Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 21. júlí 1990 matarkrókur Matarkrókur vikunnar: Strogonoff „a la Clarke“ Michael John Clarke tón- listarkennari er í matarkrók vikunnar. Hann býður les- endum Dags upp á upp- skrift af ekta strogonoff og kryddaðri linsubaunasúpu, ásamt ágœtum drykk til að skola kræsingunum niður með. Michael sem er af bresku bergi brotinn, segist borða allan íslenskan mat, en svið, hrútspungar og hákarl séu þó ekki á þeim lista. Uppskriftin að krydd- uðu linsubaunasúpunni varð þannig til að grœn- metisæta sem dvaldi hjá honum skildi eftir ýmsar jurtir og krydd, sem ekki voru fáanlegar á þeim árum. Strogonoff rétturinn er hins vegar einn af uppá- haldsréttum fjölskyldunnar. En fyrst skulum við elda linsubaunasúpu. Krydduð linsubaunasúpa 2‘A bolli linsubaunir (appelsínu- gular) 2 lítrar af vatni l'/2 tsk. salt ‘A bolli olífuolía 2 laukar, bryjaðir 4-5 hvílauksgeirar, brytjaðir 2 stór lárviðarlauf ‘/2 tsk. kanel :/2 tsk. negulduft 'ó tsk. engifer l'/2 tsk. cumínduft (ekki kúmen) 2'/2 msk. saxaður grœnn chilli pipar 'A bolli fersk steinselja 2-3 msk. smjör nýmalaður pipar. Látið linsubaunirnar í stóran pott. Athugið að kaupa baunir sem ekki þarf að leggja í bleyti. Bætið vatni og salti út í og látið suðuna koma upp. Látið krauma í 1 klst. Hitið olíuna á pönnu, steikið lauk, hvítlauk og lárviðarlauf við vægan hita þangað til laukurinn fer að brúnast. Bætið öllu krydddinu út í nema chilli og steinselju og steikið í 2 mín., helljð út í baunirnar ásamt chilli og steinselju. Látið krauma í 1 klst. í viðbót. Bætið smjörinu út í og svörtum pipar og salti ei'tir smekk. Súpan er ekki mjög girnileg að sjá en mjög athygl- isverð á bragðið. Best með grófu heimabökuðu brauði. Mjög saðsöm, ódýr og næring- argóð. Ekta Strogonoff 500 g nautalundir 3 laukar 60 g smjör I grœn paprika 1 baukur sýrður rjómi 500 nýir sveppir salt og pipar Þetta er ekta strogonoff. Hér er aðeins notað besta fáanlegt hráefni, og engar hveitisósur eða súpukraftur. Nautalundir eru sneiddar niður í strimla, jafnþykkir, u.þ.b. 5 mm þykkir. Brytjið laukinn og steikið í helmingnum af smjörinu. Bætið paprikustrimlum og fjórðung- uðum sveppum út í og látið krauma í fimm mínútur. Hellið í skál. Steikið kjötið í hinum helmingnum af smjörinu þannig að það sé „rare“ (ekki grátt í gegn!). Blandið nú öllu saman, einn- ig sýrða rjómanum, en gætið vel að sjóði ekki. Borið fram með kartöflukrókettum eða kart- öflumús. Til nýtingar á mysu- birgðum landsins fylgir hér uppskrift að drykk sem heitir mysublanda: 1 líter mysa 1 líter hreinn appelsínusafi Blandað saman í könnu með ísmolum. Þessir réttir hans Michael’s kitla örugglega bragðlaukana. Hann hefur skorað á Roar Kvam, sem að sögn kunnugra er fyrirtaks kokkur. GG Og hví skyldi ég ekki hjóla? Hallfreður Örgumleiðason Kæru lesendur, mig skortir ekki orð heldur ró, sálarró til að umbreyta hugsunum mín- um í prentað mál svo ég megi skýra ykkur frá þjáningum mínum, góðborgara á glapstig- um. Nei, ég er ekki að fara í hundana og sjálfsagt er óþarfi að vera með eymdarkíf, stað- reyndirnar tala sínu máli, blá- kaldar úr breiðstrætum Akur- eyrar. Sökin er líka að nokkru leyti mín því mér var nær að lúta ekki vilja almennings og láta berast með blikkbelju- straumnum. Svo ég reyni að tala hreint út þá hófst þetta allt með því að ég var að viðra skoðanir mínar við kvöldverðarborðið, einu sinni sem oftar, mæðgunum til mikillar armæðu. Að þessu sinni beindi ég spjótum mínum að óhóflegri bílaeign og bíla- notkun samborgara minna á Akureyri. „Einkabílisminn,“ þusaði ég, „er rót marghátt- aðra samfélagsvandamála. Með því að hunsa þessa ger- ræðislegu þróun getum við fækkað slysum, minnkað slit á götum, dregið úr mengun, bætt heilsuna og styrkt Strætis- vagna Akureyrar. Við getum því bæði sparað mannslíf og peninga." Konan hélt áfram að skafa sviðin og leit ekki upp. Dóttir okkar gerði hins vegar hlé á glímunni við tunguna og horfði á mig gáfulegum augum, rétt eins og hún væri að hlusta á speki föðurins, bergja á visku- brunninum. Mér óx ásmegin og hélt eina hvössustu tölu sem ég hef haldið um ævina og sparaði ekki púðrið. Engum var eirt, engum hlíft, enda engar heilagar kýr í mínum augum. Á hápunkti ræðunnar leit ég hróðugur á furðu lostn- ar mæðgurnar og þóttist loks hafa farið með sigur af hólmi. Þá tók ástkær eiginkona mín til máls, ekki vitund æst að þessu sinni. „Ég hef heyrt eitthvað þessu líkt áður, Hallfreður minn. Þér !væri nær að líta í eigin barm. IManstu þegar þú ætlaðir að !leggja bílnum og nota þessa yndislegu almenningsvagna?" Vissulega mundi ég eftir þessum tilfellum sem hún skír- skotaði til, enda hef ég áður reynt að skera mig úr fjöldan- um í von um að geta haft góð áhrif á aðra. Eitt sinn þegar við bjuggum í Reykjavík var ég orðinn sturlaður af umferðinni og ákvað að nota almennings- vagnakerfið. Þetta stóð yfir í tvo daga, en þá hafði ég styggt vinnuveitandann með því að koma of seint í tvígang auk þess sem ég skilaði mér seint og illa heim á kvöldin. Þetta voru svo margir vagnar og flókið leiðakerfi að mér tókst alltaf að villast. í stað þess að fara heim í Þingholtin lenti ég í hraðferð upp í Breiðholt o.s.frv. Ég reyndi líka að ferð- ast með strætó á Akureyri en það gekk ekki betur. Vagnarn- ir komu aldrei, sama hvað maður beið, og í stað þess að fara beint á ákvörðunarstað hringsóluðu þeir um bæinn. „Ég er ekki að tala um strætisvagna núna, kona góð, heldur hjólreiðar. Þær eru allra meina bót og...“ „Blessaður farðu þá að hjóla í vinnuna," hreytti konan út úr sér og mergsaug svið sauðkind- arinnar. Ekki stakk hún upp í mig með þessari ósvífni því ég tók hana á orðinu, pússaði upp gamla Raleigh hjólið og settist á bak. Ég var farinn að hjóla í vinnuna, öllum til mikillar undrunar. Fínar frúar horfðu skelfingu lostnar á mig þegar ég þrælaði bullsveitur upp brekkurnar með lýsistaumana á eftir mér, krakkar á fjalla- hjólum hlógu að mér og mót- orhjólatöffarar hæddu mig og svívirtu. Ég var örmagna í vinnunni og kom heim kjökr- andi af þreytu og skömm. En ég gafst ekki upp. Nei, ég gafst ekki upp þrátt fyrir þetta mótlæti en ég er að bugast af öðrum orsökum. Sökudólgurinn er einkabíllinn, og þá væntanlega stjórnendur hans. Það er stórhættulegt fyrir hugdjarfan hjólreiðamann að láta sjá sig á götum Akureyrar. Annað hvort reyna bílstjórarn- ir að aka á mann eða svína svo hrottalega á manni að við stórslysi liggur. Tillitsleysið er með eindæmum og framkoma forsvarsmanna einkabílismans óhugnanleg. Eftir að hafa fengið marbletti og skurði, en sloppið við líflát, færði ég fák minn yfir á gangstéttirnar. Hugsanlega er þetta lögbrot en hjólreiðarnar hafa gengið miklu betur og hví skyldi ég ekki hjóla? En gangstéttakerfi bæjarins mætti bæta mikið, það hef ég séð mæta vel. Skyldu þeir vera að gera hjólið hans Hallfreðs upptækt? A.m.k. segir hann ekki farir sínar sléttar af viðskiptum við ökumenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.