Dagur - 10.08.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 10.08.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 10. ágúst 1990 ri spurning vikunnar i Ef þú þyrftir að flytja búferlum frá Akureyri, hvar mundir þú vilja búa? Unnur Sigursveinsdóttir: [ Reykjavík, því það er næsta stig fyrir ofan, bæði atvinnulega og menningarlega. Karl Haraldsson: Ætli það sé ekki Kópavogur, nei annars ég mundi flytja rétt út fyrir bæinn og búa í Glæsibæj- arhreppi. Það væri alveg ágætt. Helgi Ásgrímsson, býr á Dalvík: Ég mundi vilja búa á Bolungar- vík, ég hef komið þangað og finnst það mjög fallegur staður. Sigurður Brynjólfsson: í Reykjavík, fyrst og fremst vegna þess að þar er meiri atvinnu að hafa. Sigrún Valtýsdóttir: Ja, ég er eiginlega ekki viss um það, líklega einhvers staðar er- lendis og þá væntanlega í Evr- ópu. Vinur minn Búbbi. Sérhver hundtir er spegill húsbóndans og hehnllisins Stöðugt fjölgar hundum á íslandi og þá sérstaklega í bæjum og þéttbýlisstöðum. Að fólk skuli kjósa að halda hund er ekkert undrunarefni, því sé hundurinn vel vaninn og hans vel gætt, þá er vart nokkuð skemmtilegra, því hundurinn er besti vinur manns- ins og endurgeldur með ýmsu móti allt það sem honum er gert gott. Lengst af var ræktun hunda lítið sinnt hér í landi, en nú á seinni árum hefur færst í vöxt að hin ýmsu hundakyn séu ræktuð með natni og nákvæmni. Allar menningarþjóðir hafa kunnað að meta sálfræðileg gildi hundsins og lagt rækt við uppeldi hans og tamningu, því að sálarlíf hunds- ins er á þann veg háttað að tamn- ingin veitir honum öryggi og vel- líðan og eykur að sama skapi ánægju mannsins af sambúðinni. Sérhver sem ætlar að eignast hund ætti að hugleiða frumskil- yrði þau sem verða að vera fyrir hendi, ef viðkomandi ætlar sér að Árvökul er Spíra. írskur seti: Fjölskyldu- og veiðihundur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.