Dagur - 10.08.1990, Page 7

Dagur - 10.08.1990, Page 7
Föstudagur 10. ágúst 1990 - DAGUR - 7 eignast hund. Að vera hundeig- andi krefst mikillar ábyrgðar og til að byrja með mikillar þolin- mæði. Mjög oft verðum við vör hunda sem eru illa siðaðir og stundum hættulegra hunda, en við skulum hafa það hugfast að oftast eru þessir gallar húsbónd- anum að kenna en ekki hundin- um. Hundurinn er spegill eigand- ans. Margir eru andsnúnir því að halda hund í bæjum og borgum og háværar raddir heyrast á stundum í blöðum gegn hunda- haldi borgarbúa sem oft eiga við rök að styðjast. Mitt álit er engu að síður, að hundar eiga fullan rétt á sér í þéttbýlisstöðunum svo lengi sem farið er að settum regl- um um hundahald. Það er út- breiddur misskilningur að hund- unum leiðist í bæjunum. Hundin- um leiðist hvergi þar sem hann fær umönnun og rétt atlæti, hundurinn er vinur mannsins og maðurinn ætti að vera vinur hans og láta alla fordóma lönd og leið og dæma ekki að óathuguðu máli. Vissulega eru til mörg hunda- kyn á íslandi, en því miður hefur gengið illa að hreinrækta þau. Þetta stafar m.a. af alltof ströng- um og stirfnum reglum um inn- flutning á hundum, sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að hreinrækta og endurreisa stofn- ana. Brýnt hagsmunamál hér á landi er því að úr þessu verði bætt, komið verði á fót klúbbum og hreinræktun og leyfi verði veitt fyrir innflutningi á kynbóta- hundum. Nokkur vissa er fengin fyrir því að svo verði nú þegar einangrunaraðstaða fyrir hunda verður tekin í notkun í Hrísey. Þegar þessi aðstaða kemst í gagn- ið ættu íslenskir áhugamenn og vinir hundsins að taka sig saman um að standa rétt að málum og nýta sér rétt samtök, Hundarækt- arfélag íslands, því margt þarf að varast og vanda þarf val sérhvers hunds til kynbóta. Eitt rangt skref í ræktunarmálum getur valdið miklum skaða, sem seint fæst bætt. Eitt er það hundakyn sem mér hefur lengi verið hugleikið og sem ég þekkti ekki lengst af, en það er Séferinn. Séferinn er sér- stakur hundur um margt, en að mínu mati jafnast enginn hundur á við hann og nú hef ég mikinn og góðan samanburð, því að í 45 ár hef ég verið hundeigandi og man ekki eftir mér hundlausum. Margur segir: Séferinn er grimm- ur varðhundur, sem hvergi á rétt nema til sérstakra verkefna og Hér að framan höfum við rætt um Séferinn með öllum þeim kostum sem hann prýða. Val á hundi fer eftir smekk hvers og eins og þá er farið eftir þeim eig- inleikum sem hvert hundakyn er gætt. Tíska ræður í þessum efn- um sem og í svo mörgu. írski seti er mjög vinsæll hér á landi og þessi tegund hefur verið í tísku nú síðari ár, en því miður gætir töluverðrar úrkynjunar í íslenska stofninum þó svo að hægt sé að ná mjög góðum einstaklingum. Besti eiginleiki þessa kyns er blíðlyndi og þeir eru sérlega fal- legir. írski seti er góður tjölskyldu- hundur og afbragðs veiðihundur, enda er margur eigandinn forfall- inn byssumaður og nýtir sér þessa sérstæðu eiginleika. Ókostirnir við kynið eru þeir helstir að það getur helst aldrei verið kyrrt og þarfnast því mikillar hreyfingar. Ef írski seti er mikið innilokaður þá verður hann taugaóstyrkur og vesæll. Mjög athyglivert er að írskir setar stofna oft til vináttu við hesta og þetta hef ég reynt á mínum hestamannsferli. Uppruni og saga þessa kyns er mjög sérstök. Upphaflegt stofn- kyn hans er írski Vatnaspanjóli, en hann var fenginn fram á 19. öld með flókinni víxlræktun. Eitt Farin verður dagsferð í Mývatnssveit þriðjudaginn 14. ágúst kl. 10. Ferð ásamt kaffihlaðborði kr. 1.500. Tekið á móti pöntunum í síma 23595 á milli kl. 2-4 á föstudaginn 10. þ.m. Ferðanefndin. Búbbi, ársgamall Séfer. hann ætti hvergi að vera nema í búrum eða girðingum. Þetta er ekki rétt og eru fordómar, því Séferinn er hinn besti hundur og á hinn fyllsta rétt hvar sem er. Þeir eiginleikar sem eru hvað ríkastir í fari hans eru. Þeir eru frábærlega skynsamir, hægt er að treysta þeim og þeir eru frábærir þjónustuhundar og húsbónda- hollir, en þess ber að gæta að þeir eru ekkert leikfang og þurfa að hafa verk að vinna með tilgangi. Séferinn er nú talinn útbreidd- asti og vinsælasti hundur heims. Aðalsmerki hundsins eru gáfurn- ar, en af því leiðir að hægt 'er að kenna honum svo til hvað sem er. Vinnugleðin er einstök og því þarf hann helst alltaf að fá eitt- hvert verkefni við að glíma og jafnframt þarf að gera honum ljóst, að verkið hefur tilgang. Dæmi um slík verkefni eru leit að týndum mönnum eða vísa blind- um til vegar. Ef Séferinn hinsveg- ar fær ekki verkefni við sitt hæfi, ef menn ætla að gera hann að gæludýri liggjandi á mottu, fer honum að leiðast og þá getur hann orðið firtinn og fúll. Já, Séf- erinn er hundur athafna og því skyldi eigandi hans vera gæddur sömu eiginleikum dugnaðar og útiveru. Séferinn er svo líkur úlfi að útliti, að margir ímynda sér, að hann sé nýsloppinn út úr úlfa- stóði. Það er hinn mesti misskiln- ingur því þessi tegund hefur verið ræktuð svo árþúsundum skiptir, en hann kemur fyrst fram á hundasýningu 1882 í Hannover. Þegar við veljum okkur hvolp af Séferkyni er margs að gæta því við erum að leita að góðum hundi, sem er vel samræmdur að líkamslögun. Því er best að leita til kunnáttumanns sem gjörþekk- er sérstakt við írska seta, að hann er rummungsþjófur, grípur fal- lega hluti og ber þá heim til sín. Þegar þið ætlið að velja ykkur hund af þessu kyni þá leitið þið eftir einstaklingi sem er síkvikur og góðlegur. Feldurinn á að vera kastaníurauður en leyfilegt er að hvítar stjörnur sjáist á brjósti og enni, en séu svartir flekkir í feld- inum þá er það talið óæskilegt, enda er slíkum einstaklingum oftast lógað. Höfuðið skal vera langt og mjóslegið, en ekki snjáldurslegt. Kollurinn hvelfdur og greinileg hnakkakúla og brúnavik. Trýnið allhátt og frek- ar þverskorið. Snoppan dökk- rauð, brún eða svört. Skottið á að vera meðallangt, loðið og mjótt í endann og loppurnar smáar. Nú höfum við rætt um þær tvær hundategundir sem mér eru hvað efstar í huga. Séferinn með reisn sína og göfgi og írska seta með fegurð sína og síkvika fas. Auð- vitað er til fjöldi tegunda sem er vert að skoða þegar hundur er valinn. Ég vil hér sérstaklega nefna Gullinsæki, sem er sérstak- lega skynsamur og jafnlyndur fjölskylduhundur og sérlega meðfærilegur. Sjálfur á ég og hef átt slíkan hund í 12 ár, en um það síðar. ój Myndir: ój ir allt er lýtur að kyninu og fá leiðsögn hans. Fullvaxinn Séfer má hvorki vera þungur og klunnalegur né mjósleginn. Sér- staklega ber að varast Mjóhunds- lögun. Höfuðið verður að vera langt og mjóslegið, breiðast yfir eyrun og injókkar að trýninu. Kollurinn aðeins hvelfdur og grunnt brúnavik. Trýnið langt, hátt og hvasst. Snoppan svört. Já það er margs að gæta þegar hundur er valinn og þá sérstak- lega Séfer, en eitt vil ég ráðleggja ölium sem ætla að fá sér hund. Hugleiddu hvort þú ert þannig í stakk búinn að þú sért hæfur hundeigandi, því hundi hendir maður ekki frá sér eða lógar þeg- ar nýjabrumið er farið af, heldur eigið þið samleið þar til annar fellur frá og sjálfsagt er að nýta sér hlýðninámskeið og alla þá fræðslu sem í boði er. Sérhver verður að vera vökull fyrir sálar- og líkamsástandi hundsins og leita til dýralænis ef bjátar á. Oft er svo að eigendur trassa að hafa samband við dýralækni fyrr en í óefni er komið, það má ekki henda. Munið að sérhver hundur er spegill húsbóndans og heimil- isins. ój Sundlaugin Syðra-Laugalandi Frá og með föstudeginum 10. ágúst verður sund- laugin lokuð. Konutímar verða þó áfram á mánudagskvöldum frá kl. 20.30 til kl. 21.30. Með þökk fyrir viðskiptin í sumar. Sundlaugarverðir. TarotspiC — kanniu að íesa úr þeim? Hugrœfaarfiúsið býður vandað námskeið í Tarot íestri á Áfaireyri. Engin gmnnþckking nauðsyníeg. Kennt verður hcígina 8. og 9. septcmhcr. Þátttakemfur hafi með sér spií og skriffœri. Kennari: Christopher Marshalí jrá Mysteries í London. Kennt verður á ensku en tidkað effir þörfum. Skrárting á Snyrtistofu Nötuiu, Strandgötu 23 aíía íaugardaga frá kí. 11-14 tiC 25. ágúst. Staðfestingargjald. r sur með rækjum Ljúffengu rækjupylsumarfást í næstu matvöruverslun Gómsætar é grillið eða pönnuna KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.