Dagur - 25.07.1990, Síða 4

Dagur - 25.07.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 25. júlí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Atvímiumál fatlaðra Á 25. þingi Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, sem haldið var 21.-23. júní, urðu miklar umræður um atvinnumál fatlaðra. Þingið lýsti áhyggjum sínum vegna minni hlutdeildar fatl- aðra á vinnumarkaðnum, og framtíðarhorfurnar virðast því miður ekki góðar. í ályktun lands- sambandsins segir á þessa leið: „Fyrirsjánalegt er að miklar breytingar eru að verða á atvinnulífi íslendinga á næstu árum, breytingar sem geta haft mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir atvinnumöguleika fatlaðra, ef ekki verður nú þegar spyrnt við fótum. Ástæðurnar eru margþættar en tvö atriði skipta mestu máli: Annarsvegar er vinnumarkaðurinn að breytast í grundvallaratriðum. Stjórnvöld og atvinnurek- endur eru farin að gera sér grein fyrir því að hag- kerfi landsins þolir ekki lengur stjórnlausa upp- byggingu, þar sem ómarkviss sjónarmið ráða ferðinni. Þessir tímar eru liðnir í íslensku efna- hagslífi. Hinn þátturinn, sem er þessu nátengdur, eru bein og óbein tengsl við endurskipan efnahags- mála í Evrópu. Fatlað fólk og ýmsir aðrir minni- hlutahópar eru nú þegar að verða undir á vinnu- markaði. Þegar fyrirtæki endurskipuleggja starf- semi sína eða jafnvel sameinast, hefur það í för með sér fækkun á starfsfólki. Þessi þróun er þeg- ar hafin. Þau eru byrjuð að undirbúa samkeppn- ina á Evrópumarkaðinum. Þarna verður engin miskunn á ferðinni. Fyrirtækin eiga ekkert val. Þau verða að auka framleiðni sína til jafns við keppinautana og bæta reksturinn á öllum sviðum. Þetta mun í sívaxandi mæli koma niður á þeim sem búa við skerta starfsorku, það verður sá hópur sem fyrst missir atvinnuna." í ályktun þingsins er bent á leiðir til að snúast til varnar. Talað er um að opinberir aðilar geti komið til móts við fyrirtæki til að mæta auka- kostnaði sem verður vegna starfsfólks sem ekki skilar fullum afköstum vegna örorku. í öðru lagi er bent á menntunarmál fatlaðra, en aukin starfsþekking og sérhæfing í greinum sem henta hreyfihömluðum, t.d. í tölvuvinnu, leiðir í mörg- um tilvikum til varanlegra lausna í atvinnumál- um fatlaðra. Frá félagslegu sjónarmiði er afar óæskilegt að einangra fatlaða frá þátttöku í atvinnulífinu. Þjóð- hagslega er líka óheppilegt að nýta ekki starfs- krafta allra þegna sem geta lagt sitt lóð á vogar- skálarnar. Samtök fatlaðra hafa margoft bent á að ódýrara sé fyrir þjóðfélagið að efla atvinnu- möguleika fatlaðra, en að láta starfskrafta þeirra liggja ónotaða. Á tímum tölvutækni og upplýs- ingamiðlunar ætti það ekki að vera vandamál. Nafnið Sjálfsbjörg leiðir hugann að þeim sem bjargar sér sjálfur. Það er einmitt markmiðið og hugsjónin sem Sjálfsbjargarfélögin og landssam- band þeirra stefna að. En atvinnulaus verður enginn sjálfum sér nógur, hafi hann á annað börð getu og vilja til starfa. EHB Neytandinn og eggið Neytendafélag Akureyrar og nágrennis kannaði meðferð eggja í nokkrum verslunum á félags- svæðinu. Pað vakti athygli að í nokkrum tilfellum voru eggin hvorki dagstimpluð né höfð í kæli. Þegar þannig er staðið að málum er verið að spilla eggjun- um, leyna neytandann raunveru- legum aldri þeirra og auka hætt- una á fúleggjum. Neytendur ættu að sneiða hjá slíkum söluaðilum við eggjakaup. Sumir framleiðendur merkja eggin pökkunardegi en sleppa síðasta söludegi sem þeir ættu þó einnig að tíunda, því mislangt getur verið á milli varpdags og pökkunardags. Ekki er heldur ólíklegt að þessir framleiðendur sleppi upplýsingum um síðasta söludag, vegna þess hve misvel verslanirnar meðhöndla eggin, og þeir treysti sér einfaldlega ekki til að ábyrgjast gæði fram- leiðslu sinnar í eðlilegan tíma. Niðurstaða könnunarinnar er á þessa leið. Verslun sem hægt er að mæla með: Valberg. Verslanir sem geyma eggin stöðugt í kæli, en merkingum ábótavant: Nettó, Svarfdælabúð, ÚKE Ólafsfirði. Verslanir sem ekki er mælt með til eggjakaupa: Hagkaup, Hrísalundur, Matvörumarkaður- inn, Plús markaðurinn, ÚKE Grenivík. Vilhjálmur Ingi. Þú átt leikinn! „Kvótanefndin“ Á borgarafundi þann 13. maí sl. var kosin nefnd til að undirbúa stofnun fyrirtækis um kaup á tog- skipi til Húsavíkur. Nefndin, sem gengið hefur undir nafninu „kvótanefnd11, hefur unnið að þessu verkefni af fullum krafti og mun skila af sér á stofnfundi á morgun - fimmtudaginn 26. júlí 1990. Kynningarbæklingnum „í>ú átt leikinn!" hefur verið dreift í öll hús í bænum. Þar er að finna upplýsingar um væntanlegt fyrir- tæki og er ekki ætlunin að rekja efni hans frekar hér. Þess í stað mun ég fara nokkrum orðum um þá hugmynd, sem nefndin hefur fyrst og fremst unnið með. Kaup á aflaheimildum Samkvæmt ályktun borgarafund- arins var það verkefni nefndar- innar að undirbúa stofnun fyrir- tækis, til kaupa á togskipi. Það var hins vegar skoðun nefndar- manna, eftir að þeir fóru að vinna að þessu verkefni, að skynsam- legra væri að einbeita sér í byrjun að kaupum á aflaheimildum (kvóta). Rétt væri, við ríkjandi aðstæður, að stofna fyrirtæki sem keypti varanlegan kvóta og leigði hann út til annarra, en væri ekki sjálft með útgerð. Ástæðurnar eru einkum þær, að í fyrsta lagi þá þarf mun minna fjármagn til þess, en til kaupa á togara og því meiri líkur á að fyrirtækið yrði að veruleika. í öðru lagi er erfitt að finna togskip, sem er falt og með nógu mikinn kvóta til að geta rekið sig. A.m.k. eru líkur á að slíkur gripur fengist ekki nema á óheyrilegu verði. í þriðja lagi er það fyrst og fremst hráefni, sem okkur vantar hér í bænum, frem- ur en tækin til að ná í það. Útgerðarfélag sem ekki gerir út Útgerðarfélag, sem ekki stundar sjálft útgerð, er auðvitað svolítið skondin hugmynd. Ástæður þess að slíkt er mögulegt eru þær aðstæður, sem við búum við í dag, í sjávarútvegi landsmanna. Þ.e. of stór skipastóll með tilliti til þess sem taka má úr auðlind- um sjávar. Við þessar aðstæður er skynsamlegra að fjárfesta í fiski, fremur en tré og járni. Síð- ar kemur eflaust að því, þegar meira jafnvægi hefur skapast milli flotans og auðlindarinnar, að félagið verður sjálft að standa fyrir eigin útgerð. Rekstur félagsins En hvernig fer rekstur slíks félags fram? Hugmyndin er sú að félag- ið kaupi aflaheimildir, t.d. með því að kaupa gamla báta, sem ekki er lengur hagkvæmt að gera út. Bátunum verði lagt og þeir e.t.v. úreltir, en aflaheimildir þeirra nýttar af öðrum aðilum, sem eru í útgerð fyrir, en vantar meiri kvóta. Það er ætlun nefnd- arinnar að þeim afla, sem félagið kemur til með að ráða yfir verði landað hér á Húsavík. Þannig verður stofnun þessa félags til þess að styrkja þau fyrirtæki, sem hér eru fyrir í útgerð og fisk- vinnslu. I’rep fyrir þrep Eins og áður sagði, kemur eflaust að því að félag sem þetta þurfi sjálft að standa fyrir útgerð. Kvótakaup geta hins vegar verið fyrsta skrefið til að gera það mögulegt. Félag, sem á kvóta upp á 500 til 1000 tonn á allt aðra og betri möguleika til að festa kaup á skipi, en félag sem hefur ekki yfir neinum aflaheimildum að ráða. Við slíkar aðstæður er jafnvel hægt að fjárfesta í góðum skipum, sem hafa of lítinn kvóta sjálf til eigin reksturs, eða e.t.v. nýlegum, en kvótalausum skip- um erlendis frá. Með kvótakaup- um er fyrsta skrefið tekið að öðru stærra síðar meir - leiðarljósið er, að sígandi lukka sé best. Áhætta Annar góður kostur við það fyrir- tæki, sem hér er til umræðu, er að því fylgir mun minni áhætta en hefðbundinni útgerð. Við ríkj- andi aðstæður í dag er kvóti mjög seljanleg vara og það er ekkert, sení bendir til að svo muni ekki verða enn um sinn. Rekstrar- grundvöllur slíks fyrirtækis ætti því að vera nokkuð traustur. En jafnvel þótt reksturinn gengi ekki eftir sem skyldi, ætti að vera auð- velt að losna við eignir fyrirtækis- ins (kvótann) á góðu verði og gera upp við hluthafa, án þess að þeir bæru skaða af. Með því að félagið standi ekki sjálft í áhættu- samri útgerð, er áhættan minni en ella. Almenningshlutafélag og skattaafsláttur Á þeim borgarafundi, sem vitnað er til hér að framan, kom fram mikill vilji til þess að eignarhald á hinu nýja fyrirtæki verði sem dreifðast. Út frá þessu hefur undirbúningsnefndin starfað. Það er von okkar að helst eigi all- ar fjölskyldur og fyrirtæki í bæn- um hlut í félaginu. Þannig yrði um ranverulegt almenningshluta- félag að ræða. Minnsti hlutur sem hægt er að kaupa í félaginu er 10.000 kr. og flestir ættu að vera aflögufærir fyrir a.m.k. þeirri upphæð og helst gott betur. Hug- myndin er sú, að síðar verði gengið í öll hús í bænum og hlutafé safnað. í þeim bæklingi sem dreift verður, er einnig að finna miða til að skrifa sig fyrir hlutafé, sem skila má til stjórnar hins nýja fyrirtækis, eða á skrif- stofu Húsavíkurbæjar. Rétt er að minna á það skattahagræði sem fylgir hlutabréfakaupum og hefur gert þau að vænlegum fjárfesting- arvalkosti. Heimilt er að draga kaupverð hlutabréfa frá skatt- skyldum tekjum og fæst þá út skattaafsláttur, sem staðgreiðslu- hlutfallinu nemur, þ.e. 39,79% af kaupverði hlutabréfanna. Arður af hlutabréfum er einnig skatt- frjáls að vissu marki og hlutafjár- eign upp að vissum mörkum er undanþegin eignarskatti. „Arðurinn“ Hlutafélag það sem hér er til umræðu, á að geta skilað þokka- legum arði. Til þess eru allar forsendur. Kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu á því, ef rétt er á mál- um haldið, að vera vænlegur fjárfestingarvalkostur. En arður af slíkri starfsemi verður ekki einungis metinn af arðgreiðslum fyrirtækisins sjálfs. Aukinni grósku í atvinnulífi fylgir aukin gróska á öðrum sviðum, fleiri störf, og aukið atvinnuöryggi, betra verði á eignum og svo mætti lengi telja. Þetta er arður, sem allir bæjarbúar njóta og hafa raunar mikla þörf fyrir, eftir þá lægð, sem verið hefur í atvinnu- málum á undanförnum árum. Allir með! Að Iokum er það ítrekað að fólk kynni sér rækilega efni bæklings- ins „Þú átt leikinn!“. Nú hafa all- ir bæ-jarbúar tækifæri til að taka þátt í atvinnuuppbyggingu á staðnum. Stofnfundurinn verður haldinn á Hótel Húsavík fimmtu- daginn 26. júlí kl. 20.30. Húsavík á það skilið að þú leggir þitt að mörkum. ÞÚ ÁTT LEIKINN! F.h. undirbúningsnefndar, Kári Arnór Kárason.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.