Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 21. júlí 1990 fréttir Sveitarstjóramálið í Skútustaðahreppi: Minmhlutinn leitar tfl ráöuneytis Á fundi hreppsnefndar Skútu- staðahrepps í síðustu viku var Sigurður Rúnar Ragnarsson, oddviti hreppsnefndarinnar, kjörinn sveitarstjóri. Fulltrúar minnihlutans gagnrýndu þessa samþykkt harðlega, þar sem Sigurður var ekki meðal um- sækjenda um stöðuna og engar upplýsingar hefðu legið fyrir um það, að hann kæmi til álita í sveitarstjórakjöri. Pegar kom að kjöri sveitar- stjóra, vék Sigurður af fundi og tók varamaður sæti hans. Vara- oddviti tók við fundarstjórn og kynnti þær sex umsóknir sem Kartöflur á markaðinn Von er á fyrstu íslensku kart- öflunum á markaðinn á Norð- urlandi um næstu mánaðamót. Samkvæmt upplýsingum Dags fara bændur í Sandfellshaga í Öxafirði að huga að kartöflu- upptöku og væntanlega ríða þeir á vaðið hér norðan heiða í þeim efnum. Bændur þar á bæ gera ráð fyrir að hefja kartöfluupptöku um eða eftir mánaðamótin og mun upp- skeran fara beint í verslanir um allt Norðurland. Aðstæður í garðlöndum bænda í Sandfellshaga gera það að verk- um að unnt er að hefja kartöflu- upptöku fyrr en gengur og gerist á Norðurlandi. Þarna er mikill hiti í iðrum jarðar og hann flýtir mjög fyrir vexti kartaflanna. óþh höfðu borist um stöðuna. Að því búnu var lesin upp tillaga frá meirihlutanum þess efnis að Sigurður skyldi ráðinn sveitar- stjóri. Tillagan var síðan sam- þykkt með þremur atkvæðum meirihlutans, gegn tveimur atkvæðum minnihlutafulltrúa. Minnihlutafulltrúarnir gagn- rýndu þessa málsmeðferð og töldu að gróflega hefði verið brotið á réttindum sínum sem hreppsnefndarmanna og mót- mæltu því með því að ganga af fundi. Aður hafði Kári Þorgríms- son, annar minnihlutafulltrúa, lagt fram tillögu um að ráða einn ákveðinn umsækjanda en hún var felld. Einnig var felld tillaga Kára um að fresta ráðningu sveitar- stjóra til næsta fundar. „Okkur höfðu verið sendar upplýsingar um alla umsækjend- ur fyrir fundinn og vissum ekkert um það að Sigurður væri inni í myndinni, það hvarflaði raunar ekki að okkur. Á fundinum voru umsækjendurnir kynntir en engar umræður voru um þá né skýring- ar gefnar á því hvers vegna eng- inn þeirra kom til álita. Við mælt- um með einum umsækjendanna en því var hafnað og engin skýr- ing gefin á því,“ sagði Ólöf Hall- grímsdóttir, hinn minnihlutafull- trúinn í hreppsnefndinni, í sam- tali við Dag. „Samkvæmt tillögu frá meirihlutanum var auglýst eftir sveitarstjóra og það er síðan þessi sami meirihluti sem í raun- inni sniðgengur allar umsóknirn- ar. Við vissum ekki betur þegar við komum á fundinn en ætti að fjalla um þessar umsóknir. Mér finnst þetta furðuleg vinnu- brögð,“ sagði Ólöf ennfremur. Aðspurð um hvort minnihlut- inn áformaði einhverjar aðgerðir í þessu máli, t.d. að kæra til fé- lagsmálaráðuneytis, sagði hún að þau ætluðu að kanna þetta aðeins nánar og leita upplýsinga og ráða hjá ráðuneytinu. Pað kæmi svo í ljós hvort eitthvað meira yrði úr þessu máli. I greinargerð með tillögu meirihlutans um að ráða Sigurð sem sveitarstjóra segir m.a. að Sigurður sé talinn besti kosturinn sem völ er á til starfsins, þrátt fyr- ir að vænlegar umsóknir hafi bor- ist um stöðuna. Brýn nauðsyn sé að bregðast skjótt við og af mik- illi festu við vandamálum sem liggi fyrir sveitarstjórn og nægi þar að nefna háskalega stöðu sveitarsjóðs. Það væri mat meiri- hlutans að heimamaður með víð- tæka þekkingu á helstu málefn- um sveitarfélagsins væri best til þess fallinn að fylgja eftir ákvörð- unum sveitarstjórnar. „Misskilningurinn í þessu hjá minnihlutafulltrúum er sá, að á dagskrá var boðað að ætti að ráða sveitarstjóra. En með því að auglýsa eftir sveitarstjóra skuld- bindur hreppurinn sig ekki til að ráða einhvern af þeim sem sækja um. Það var lögð fram tillaga um afgreiðslu málsins og ég veit ekki hvernig meirihluti í sveitarstjórn ætti að starfa ef hann legði fyrir minnihlutann í fundarboði þær hugmyndir sem hann hefur um afgreiðslu þeirra mála sem fyrir liggja hverju sinni,“ sagði Sigurð- ur Rúnar Ragnarsson, nýráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps um þetta mál. -vs Frystihús ÚKED Dalvík: Sumarlokun 27. júlí Við opnum tjónaskoðunarstöðvar VIS á Akureyri afhenti Axel Gíslason, forstjóri, lögreglunni á Akureyri að gjöf vélhjól af Honda gerð frá VIS og Honda-umboðinu á Islandi. Frá vinstri á myndinni eru Ellert Guðjónsson, framkvæmdastjóri Þórshamars, Honda-umboðsins á Akureyri, Ingi R. Helgason, stjórnarformaður VÍS, Guðmundur Sölvason, lögregluþjónn, Ólafur Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, og Axel Gíslason, forstjóri VIS. Vátryggingafélag íslands: Tjónaskoðunarstöð opnuð á Akureyri Frystihús ÚKED á Dalvík fékk í íýrradag um 180 tonn til vinnslu af togaranum Björg- úlfi, og var aflinn mestmegnis þorskur. Aflann fékk skipið á 4 dögum á Vestfjarðamiðum. Björgvin landaði í gær full- fermi, um 160 tonnum, sem er þorskur og ýsa nokkuð að jöfnu sem er afli sem fékkst fyrir austan land. Þetta eru síðustu landanirn- ar sem frystihúsið tekur við áður en árleg sumarlokun tekur við sem stendur frá 27. júlí til 13. Ríkismatið: Mjog misjom gæði rækju Við skoðun eftirlitsmanna Ríkismats sjávarafurða að undanförnu hefur komið í Ijós að gæði rækjunnar eru mjög misjöfn og í nokkrum tilfellum hefur þurft að henda rækju vegna skemmda. í nýútkomnu fréttabréfi Ríkis- matsins segir að lengd úthalda og meðferð rækjunnar um borð, svo og hitastig sjávar séu þættir sem hafi áhrif á gæði rækjunnar. Samkvæmt reglugerð mega veiðarnar aðeins vara fjóra daga, en algengt er að þær taki fimrn daga fyrir vestan, jafnvel sex daga. „Rækjan geymist betur ef hún er vel ísuð og því heitari sem sjórinn er því minna er geymslu- þolið og ber að hafa það í huga þegar ísað er,“ segir orðrétt í fréttabréfi Ríkismats sjávar- afurða. óþh ágúst. Reiknað er með að frí verði gefið í dag vegna knatt- spyrnuleiks í 3. deild milli Dal- víkinga og erkifjendanna Dalvík- inga og Reynis sem fram fer á Árskógsströnd, en unnið verði í húsinu á sunnudag. Togararnir verða bundnir við bryggju fram í ágústmánuð, en þá fer Björgúlfur að veiða í sigl- ingu en hann á söludag í Þýska- landi 22. ágúst, en Björgvin land- ar væntanlega á Dalvík 13. ágúst. Talsverður fiskur er nú á boð- stólum á Eyjafjarðarsvæðinu, og t.d. hefur frýstihúsinu á Dalvík boðist fiskur bæði frá Hrísey og Grenivík. Smábátar hafa verið að fá ágætan ufsaafla nánast í hafnarkjaftinum, og reyndar víða á Hríseyjarsundi. GG Óvenjudræm veiði hefur verið í laxveiðiám á Norðurlandi vestra það sem af er sumri og kunna menn fáar skýringar á því. Ekki eru menn samt búnir að gefa upp alla von, þótt lítið veiðist, og eru ýmis teikn á lofti þess efnis að veiðin fari að glæðast. Böðvar Sigvaldason, formaður Landssambands veiðifélaga, seg- ir það mikil vonbrigði að veiðin skuli vera svona léleg. „Veiðin Vátryggingafélag Islands opn- aði tjónaskoðunarstöð á Akur- eyri sl. fimmtudag með form- legum hætti. Stöðin er til húsa að Furuvöllum 11. Við það tækifæri afhenti Axel Gísla- son, forstjóri VÍS, lögreglunni. á Akureyri að gjöf vélhjól af Honda gerð. Axel sagði að gjöf þessari væri ætlað að stuðla að auknu umferð- hefur verið mun lélegri en við hefðum nokkurn tíma látið okk- ur detta í hug. Ástæðurnar geta verið margar, þ.á m. hefur vorið verið mjög þurrt og lítið vatn ver- ið í bergvatnsánum. Síðan virðist smáfiskurinn ætla að ganga seint í árnar,“ sagði Böðvar. Aðspurður um hvort líkur væru á að rættist úr veiðunum sagði hann enga ástæðu til annars en vona það. „Til dæmis hefur smálaxinn verið að ganga inn í hafbeitarstöðvarnar, eins og hjá aröryggi, með því að gefa ung- mennum kost á að æfa sig í notk- un vélhjóla undir eftirliti og leið- sögn lögreglu áður en farið væri út í umferðina. Fyrir hönd lög- reglunnar á Akureyri tók Ólafur Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, við gjöfinni. Kristinn H. Jóhannsson, bif- vélavirkjameistari, verður skoð- unarmaður í tjónaskoðunarstöð- inni. -bjb Silfurlaxi á Snæfellsnesi en þang- að hafa verið að koma góðar göngur undanfarna daga. Við erum meira hræddir um að fisk- urinn bíði með að koma inn í árnar þangað til rigni, þannig að það er engin ástæða til þess eins og er að missa vonina," sagði Böðvar Sigvaldason. Nýjustu fregnir úr húnvetnsk- um laxveiðiám herma að veiðin sé á uppleið og síðustu daga hafi fengist ágætis veiði. -vs Laxveiðiár á Norðurlandi vestra: „Lélegri veiði en við hefðum látið okkur detta í hug“ - segir Böðvar Sigvaldason Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita 150 þúsund króna styrk til Völsungs vegna fyrir- hugaðrar feróar meistara- flokksliðs félagsins í hand- knattleik í september. ■ í bréfi frá Fjórðungssam- bandi Norðlendinga til bæjar- yfirvalda á Húsavík er óskað eftir að Húsavíkurkaupstaður bjóði til þínghalds á fjórðungs- þingi árið 1991. Bæjarráð sam- þykkir að leggja til við bæjar- stjórn að orðið verði við þessu erindi óg það tilkynnt form- lega á fjórðungsþingi á Sauð- árkróki í lok ágúst nk. ■ Stjórn Framkvæmdalána- sjóðs hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að Fiskiöjusamlagi Húsavíkur verði veitt einföld bæjar- ábyrgð á láni allt að 15 millj- ónir króna, sem fyrirhugað er að taka hjá Landsbanka ís- Iands í tengslum við fyrirhug- uð bátakaup fyrirtækisins. ■ Sveinbjörn Lund hefur ver- ið kjörinn formaður veitu- nefndar og til vara Gunnar B. Salóntonsson. ■ Á síðasta fundi veitunefnd- ar spunnust nokkrar umræður um erindi ábúenda og eigenda Héðinshöfða I og II í Tjörnes- hreppi um kaup á heitu vatni frá hitavcitunni. í tillögu veitustjóra var gert ráð fyrir að hitaveitan afhendi vatnið úr brunni á mótum Héðinsbraut- ar ög Baldursbrekku. Þá gerði tillagan ráð fyrir að þessir aöil- ar yrðu notendur hitaveitunn- ar frá og með hausti 1990. Ákveðið var að fresta af- greiðslu málsins og var veitu- stjóra falið að afla frekari upp- lýsinga og ræða við sveitar- stjórn Tjörneshrepps um mál- ið. ■ Lilja Skarphéðinsdóttir hefur verið kjörin formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar. Varaformaður var kjörinn Sigurður Þrastarson og ritari Arnar Guðlaugsson. ■ íþrótla- og æskulýðsnefnd hefur fallist á að veita Golf- klúbbi Húsavíkur styrk að upphæð 100 þúsund krónur, en honum verður varið til greiðslu kennslu á vegum klúbbsins og þá einkum fyrir unglinga, sent boðið er upp á ókeypis kennslu. í bókun íþrótta- og æskulýðsnefndar kernur fram að hún hafi óskað jafnframt eftir að klúbburinn Ieggi frant ársreikning og árs- skýrslu fyrir síðasta ár. ■ Fram kom á fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar nýveriö að aðeins væri búíð að lagfæra eitt af fimni atriðum sem talið var að þyrfti nauðsynlega að laga við stallalyftu. Upplýst var að viðgerðarmaður frá Akureyri væri tilbúinn að lag- færa það sem upp á vantar í ágúst-september.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.