Dagur - 25.07.1990, Síða 2

Dagur - 25.07.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 25. júlí 1990 Húsnæðismál stúdenta á Akureyri: Enn eru nokkrir á götunni Enn vantar nokkra stúdenta húsnæði sem ætla að stunda nám við Háskólann á Akureyri næsta haust. Hjá Húsnæðis- miðlun námsmanna liggja fyrir fyrirspurnir frá 13 aðilum um húsnæði, aðallega nýnemum. Mest er eftirspurn eftir 2 her- bergja íbúðum eða einstakl- ingsíbúðum, en framboðið er minnst af slíku húsnæði á Akureyri. Edda Kristjánsdóttir hjá Hús- næðismiðluninni sagði að stórar íbúðir, 3-5 herbergja, væru mikið í boði, en það hentaði náms- mönnum ekki eins vel. Þeir stúd- entar sem eru mest í vandræðum með að útvega sér húsnæði koma langt að og hafa ekki aðstöðu til að leita fyrir sér í bænum í sumar. Þeir koma m.a. frá Reykjavík, ísafirði, Akranesi, Höfn í Hornafirði og víðar. Stúdentagarðarnir voru fljótir að fyllast í sumar og það eru þeir sem fengu synjun þar sem eru nú á höttunum eftir leiguhús- næði. Edda átti von á að tækist að útvega öllum þeim húsnæði sem leita eftir herbergi, en erfitt yrði að útvega 2 herbergja íbúð- ir. -bjb Á VERÐBRÉFA- MARKAÐNUM 25. JÚLÍ '90 Eigendur hlutabréfa Nú er góð eftirspurn eftir hlutabréfum. Hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum seljast með skömmum fyrirvara. Skeljungur h.f., Olíufélagið h.f., Eimskipafélag íslands h.f., Flugleiðir h.f., Skagstrendingur h.f. og Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Sölugengi veröbréfa þann 25. júlí. Einingabréf 1 5.003,- Einingabréf 2 2.726,- Einingabréf 3 3.292,- Skammtímabréf 1 ,691 éélKAUPÞING NÖRÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Hjóladagur íjölskyldunnar: Ágóðinn rann til Bamadeildar F.S.A. Hjóladagur fjölskyldunnar var haldinn sl. sunnudag. Hug- myndina að þessum degi á Antonio Mellado eigandi skemmtistaðarins Bleika fQsins, og skipulagði hann þennan hjóladag sjálfur. Hjólaður var 4 km. langur hringur sem hófst og endaði hjá Bleika fílnum í göngugötunni, og voru seld sérstök merki eða núm- er hverjum þátttakanda sem jafn- framt gilti sem happdrætti, og var vinningurinn reiðhjól. 129 númer voru skráð, og þar af var einn þátttakandinn hundur. Agóði af þessu átaki var um 33 þúsund krónur sem rann óskiptur til styrktar Barnadeild Fjórð- ungssjúkrahúsins, en þessari fjár- hæð hefur ekki verið ráðstafað sérstaklega. Geir Friðgeirsson læknir tekur við framlagi vegna hjóladagsins. Sumartilbod -III madiona III Glerárgötu 26 • Sími 21300 Fram ad verslunamanmhelgi bjóðum við eimtaklega góð kjör á: Sjónvörpum Videotœkjum Videotökuvélum Láttu drauminn rœtast í dag Takið ejtir! Ekkert út, kaupverð greiðist á allt að 18 mánuðum NORDMENDE-PHILIPS- SANYO-JVC-PIONEER - AKAI- ORION-FUNAI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.