Dagur


Dagur - 26.07.1990, Qupperneq 1

Dagur - 26.07.1990, Qupperneq 1
Afiirðaverð loðskinna nægir aðeins til að greiða fóðurkostnaðinn - óvissa meðal loðdýrabænda „Saklaus“ eins og fuglinn fljúgandi. MynæK1 RHdsstjónun segir upp sanunngí við BHMR Loðdýrabændur í Eyjafirði og Fnjóskadal hafa gert samning við Fóðurstöð Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík um kaup á loðdýrafóðri til 20. desember nk. Fóðurbifreið sem Fóður- stöðin á Dalvík átti en er nú eign Kaupfélags Eyfirðinga hefur verið leigð til Húsavíkur til flutninganna. Fóður er einnig framleitt í Burstabrekku í Ólafsfirði, en í miklu minna mæli. Mikil óvissa ríkir nú meðal Ioðdýrabænda um hvað taki við á haustmánuðum, bæði með fóður- öflun og áframhaldandi búskap, en pelsun (slátrun) byrjar vænt- anlega í nóvembermánuði bæði á refum og minkum. Það ræðst lík- lega ekki fyrr en þá hverjir hygg- ist halda áfram í haust, eða hversu dreifðir þeir verða en horfur geta ekki talist mjög bjart- ar í þessari búgrein, enda hafa nokkrir loðdýrabændur nú þegar 1 hyggju að afleggja búskap. A loðskinnauppboði í Kaup- mannahöfn í maí nægði meðal- verð bæði á refa og minkaskinn- um aðeins til að greiða fóður- kostnaðinn, en þá er að sjálf- Stjórn Krossanesverksmiðj- unnar hefur undanfarið kann- að möguleika á samvinnu milli Krossaness og ístess hf. Búist er við að viðræðum um málið Ijúki í bili fyrir helgina, en að sögn gefur samvinna fyrirtækj- anna möguleika á umtalsverð- um sparnaði í útgjöldum varð- andi yfirstjórn, launaútreikn- ing, bókhald og fleiri slíka þætti. Mörgum þykir þetta vænlegur kostur, en ekki er unnt að Ieggja tillögu um breytingar fyrir stjórn ístess fyrr en eftir nokkrar vikur. „Stjórn Krossanesverksmiðj- unnar hefur rætt við forsvars- menn ístess hf. undanfarið um skynsamlegar leiðir til að reka starfsemina með verulegum sam- runa í rekstri, sérstaklega hvað yfirstjórn snertir, eða með sam- steypu þessara fyrirtækja, sem ég held þó að lengra sé í land með. Dæmið snýst ekki síst um hvernig unnt er að spara í mannahaldi varðandi yfirstjórnina," sagði Sigurður J. Sigurðsson, formaður Bæjarráðs Akureyrar í gær. Akureyrarbær er stór hluthafi í ístess, og á meira en þriðjung hlutafjárins í fyrirtækinu. Akur- sögðu eftir að greiða laun, rekstr- arkostnað, afskriftir, fjárfesting- ar o.fl. Lokið er aðaluppboðs- tíma á loðskinnum á þessu ári, og því engar líkur á hækkandi skinnaverði það sem eftir lifir ársins. Jón Sveinn Þórólfsson hjá Fóð- urstöð Kaupfélags Þingeyinga segir framleiðsluna vera um 40 tonn á viku, og er henni ekið til bænda fjóra daga í viku eins og er, en eykst þegar líður fram á haustið og gæti orðið um 13 tonn á dag þegar mest verður, en há- marksframleiðsla næst um miðj- an septembermánuð. Samningar um flutninga renna út 20. desember nk., en það þyk- ir ekki fýsilegur kostur að aka fóðri frá Húsavík til Eyjafjarðar yfir vetrarmánuðina og lítið þarf að bera út af vegna færðar til þess að í óefni sé komið. Á Eyjafjarðarsvæðinu eru 4.300 minkalæður og 1.350 refá- læður, en fyrir voru á dreifingar- svæði stöðvarinnar á Húsavík bú í Aðaldal, Reykjadal, Kinn og Bárðardal og eitt í Kelduhverfi. Allar líkur eru á að loðdýrum á þessum svæðum fækki enn. GG eyrarbær á nánast allt hlutafé í Krossanesi hf. „Ég vonast til að þetta gangi, því það er skynsamlegt fyrir báða aðila. ístess-menn tóku jákvætt í þetta, og ég sé ekki annað en að unnt sé að finna leiðir til að lækka kostnað við rekstur Krossanes- verksmiðjunnar með þessu móti,“ segir Sigurður. Mjólkursamlögin á Norður- landi hafa frá því í vor átt með sér samstarf um að senda allar umframbirgðir af undanrennu til mjólkursamlagsins á Blöndu- ósi. Þar er undanrennan þurrkuð og búið til úr henni undanrennuduft, sem er aðal- Iega notað til matvælafram- leiðslu hér á landi, s.s. sælgæt- Ríkisstjórnin hefur ákveðið að segja upp kjarasamningi ríkis- ins og BHMR í kjölfar dóms- úrskurðar Félagsdóms, en eins I vetur var gerður samningur við starfsmenn Krossaness um að þeir yrðu ráðnir út óktóbermán- uð a.m.k. Dagur fregnaði úr Krossanesi að starfsmenn hefðu ekki heyrt annað en að þeir yrðu allir endurráðnir áður en ráðn- ingartíminn rennur út, og að lík- lega yrði gengið frá málum í næsta mánuði. EHB isframleiðslu, í kjötiðnað og kexiðnað. í sumar verða 700-800 þúsund lítrar af undanrennu fluttir frá Þingeyjarsýslum, Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum til Blönduóss í undanrennuduft- ið. Að sögn Páls Svavarssonar, og kunnugt er var úrskurður dómsins á þá leið að BHMR félagar ættu rétt á 4,5 prósenta launahækkun samkvæmt kjara- samningi við ríkið. Ríkisstjórnin sendi fjölmiðlum eftirfarandi bókun í gær: „Ríkis- stjórnin er sammála um að nauð- synlegt~er að tryggja þau efna- hagslegu markmið sem ríkis- stjórnin, aðilar hins almenna vinnumarkaðar og BSRB hafa sett. Ljóst er að framkvæmd á kjara- samningi BHMR á grundvelli niðurstöðu Félagsdóms mun að óbreyttu raska hinni almennu launastefnu og leiða til mikillar verðbólgu. Ríkisstjórnin hefur því ákveð- ið að segja upp samningi ríkisins og BHMR. Jafnframt lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun tryggja, að höfðu samráði við samtök launa- fólks, atvinnurekendur og bændur, að sú launa- og efna- mjólkursamlagsstjóra á Blöndu- ósi, hefur samstarf af þessu tagi átt sér stað áður, eða sumarið 1988. Þá var öll umfram undan- renna send til Blönduóss og þótti takast vel. „Útflutningur á osti hefur minnkað, orðinn nánast enginn, þannig að það þarf að nýta afurðirnar til hins ýtrasta,“ sagði Páll. -bjb hagsstefna, sem hinir almennu kjarasamningar byggja á, nái fram að ganga.“ Steingrímur Hermansson, for- sætisráðherra, lýsti því yfir í gær að ekki væri útilokað að gripið yrði til setningar bráðabirgða- laga, til að hindra keðjuverkandi víxlhækkanir launa og verðlags í landinu. Ríkisstjórnin mun þó fyrst leita allra leiða til samkomu- lags við aðila vinnumarkaðarins, áður en til lagasetningar verður gripið. EHB Kona frá Ólafsfirði: Fæddi bam í Múlanum Helena Jónsdóttir frá Ólafs- firöi ól stúlkubarn í Ólafs- fjaröarmúlanum aðfaranótt sl. þriðjudags. Helena var í sjúkrabíl á leiðinni til Akur- eyrar ásamt Ijósmóður og eiginmanni sínum, Vil- hjálmi Sigurðssyni, sem aðstoðuðu við fæðinguna. í samtali við Dag sagði Hel- ena að fæðingin hafi gengið fljótt og vel fyrir sig. Stúlkan vó 12 merkur og mældist 48 cm á lengd. Móður og barni heilsast vel eftir þessar óvenjulegu aðstæður í Múlan- um. Sjúkrabíllinn var kominn á móts við gangamunnann Dal- víkurmegin þegar hann þurfti að stöðva á meðan tekið var á móti stúlkunni. Dagur óskar þeim hjónum til hamingju með stúlkuna, sem er þeirra þriðja barn. -bjb Samvinna milli Krossaness og ístess í deiglunm - tilgangurinn m.a. hagræðing og sparnaður í yfirstjórn Krossaness Mjólkursamlög á Norðurlandi í samstarfi: Senda þúsundir lítra af undanrennu til Blönduóss - vegna framleiðslu á undanrennudufti

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.