Dagur - 18.08.1990, Side 4

Dagur - 18.08.1990, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 18. ágúst 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, PÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Takmörkun vígbúnaðar í Norðurhöfum Nú er nýlokið á Akureyri ráð- stefnu um takmörkun víg- búnaðar og „traustvekjandi aðgerðir" á Norðurhöfum. Það var Alþjóðastofnun Háskóla íslands, með stuðn- ingi íslenska utanríkisráðu- neytisins, sem gekkst fyrir ráðstefnunni í samvinnu við bandaríska rannsóknastofn- un á sviði öryggis- og utan- ríkismála. Ráðstefna þessi var óopinber í þeim skilningi að þeir sem hana sóttu gerðu það á eigin vegum og töluðu ekki fyrir hönd stjórnvalda í sínu heimalandi. Engu að síður má fastlega gera ráð fyrir að ráðstefnan hafi verið hin gagnlegasta og skilað nokkrum árangri. Það er engin tilviljun að íslendingar skuli hafa haft frumkvæði að því að boða til ráðstefnu um takmörkun víg- búnaðar á Norðurhöfum. Staðreyndin er sú að þótt afvopnunarviðræður stór- veldanna hafi skilað umtals- verðum árangri á undanförn- um árum, hefur sá þáttur er snýr að takmörkun vígbún- aðar á höfunum orðið útund- an. Vígbúnaður á höfunum er eina tegund vígbúnaðar sem enn hefur ekki verið tekin inn í afvopnunarviðræður aust- urs og vesturs. Þvert á móti bendir margt til þess að víg- búnaðarkapphlaupið á höf- unum hafi magnast á undan- förnum árum í réttu hlutfalli við takmörkun vígbúnaðar á landi. íslendingar mega ekki horfa á þetta hlutlausir, né þá hættu sem þessu fylgir. Kafbátar og skip hlaðin kjarnavopnum eru á siglingu á Norður-Atlantshafi allan ársins hring og þarf ekki einu sinni styrjöld til að alvarlegt og óbætanlegt tjón hljótist af. Svipað slys og henti í Tjernobyl árið 1986 gæti hæglega átt sér stað í hafinu við ísland, t.d. vegna mann- legra mistaka um borð í ein- hverju þessara stríðstóla. Slíkt myndi hafa geigvænleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir íslenskt þjóðfélag. Vitað er að nokkur and- staða ríkir hjá hinum rót- grónu flotaveldum gegn öll- um hugmyndum um að draga úr vígbúnaði á höfunum. Sú andstaða byggist væntan- lega fyrst og fremst á því að stórveldin telja ekki tíma- bært að ræða þennan þátt vígbúnaðarkapphlaupsins að svo stöddu. Ljúka þurfi öðrum afvopnunarviðræðum fyrst og sjá hvaða árangri þær skila. Með tilliti til þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir okkur íslendinga, hljót- um við að vona að takmörkun vígbúnaðar á höfunum hefj- ist sem allra fyrst. Fyrsta skrefið er að fjarlægja mestu ógnvaldana, þ.e. kjarnavopn- in, og við hljótum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif í þá átt. Þess vegna eigum við að láta þessi mál til okkar taka af röggsemi og láta rödd íslands heyrast á alþjóða- vettvangi, hvar og hvenær sem því verður við komið. Ráðstefnan sem haldin var á Akureyri í vikunni að frum- kvæði íslenskra aðilja er skref í rétta átt. BB. ri til umhugsunar Mottur og tréhestar Eftir Þórö Ingimarsson. Fyrir allnokkrum árum, í upphafi olíuævintýris Norð- manna, átti sá sem þetta ritar leið frá Kristjansand, um Setersdalen áleiðis til Bergen. Þrátt fyrir gróðurríkt landslag og milt sumarveður hafa aðrir þættir orðið líf- seigari í vitundinni eftir þessa ferð en hin norska nátt- úrufegurð. Aðstæður fólks og búskaparhættir vöktu ekki síður athygli íslendingsins en umhverfið. Meðfram veginum við sveitabæina mátti líta margvísleg skilti sem gáfu til kynna hvaða búgreinar væru stundaðar auk þeirra hefðbundnu. Keramik, silfursmíði og leðurgerð voru meðal þeirra algengustu. Á bæjunum hafði fólkið komið sér upp litlum verkstæðum og framleiddi minja- gripi af ýmsum kynjum og bauð til sölu við vegarkant- inn. Þennan iðnað stundaði fólkið ásamt öðrum bú- Tékstri, sem íslenskum kvótabændum hefði tæpast þótt mikið til koma. Þrjár til fimm kýr voru á beit á litlum túnblettum og á sumum stöðum sáust nokkrar geitur í girðingu eða tjóðri. Víða stóð gömul Volvo eða Fergu- son dráttarvél undir vegg og mátti muna fífil sinn fegri. Nokkrir bændur höfðu valið að sinna ferðaþjónustu og byggt nokkra bjálkakofa, hyttur í útjaðri túna. Þessar vistarverur voru litlar á mælikvarða íslenskra sumar- húsa en reyndust þó hið besta skjól fyrir næturregni eft- ir heitan sumardag. Hagsæld þessa fólks virtist tak- mörkunum sett og kröfur um hin veraldlegu lífsgæði urðu að vera í samræmi við hana. Málmfríður - djúpar rætur í fortíðinni Ástæður þess að framangreind mynd ruddist úr hug- skotinu er grein eftir Málmfríði Sigurðardóttur, þing- mann Kvennalistans, um heimilisiðnað sem atvinnuveg og söluvöru í Morgunblaðinu í byrjun þessa mánaðar. Málmfríður lætur að því liggja að við séum að týna nið- ur þjóðlegri verkmenningu sem verið hafi forsenda þess að komast af í harðbýlu landi á liðinni tíð. Hún telur að þjóð sem standi jafn djúpum rótum í fortíðinni hafi ekki efni á því að glata þeirri kunnáttu niður og reynir að benda á möguleika til að endurvekja íslenskan heim- ilisiðnað sem framleiðsluatvinnuveg landsmönnum til handa. Hún bendir á að með vaxandi komum erlendra ferðamanna hafi orðið ljós átakanlegur skortur á sölu- varningi sem beri einkenni lands og þjóðar, því við höf- um ekki öðlast þekkingu á þeim sannindum að ferða- menn vilji gjarnan kaupa sértæka muni sem minna þá á hvaða lönd þeir hafi gist. Málmfríður ræðir um að við getum margt lært af Skandínövum varðandi þjóðlegan heimilisiðnað og sölu minjagripa til erlendra ferða- manna. Hún fjallar um nauðsyn þess að koma upp verkstæðum þar sem fólk sameinast um vinnuaðstöðu og bendir sérstaklega á heimilisiðnaðinn sem heppilega atvinnugrein í hinum dreifðari byggðum þar sem atvinnuskortur hafi víða gert vart við sig. Heimilisiðnaður - annað hlutverk Hverri þjóð er nauðsynlegt að leggja rækt við menning- ararf sinn. í því tilviki er heimilisiðnaður ekki undan- skilinn. Því má hins vegar ekki gleyma að fyrri atvinnu- hættir hörfa fyrir öðrum. Framþróun hefur fært okkur nýjar leiðir til að draga björg í bú og framfleyta ein- staklingum og fjölskyldum hvar á landinu sem þær lifa. Vegna fátæktar þjóðarinnar um aldir miðaðist allur heimilisiðnaður við notagildi. Efni til framleiðslu voru af skornum skammti og allt varð að nýta ef kynslóðirn- ar áttu að komast af. Menn rugla stundum saman heim- ilisiðnaði og nytjalist. Mörkin þar á milli geta verið óljós. En framleiðsla minjagripa til sölu á markaði erlendra ferðamanna flokkast fremur undir list sem hönnuðir koma til með að skapa. Þar liggur vísir að atvinnuvegi sem framleitt gæti þjóðlega listmuni til að minna erlenda ferðalanga á að þeir hafi gist á íslandi á ferðum sínum um veröldina. Það er út af fyrir sig rétt hjá Málmfríði að þessum þætti ferðamála þarf að sinna af meira framtaki en nú er gert. En hann verður einnig að vinna af innri eðlishvöt þeirra listamanna er leggja sköpun nytjalistar og framleiðslu minjagripa fyrir sig. Það á lítið skylt við endurvakningu atvinnuhátta frá dimmum tímum íslandssögunnar. Atvinnulífíð - stórtækari lausnir Fólk sem byggir landsbyggðina hefur ekkert síður möguleika til að sinna listsköpun svo framarlega sem það hefur hugmyndaauðgi og kunnáttu til að bera. Það er hins vegar misskilningur að framleiðsla minjagripa geti orðið stór atvinnuvegur. Jafnvel leyst aðra starf- semi af hólmi þegar illa árar hjá framleiðslugreinum þessa lands. Til þess er sú framleiðni er hann hefur möguleika til að skapa allt og lítil. íslenskt atvinnulíf og þá ekki síst atvinnulíf á lands- byggðinni þarfnast stórtækari lausna. Halda verður utan um sjávarútveginn og sjá til þess að fólk hafi lífs- viðurværi af framleiðslu verðmæta úr sjávarafla þótt skammgóður vermir þess að flytja hráefnið úr landi geti boðist okkur af og til. Hlú verður að landbúnaði og kappkosta gæðaframleiðslu sem ein og sér getur haldið umfram matvælum Evrópuþjóða frá landinu ef samein- ing Evrópumarkaðar krefst ótakmarkaðra viðskipta milli þjóða á þeim vettvangi. Nýta verður orkulindir landsins í samvinnu við útlendinga sem vilja reisa verk- smiðjur hér og skapa þar með vinnu fyrir Islendinga en ekki taka upp skammsýni gámaútflutningssinna í sjáv- arútvegi. Það er gert þegar boðað er að selja raforku úr landi gegnum streng á hafsbotni. Slíkt er ekkert annað en að skipa þjóðinni á lægsta stig útflutningsmenningar og er furðulegt að finnast skuli menn sem vilja henni það hlutskipti. íslenskt atvinnulíf skortir stórtækari lausnir sem byggjast á þeim atvinnuvegum sem hér eru stundaðir og einnig þeirri orku sem í landi okkar er að finna. Tréhesta- og mottubændur Sá misskilningur, að við getum lifað af dútli, virðist hafa fest rætur sem einhverskonar vorgróður innan Kvennalistans. Á sama tíma og Kvennalistakonur mæla gegn stærri framkvæmdum í atvinnumálum telja þær upp hina ýmsu þætti smáiðnaðar. Málmfríður ræðir um útskurð og vefnað. Það virðist vera þeim einhverskon- ar hugsjón að landsbyggðin fari að líta út eins og hin norska í Setersdalen á áttunda áratugnum. Mottur og tréhestar til sölu, verði á skiltum við vegina. Rúturnar stöðvi og ferðamennirnir leggi gjaldeyri í lófa tréhesta- og mottubænda. Það er því til umhugsunar að öfl eru með þjóðinni sem vilja beina atvinnuvegum hennar í farveg dútlsins. Þótt einhverjir hafi þar ánæju og hag af verður dútlmennskan aldrei undirstaða framfara og þeirrar hagsældar sem allur íslenskur almenningur kýs sér.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.