Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 26.07.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 26. júlí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Rfldsstjómin vill veija þjóðarsáttina Til mikilla tíðinda hefur dregið í kjölfar dómsuppkvaðningar Félagsdóms í prófmáli Félags náttúrufræðinga gegn fjár- málaráðuneytinu. Dómurinn féll BHMR í vil, eins og alþjóð er kunnugt. Vegna dómsins stendur ríkisstjórnin frammi fyrir þeim vanda að víxlhækkanir kauplags og verðlags eru fyrirsjáanlegar, með tilheyrandi verð- bólgu og kjararýrnun. Eftir langt tímabil stöðugleika og batnandi afkomu stefnir í mikið óefni, verði ekkert að gert. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur ákveðið að bregðast við verðbólgu- hættunni með því að segja upp kjarasamn- ingum við BHMR og grípa síðan hugsanlega til lagasetningar til bráðabirgða, til að fyrir- byggja keðjuverkandi kauptaxtahækkanir. Sjónarmið ríkisstjórnarinnar er skýrt. Það er að bjarga þjóðarsáttinni, því aðeins þann- ig er unnt að tryggja batnandi lífskjör í land- inu. í verðbólgu upp á tugi prósenta er slíkt útilokað, þvert á móti sjá menn fyrir sér afar alvarlegar afleiðingar fyrir allan þorra fólks. íslendingar þekkja það því miður alltof vel af eigin raun hver áhrif verðbólgan hefur á verðtryggð lán sem hafa t.d. verið tekin til húsnæðiskaupa. Lánskjaravísitala æðir upp á sama tíma og kaupmáttur þverr eða stend- ur í stað. Afleiðingarnar verða ekkert annað en fjöldagjaldþrot heimilanna. Ekki er hægt að ætla neinum hugsandi manni að óska eft- ir slíku ástandi. Þjóðin veit líka af biturri reynslu að lítið samhengi er milli kauphækkunar í krónutölu og aukningar kaupmáttar. Hversu oft hafa gengisfellingar ekki skollið yfir skömmu eftir undirritun kjarasamninga? Dómur Félags- dóms í máli náttúrufræðinga stendur auðvit- að óhaggaður. Því er ekki haldið fram hér að BHMR-félagar séu ofsælir af nokkurra pró- senta kauphækkun, frekar en aðrir launþeg- ar. Hitt er aftur á móti spurningin, hver kjarabótin verði 1 raun þegar upp er staðið. Hver græðir á vaxandi verðbólgu og víxl- hækkunum kauplags og verðlags? Svarið er einfalt: Það gera a.m.k. ekki láglauna- heimilin eða fjölskyldufólk sem skuldar vegna húsnæðiskaupa. Kjaraskerðing hjá stórum hópum launþega verður ekki um- flúin í þannig efnahagsástandi. EHB Þorleifur Þór Jónsson, ferðamálafulltrúi: Flugstöðin á Akureyri - Bréf til samgönguráðherra Með tilkomu beins leiguflugs frá Sviss til Akureyrar hafa ýmis atriði varðandi flugstöð- ina á Akureyri komið í Ijós sem Ijóst er að bæta verður úr. Það er væntanlega vilji og ósk flestra að viðbygging og gagngerar endurbætur verði gerðar á núverandi flugstöð þannig að hún standi undir nafni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullkomin flughöfn bæði fyrir innanlands- og milli- landaflug. Ljóst er hins vegar að ekki verður ráðist í þær framkvæmdir í bráð. Hér á eft- ir verður leitast við að benda á nokkur atriði sem brýn nauð- syn er á að lagfæra og hægt er að gera með Iágmarks tilkostn- aði. Megin forsenda allra úrbóta er meira rými innan núverandi byggingar. Sá þáttur í núverandi starfsemi sem einfaldast er að skilja frá, er vöruafgreiðsla Flug- leiða hf. Afgreiðslan starfar sem sjálfstæð eining og er því auðvelt að flytja hana í sér byggingu sem staðið getur á flugvallarsvæðinu, jafnvel við hlið núverandi bygg- ingar. Hús undir vöruafgreiðslu þarf ekki að vera dýr bygging. Einföld einingarhús duga í flest- um tilfellum fyrir vöruskemmur af þessu tagi. Þegar að það rými sem vöruaf- greiðslan tekur er laust þá er hægt að gera það sem mestu máli skiptir, bæði frá öryggislegu sjón- armiði og þjónustulegu þ.e. að aðskilja brottfarar- og komufar- þega. Þá myndi skapast pláss fyr- ir fríhafnarverslun, en slík versl- un er mjög mikilvæg fyrir frekari útvíkkun á millilandaflugi. Það mikilvægi felst ekki síst í að íslenskir flugfarþegar hafa mjög sterka tilhneigingu til að velja þann flugvöll sem getur boðið upp á sölu á tollfrjálsum varningi og því myndi flugvöll sem getur boðið upp á sölu á tollfrjálsum varningi og því myndi fríhöfn á Akureyri bæta samkeppnisstöðu Akureyrar gagnvart Keflavík verulega, en talsverð brögð hafa verið af því að farþegar hafi gert lykkju á leið sína til að komast í fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli. Hægt er að fara rólega af stað og nýta t.d. starfsmenn ÁTVR á Akureyri við afgreiðslustörf og verslunin yrði þá einungis opin í tengslum við flugvélakomur og brottfarir. Minna má á að fjár- málaráðherra hefur lýst yfir þeirri skoðun að ekki þurfi neitt að standa í vegi fyrir opnun frí- hafnar af ráðuneytisins hálfu. Með því að komu- og brottfar- arfarþegar eru aðskildir þá verð- ur hægt að framkvæma vopnaleit og annað öryggiseftirlit í sam- ræmi við alþjóðareglur. Það myndi strax liðka mikið fyrir flugi milli Akureyrar og Keflavíkur, því þá gætu farþegar frá Akur- eyri farið beint inn á svokallað „Transit" svæði á Keflavíkurflug- velli. Það myndi fækka verulega þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir að slíkt flug sé framkvæm- anlegt. Með auknu leiguflug frá Evr- ópu til Akureyrar er ljóst að ann- að leiguflug milli landa eykst t.d. er líklegt að ferðuni til Græn- lands fjölgi. Þá er enn brýnna að flugstöðin sé á einhvern hátt aðlöguð þessu nýja hlutverki. Grunnforsenda þessara fram- kvæmda er það aukna húsrými sem fæst með því að vöruaf- greiðsla Flugleiða hf. verði færð í annað hús. Þegar liggja fyrir teikningar af breytingum sem þörf er að gera til að hægt sé að uppfylla öryggiskröfur og bæta samkeppnisstöðu Akureyrar sem millilandaflugvallar. Ástand íjallvega Kortið hér að ofan er gefið út í samvinnu Vegagerðar ríkisins og Náttúruverndarráðs, og er hið síðasta sem gefið er út í sumar. Syðra svæðið er Hrafntinnusker, en þar er snjór og bleyta og því ófært en þar ætti að opnast um mánaðamótin júlí/ágúst. Nyrðra svæðið er við Jökulsá eystri upp af Skagafjarðardölum þar sem brúin gafst upp í vetur, en áin er ekki talin bílfær í sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.