Dagur - 11.08.1990, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Laugardagur 11. ágúst 1990
Drangexj arferðir ,jarlsins“
- siglt til paradísar með Jóni Eiríkssyni
Hún er tignarleg Kerlingin, og fuglalífíð gefur henni ákveðinn lit.
Há og tignarleg rís hún upp úr
Skagafirðinum með fugl á
hverri syllu og grösugan koll.
Drangey er ein af perlunum í
náttúru íslands, ómenguð og
óspillt. Fáir íslcndingar hafa
samt lagt ieið sína út í hana, en
þeim fjölgar óðum og einn af
þeim mönnum sem sjá til þess
er Jón Eiríksson bóndi á
Fagranesi, oft nefndur Drang-
eyjarjarlinn. Blaðamaður
Dags brá sér með í eina af
ferðum Jóns út í Drangey og
ekki er hægt að segja annað en
það hafi verið paradísarferð. Á
leiðinni rifjaðist m.a. upp
skírteinismálið frá í vor og
nokkrar vísur flutu með.
Jón þekkir Drangey án efa bet-
ur en nokkur annar núlifandi
íslendingur og fór í sitt fyrsta sig
í eynni árið 1953, en áður hafði
hann þó verið þar með í ferðum
án þess að fara niður. Síðan hef-
ur hann farið til eyjar á hverju
vori og kveður þetta vera eina
sumarfríið sem hann tekur.
Aldrei hefur hann til útlanda
komið og þykir nóg að heim-
sækja hina háværu kyrrð sem er
úti í fuglaríkinu Drangey. Ein-
hverju sinni kvað Jón þessa vísu
um sumarfrí, en að hans sögn er
það ekki oft sem hann fer í spari-
fötin:
Ég er enn að spara og spara,
sparifötin ný.
Og ég hefefni á að fara,
ekki í sumarfrí.
Sambandsleysi hjá
Siglingamálastofnun
í vor missti Jón samt af „sumar-
fríinu" sínu og þótti honum það
miður, þar sem þetta var í fyrsta
skipti sem hann gat ekki tekið
þátt í sigi eftir eggjum.
„Ég missti af sumarfríinu mínu
og þremur vikum í vinnu vegna
sambandsleysis hjá Siglingamála-
stofnun. Það var í vor þegar ég
ætlaði að fara að flytja kunningja
minn og hóp sem var að læra
Grettissögu fram í eyju, þá hitti
Árni Valmundarson, frá Sigl-
ingamálstofnun á Akureyri, mig
að máli á hafnargarðinum. Hann
sagði að ég hefði ekkert leyfi til
fólksflutninga. Ég spurði auðvit-
að hverju þyrfti að breyta til að fá
leyfið, en erfiðlega gekk að fá
það uppgefið og hann sagði mér
að Þorsteinn Þorsteinsson myndi
koma miðvikudaginn eftir. Þor-
steinn kom síöan og ég bjóst við
að hann tæki út bátinn, en í stað-
inn afhenti mér bara ljósrit af
reglum fyrir fólksflutningabáta
sem eru að allt árið, vitandi það
að ég ætlaði einungis að stunda
þetta á sumrin. Ég fór með sögu-
hópinn út í eyju, en þegar ég
kom til baka beið lögreglan eftir
mér. Þeir töldu upp úr bátnum og
tóku af mér skýrslu," segir Jón og
gerðist það tvisvar í viðbót, ann-
að skiptið eftir að fólksflutninga-
skírteinið var fengið. Fyrstu
skýrsluna endaði Jón á þessu vísu-
korni:
Þó lífsins veginn vel ég aki,
það varla nokkur maður sér.
En það er eins og allir taki
eftir því sem miður fer.
Forsaga málsins var sú að síð-
asta sumar ætlaði Jón að fá Ieyfi
til fólksflutninga á bát sinn Nýja
Víking. Maður kom frá Siglinga-
málastofnun í Reykjavík og tók
út bátinn, en Jón segir að hann
hafi eiginlega aldrei fengið það
uppgefið hvað þyrfti að gera til
að fullnægja kröfum til fólks-
flutninga. Leyfi á bátinn sem
fiskibát fékk Jón, en flutti jafn-
framt farþega í allt fyrrasumar án
þess að nokkuð væri amast við
því.
Heggur sá er hlífa skyldi
Jón segir að ef hann hefði fengið
þær upplýsingar sem hann bað
um strax í upphafi þegar hann
hitti Árna á bryggjunni, þá hefði
það tekið hann tvær klukku-
stundir að kippa öllu í lag.
„Siglingamálastjóri segir mér
það að Siglingamálastofnun fyrir
norðan eigi að vita allt um þetta
og ef þeir vita ekki eitthvað geti
þeir aflað sér upplýsinga um það
strax. Þess vegna finnst manni
það nú hálfsnúið að það skuli
velkjast fyrir þeim í þrjár vikur að
láta mig hafa haffærisskírteini og
það strandaði ekki á nokkru öðru
en bekkjunum handa farþegun-
um til að sitja á. Þá þurfti ég að
smíða þrisvar í bátinn og ein hug-
myndin hjá þeim var sú að
spenna fólkið niður í sætin og
það sér hver heilvita maður hvað
þá hefði gerst ef bátnum hefði
hvolft.
Slæmt er þegar heggur sá er
hlífa skyldi og maður hefði vænst
þess að þeir menn sem settir eru
niður úti á landi til að færa þjón-
ustuna nær fólki veittu manni
betri þjónustu en þetta. í þessu
tilfelli var það ég sem saup seyðið
af því að þeir hjá Siglingamála-
stofnun á Akureyri höfðu ekki
lært lexíurnar sínar. “
Ekkert talstöðvarsamband
En það er ekki bara sambands-
leysi hjá Siglingamálastofnun,
því að ein af kröfum þeirra er að
hafa VHF talstöð um borð í bát-
unum út af tilkynningaskyldunni.
Á leið okkar til eyjar leyfir síðan
Jón blaðamanni að reyna að kalla
í Siglufjarðarradíó. Ekkert
skeður, því að í Skagafirði innan
Drangeyjar er nær útilokað að ná
sambandi. Þetta finnst Jóni vera
alvarlegt mál og þó að hlegið hafi
verið að því þegar Birgir ísleifur
Gunnarsson varð olíulaus á báti á
þessu dauða svæði fyrir nokkrum
árum, getur alltaf komið að því
að neyðarkallið komi en sam-
band náist ekki.
Að eigin sögn segist Jón ekki
gera mikið af því að setja saman
vísur, en blaðamaður þykist þó
vita annað. Hér er m.a. ein baga
um vorið, sem er Jóni sérlega
kært.
Kuldinn þjáir seggi á sjá,
sölna strá í högum.
Vorsins þrá er voldug á,
vetrar gráum dögum.
Náttúruöflin brjóta niður
Siglingin til Drangeyjar frá Sauð-
árkróki tekur u.þ.b. klukkustund
og þegar þangað er komið siglir
Jón fyrst að Háubrík og þar
hreinlega steypist bjargið yfir
mann. Horft er upp í Fjöruna þar
sem menn lágu á árum áður við
fugla og fiskiveiðar. Þegar flest
var héldu þar til rúmlega 200
manns við forðasöfnun. Næst er
siglt inn í Uppgönguvík, akkerum
kastað og gengið upp í eyna.
Uppgangan er að mati blaða-
manns ekki jafn erfið og af er lát-
ið í gróusögum, enda hafa þar
upp farið menn á níræðisaldri að
sögn Jóns. Oft segist hann samt
hafa þurft að leiða lofthrædda
upp, bæði konur og karla. Hann
segir að eyjan taki sífelldum breyt-
ingum, en það sé ekki ágangur
ferðamanna sem sé að brjóta
hana niður, heldur einungis nátt-
úruöflin. Fuglalíf kveður hann
vera svipað og þegar hann man
fyrst eftir.
Á hverju ári eru háfaðir yfir
12.000 lundar í eynni, en samt
fjölgar lundanum stöðugt að sögn
Jóns. Eggjatakan er mörg þús-
und egg á vori og mörgum finnst
ekki komið vor fyrr en svartfugls-
egg úr Drangey hefur verið inn-
byrt.
Að sögn Jóns eru það ekkert
síður útlendingar sem fara með
honum til eyjar, heldur en ís-
lendingar og hann giskar á að
ekki nema 20% Skagfirðinga hafi
stigið þar niður fæti. Samt telur
hann nærri helming þeirra sem
hann hefur flutt til Drangeyjar
vera Skagfirðinga og gefur það
vel til kynna þann litla fjölda sem
eyjuna heimsækja.
Enda gerast ævintýr
Kvöldið líður inn yfir fjörðinn og
undarleg tilfinning fyllir hjarta
manns þegar komið er niður í
Nýja Víking aftur og siglt frá
eynni. Að sitja á rústum kofa
Grettis hins sterka og hleypa
ímyndunaraflinu á sprett er sér-
stök upplifun sem aldrei líður
þeim úr minni er henni kynnist.
Veðrið hefur leikið við Jón í
sumar og hann segist vonast til að
sleppa við slíkar hremmingar
eins og skírteinismálið á komandi
tímum. Engin veit samt hvað ger-
ist á morgun, hvað þá næsta vor
og því er tilvalið að enda á þess-
ari vísu eftir Jón um leið og stigið
er upp úr bátnum í Sauðárkróks-
höfn og þakkað fyrir sig.
Alltaf verð ég eins og nýr
úti í hlýju vori.
Enda gerast ævintýr
í öðru hverju spori.
Jón Eiríksson, „Drangeyjarjarl'1, staddur í ríki sínu.
Ljósmyndasamkeppni
í tilefni af 25 ára afmæli Pedromynda á Akureyri efnir fyrirtækið til
Ijósmyndasamkeppni í samvinnu við Dagblaðið Dag.
Takið þátt í Ijósmyndasamkeppninni!
Reglur keppninnar eru einfaldar:
Öllum er heimil þátttaka.
Myndefni er þátttakendum í sjálfsvald sett.
Æskileg stærð mynda er 10x15 cm.
Keppnin stendur yfir til 15. september nk.
Tekið er á móti myndum í verslunum Pedromynda
í Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 á Akureyri.
Veitt verða tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir „lifandi
myndefni" (menn og dýr) og hins vegar fyrir landslag eða form.
Dagur áskilur sér rétt til að birta þær myndir
sem til álita koma, sér aö kostnaðarlausu.
Úrslit verða tilkynnt um miðjan október.
Verðlaunin fyrir bestu mynd í hvorum flokki er myndavél af gerðinni
CHINON GENESIS, með aukahlutum, að verðmæti 30 þúsund krónur.
cPediðmynúítr’
Hafnarstrœti 98, simi 23520 Hofsbót 4, simi 23324
Strandgötu 31,—simi 24222
SBG
Drangey á Skagafírði með Kerlinguna sér við hlið. Myndir: sbg