Dagur - 10.08.1990, Side 3
Föstudagur 10. ágúst 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Fararstjórarnir fjórir. Frá vinstri: Ted Hendle, Nicola Robinson, Paul Lawrance og Phil Walters. Mynd: et
Háskólinn á Akureyri:
Þrjár nýjar lektors-
stöður auglýstar
Háskólinn á Akureyri hefur
auglýst lausar til umsóknar
þrjár lektorsstöður við skólann
fyrir haustið. Um er að ræða
nýjar stöður.
Stöðurnar sem eru lausar eru
lektor í hjúkrunarfræði við heil-
brigðisdeild, lektor í lífefna- og
örverufræði við sjávarútvegsdeild
og lektor í iðnrekstrarfræði við
rekstrardeild. Þessar stöður hafa
verið auglýstar áður en ekki verið
ráðið í þær.
Háskólinn auglýsir einnig
stöðu tölvunarfræðings eða kerf-
isfræðings lausa til umsóknar. Á
sínum tíma fékk skólinn að ráða
tölvunarfræðing í hlutastarf, sem
einnig gegndi kennslu, en nú hef-
ur þeirri stöðu verið breytt í heila
stöðu. Tölvunar- eða kerfisfræð-
ingur mun hafa það með höndum
að koma upp tölvukerfi við skól-
ann og einnig tölvukerfi sjávarút-
vegsdeildar við Glerárgötu. -bjb
Héraðshælið á Blönduósi:
„Þokkalegt ástand“
- nýtt nafn um áramótin
Á Homstrandir með 36 breska unglinga
Þau sátu við Jökulsá á Fjöllum
og drukku kaffið sitt. Aftan í
bílnum var þessi fína kerra
með tólf kajökum. Ekki alveg
fráleitt að ætla sem svo að hér
væru á ferð erlendir ævintýra-
menn sem væru að fá sér síð-
asta kaffisopann fyrir siglingu
niður fljótið.
Útlendingar voru þetta og
ævintýrafólk ef til vill líka. En í
Jökulsá ætluðu þau ekki að
leggja og þótti raunar mikið til
um þær fréttir að niður þetta fljót
hefðu menn siglt á kajökum.
„Við ætlum að láta okkur nægja
að sigla svolítið við strendur
landsins,“ sögðu þau.
Hér voru á ferð fjórir breskir
kennarar, nýkomnir til landsins
með Norrænu. Kennararnir eyða
sumarfríi sínu í þágu verkefnis
sem ber heitið „Sandwell youth
expedition 1990.“ Um er að ræða
tveggja vikna dvöl 36 breskra
ungmenna á aldrinum 15-20 ára,
á Hornströndum. Hópinn áttu
fararstjórarnir einmitt að hitta á
Bolungarvík og þaðan var ferð-
inni heitið á Strandirnar, á hjól-
um og fótgangandi.
Leiðangrar á borð við þennan
hafa verið farnir á vegum Sand-
well-hópsins í áratugi en þetta er
sá stærsti. Þátttakendur hafa verið
valdir úr stórum hópi umsækj-
enda og áður en lagt var upp í
íslandsferðina höfðu þau farið í
2-3 styttri útilegur til undirbún-
ings.
Að leiðangrinum loknum munu
fararstjórarnir skrifa nákvæmar
skýrslur sem síðan eiga að nýtast
öðrum sams konar leiðöngrum
sem farnir verða. ET
Þjóðarflokkurinn:
Býður fram í öllum kjördæmum
við næstu alþingiskosmngar
í gær boðaði Þjóðarflokkurinn
til blaðaniannafundar á Akur-
eyri, þar sem kunngert var
framboð flokksins í öllum
kjördæmum til alþingiskosn-
inganna á næsta ári. Undir-
búningur framboðsins hefst af
fullum krafti nú á haustdögum.
Ákvörðun um framboð var
tekin á kjördæmisþingi Norður-
lands eystra sem haldið var á
Húsavík fyrir skömmu, þar sem
stjórn flokksins var einnig
samankomin. Framboðsmálin
eru lengst komin í Norðurlands-
kjördæmi eystra, m.a. verður
opnuð kosningaskrifstofa á
Akureyri í næsta mánuði, en
önnur kjördæmi fara væntanlega
af stað fljótlega og gengið verður
frá framboðslistum eins fljótt og
hægt er.
Öðru hvoru hafa heyrst raddir
þess efnis að ýmsir smærri
flokkar, s.s. Þjóðarflokkurinn,
Borgaraflokkurinn og Samtök
jafnréttis og félagshyggju, ætluðu
að standa að sameiginlegu fram-
boði í kosningunum. Að sögn
Árna Steinars Jóhannssonar, eins
af talsmönnum Þjóðarflokksins,
verður Þjóðarflokkurinn ekki í
samstarfi við neina aðra aðila í
komandi kosningum. Öllum sem
aðhyllast stefnu flokksins sé hins
vegar frjálst að starfa með hon-
um en grundvöllur til samstarfs
við aðra flokka sé ákaflega rýr.
Þjóðarflokkurinn bauð fram í
nokkrum kjördæmum við síðustu
alþingiskosningar en náði ekki
manni inn, þrátt fyrir talsvert
fylgi. Árni Steinar segir að hefði
flokkurinn boðið fram í öllum
kjördæmum þá, þá hefði hann
náð inn manni, jafnvel tveimur
en kosningalögin séu þannig að
það hefði ekki tekist. Að sögn
Árna Steinars hafði framboðið
samt sem áður mikil áhrif, þar
sem aðrir flokkar hefðu lagt mun
meiri áherslu á byggðamálin en
áður en þau voru og eru grunnur-
inn að stefnuskrá Þjóðarflokks-
ins.
Álagður tekjuskattur fyrir-
tækja nemur 3,800 m.kr. á öllu
landinu á þessu ári, en var var
3,700 m.kr. á árinu 1989 sem
er aðeins 3% hækkun. Ef tekið
er tillit til launa- og verðlags-
þróunar hefur tekjuskatts-
álagning fyrirtækja þannig
lækkað um 10 - 15% að raun-
gildi frá fyrra ári.
Þessar áætlanir ber þó að taka
með miklum fyrirvara, því um
45% af heildarálagningu tekju-
skattsins á þessu ári eru áætlanir,
en var um 40% 1989. Án áætlana
lækkar álagning tekjuskattsins
um fimmtung að raungildi frá
árinu 1989, og í ljósi þess má gera
ráð fyrir að endanleg álagning
verði nokkru lægri en þessar töl-
ur gefa til kynna.
Álagning eingarskatts og eign-
arskattsauka á fyrirtæki nemur
um 1.205 m.kr. á þessu ári, sem
er um 16% hækkun milli ára.
Skattur á skrifstofu- og verslun-
arhúsnæði hækkar hins vegar
nokkuð minna, eða rúmlega
Eins og kunnugt er, bauð
Þjóðarflokkurinn fram til bæjar-
stjórnarkosninganna á Akureyri
sl. vor, án þess að ná inn manni.
Frá þeim vettvangi er það að
frétta, að stofnað verður bæjar-
málafélag í september sem veita
á bæjarstjórn aðhald á ýmsan
hátt, m.a. með blaðaútgáfu. -vs
10%. Því veldur lítil hækkun
fasteignaverðs vegna aukins
framboðs á slíku húsnæði.
Þau fyrirtæki sem greiða hæst-
an tekjuskatt á Norðurlandi
eystra eru: Útgerðarfélag Norð-
ur-Þingeyinga á Þórshöfn með
62,5 m.kr.; Álafoss h.f. á Akur-
eyri með 50 m.kr.; Manville h.f.
á Húsavík með 37,7 m.kr.; Hreifi
h.f. Húsavík með 25 m.kr. og
Ellefu gosdósir eða -flöskur á
mann. Þetta var „uppskeran“
á mótssvæðinu í Húnaveri um
verslunarmannahelgina en þar
sá blakfólk úr KA um að halda
svæðinu hreinu.
í umræðum um Húnavershá-
tíðina hefur þess víða verið getið
að svæðið hat'i verið snyrtilegt
alla helgina og ólíkt hafi verið um
að litast frá því um verslunar-
„Þó að við séum undirmann-
aðir með hjúkrunarfræðinga,
þá er ástandið þokkalegt mið-
að við undanfarin ár. Það hef-
ur gengið heldur betur að
manna sumarafleysingar núna
en í fyrra og útlitið er bjartara
með veturinn en áður,“ segir
Bolli Ólafsson framkvæmda-
stjóri Héraðshælisins á
Blönduósi.
Frá og með næstu áramótum
hefur verið ákveðið að breyta
nafni Héraðshælisins í Héraðs-
sjúkrahúsið á Blönduósi og var
það eitt af verkum síðustu
sjúkrahússtjórnar.
Bolli segir að von sé á því að
einn til tveir hjúkrunarfræðingar
frá Svíþjóð komi til starfa á
sjúkrahúsinu eftir áramót, en
hingað til liafa hjúkrunarfræðing-
arnir verið innlendir. Tveir
sjúkraþjálfar frá Hollandi eru nú
á förum til síns heima og vonast
er til að aðrir landar þeirra komi
í staðinn. Það er þó ekki líklegt
þar sem framboð á sjúkraþjálfum
í Hollandi fer óðum minnkandi
að sögn Bolla.
í sumar var tekinn í notkun
lampi fyrir soriasissjúklinga sem
ýmis félagasamtök í sýslunni gáfu
sjúkrahúsinu og verður hann
formlega afhentur á næstunni.
Vinnu við nýbyggingu sjúkra-
hússins hefur verið haldið áfram í
sumar og að sögn Bolla er nú ver-
Sparisjóður Ólafsfjarðar með 7
m.kr.
Hæstan eignarskatt greiða:
Kaupfélag Eyfirðinga, 11.8
m.kr.; Kaupfélag Þingeyinga 2,1
m.kr.; Súlur h.f. Akureyri 1,9
m.kr.; Útgerðarfélag Akureyr-
inga h.f. 1,9 m.kr. og Kaffi-
brennsla Akureyrar h.f. 1,3
m.kr. GG
mannahelgina fyrir ári síðan þeg-
ar allt „flaut“ í rusli.
Blakdeild KA gerði samning
við framkvæmdaaðila hátíðarinn-
ar, Stuðmenn, um að deildin sæi
um alla ruslhreinsun á svæðinu
um helgina. Deildin fær í sinn
hlut skilagjald af alls um 34 þús-
und dósum og flöskum, sem skil-
ar þeim um 170 þúsund krónunr í
kassann. Til viðbótar kernur svo
fast umsamið gjald fyrir tínslu
ið koma fyrir eldvarnaviðvör-
unarbúnaði sem beðið hafði ver-
ið eftir fjárveitingu til lengi. Von-
ir standa til að hægt verði að taka
neðstu hæð nýbyggingarinnar í
notkun að ári liðnu. SBG
Hofsós:
„Öllum líður
vel í blíðunni“
- segir Jón sveitarstjóri
„Hér er hið rólegasta mannlíf
og allt gengur sinn vanagang í
blíðunni,“ segir Jón Guð-
mundsson, sveitarstjóri í Hofs-
hreppi, um lífið á Hofsósi
þessa dagana. Að hans sögn er
eina atvinnuleysið hjá þeim
konum sem starfa á sauma-
stofu staðarins, en hún er ekki
starfrækt eins og er vegna
verkefnaskorts.
Nú standa einnig yfir endur-
bætur á kirkjunni á Hofsósi, en
hún hefur aldrei verið múruð að
utan frá því hún var byggð. Bætt
verður úr því auk þess sem hún
fær í alla staði andlitlyftingu bæði
að innan sem utan.
Hjá frystihúsinu gengur vel
meðan nóg hráefni fæst að sögn
framkvæmdastjóra þess og er þar
unnið af krafti um þcssar mundir.
Jón Guðmundsson tók við af
Birni Níelssyni fyrir um mánuði
síðan og segir að sér líki þetta
ágætlega. Ekki var þó um stóla-
skipti að ræða að sögn Jóns, því
að hann kom nreð sinn eigin stól
með sér sökum þess hve hinn var
hrekkjóttur og gat aldrei ákveðið
hvort hann ætti að vera í efstu
eða neðstu stöðu.
Saumastofan er sú eina á land-
inu sem hefur saumað íslenska
fánann um árabil auk annars
saumaskapar. Nú er ástandið
samt orðið þannig, að sögn fólks,
að ódýrari fánar eru fluttir inn og
er það m.a. ástæðan fyrir því að
saumastofan á Hofsósi er stopp
núna. SBG
annars rusls á svæðinu og nernur
sú upphæð öðru eins.
Að sögn Gunnars Garðarsson-
ar gjaldkera blakdeildar KA,
sem sá um skipulag ruslhirðing-
arinnar, voru það alls um 35
manns sem við hana störfuðu.
Tínt var frá klukkan sex á morgn-
ana til klukkan tvö um nóttina.
Tíu manns voru á vakt á hverjum
tíma og var á tveggja tíma fresti
farið um allt svæðið. ET
Tekjuskattur fyrirtækja 10-15%
lægri miiii ára að raungildi
Blakmenn í rusli í Húnaveri:
Ellefu „goseiningar“ á hvem gest