er eðlilega ekki völ á svo mörgu.“ - Tekurðu þátt í félagslífinu að öðru leyti? „Það voru margir sem höfðu vissar áhyggjur af því að ég færi aldrei t.d. á dans- leiki, en ég fer alltaf á þorrablótið og svo er ég í kvenfélaginu. Hér er starfandi Lions- klúbbur fyrir karlana og Slysavarnafélag þar sem bæði kynin eru þátttakendur. Mér finnst það allt í lagi að konur séu þátttak- endur í blönduðum félögum ef þær eru ekki notaðar sem einhvers konar þjónar fyrir hreyfinguna, t.d. að hella upp á könnuna eða elda ofan í karlana. Mér fannst mjög slæmt þegar Gideon- hreyfingin, sem var leikmannahreyfing ein- göngu skipuð körlunt, stofnaði kvenna- deild, þá voru konurnar eingöngu í því að þjónusta karlana t.d. með því að baka kök- ur og sjá um fjáröflun. Það kalla ég misnotkun og ég vil ekki taka þátt í svoleiðis félagi. Auðvitað er það galli að öll þátttaka í félagslífi uppi á „megin- landinu“ er háð ferðum ferjunnar og dregur það sjálfsagt eitthvað úr henni. Ef ég er á kvöldfundi á Akureyri þarf ég að fara þaðan klukkan tíu hvort sem fundinum er lokið eða ekki til að ná síðustu áætlunarferð út í Hrísey.“ - Að lokum sr. Hulda Hrönn, hefur ein- hvern tíma læðst að þér efi um að þú hafir valið þér rétt lífsstarf? „Ég held að allir prestar spyrji sig þessar- ar spurningar, sérstaklega með tilliti til launakjara og ytri starfskjara. Ég hef staðið í ströngu við að fá nauðsynlega viðgerð á prestbústaðnum hér, en hann var í fremur bágu ástandi er ég kom hingað, en það hef- ur þokast nokkuð til betri vegar. Það vekur upp þá spurningu hvort ekki væri hægt að fá betur launaða vinnu eins og t.d. skrifstofu- starf. En ég hef fengið þessa köllun og er þess vegna í þessu starfi, en það eru takmörk fyr- ir því hvað hægt er að bjóða prestum í sambandi við starfsaðstöðu og launakjör, en kannski hefur verið hægt að ganga á okkur vegna eðli starfsins. Opinberir aðilar hafa verið gagnrýnir á landsbyggðarpresta vegna þess að sóknarbörn okkar eru færri en Reykjavíkurprestanna og því ættum við ekki að hafa eins há laun en starf okkar er í mörgurn tilfellum miklu margþættara. í Reykjavík er það yfirleitt utanaðkomandi fólk sem sér t.d. um æskulýðsstarfið sem er alfarið í okkar höndum, en það hefur hing- að til ekki þótt fínt að prestar segðu að þeir hefðu of lág laun. Launamismunurinn gerir það hins vegar að verkum, að prestar sækja frekar um starf í Reykjavík ef það býðst vegna launa og starfsaðstöðu, Þar hafa prestar sérstaka skrifstofu sem opin er á ákveðnum tímum, sem þætti mikill lúxus hjá sveitapresti. Preststarfið er það sérstakt og mótandi starf að eftir að hafa verið í því um lengri tíma þá er erfitt að fara í önnur störf. Ekur um á rússnesku tryllitæki Sóknarbörnunum mörgum hverjum finnst líka að presturinn eigi að aka um á fínum bíl, jafnvel þó fjárhagurinn leyfi það ekki. Það er raunar mjög slæmt að eiga aðeins rússneskt tryllitæki eins og ég en ekki millj- ón króna jeppa til að komast allra sinna ferða yfir vetrarmánuðina jafnvel þó allir séu boðnir og búnir til hjálpar, en launin leyfa engan munað. Störf mín sem sóknar- prestur verða þó vonandi ekki vegin og met- in út frá veraldlegum eignum." DAGUR þakkar sr. Huldu Hrönn Helga- dóttur fyrir spjallið, og óskar henni alls góðs í vandasömu starfi. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.