Dagur - 11.08.1990, Síða 5

Dagur - 11.08.1990, Síða 5
Laugardagur 11. ágúst 1990 - DAGUR - 5 Flestir þeirra sem eiga garða í kringum híbýli sín nota hluta þeirra undir grænmetisræktun. En margir þeirra telja sig ekki hafa pláss í garðinum og halda að sú ræktun taki verulegt pláss. Vitanlega tekur það mikið pláss ef rækta á allan þann fjölda tegunda sem á markaðn- um eru. Mörgum finnst líka matjurtagarðar óþrifalegir og óaðlaðandi. Með því að skipu- leggja matjurtagarðinn og láta hann falla inn í heildarmynd garðsins, má breyta þessu hugarfari. Umsjón: Baldur Gunnlaugsson, skrúðgarðyrkjufræðingur Gróður og garðyrkja Skipulag matjurtagarðs Venjulegi matjurtagarðurinn Yfirleitt eru matjurtagarðarnir búnir til um leið og lóðir eru gerðar í stand, og afgangsmold af lóðinni er komið fyrir í ein- hverju horni lóðarinnar. Lítið er vandað til verksins og því veröur árangurinn eftir því, matjurta- garðurinn verður óskipulagður og umgangur um hann verður slæmur. Að auki bætist við að moldin er kannski slæm og inni- heldur ekki það magn næringar- efna sem þarf til þess að rækta matjurtirnar. Breytingar á matjurtagarðinum Haustið er besti tíminn til að fara í breytingar á matjurtagarðinum, vegna þess að þá getum við klár- að þetta tímabil og næsta vor haf- ið það nýja eins og ekkert hafi í skorist. Ef planta á limgerðis- plöntum kringum garðinn, þá er haustið ákjósanlegur tími til þess. Staðsetning í garðinum Það skiptir auðvitað miklu máli hvernig matjurtagarðurinn er staðsettur í garðinum. I fyrsta lagi þarf hann að njóta sem best sólar, því að grænmeti þarf alla þá sól og allt það skjól sem í boði er til að þroskast. í öðru lagi þarf matjurtagarðurinn að vera í sem mestu skjóli, hvort sem það er myndað af húsi, limgerði eða til- búnum skjólvegg. í þriðja lagi er það að láta matjurtagarðinn falla sem best inn í heildarmynd garðsins. Nýr matjurtagarður Þegar ráðast á í breytingar á matjurtagarðinum er best að athuga hvar heppilegast er að staðsetja hann í garðinum, hvernig hann getur notið mestrar sólar, skjóls o.fl. Einnig hve stór hann þarf að vera til að hann full- nægi grænmetisþörf heimilisins. Til þess að vera viss um að öllum atriðum sé komið fyrir er lang- best að setja þetta niður á blað áður en maður gengur til verks. Á skýringarmynd 1 er tekin fyrir einn matjurtagarður og er hann aðeins dæmi um það hvern- ig fólk getur teiknað og hannað sinn eiginn matjurtagarð með lítilli fyrirhöfn. Ef við lítum betur á myndina þá er nr. 1 limgerði umhverfis matjurtagarðinn. Hentug tegund í limgerðið er blátoppur því hann er hægt að klippa og halda fremur lágum svo hann skyggi ekki mikið á mat- jurtagarðinn en gefi þó skjól. Nr. 2 er innkoman í matjurta- garðinn. Hún er hellulögð og nógu breið til þess að hægt sé að koma að nauðsynlegum áhöld- um. Takið eftir því hvernig lim- gerðinu er komið fyrir, ef staðið er norðan við garðinn þá sésf ekkert inn. Nr. 3. Hentugur staður fyrir rabarbara, graslauk o.fl. Nr. 4. Þetta beð liggur vel við sól og hentar vel fyrir rifsberja- runna, sólber eða stikilsber. Pað er auðveldara og þrifalegra að tína berin ef það er hellulagt und- ir eins og sést á teikningunni. Nr. 5. í þetta beð setjum við blómkál öðru megin, hvítkál hinum megin og svo eina röð af gulrótum í miðjuna til þess að nýta plássið. Gulræturnar fá skjól af kálinu en það þarf að vera nægt pláss í beðinu til að þetta sé hægt. Nr. 6. í þetta beð setjum við nokkrar tegundir svo sem græn- kál, salat, hnúðkái. steinselju, blöðrukál, rauðrófur eða gulróf- ur en gæta verður þess með gul- rófurnar að þær séu svolítið útaf fyrir sig því að í jarðveginn þarf að bæta bórax (bór) til þess að koma í veg fyrir sprungumyndun. Auðvitað má setja nær hvað sem er í þetta beð en þetta er aðeins dæmi um matjurtir sem koma til greina. Nr. 7, kartöflubeð. Ekkert heirnili getur verið án kartaflna og því er ráðlegt að fórna svo sem einu beði undir þær. Nr. 8. Á þessum stað er tilvalið að koma fyrir vermireitu.m eins og sýndir eru á skýringarmynd 2 og rækta í þeim jarðaber eða gul- rætur. Nr. 9. Þessi staður er tilvalinn fyrir þá sem vilja hafa graslauk. Nr. 10. Svæðið er alit hellulagt og það gerir alla umgengni auð- veldari auk þess sem það verður stílhreinna og fallegra. Með þessu móti er hægt að útbúa matjurtagarðinn þannig að hann sé skrúðgarður eða a.m.k. áber- andi í heildaryfirbragði garðsins. akrýl-dúk. Skýringarmynd 1. Matjurtagarður. Dæmi um skipuiag. —plöntukynning■ Vaftoppur og skógartoppur Vaftoppur, Lonicera caprifolium og skógartoppur, Lonicera per- iclymenum eru líkir í útliti og hegðun. Þeir eru báðir klifur- plöntur og geta klifrað upp húsvegg allt að 5-6 metrum. Þeir kala báðir töluvert og getur þurft að klippa þá til. Upplagt er að hafa þá báða í garðinum því að þeir blómgast á mismunandi tíma og má segja að þeir taki við hver af öðrum. Vaf- toppurinn blómgast á undan, eða í júní-júlí, blómin eru fölgul í þyrpingu efst á greininni. Skógar- toppurinn tekur síðan við og byrjar að blómgast í júlí-ágúst, gulum blómum með rauðri fyll- ingu. Blóm skógartopps eru mun meira áberandi og fallegri. Frekar erfitt getur verið að greina þá í sundur, blöðin eru mjög lík og þeir vefja sig eins upp en það er auðvelt þegar þeir byrja að blómgast því þeir hafa ekki líkan blómalit og svo er eitt sem alltaf er hægt að þekkja þá á og það er að efstu blaðpörin mynda einhvers konar skál á vaftoppn- um en ekki á skógartoppi. Þetta eru fallegir runnar sem þrífast vel í skjólgóðum görðum. Mynd 3. Skógartoppur og vaftoppur eru ótrúlega líkir í útliti og skemmtilegar klifur- plöntur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.