Dagur - 18.08.1990, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 18. ágúst 1990
matarkrókur
Hallfreður
Örgumleiðason:
Gestrisni
Eldað með „varía-
sjómim“ og slaufum
- Práinn Karlsson býður upp á
sjávarfang í ofni
Pað er leikarinn Práinn
Karlsson sem er í matar-
króknum að þessu sinni.
Réttinn, sem Práinn býður
lesendum upp á, kallar
hann sjávarfang í ofni og
segir að þótt kjötið sé gott sé
fiskurinn betri. „Pessi réttur
hefur þann kost að ekki
þarfað þvælast með grömm
en þau eru eitur í mínum
beinum. Pað má prjóna
þetta af fingrum fram eða
eins og konan sagði: „allt
má vera rúmt tœpt.“ Pað
má elda þetta með „varía-
sjónum“ og slaufum."
Þráinn segist matreiða tölu-
vert. Hann fór á sínum tíma til
sjós sem kokkur en kunni þá
ekki einu sinni að elda hafra-
graut að eigin sögn. „Móðir mín
gaf mér þá Jónínubók sem er
örugglega besta matreiðslubók
sem hefur verið skrifuð. í henni
er lagður grunnur að allri
matargerð, a.m.k. minni eigin,“
segir hann.
En víkjum þá að sjávarfang-
inu. Þráinn notast gjarnan við
eftirfarandi hráefni:
2 meðalstór ýsuflök.
Lúða og skötuselur til helminga
á móti ýsunni (skötusel er oft
erfitt að fá en notast má við
eitthvað annað).
1 bréf eða pakkning af hörpu-
diski.
Slatti af rœkjum.
2 gul epli.
2 meðalstórir laukar auk gras-
lauks og púrrulauks ef til eru.
1 peli rjómi.
Steinselja, blandað fiskkrydd,
salt og pipar.
Aðferð:
Fiskurinn skorinn úr roðinu
og beinin fjarlægð. Skorinn í 2-
3 cm bita. Eplin skorin í litla
bita (u.þ.b. lxl cm), laukurinn
saxaður smátt og graslaukurinn
og púrran sömuleiðis.
Þráinn notar leirpott en
einnig má notast við eldfast mót
eða fat. Potturinn er smurður
að innan með smjörlíki eða
matarolíu og fisknum raðað í
hann þannig að fyrst kemur
ýsan, þá lúðan og loks skötusel-
urinn. Kryddað er yfir hvert
lag, lauk og eplum stráð yfir og
síðan koll af kolli þar til allt er
komið í pottinn. Hörpudiskur,
rækjur og rjómi bíða.
Þegar í pottinn er komið er
lokið sett á og honum stungið í
heitan ofn. Þar er þetta látið
malla við 180 gráður meðan
kartöflurnar sjóða (suðutími og
hitastig getur verið breytilegt).
Meðan fiskurinn bakast og
kartöflurnar sjóða er tilvalið að
laga salat sem er nauðsynlegt að
hafa með. í það má t.d. nota:
'ó-l kínakál.
V2-I epli.
V2-I paprikku (litur eftir
smekk).
'A eða kvartdós ananashringir 4-
safinn úr dósinni.
Lítill ostbiti (u.þ.b. 100-150 g).
V2 meðalstór gúrka.
1-2 tómatar.
Smávegis af lauk-graslauk-
púrrulauk.
Þetta er skorið í smábita eða
sneiðar og kryddað með
sítrónusafa eða pipar. Þá er ein
matskeið af matarolíu sett útí
og öllu hrært saman. Salatskál-
ina má svo skreyta með kiwi-
sneiðum, vínberjum eða hverju
sem hentar.
Þegar fiskurinn hefur verið
nægan tíma í ofninum er hörpu-
diski og rækjum stráð yfir,
rjómanum hellt útá og stein-
selju sáldrað yfir. Loks er pott-
inum stungið augnablik í ofninn
aftur.
Á eftir er gott að fá sér þykka
sneið af hunangsmelónu með
þeyttum rjóma og sultuslettu
(hindberja- sólberja- eða rabb-
arbarasultu). Máltíðinni lýkur
svo með bolla af sterku og góðu
kaffi.
Þráinn segir að fiskur sé ekki
í neinu sérstöku uppáhaldi hjá
sér enda sé hann alæta á mat.
„En fiskur er afskaplega góður
matur og hann má matreiða á
óteljandi vegu.“
Þráinn hefur skorað á Hann-
es Örn Blandon, prest í Grund-
arþingum, sem tók því ljúflega
og mætir til leiks að hálfum
mánuði liðnum. JHB
Góðan daginn, gestrisna þjóð.
í sumar höfum við enn fengið
staðfestingu á þeim tvískinn-
ungi sem er einn ríkasti þáttur-
inn í fari okkar. Hér á ég sér-
staklega við móttöku ferða-
manna. Annars vegar viljum
við bjóða alla velkomna og
flagga gestrisni okkar en hins
vegar erum við sólgnir í allt
það fé sem ferðamenn kunna
að hafa handbært. Þessi ólíku
viðhorf hafa oft mikla tog-
streitu í för með sér og það er
ljóst að full þörf er á samræm-
ingu. Eða hvaða vit er t.d. í
því að okra á óætu skyndifæði
en leyfa ókeypis aðgang að
náttúruperlum sem allir eru
komnir til að sjá? Eða að leyfa
ítölskum sjóliðum að svala
þörfum sínum án endurgjalds?
Margir hafa risið upp og
gagnrýnt íslenskt kvenfólk fyr-
ir lauslæti en ég vil frekar kalla
þetta skipulagsleysi. Allir vita
að karlmenn þurfa útrás, ekki
síst þeir sem sigla um höfin blá
langtímum saman. íslenskar
hetjur hafsins sigla út og koma
við á sérstökum stofnunum í
Þýskalandi og Hollandi þar
sem þeir létta á spennunni og
þurfa að borga ríflega fyrir
greiðann. Þetta er ekki gest-
risni heldur viðskipti. ísland er
hins vegar einstök paradís í
augum erlendra skipshafna.
Sjóliðarnir þurfa ekki einu
sinni að leita að kvenfólkinu,
hvað þá að borga fyrir stund-
argamanið, þeir fá allt upp í
hendurnar.
Ég hef haft lúmskt gaman af
því að fylgjast með lesenda-
bréfum dagblaðanna eftir heim-
sókn ítölsku sjóliðanna. Karl-
menn eru sárir og afbrýðisamir
og siðprútt fólk talar um
„ástandið“ endurvakið. Konur
sem komnar eru af léttasta
skeiði fá glýju í augun og tala
um fallegu og kurteisu dátana,
saklausar augnagotur, pör að
leiðast, feimnislegar snertingar
í Hljómskálagarðinum. Þvílíkt
bull. Ég hef sjálfur búið í
Reykjavík og orðið vitni að
komu erlends herskips. Það
sem dátarnir og stúlkurnar
greiðviknu aðhöfðust átti
ekkert skylt við sakleysi og
mér eru minnisstæðar lýsingar
félaga míns sem keyrði strætis-
vagn á ástandinu sem skapað-
ist á Hlemmi að kvöldlagi. Þar
var ekki verið að fela neitt.
Nei, við vitum alveg hvað
íslenskar stúlkur bjóða þessum
ferðalöngum en mér finnst
sjálfsagt að virkja krafta þeirra
í þágu þjóðarinnar. Ríkisrekin
stofnun sem kæmi til móts við
þarfir þjáðra karlmanna væri
af hinu góða. Það á ekki að líð-
ast að dátarnir skilji ekkert eft-
ir sig nema einstaka króga,
kynsjúkdóma og lesendabréf.
Við verðum líka að láta við-
skiptasjónarmiðin ráða í ferða-
þjónustunni því þótt íslensku
stúlkurnar séu þekktar um all-
an heim þá skila þær engu í
kassann.
Víkjum að öðru dæmi. Ég
heimsótti nokkra vinsæla
ferðamannastaði í sumarleyfi
mínu, svo sem Dimmuborgir,
Ásbyrgi, Hljóðakletta og
Dettifoss. Hvarvetna ruddust
túristarnir hver um annan
þveran og hrifust af náttúrunni
skipulags- og endurgjaldslaust.
Það er eitthvað bogið við
þetta. Sumar perlur eru illar
farnar af átroðningi. Aðgangur
er takmarkaður og menn reyna
að væia peninga út úr ríkinu til
að lagfæra skemmdirnar. Á
sama tíma ráfa ferðalangar um
þessar perlur án þess að þurfa
að greiða aðgangseyri. Þetta er
fráleitt og ég krefst gjaldtöku.
Ég er aðeins að tala um sann-
gjarnt gjald á haus sem rennur
í rekstur viðkomandi náttúru-
perlu. Hausarnir eru margir og
gjaldið þarf því ekki að vera
hátt.
Lítum t.d. á Hljóðakletta,
fremur afskekkta paradís. Það
mætti lagfæra veginn þangað,
merkja gönguleiðir betur,
koma upp greiðasölu, vera
með leiðsögn og þjóðlegar
uppákomur, selja minjagripi
og að sjálfsögðu þyrftu allir að
greiða aðgangseyri við hliðið.
Þannig er þessu háttað á ferða-
mannastöðum í öðrum
löndum.
Ráðstafanir af þessu tagi
þyrfti að gera víða um land.
Þetta er spurning um að sam-
ræma gestrisni og gjaldtöku og
byggja upp skynsamlega ferða-
þjónustu. Við megum ekki láta
nauðga okkur endalaust. Rís-
um upp og reynum að ráða yfir
eigin landi. ísland er þrátt fyrir
allt sjálfstætt ríki.
og gjaldtaka