Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 21. júlí 1990 Whitesnake til íslands - heldur tónleika í Reiðhöllinni ásamt Quireboys 7. september Nú virðist það nær öruggt að ein aí allraskærustu stjörnum þunga- rokksins hljómsveitin Whitesnake muni koma hingað til lands og halda hljómleika í Reiðhöllinni í Víðidal ásamt Quireboys sem hita mun upp. Þarf vart að fara mörgum orð- um urh að hér er á ferðinni meiri- háttar tónlistarviðburður og til marks um það þá verða þessir tónleikar að líkindum þeir einu á Norðurlöndum og því líklegt að fjöldi aðdáenda Whitesnake í Skandinavíu muni fylgja henni hingað til lands. Það er því ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um feril Whitesneke af þessu tilefni. David Coverdale stofnaði Whitesnake árið 1977 og kom fyrsta platan, Trouble út árið eftir 1978. Áður hafði Coverdale gefið út tvær sólóplötur og nefndist sú fyrri einmitt Whitesnake en sú seinni Northwinds og þar áður var hann söngvari í Deep Purple allt þar til fyrra starfsskeiði henn- ar lauk árið 1975. Má segja að strax með Trouble hafi lukkuhjól- ið farið að snúast Coverdale i hag og með næstu skífum, Love- hunter (1979), Ready and Willing (1980), Live... In the heart of the City (tónleikaplata 1980) og Come an’get it (1981), óx vel- gengnin stig af stigi. A þessum fimm fyrstu plötum var það fastur kjarni sem skipaði Whitesnake og hljómsveitina auk Coverdale þeir Micky Moody og Bernie Marsden gítarleikarar og bassa- leikarinn Neil Murray. Hljómsveit- in fullmótaðist síðan meö komu fyrrum félaga Coverdales í Deep Purple þeim Jon Lord hljómborðs- leikara á Lovehunter og lan Paice trommuleikara á Ready and Willing. Eftir útkomu Come an’get it fór hins vegar að síga á ógæfuhlið- ina og það svo mjög að þegar hljómsveitin snéri aftur til hljóð- vers árið 1982 til að taka upp plötuna Saints and Sinners voru Coverdale og Moody einir eftir af þeim sexmenningum sem hljóð- rituðu Come an’get it. í stað þeirra Murrays og Paice sem gengu til liðs við Gary Moore komu Cozy Powell á trommur og Colin Hodginson á bassa og í stað Marsden kom Mel Galley. f sæti Jon Lord var hins vegar enginn settur. Þykir Saints and Sinners af þessum sökum m.a. vera slakasta plata Whitesnake og er sitthvað til í því. Með plötunni Slide it in sem út kom 1984 rétti hljómsveitin þó aftur úr kútnum enda höfðu þá Murray og Lord snúið aftur. En árið 1985 eftir mikla tónleikareisu sem farin var í kjölfar útgáfunnar á Slide it in dagaði sveitin uppi og ekkert heyrðist frá henni í tvö ár. Þá er svo kunnara er frá þarf að segja að árið 1987 skaut Cover- dale aftur upp með nýja útgáfu af Whitesnake sem gerði nánast allt vitlaust með plötunni 1987. í fyrra kom síðan platan Slip of the Tounge sem ekki náði að fylgja 1987 nógu vel eftir. Það er þó síður en svo að Coverdale og félagar séu af baki dottnir og sem tónleikasveit eru fáar sem stand- ast Whitesnake á sporði. Sem fyrr eru það engir aukvisar sem skipta sveitina með Coverdale. Fer þar fremstur gítarleikarinn Steve Vai en sá maður er ekki talinn einhamur hvað gítarleik varðar. Það eru því eindregin til- mæli Poppsíðunnar að þeir rokk- unnendur norðan heiða sem vettlingi geta valdið láti sig ekki vanta í Reiðhöllina þann 7. sept- ember því hér er um einstakan viðburð að ræða. Shane McGowan og félagar í The Pogues á leiðinni með nýja plötu. poppsíðan David Coverdale og hljómsveitin hans Whitesnake halda tónleika hér á landi 7. september. Hitt og þetta The Pogues írsk/breska þjóðlagarokksveitin The Pogues hyggst nú í lok sumars halda í sína viðamestu tónleikaferð síðan árið 1987. Er um að ræða tónleika vítt og breitt um Bretlandseyjar og koma þeir í kjölfarið á nýrri plötu sem áætlað er að komi út í ágúst. Hafa þeir félagarnir [ The Pogues verið að vinna við upptökur á plötunni að undanförnu og fer sú vinna fram í Wales. Upptökunum stjórnar eng- inn annar en gítarleikari The Clash sálugu Joe Strummer en hann er gamall kunningi hljóm- sveitarinnar síðan hann hljóp í skarðið fyrir Phillip Chevran á tónleikaferðalagi The Pogues um Bandaríkin áriö 1977. Að öðru leyti er það um nýju plötuna sem enn hefur ekki hlotið nafn, að segja að söngvarinn Shane McGowan mun eiga mun stærri hlut í henni en þeirri síðustu Peace and Love. Neil Young Steppenwolf Á síðustu misserum hefur það nánast verið tíska að endurvekja gamlar stórhljómsveitir til lífsins í von um heimtu fornrar frægðar á ný. Sveitir eins og The Who, Bad Company, Ten Years After og svo Rolling Stones hafa allar risið úr gröfinni og gert það gott á ný og reyndar hafa „Steinarnir hætt oftar en einu sinni en alltaf átt afturhvarf og ekki má gleyma hinni kanadísku The Band sem einmitt gefst tækifæri til að sjá í sjónvarpinu í kvöld í beinni útsendingu frá Berlínarmúrnum fallna. Nýlega hefur svo enn ein stór- sveitin verið endurreist og er það að þessu sinni sú bandaríska Steppenwolf en hátindi frægðar sinnar náði hún með laginu Born to be wild sem notað var í fræg- ustu kvikmynd sem gerð hefur verið um Hippakynslóðina mynd- inni Easy Rider. Er það uppruna- stofnandinn John Kay söngvari sem stendur fyrir endurreisninni og er ný plata undir nafninu Rise and Shine komin út. Neil Young hefur að nýju hafið samstarf við gömlu hljómsveitina sína Crazy Horse en með henni hefur hann nú gert nýja plötu, þá fyrstu síðan hljómleikaplatan „life“ kom út árið 1987. Vegna þessarar plötu Youngs með Crazy Horse hafa áform um útgáfu á risastórum geisladiskakassa sem innihalda átti um 100 lög, gömul lög jafnt sem ný auk eldri áður óútgefinna laga, verið skot- ið á frest um óákveðinn tíma. Þungarokkspunktar AC/DC sú ástralska sveit hefur fundiö eftirmann Sinwns Wright sem gekk til liðs við Dio, við trommusettið. Heitir hann Chirs Slade og var eitt sinn í hljómsveit- inni The Firm ásamt Jimmy Page og fleiri góðum mönnum. Þá hef- ur Malcolm Young bróðir Angusar snúið aftur til hljómsveitarinnar eftir nokkurt hlé og verður með af fullum krafti við vinnu á nýrri plötu sem mun væntanlega koma út áður en þetta ár er liðið. toppurinn ídag Vertu góðfur) Vlð sjálfan þi9 ★ ★ ★ ★ Gallar í miklu úrvali Hjólabuxur NBA bolir Sundfatnaður Lítið fyrst við hjá okkur það gæti borgað sig Erum búnir að fá uppháu KA og ÞÓRS sokkana! Þríþraut ★ Hrafnagii Verðum með sölutjald við sundlaugina frá kl. 9.00-12.00, sunnudaginn 22. júlí. Queensryche, ein af athygl- isverðari þungarokkssveitum Bandaríkjanna um árabil þykir nú líkleg til að slá endanlega í gegn með nýju plötunni sinni sem áætlað er að komi út seinni hluta sumars eða í haust. Síðasta platan þeirra sem jafnframt var þriðja breiðskífan, Operation Mindcrime þótti vera ein allra- besta þungarokksplata ársins 1988 og er því að vonum beðið eftir þeirri nýju með mikilli eftir- væntingu. Anthrax ein af þeim betri í Speed/Trash geiranum kemur með nýja plötu í ágúst og nefnist hún Persistance of time. Þá hefur hljómsveitin tekið upp nokkur gömul lög sem nota á sem B- hliðalög á komandi smáskífum og eru þar á meðal tvö Thin Lizzy lög. Sportbuðin Strandgötu 6 • Akureyri • Sími 27771 Opið 9.30-18.00 - laugardaga 10.00-12.00 Að lokum má svo nefna að Tony lommi og kumpánar hans í Black Sabbath senda frá sér enn eina plötuna í byrjun ágúst. Heitir skífan Jyt eftir hinum forna stríðsguði norrænu Goðafræð- innar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.