Dagur - 18.08.1990, Síða 3
Laugardagur 18. ágúst 1990 - DAGUR - 3
fréttir
F
Áætlað er að nýta Bakkahlíð 39 fyrir gamalt fólk sem er nokkuð sjálfbjarga, en vantar húsnæði eða félagsskap.
Bakkahlíð 39 á Akureyri sem sambýli aldraðra:
Góð og þörf viðbót
segir Björn Þórleifsson, deildarstjóri öldrunarmála
Mynd: Golli
Nýverið keypti Akureyrarbær
einbýlishúsið Bakkahlíð 39 á
Akureyri með 85% láni frá
Húsnæðisstofnun. Að sögn
Björns Þorleifssonar, deildar-
stjóra öldrunarmála á Akur-
eyri, fékk Akureyrarbær tíu
lánsloforð á þessu ári vegna
félagslegra íbúða og hyggst
nýta sér tvær heimildir til
kaupa á tveimur einbýlishús-
um, sem verða nýtt fyrir sam-
býli aldraðra.
„Fyrri heimildin var nýtt til
kaupa á Bakkahlíð 39 og þessa
dagana eru byggingafræðingar
Akureyrarbæjar að gera úttekt á
öðru húsi, sem þykir heppilegt til
þessara nota. í Bakkahlíðinni er
rými fyrir átta aldraða, en húsið
verður afhent 1. september og þá
hefjumst við handa við að útbúa
húsið þannig að það geti gegnt
sínu hlutverki. Við höfum aug-
lýst eftir forstöðumanni fyrir
sambýlið að Bakkahlíð 39 og
umsóknarfresturinn rennur út í
dag. Félagsmálaráð heldur fund í
dag og þar ræðst hvenær starfsem-
in hefst, hvort það verður í haust
eða um áramót.
Þetta form öldrunarþjónustu
er nýtt á Akureyri, en í Kópavogi
er komin reynsla á þessa skipan
mála og eins má segja að þessi
þjónusta sé svipuð þeirri sem
veitt er úti á landsbyggðinni á
smærri stöðum samanber á
Þórshöfn. Sambýli aldraðra í
Bakkahlíð 39 verður fyrir gamalt
fólk sem er nokkuð sjálfbjarga en
vantar húsnæði eða félagsskap,
því víða er gamalt fólk eitt í hús-
eignum sínum og líður vegna
einsemdar. Þetta er góð og þörf
viðbót við þá þjónustu sem veitt
er öldruðum og okkur til ráðu-
neytis um þessi mál er þjónustu-
hópur aldraðra sem er mjög ráð-
gefandi," sagði Björn Þórleifs-
son, deildarstjóri öldrunarmála.
ój
Húsavík:
Byggt villt og galið í sumar
Heilmikið er um að vera í
byggingaframkvæmdum á
Húsavík í sumar, að sögn
Pálma Þorsteinssonar, bygg-
ingafulltrúa. Fimm einbýlishús
eru í smíðum og framkvæmdir
að hefjast við það sjötta. Tvö
raðhús eru í smíðum, fram-
kvæmdir að hefjast við það
þriðja og sótt hefur verið um
lóðir fyrir tvær raðhúsalengjur
við Stekkjarholt, auk þess sem
bygging 12 íbúða fjölbýlishúss
hefur verið boðin út.
Hitaveita Akureyrar:
í Gerðahverfi I
þarf helst að klárast fyrir haustið
Lagt
Þessa dagana eru starfsmenn
Hitaveitu Akureyrar að hefja
framkvæmdir við hitaveitulögn
í nýjasta íbúðahverfi Akureyr-
arbæjar, Giljahverfi I.
„Menn eru allt í einu farnir að
byggja hver um annan þveran,“
sagði Franz Árnason, vatns- og
hitaveitustjóri. „Við vorum farn-
ir að sjá fram á að við þyrftum
ekki að vinna nema mjög tak-
markað í hitaveitulögnum í
Giljahverfi I á þessu ári, en ég fæ
ekki séð annað en við verðum
fyrir haustið að ljúka við lagnir í
hverfið. Við höfum svo sem
ekkert á móti því,“ sagði Franz.
Hann sagði að í raun væri um að
ræða tiltölulega fáar heimtaugar
OKUM eins og menni
Aktu
eins og þú vilt
að aorir aki!
«iæ
FEROAR
því í þessum fyrsta áfanga væri
eingöngu fjölbýlis- og raðhús.
óþh
Af öðrum framkvæmdum má
nefna að unnið er við innréttingu
kennslustofa í íþróttahúsinu,
hafnar eru framkvæmdir við við-
byggingu grunnskólans, inni-
vinna við heilsugæslustöðina
stendur yfir, verið er að byggja
Brekkuhvamm, en þar eru fjórar
búseturéttaríbúðir fyrir aldraða,
nýlega var byrjað á byggingu
sjóminjasafns við Safnahúsið og
verið er að ljúka við buslulaug
við sundlaugina. Bygging nýs
Shellskála stendur yfir og fyrr í
sumar var Essoskálinn stækkað-
ur. Auk þessa standa fyrirtæki og
einstaklingar fyrir ýmsum minni
breytingum og framkvæmdum á
húsnæði sínu. IM
Hugmyndasamkeppni Atvinnumála-
nefndar Akureyrarbæjar í vetur:
„Framkvæmdafólkid vantar“
- segir Þorleifur Þór Jónsson
„Þaö er lítisvirðing við skatt-
greiðendur og eins verðlauna-
hafa að Atvinnumálanefnd
hefur ekkert aðhafst annað en
að velja bestu hugmyndirnar
og veita síðan verölaunin,“
sagði viðmælandi Dags, er
hann var að kvarta vegna
úrvinnslu Atvinnumálanefndar
á verðlaunahugmyndunum um
ný atvinnutækifæri á Eyja-
fjarðarsvæðinu.
Þrenn verðlaun voru veitt
vegna hugmynda um rekstur
buxnaverksmiðju, gerð minja-
gripa og málmsteypu smærri
hluta. Að sögn Þorleifs Þórs
Jónssonar hjá Iðnþróunarfélag-
inu hefur verið unnið að málum
þessum. Sigurður P. Sigmunds-
son tók að sér hugmyndina um
buxnaverksmiðjuna, Steinþór
Ólafsson málmsteypuna og hann
minjagripahugmyndina.
„Er að mér snýr, þá er hug-
myndin til staðar og raunveru-
lega fullmótuð. Það sem vantar
er framkvæmdaaðili, frumkvöð-
ull, til að taka málið að sér. Ég
ætla að vona að þessi sem kvartar
gangi ekki með þá grillu í höfð-
inu, að við starfsmenn Iðnþróun-
arfélagsins séum hér að störfum
við að reka fyrirtæki úti í bæ, eða
munum reka þau fyrirtæki sem
væntanlega yrðu stofnuð um hug-
myndirnar. Aðstandendur sam-
keppninar höfðu vonast til, að
þeir sem áttu verðlaunahug-
myndirnar tækju þær að sér, en
svo reyndist ekki vera, þeir höfðu
ekki bolmagn til þess. Það sem er
meinið er að menn eru almennt
kvartandi yfir að ekkert sé gert,
en eru síðan mjög tregir til að
taka áhættu sem alltaf fylgir
nýsköpun. Ég auglýsti eftir hug-
myndum af minjagripum, fékk
10-15 hugmyndir og fáar voru
hæfar til fjöldaframleiðslu.
Nokkrar eru stórsnjallar, fram-
kvæmdafólkið vantar. Því er
spurt. Hvar eru frumkvöðlarnir,
fólk athafna og frumkvæðis?
Verlaunahafarnir fengu verð-
launin til að auðvelda þeim að
koma málum lengra en það brást.
Þessi er staðan í minjagripamál-
inu og svipaða sögu er að segja
um málmsteypuhugmyndina,"
sagði Þorleifur Þór.
Að sögn Sigurðar P. Sig-
mundssonar, þá fór fyrstu verð-
launahafinn Erlingur Aðalsteins-
son, klæðskeri og verslunareig-
andi, til Þýskalands til viðræðna
um buxnaverksmiðjuna og nú er
beðið eftir nánari upplýsingum
erlendis frá. ój
Tilboð óskast
í þessi ökutæki, sem skemmst hafa í umferðar-
óhöppum.
Peugeot 309 GTi........ árg. 1989
Subaru Elo de luxe .... árg. 1988
Subaru 1800 GL 4WD .... árg. 1987
MMC Tredia 4WD ........ árg. 1986
Toyota Corolla GT..... árg. 1985
Ford Escort 1300 LX.... árg. 1984
Mazda E 1600 pick up .. árg. 1981
BMW 518 ............... árg. 1980
Kawasaki ZX-10 bifhj... árg. 1988
Kawasaki GPX 550 bifhj.. árg. 1985
Ökutæki þessi verða til sýnis í Tjónaskoðunar-
stöð VÍS að Furuvöllum 11, Akureyri, mánud. 20.
og þriðjud. 21. þ.m.
Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00
þriðjud. 21.
VAiRYGGINGAFFMG
WÍIf ÍSLANDS HF
Svæðisskrifstofa Akureyri.
Dags.
SVARSEÐILL
Beiðni um millifærslu
áskriftargjalds
□ Er áskrifandi
□ Nýr áskrifandi
Undirritaður óskar þess að
áskriftargjald Dags verði
framvegis skuldfært mánaðarlega
á greiðslukort mitt.
Kortnr.
Gildir út:
Nafnnr.:
ASKRIFANDI:
HEIMILI:____
PÓSTNR.-STAÐURl
SIMI:
Strandgötu 31 Sími 96-24222
UNDIRSKRIFT.