Dagur


Dagur - 11.08.1990, Qupperneq 16

Dagur - 11.08.1990, Qupperneq 16
msm Akureyri, laugardagur 11. ágúst 1990 Sauðárkrókur 95-35960 Húsavík 96-41585 Hið nýja og glæsilega hús Pósts og síma á Kópaskeri. Á innfelldu myndinni er Steingrímur J. ráðherra á tali við Björn Benediktsson, oddvita Öxarfjarðarhrepps. Sigfússon samgöngu- Myndir: -vs Póstur og sími: Nýtt hús á Kópaskeri vígt við hátíðlega athöfn Á fimmtudaginn var vígt við formiega athöfn nýtt og glæsi- legt húsnæði Pósts og síma á Kópaskeri. Um 40 manns voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal ráðherra póst- og síma- mála, Steingrímur J. Sigfús- son, sem afhenti Ársæli Magn- ússyni, umdæmisstjóra, lykil- inn að húsinu. Það var Þorgeir K. Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri umsýslu- sviðs Pósts og símamálastofnun- arinnar, sem tók fyrstur til máls í hófinu. Hann rakti byggingar- sögu hússins og taldi upp þá sem að framkvæmdunum stóðu. í máli hans kom m.a. fram að hús- ið er 137 fm að gólffleti og teikn- að af Jósef S. Reynis, arkitekt. Aðalverktaki að smíðinni var Trélitur sf. á Kópaskeri og bygg- ingameistari Marinó Eggertsson. Undirverktakar komu víða að, m.a. frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Garðabæ. Steingrímur J. Sigfússon flutti stutta tölu og afhenti Ársæli Magnússyni umdæmisstjóra, lykil hússins. Ársæll rakti sögu póst- og símamála á Kópaskeri og sagði frá stafrænu símstöðinni sem er í nýja húsinu. Ársæll afhenti síðan Kristveigu Árna- dóttur, stöðvarstjóra á Kópa- skeri, lykil þann er ráðherra afhenti honum áður. Þjónustusvæði stöðvarinnar nær yfir Presthólahrepp, Öxar- fjarðarhrepp og Kelduneshrepp. ' Stöðin var áður til húsa í gömlu íbúðarhúsi á Kópaskeri, sem var farið að henta illa undir starfsem- ina. Steingrímur J. Sigfússon gat þess að heimamenn gætu væntan- lega eignast hús þetta á góðum kjörum og vonaðist hann til að hægt yrði að ganga frá samning- um þess efnis mjög fljótlega. Sagt verður frá vígslunni í máli og myndum í blaðinu á þriðju- dag. -vs Skuldabréfaútboð Akureyrarbæjar: Tilboð verðbréfa- fyrirtækja í athugun Að sögn Halldórs Jónssonar, bæjarstjóra, er fyrirhugað skuldabréfaútboð Akureyrar- bæjar á vinnslustigi, en sem kunnugt er hefur bærinn ákveðið að gefa út skuldabréf á almennum markaði að nafn- virði alls 200 milljónir króna. Halldór sagði að verið væri að skoða tilboð frá fjórum verð- bréfafyrirtækjum um hvernig að útboðinu verði staðið. Verðbréfafyrirtækin eru Kaupþing Norðurlands, Fjárfest- ingarfélag íslands, Verðbréfa- markaður íslandsbanka og Lands- bréf hf. Halldór sagði að í athug- un væri hvað þessi fyrirtæki bjóða, hvaða kostnaður og þókn- un fylgja og vangaveltur um ávöxtunarkröfur sem fyrirtækin telja að verði að vera á skulda- bréfunum. Halldór taldi ekki ólfklegt að vextir bréfanna yrðu á bilinu 7,5 til 8,5%, en það ætti eftir að koma í ljós. Innan fárra vikna mun Halldór leggja tillögu fyrir bæjarráð um hvernig að útboðinu yrði staðið, en hvenær nákvæmlega vildi Halldór ekki segja til.um. „Við þurfum að hraða þessu og koma bréfunum á markað. Það er ekki mikið í boði af svona tækifærum fyrir bæjarbúa, fjárfestingarsjóði og fleiri, en framboðið eykst þeg- ar líður á haustið. Við teljum að þessi bréf séu góð fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt á öruggan hátt um ákveðinn tíma. Sveitarfélagið hlýtur að teljast góður skuldari í reynd,“ sagði Halldór að lokum. -bjb Svalt á næstunm Samkvæmt upplýsingum veð- urstofunnar verður áfram svalt í veðri á Norðurlandi, a.m.k. fram á mánudag. í dag er gert ráð fyrir norðan og norðvestan golu á Norður- landi en á morgun verður vænt- anlega hæg norðlæg átt, fremur bjart en svalt. Á mánudag verður vindurinn að austan og norðaust- an og súld og rigning ásamt svölu veðri. -vs „Lambakjöt á lágmarksverði“: Söluátaídð hefur skilað nokkrum árangri Sala á lambakjöti hefur aukist að undanförnu og á tímabilinu Tilraunaútflutningur Vatnafangs: Vænn fiskur úr Kötlu- vatni á Melrakkasléttu Um mánaðamótin júlí/ágúst var búið að leggja inn 2.650 kg af vatnasilungi hjá Fiskiðju Raufarhafnar h.f. vegna til- Skóverksmiðjan Strikið: „Vertíðin er framundan“ - segir Haukur Ármannsson framkvæmdastjóri ýmislegt annað þurfi einnig að klára. Mikið er um fyrirfram pantanir hjá verksmiðjunni og segir Hauk- ur að nú sé að skila sér sú mikla vinna sem lögð hefur verið í að byggja upp náin tengsl milli fyrir- tækisins og einstakra söluaðila um land allt. Þá segir hann að vegna bættra aðstæðna í vaxta- málum sé varla hægt að bera saman rekstrargrundvöllinn núna og á síðasta ári. „Vertíðin erframundan. Þann- ig hefur þetta verið síðastliðin 50 ár og ég geri ekki ráð fyrir því að það breytist,“ sagði Haukur. ET „Við erum að byrja á fleygi- ferð í vetrarvörunum enda ekki seinna vænna. Framund- an er besti tími ársins hjá okkur, því vetrarskór er okkar sérgrein,“ segir Haukur Ár- mannsson framkvæmdastjóri skóverksmiðjunnar Strikið í samtali við Dag. Starfsemi verksmiðjunnar hófst að nýju á þriðjudaginn eftir sumarleyfi starfsfólks. Hjá fyrir- tækinu starfa nú 44 manns. Að sögn Hauks verður nú mest öll áhersla lögð á framleiðslu skó- fatnaðar fyrir veturinn þó svo að raunaútflutnings félags veiði- bænda, Vatnafangs, en búið er að senda út 1.071 kg af bleikju til Svíþjóðar, aðallega úr Hraunhafnarvatni. Um 780 kg af ferskri, óslægðri sjóbleikju hefur veiðst í Kötlu- vatni á Melrakkasléttu í 8 lögn- um og verið lögð inn á Raufar- höfn til útflutnings en meðal- þyngd fisksins er um 600 g. Til samanburðar má geta þess að meðalþyngd fisksins úr Hraun- hafnarvatni er ekki nema 200 til 250 g, en veiði þar mun ljúka um þessa helgi vegna hrygningar. Haraldur Sigurðsson á Núps- kötlu við Núpsvatn segist hafa haft nægan markað fyrir silung- inn á innanlandsmarkaði undan- farin ár og náð mjög góðu verði fyrir hann, betra verði en boðið er vegna útflutningsins til Sví- þjóðar. Ekki hefur verið sóst mikið í stangveiði í vatni, en hins vegar er eitthvað um það og þá hefur það yfirleitt verið leyft. En fiskurinn tekur frekar illa en einna helst á spún. Haraldur segir vatnið mjög vel fallið til dorgveiði á vetrum, og möguleiki er að hýsa veiðimenn í litlum mæli. í tengslum við það hafa komið fram hugmyndir um skipulagningu sumarhúsalands í nágrenni við Kötluvatn og þær hugmyndir hafa verið ræddar meðal landeigenda. Á Melrakka- sléttu er mikil fuglaparadís, þar má finna flesta íslenska fugla, en súlan verpir í Rauðanúpi, en hún verpir einnig á Langanesi og í Skrúð auk aðalvarpstöðvanna í Eldey. Möguleikar á nýtingu vatn- anna á Sléttu eru geysilegir, t.d. er Hraunhafnarvatnið nokkuð stórt, og með skipulagðri grisjun væri auðvelt að ná úr því all- mörgum tonnum af bleikju og urriða á hverju sumri. Áríðandi er að nota rétta möskvastærð við veiðarnar, þ.e. þann möskva sem skilar mestri þyngd miðað við lögn. Þá er einnig mikilvægt að láta netin ekki liggja of lengi, helst ekki lengur en 6 til 8 tíma og blóðga fiskinn með hníf en ekki hálsbrjóta hann og láta hon- um blæða út í vatni. Ef heitt er í veðri þarf að kæla hann niður í ís strax og komið er í land. GG mars til júní hefur náöst að vinna upp um 100 tonn af sölu- samdrætti þeim sem varð mán- uðina á undan. Verðlækkun á lambakjöti á lágmarksverði er 16% miðað við verð í febrúar og 25% ef miðað er við verð er gilti fyrir síðastliðin áramót. Þessar upplýsingar komu fram í samtali við Þórhall Arason, í Landbúnaðarráðuneytinu, en hann hefur umsjón með sölu- átakinu „lambakjöt á lágmarks- verði“. Þórhallur sagði að endan- legar sölutölur fyrir júní- og júlí- mánuð lægju ekki fyrir og því ekki unnt að dæma fullkomlega um árangur söluátaksins. Hann sagði að margt benti til að sölu- samdráttur miðað við sama tíma á síðasta ári gæti orðið um 350 tonn. Sala á kjöti hefði almennt minnkað á síðasta ári og væri lambakjötið þar engin undan- tekning. Þórhallur kvaðst hafa kannað nokkuð stöðu lamba- kjötsins miðað við aðrar vöruteg- undir og hefði komið í ljós að samdráttur í sölu þess væri ekki umfram aðra sambærilega vöru. Aðspurður um áhrif af auglýs- ingaherferð Spaugstofumanna sagði hann að erfitt væri að dæma um hana, helst þyrfti að hafa annað ísland við hliðina þar sem engir „spaugarar“ hefðu staðið að auglýsingum, til að fá raun- hæft mat. Hins vegar hafi verið áhugavert að vinna með þessum vinsælu skemmtikröftum þegar kom í ljós að þeir voru tilbúnir til þessa samstarfs. ÞI.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.