Dagur - 11.08.1990, Page 13

Dagur - 11.08.1990, Page 13
Laugardagur 11. ágúst 1990 - DAGUR - 13 poppsíðon Sitt sýnist hverjum um tónleikahald vinsældapoppara: Ekta eða ekki ekta Alltaf annaö slagið vakna upp umræður um tónleikahald hinna ýmsu vinsældapoppara og þá iðulega vegna þess að a.m.k. sumir þeirra sigla undir fölsku flaggi í þeim efnum með því að hafa undirleikinn af bandi bakatil sem síðan er sungið ofan í. Upp á síðkastið hafa síðan verið brögð að því að jafnvel söngur- inn hafi líka verið af böndum þannig að viðkomandi tónlistar- fólk hreyfir einungis varirnar og læst syngja. Tónlistarfólk á borð við Madonnu, Depeche Mode, New Order, Kylie Minogue, Ban- anarama, Bobby Brown, New Kids on the block og Milli Vanilli hafa öll verið ásökuð um notkun banda baksviðs að meira eða minna leyti í Bandaríkjunum, en þar í landi er þetta hitamál þessa dagana. Hafa þrjú ríki Bandaríkj- anna nú í hyggju að setja lög sem að minnsta kosti nái yfir notkun banda með söngnum, en þessi ríki eru New York, New Jersey og Kalifornía. Hvað ann- an undirleik varðar þykir málið vera flóknara þar sem um mis- munandi mikla notkun er að ræða, eða allt frá þar sem ein- ungis er um uppteknar bakraddir aö ræða til þess að hreinlega allt sé upptekiö fyrirfram, og því erfitt aö setja þar lög alfarið um. Að sögn þeirra manna sem hafa með lagagerðina í ríkjunum þremur að gera, þá sé löngu tímabært að lög séu sett um þessi efni þar sem æ algengara sé að tónleikagestir t.d. aðdá- endur Madonnu, kvarti yfir því að það sem þeir ætluðu að sjá væri ekki lifandi tónlist heldur eitthvað allt annað. Viöbrögð tónlistar- fólksins sjálfs og talsmanna þeirra hafa verið misjöfn, t.d. segir talsmaður Depeche Mode að einu böndin sem hljómsveitin noti séu til mögnunar á bassa og trommuleik í einstaka tilfellum, ásakanir um frekari notkun banda séu hins vegar ekki réttar. Madonna hefur aftur á móti viðurkennt að í sumum lögum sínum á tónleikum sé notast við upptökur en alls ekki í öllum. Annars hvað Madonnu varðar geta þeir sem sáu hana í beinni útsendingu á Stöö 2 dæmt fyrir sig sjálfir en þar fór óneitanlega ekki mikið fyrir hljóðfæraleikur- um, svo mikið er víst. Depeche Mode. Að eigin sögn engin plathljómsveit. Hitt og þetta The Fall Það er óhætt að segja að Adam hafi ekki verið lengi í Paradís hjá Manchestersveitinni frægu The Fall. Eftir að hafa komist á beinu brautina á ný fyrr á þessu ári dundu vandræðin yfir á tónleika- ferðalagi hljómsveitarinnar um Ástralíu. Virðist sem forsprakk- inn Mark E. Smith hafi rekið tvo meðlimi, þau Marciu Scofield hljómborðsleikara og gítarleikar- ann Martin Brananah, úr hljóm- sveitinni vegna áhuga þeirra á öðrum verkefnum ótengdum The Fall og vegna annarra ágrein- ingsefna. Er framtíð hljómsveit- arinnar óljós af þessum sökum en þó virðist sem hún muni starfa Mark E. Smith búinn að reka tvo meðlimi The Fall. eitthvað áfram til að uppfylla gerða samninga um tónleikahald og þá án nýrra meðlima í stað þeirra burtreknu. Steve Vai í framhaldi af sögusögnum um brotthvarf gítarleikarans Steve Vai úr Whitesnake og Poppsíðan sagði frá fyrir hálfum mánuði, hefur nú Vai sjálfur nánast stað- fest að hann hyggist yfirgefa hljómsveitina. Hann segist reyndar ekki vera endanlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en vegna góðra viðbragða við sólóplötu hans og ýmissa hluta sem hann er ekki sáttur við varðandi Whitesnake, sé líklegt að hann hætti. Ef sú verður raun- Steve Vai verður með Whitesnake í Reiðhöllinni. in er þó engin ástæða fyrir aðdá- endur Vais sem hyggjast sjá hann með Whitesnake í Reiðhöll- inni, að örvænta, því það verður í fyrsta lagi að loknu Monster of Rock tónleikaferðalaginu sem til greina kemur að hann hætti en tónleikarnir hér (sem verða tvennir) eru aö því er best er vit- að hluti af því. Prefab Sprout í tvö ár hefur ekkert heyrst frá gáfumannapoppsveitinni Prefab Sprout. En nú hefur þögnin verið rofin og er nýkomið út nýtt lag með hljómsveitinni sem heitir Looking forAtlantis. Ný breiðskífa sem gengur undir vinnuheitinu Jordan: The Comeback mun koma út seinna á árinu og þá er áætlað að hljómsveitin fari í tónleikaferð en það hefur hún ekki gert í fimm ár. Rósirnar spretta þessi ósköp, runnarnir vaxnir mér í axlir, bráðum springa þær út og taka við af bóndarósinni sem hefur sungið sitt síðasta. Dverghjart- að er hætt að slá, eldliljan fallin. Biðukollan bærir hærurnar í andvaranum. I garða sem bæjarbúar hafa sett stolt sitt í að koma upp vantar stundum tilgang finnst eigendunum annan en að vera augnayndi. Þess vegna hafa menn og einkum konur tekið fagnandi þeim sið aö efna til blóta í þessum görðum og kalla grillveislur. Við höfum komist að því hér á norðlægum slóðum trekks og vindbelgings að ein skemmtilegasta aðferð til að eyðileggja mat sé að grill’ann. Þessi matseld er tengd kvenna- baráttunni góðu sem beinist aö því að gera karlmenn nothæfa með einhverjum hætti eða að hafa þá til heimilisbrúks á fleiri sviðum. Að grilla úti er víða um heim talið karlmannsverk, eins konar hetjudáð. Þar með losna konur við eldamennsku í þess- um tilfellum. Þetta fer oftast fram með svo- felldum hætti: Afkáraleg húfa er sett ofan á karlinn og fáránleg svunta framan á hann. Hvorugt mundi hann taka í mál að bera innan dyra. Síðan er sett glas í hægri hendina á honum og grill- kol í þess til gerða málmkrús fyrir framan hann. Nú er hellt í glasið og yfir kolin til þess gerð- um vökvum báðum eldfimum. Eftir þá athöfn er grillhetjan til- búin að berjast við eld, rok, rigningu, lambakjöt og aðfinnsl- ur. Grilltími lambakjöts er síðan mældur í glösum. Á fyrsta glasi auðnast lang oftast að kveikja í kolunum og þeim síðan leyft að fölna dálítið í friöi meðan skálað er við gest- ina. Þegar karlar meðhöndla mat með þessum hætti þykir nefnilega sjálfsagt að bjóða til vitnum að hann nú fái hrós og klapp og aðdáun fyrir að vera svona húslegur að gera þetta fyrir konuna sína. Hinir karlarnir verða þá gjarnan dálítið umkomulausir. Það er hluti af skemmtuninni. Þeir reyna þó að koma með háværar athuga- semdir og leiöbeiningar til þess nú að týnast ekki alveg. Þegar nú kolin eru orðin öskugrá og föl er kallað á lambakjötið. Það kemur að vörmu spori og er sett á til þess gerða grind yfir kolunum. Þá æsist leikurinn. Fita er eldfim og hún drýpur á glóandi kolin úr fjallalambakjötinu. Þá er nú karlmaðurinn í essinu sínu og kominn verulega niður í þriðja glas. Hann berst nú hetjulegri baráttu við síkvika elda og log- andi lærissneiöar eða lambarif og er hvorutveggja á lofti sam- tímis kjötið og vatnsúðarinn. Þetta er hápunktur athafnarinn- ar og hafa nú allir safnast í kring að dást að hreystilegum tilburðum grillhetjunnar. Ekki er óalgengt að í þessum atgangi skekkist húfan verulega eða sígi niður fyrir augu og að kvikni í svuntuhorninu. Þegar um síðir búið er að slökkva í fitunni er kjötiö orðið óþekkjanlegt og ekki lengur hæft til manneldis. Þá er sest að borðum og veisl- an nær hámarki þegar menn kroppa I svarta steikina án þess að borðana. Enda er það ekki hægt og var aldrei ráö fyrir því gert. Þegar hér er komið sögu er hafgolan að ná sér á strik og skúraleiðingar á næstu grösum. Menn flýja nú gjarnan í húsa- skjól og laumast í ísskápinn að gá hvort ekki finnst eitthvað æti- legt á heimilinu. Það er svo af kokknum að segja að eftir fyrstu fitueldana er honum nokkuð sama hvað gerist. Hann slekkur þorstann og eldana á víxl og nýtur frægö- ar og aðdáunar þegar hann hrekst inn eftir karlmannlega baráttu við brunnið lambakjöt, óblíð náttúruöfl, sviöið hár og ótryggt jafnvægisskyn. Svona veislur í byrjun sum- ars enda oft með heitstrenging- um um að efna nú til samsætis fyrir alla götuna eða jafnvel hverfið eða ættina. Ef af verður eru nokkrir lambsskrokkar skaðbrenndir í eldi áöur en gestir setjast að hálfvolgum pylsum með engu. Konur skemmta sér að jafnaði best í grillveislum. Þær standa álengdar, hvetja menn til dáða, fylla í glasið, henda brunnum lambarifjum jafnóöum og þau koma af grillinu, brosa elsku- lega og hella síðan upp á kaffið sem einatt verður eini æti maturinn í veislunni. Morguninn eftir svona garð- veislur er svo saga útaf fyrir sig sem ekki verður rakin hér. Hitt er hins vegar ekkert launung- armál að marga sunnudags- morgna má sjá föla grilleigin- menn með garðslönguna eða sláttuvélina að þjösnast um lóð- ina. Þeir tóku það ekki upp hjá sjálfum sér. En þótt bóndarósin hafi verið svona snemmbær í ár er arfinn ennþá upp á sitt besta og held- ur áfram að eigna sér kartöflu- garðinn. Ég sló garðinn sunnu- dagsmorguninn er var. Frú Guðbjörg stóð brosandi i dyr- unum að fylgjast með. Hún hafði verið að hreinsa grillið frá því kvöldið áður. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.