Dagur - 29.08.1990, Síða 3

Dagur - 29.08.1990, Síða 3
frétfir Miðvikudagur 29. ágúst 1990 - DAGUR - 3 1 r- 50 manna fundur stendur yfir á Akureyri: Fulltrúar Norðurlandanna funda um íþróttamálefni Fuiltrúar norrænna ráðuneyta, íþróttasambanda og sveitar- stjórna halda regluiega með sér fundi þar sem fjallað er um þau málefni íþrótta á Norður- löndunum, sem efst eru á baugi hverju sinni. Slíkur fundur stendur nú yfir á Hótel KEA á Akureyri; hófst 27. ágúst og lýkur 30. ágúst, og sækja hann um 50 manns. Fundurinn á Akureyri er tví- skiptur þar sem fyrst er rætt um málefni eins og stuðning Norður- landaráðs við íþróttir. afstöðu Norðurlanda til alþjóðlegs sam- starfs í íþróttum og samstarf um þessi mál innan Evrópuráðsins og UNESCO. Á fundinum verður sérstaklega rætt um afstöðu Norðurlanda til væntanlcgra afskipta Evrópuhandalagsins af íþróttum en gera má ráð fyrir verulegum umsvifum og fjár- magni úr þeirri átt. Á seinni liluta fundarins verð- ur bygging íþróttamannvirkja á dagskrá og gera fundarmenn þar grein fvrir ýmsum nýjustu fram- kvæmdum á því sviði og skvra frá reynslu sinni af hyggingu og rekstri mannvirkjanna. Fundinum á Akureyri Iýkur sem fyrr segir á föstudag en dag- inn eftir vcröur hoðaö til kynn- ingarfundar í Reykjavík um byggingu íþróttamannvirkja. Þar mun einnig verða gerö grein fyrir n i ö u rs t öð u m A k u re y ra rf u n d a r- ins og rætt sérstaklega um efni eins og gervigrasvelli og gólf í íþnittahúsum. BB. Aðalfundur Landssamtaka sauðQárbænda: Lífleg umræða um nýjan búvörusamning: Opnað verði fyrir tilfærslu með framleiðslurétt þegar jafnvægi hefur náðst Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda lagði áherslu á að reynt verði að tryggja sauð- fjárbændum sem besta afkomu- möguleika. Fundurinn lagði einnig áherslu á að opnað verði fyrir tilfærslu með fram- leiðslurétt þegar jafnvægi næð- ist í framleiðslu og sölu kinda- kjöts. Þetta kemur fram í áliti nefndar sem fjallaði um gerð nýs búvörusamnings. í fyrstu grein ályktunar aðal- fundarins um búvörusamning segir að reynt verði að tryggja sem best afkomumöguleika sauð- fjárbænda en stuðla jafnframt að lækkuðum framleiðslukostnaði og aukinni hagkvæmni. Þá segir að opna verði fyrir tilfærslu á framleiðslurétti þegar jafnvægi hefur náðst í sölu og framleiðslu. Niðurgreiðslur komi á fram- leiðslustig og verði greiddar bændum sem hluti afurðaverðs og leiði til þess að neytendur geti fengið afurðir á lágu verði frá afurðastöð frá og með sláturtíð. í ályktuninni segir einnig að verði um markaðstengdan bú- vörusamning að ræða sé mikil- vægt að tryggilega verði frá því gengið að samkeppnisstöðu greinarinnar verði ekki spillt. Lágmarkstími slíks samnings verði fjögur ár og magnsamning- ur miðist við sölu meðaltals tveggja undangenginna ára ásamt eðlilegum birgðum og útflutningi með 4% útflutningsbótarétti. Þá segir að verði nauðsynlegt að skerða framleiðslurétt skuli það að mestu leyti verða gert með uppkaupum eða leigu fram- leiðsluréttar. Óvirkur fram- leiðsluréttur geti verið áfram á jörðum, frystur enda þiggi fram- leiðslurétthafinn engar greiðslur fyrir rétt sinn. Landssamband sauöfjárbænda telur gagngera endurskoðun á rekstri sláturhúsa nauðsyn- lega. Einnig er talin þörf á að bæta og auka verkkunnáttu þeirra sem starfa við slátrun sauðfjár. í ályktun frá aðalfundi Lands- sambands sauðtjárbænda segir að þess sé farið á leit við land- búnaðarráðherra að hann beiti Lífeyrissjóður bænda verði verði efldur og þeim gefinn kost- ur á sómasamlegum lífeyri fyrr en nú er gegn frystingu eöa sölu framleiðsluréttar. Jarðasjóöur verði einnig efldur svo hægt verði að kaupa upp jarðir scm falla úr ábúð vegna framleiðslusamdrátt- ar og ekki seljast á almennum markaði. Að lokum segir í ályktuninni aö birgðastaða í upphafi nýs samnings verði núll. ÞI. sér fyrir gagngerri endurskoðun á rekstri sláturhúsa. í því sambandi sé ekki óeðlilegt að nefnd sú cr skipuð var við gerð síðustu kjara- samninga og ætlað er að vinna að tillögum um hagræðingu í land- búnaði verði falið þetta verk. I>á hvetur aðalfundurinn einnig til þess aö verkkunnátta þess fólks sem vinnur í sláturhúsum verði bætt með námskeiðshaldi og auk- inni fræðslu. " 1>I. Endurskoðun á rekstri sláturhúsa: Verkkunnátta fólks er vinnur við slátrun verði aukin Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefst í dag að Reykjum í Hrútafirði: Búvörusamningur aöalmál Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefst í dag að Reykjum í Hrútafirði og mun hann standa fram á föstudagskvöld. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa má búast við að hug- myndir um nýjan búvörusamn- ing verði ofarlega á baugi á fundinum. Aðalfundurinn verður settur kl. 13 og hálfri stundu siðar hel'st skýrsla Hauks Halldórssonar. formanns Stéttarsambandsins. Því næst stígur Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra í pontu en að hans ræðu lokinni flytja gestir ávörp. Síðari hluta dags veröa birtir reikningar Stéttarsambandsins og Bændahallarinnar og tlutt grein- argerð um störf Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Morgundagurinn veröur að mestu helgaöur nefndastörfum en síðdegis hefst afgreiösla mála úr nefndum. JÓH Akureyrarmót í sjóstangveiði um næstu helgi: Tæplega 60 bleyta færin Skráningu í Akureyrarmótið í sjóstangveiði lauk uin helgina, en inótið hefst nk. föstudag. Alls bárust um 58 skráningar og er það eitthvað minni þátt- taka en undanfarin ár. Hugs- anleg skýring á því er sú að meira framboð er orðið af sjóstangveiðimótum uin þessar mundir en verið hefur og stuttur tími á milli móta. Um helmingur keppenda er frá Akureyri en einnig mæta sveitir frá Siglufirði. Hauganesi. Vest- mannaeyjum, Reykjavík. Kefla- vík og ísafirði. Frá flestum þess- um stöðum koma karla- og kvennasvcitir en óvenju fáir keppendur eru frá Reykjavík. Akureyrarmótið verður sett nk. fimmtudagskvöld á Hótel KEA en síðan hefst veiðin árla á föstudagsmorgni og lýkur á laug- ardag. Lagt veröur upp frá Dal- víkurhöfn. Mótinu verður slitið á Hótel KEA að kveldi laugardags- ins. -bjb Skrifstofiitækni ★ Morgumiúni ★ Eftirmiðdagsnám ★ Kvöldnám Aixkin menntun, betrl a. tviiiiTuiTi öi» ul e ikai~ Grciðslukjör við allra hœfi. Innritun og upplýsingar í _ síma 27899. JJjSjjJ ^ Töivufræðslan Akureyri h£ Glcrárgölu 34, IV. hœð. Sími 878!)!). AKUREYRARB/íR FRA GRUNNSKOLUM AKUREYRAR Kennarafundir verða í öllum grunnskólum bæjar- ins mánudaginn 3. september n.k. kl. 10. f.h. Nemendur skulu koma í skólana miðvikudaginn 5. september. í Gagnfræðaskóla Akureyrar komi nemendur sem hér segir: 8. bekkur (13 ára nemendur) kl. 13.00 9. bekkur (14 ára nemendur) kl. 14.30 10. bekkur (15 ára nemendur) kl. 16.00 í öðrum skólum komi nemendur sem hér segir: 8.-10. bekkur (13-15 ára nemendur) kl. 09.00 5,- 7. bekkur (10-12 ára nemendur) kl. 11.00 2,- 4. bekkur ( 7- 9 ára nemendur) kl. 13.00 Skólahverfin verða óbreytt miðað við sl. skólaár. Kennsla í 1. bekk (6 ára nemendur) hefst föstu- daginn 7. september, en áður munu viðkomandi kennarar hafa samband við heimiii þeirra barna sem eiga að fara í 1. bekk og boða þau og aðstandendur þeirra til viðtals í skólunum. Innritun þeirra barna sem flutt hafa í bæinn, eða milli skólasvæða í sumar, fer fram í skólunum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 09.00-12.00. Á sama tíma skal ganga frá innritun eða staðfest- ingu á óskum um gæslu 6-7 ára barna næsta skólaár. Skólastjórarnir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.