Dagur


Dagur - 11.08.1990, Qupperneq 6

Dagur - 11.08.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 11. ágúst 1990 Fréttagetraun júlímánaðar (Jmræður um staðsetningu álvers hafa staðið linnulaust allt þetta ár og gott betur, þó kannski ekki síst í júlímánuði. Ef álverið verður sett niður á Árskógsströnd, verður það hér á þessum þúfnakollum. Hrísey og Látraströnd í baksýn. Myndir: Kl. Veðurguðirnir fóru mildum höndum um Norölendinga í júiímánuði, og var það kær- komin breyting eftir fremur kuldalegan seinnihluta júní- mánaðar. A Akureyri var meðalhiti í jiilímánuði 12,5 stig og það er hlýjasti júlímánuður síðan 1984, en hiti komst í 20 stig 10 daga mánaðarins. í mánuðinum mældust 174 sól- skinsstundir og er það 12 stundum meira en i meðalári. Meðalúrkoma á Akureyri í júlí var 9 mm., og hefur ekki verið svo lítil í júlímánuði síðan árið 1929, eða í 61 ár. En þó við íslendingar ræðum sjálfsagt þjóða mest um veður og veðurhorfur, ætlum við ekki að spá í veðrið heldur aðeins varpa fram þeirri frómu ósk að ágúst- mánuður verði okkur hagstæður veðurfarslega. Fyrirkomulag fréttagetraunar er hið sama og fyrr, tólf spurningar og þrír möguleikar á svari, en aðeins eitt svarið rétt. Vinsamlega fyllið úr meðfylgjandi svarseðil og sendið DEGI fyrir þriðjudaginn 4. sept- ember. Dregið verður úr réttum lausnum og þrenn hljómplötu- verðlaun veitt. 1) Hollenskur flugkappi, Eppo Numan, flaug á lí‘:ll: rellu frá íslandi til Kanada. Við komuna þangað sagði hann: (1) „Kuldinn var mig lifandi að drepa.“ (X) „DNG miðunartækið bjarg- aði lífi mínu.“ (2) „Ég er alveg orðlaus yfir greiðvikni íslendinga meðan á Islandsdvölinni stóð.“ 2) Eftir hverjum og um hvað er þetta haft í fyrirsögn: „Stjórnvöld hefðu átt að leggja meiri áherslu á staðsetning- una?“ (1) Guðmundur Bjarnason heil-; Vinningshafar í frétta- getraun júnímánaðar Þátttakendur hafa oft verið fleiri en voru í fréttagetraun júnímánaðar, og hefur sumar- blíðan sjálfsagt talsverð áhrif á þá pcnnaleti. Vinningshafar júnímánaðar eru Kristbjörg Sigurðardóttir Boðagerði 3, Kópaskeri; Matthildur Gunn- arsdóttir Presthvammi, Aðal- dal og Adam Jónsson Tóvegg, Kópaskeri. Allir innsendir getraunaseðlar voru réttir þrátt fyrir það að reynt væri að afvegaleiða þátttak- endur. Rétt röð er þessi: 1. X 7. 1 2. 2 8. 2 3. 2 9. 1 4. 1 10. 2 5. 1 11. X 6. X 12. X Við þökkum lesendum fyrir þátttökuna og hvetjum til þátt- töku í þeirri sem birtist hér á síð- unni. Með þekkingu á fréttum júlímánaðar og smá heppni gæti hljómplata orðið þín eign, les- andi góður. GG i brigðis- og tryggingaráðherra um álver í Eyjafirði- (X) Jakob Jakobsson forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar um útibú stofnunarinnar á Akur- eyri. (2) Jón ísberg sýslumaður á Blönduósi um væntanlega rokk- hátíð í Húnaveri. 3) Hvaða atburði er lýst svo: „Fólkið dansaði, hoppaði og söng.“ (1) Sigurreifir áhorfendur eftir sigurleik KA gegn ÍA í 1. deild- inni í knattspyrnu. (X) Farþegar í fyrstu miðnætur- sólarferð með SÆFARA á veg- um Ferðaskrifstofunnar Nonna. (2) Dansleik á ættarmóti í félags- heimilinu Tjarnarborg í Ólafs- firði. 4) Forsætisráherrahjón Liecht- enstein koinu í opinbera heim- sókn og fóru um Þingeyjarsýsl- ur 18. júlí ásamt Steingrími Hermannssyni og konu hans Eddu Guðmundsdóttur. Þau heita: (1) Dieter og Emma Schwarz. (X) Kurt og Olivia vanBeetgar- den. (2) Hans og Berndadette Brun- hart. 5) Hvað heitir golfvöllur Dal- víkinga og Svarfdælinga sem , n.ú er í "ppbyggingu frammi í Svartaðardal? (1) Tjarnarvöllur. (X) Arnarholtsvöllur. (2) Steinbrúarvöllur. 6) Eftir hverjum er þetta haft í fyrirsögn: „Menn skríða ekki sandblásnir í svefnpokana“? (1) Gunnari Höskuldssyni tjald- verði á Húsavík um sturtu- og þvottavélaleysi á tjaldstæðinu. (X) Fararstjóra í hálendisferð inn að Öskju. (2) Hauki Berg Bergvinssyni sundlaugarstjóra á Akureyri um ásókn tjaldgesta í sundlaugina að næturlagi. 7) Kókverksmiðjan Vífllfell hyggst sjá kaupmönnum á Siglufirði fyrir kóki frá Sauðár- króki í framtíðinni í óþökk Siglfirðinga. Eftir friðarum- leitanir Vífilfells er haft eftir siglfirskum kaupmönnum í fyr- irsögn: (I) „Yfir vetrarmánuðina verður kók ekki selt hér vegna sam- gönguerfiðleika." (X) „Þeir höfðu ekkert nýtt fram að færa." (2) „f>að er enginn sparnaður fólgin í þessum aðgerðum Vífil- fells." 8) Ungur Akureyringur fékk inngöngu í einn virtasta tónlist- arskóla heims, Berklee Coll- ege of Music í Boston. Hann heitir: (1) Jóhann Ólafur Ingvason. (X) Sigurður Pétur Rúnarsson. (2) Guðmundur Árni Jónasson. 9) Hvað sagði Björn Snæ- bjömsson varaformaður Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri um atvinnuástandið?: (1) „Atvinnuástandið er nokkuð gott, og ef stóriðja kemur á fé- lagssvæði Einingar þá þarf ekki aö hafa neinar áhyggjur í nánustu framtíð." (X) „Það rættist ótrúlega vel úr atvinnumálum skólafólks eftir ansi dökkt útlit fyrst í vor, en jafnvægi kemst á þetta í haust." (2) „Horfi með hryllingi til vetr- arins." 10) „Kristni hafnað á héraðs- sýningu“. Um hvað fjallaði sú grein sem hafði þessa fyrir- sögn?: (1) Kristinni trú hafnað á sumar- hátíð Ásatrúarmanna í hóffari Sleipnis, Ásbyrgi. (X) Hrossaræktendur í Skaga- firði fóru fram á það við Búnað- arfélag íslands að tilnefndur yrði nýr oddamaður í dómnefnd á héraðssýningu í stað Kristins Hugasonar ráðunauts. (2) Sýningarnefnd Héraðssýn- ingar myndlistarmanna vegna 100 ára verslunarafmælis Hólma- víkur hafnaði þátttökubeiðni Kristins G. Jóhannssonar mynd- listamanns þar sem beiðninni var of seint komið á framfæri. 11) Viðbygging við Safnahús- ið á Húsið var boðin út, og hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 23,6 m.kr. Lægsta tilboð í verkið átti: (1) SS Byggir hf. á Akureyri mcð 36 m.kr. (X) Tréverk h.f. á Dalvík með 20,1 m.kr. (2) Trésmiðjan Rein h.f. í Reykjahverfi með 96% af kostn- aðaráætlun. 12) „Eins og að koma á norðurpólinn“ segir í fyrir- sögn, en hver eða hverjir voru með svo kuldalega yfirlýsingu í júlímánuði?: (1) Félagar í íslcnska Alpa klúbbnum eftir feröa á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro. (X) Guöbjörn Jóhannesson á Þórshöfn um snjó og skafrenning á Gunnólfsvíkurfjalli. (2) Tómas Júlíusson fclagi í Hjálparsveit skáta á Akureyri eftir að hafa klifið Hraundranga í Öxnadal. „Kókstríð“ hefur geysað á Siglufirði að undanförnu, svo líklega ber þessa sjón ekki fyrir augu Siglfirðinga á hverjum degi. 1. Svarseðill (1, X eða 2) 7. 2. 8. 3. . 9. 4. 10. 5. _ 11. 6. 12. Nafn: Heimilisfang: Sími: Póstnúmer: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 Pósthólf 58 602 Akureyri

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.