Dagur


Dagur - 29.08.1990, Qupperneq 5

Dagur - 29.08.1990, Qupperneq 5
lesendahornið Miðvikudagur 29. ágúst 1990 - DAGUR - 5 Innlegg í jafnréttisumræðuna í framhaldi af lesendabréfi PEL 9. ágúst sl: Er þetta nú allt jafnréttið? Ég spyr eins og PEL (höfundur „Jafnrétti hvað?“, sem birtist í Degi 9. ágúst í lesendahorninu). Ég þakka þér PEL, fyrir þín skrif, því þetta ýtti við mér. Þú og mjög margir aðrir halda að jafnrétti kynjanna sé staðreynd í dag á árinu 1990. Ég er bara ekki sammála þér. Þú nefndir jafnréttisnefndir, jafnréttisfulltrúa (sem enginn er til) og jafnréttislög máli þínu til stuðnings. Þú talar einnig um öfgar kvenna og nefnir Kvenna- lista og Kvennahlaup sem dæmi. Þín skoðun er sjálfsagt ein skýringin á því hvers vegna Kvennalistinn hlaut ekki betri kosningu við síðustu sveitar- stjórnarkosningar, fólk heldur að jafnréttinu sé náð með lögum, ráðum og nefndum, en það er bara ekki svo. Ég er sammála þér í því að nú beri svo furðulega við að hver einasti maður í jafnréttis- nefnd er kona, fyrir utan einn karl sem er varamaður. Þannig var síðasta jafnréttisnefnd einnig. Hvers vegna skyldu karl- menn ekki vera í jafnréttisnefnd, ekkert gaman?; engin völd?; eða finnst þeim þessi nefnd kannski óþarfi? PEL, þér þykir tiltökumál að jafnréttisnefnd sé hrein kvenna- nefnd, en hvað finnst þér þá um hreinu karlanefndirnar: Bygg- inganefnd (konur hafa auðvitað ekkert vit á byggingum); hafnar- stjórn (konur bera að sjálfsögðu ekkert skynbragð á hafnarmál); íþrótta- og tómstundaráð (konur hafa auðvitað aldrei stundað íþróttir og hafa sjálfsagt engan tíma i tómstundir); stjórn veitu- stofnana (konur hættu að sjálf- sögðu að hafa vit á vatni þegar þær hættu að bera það heim). Já PEL, þetta er staðreynd, hvað finnst þér nú um þessar nefndir? í mörgum nefndum situr bara ein kona, eins og t.d. í atvinnumála- nefnd, kjarasamninganefnd (konur eru þó Vi félaga í STAK), skipulagsnefnd, almannavarna- nefnd o.s.frv. Enn þann dag í dag gerist það að konur eru reknar úr vinnu þegar þær koma úr barneignar- fríi. Vel þekkt og virt fyrirtæki hefur komist upp mcð það að víkja konum úr stjórnunarstörf- um þegar þær koma úr barn- eignarfríi, sama hversu lengi og vel þær hafa unnið, allt upp í 8 ár. Þeir karlar sem leystu þær af sitja áfram í þeirra stöðu. Þeim er sagt að það séu breyttar aðstæður hjá þeim og því ekki treystandi fyrir svona ábyrgðar- miídum störfum, þeim er síðan boðið lægra stöðugildi. Ef þær afþakka, þá eru þær einfaldlega reknar. Auðvitað er engin skýr- ing gefin í uppsagnarbréfinu því samkvæmt Préssunni nýlega þurfa vinnuveitendur (að undan- skildu ríkinu) ekki að gefa upp ástæður uppsagnar. Er þetta nú allt jafnréttið PEL? Ég skora á alla, jafnt konur sem karla að þegja ekki yfir misrétti sem þið vitið um. Starfskonur Kvennalist- ans í Reykjavík eru tilbúnar að taka við ábendingum og koma þeim áfram til hóps kvenna sem er r-eiðubúinn að styðja fólk í þeirra baráttu gegn misrétti. Sigurborg Daðadóttir, kvennalistakona. Jafnrétti ekki bara fyrir konur: Vildi ekki karlmann í vinnu Karlavinur hringdi og sagði sögu af heimsókn sinni og vin- konu sinnar á barnaheimili eitt á Akureyri vegna auglýsingar um að þar væru tvær lausar stöður. „Við fórum til þess að sækja um aðra þessa stöðu, ekki fyrir okk- ur sjálfar heldur fyrir manninn hennar. Konan sem tók á móti okkur tók vel í þetta og sagði góðar líkur á að starfið fengist, þangað til hún heyrði að við vor- um ekki að sækja um heldur væri „hætta á“ að hún fengi karlmann í starfið. Þá skyndilega var hún búin að ráða í aðra stöðuna og var að fara að hringja út af hinni. Þetta finnst mér ansi gróft því þó að mér finnist kvennabaráttan hafa átt fullan rétt á sér, þá finnst mér að alveg eins og við réðumst inn í karlaheiminn þá eigi karl- arnir að fá að ráðast inn í kvennaheiminn. Maður konunn- ar er öryrki og má ekki vinna erf- ið störf en um líkamlega erfið störf er ekki að ræða á barna- heimilum, það veit ég af eigin reynslu. Konan sem við ræddum við vissi auk þess ekkert af þess- ari fötlun fyrr en eftir að hún hafði breytt um afstöðu. Hún klykkti svo út með því að segja að hún hefði aldrei á sínum tuttugu ára starfsferli ráðið karlmann í vinnu. Mér finnst rétt að fólk viti af því að svona dæmi finnast líka,“ sagði konan. Leiðin Mývatnsveit - Egilsstaðir: Hvergi hægt að fá morgunkaffi Vegfarandi hringdi „Ég lýsi furðu minni á því að ekki skuli vera hægt að fá sér kaffi- sopa á allri leiðinni Mývatnssveit- Egilsstaðir. Ég lagði af stað um kl. átta frá Reynihlíð áleiðis til Egilsstaða og hafði hug á því að fá mér morg- unkaffi. Það kom hins vcgar í Ijós að allar dyr á algengum áfanga- stað á leiðinni, Grímsstöðum á Fjöllum, voru læstar. Að fara þessa leið er eins og hverfa hundrað ár aftur í tímann og því full ástæða til að bæta úr þessu ástandi." m FISKVINNSLUDEILDIN DALVÍK Sjávarútvegsdeildin á Dalvík/V.M.A. STELPU R-strákar! Langar ykkur ekki til að verða verkstjórar eða jafnvel frystihússtjórar? Fyrsta skrefið í þá átt er nám hjá okkur. Getum enn bætt við nemum í fiskvinnsludeild. Ódýr heimavist á staðnum. Uppl. í síma 61380, 61083 og á kvöldin í síma 61085. AKUREYRARBÆR Mánudaginn 3. september n.k. hefst sala á skuldabréfum fyrir Akureyrarbæ. Bréfin endurgreiðast með einni at'borgun eftir 4, 5, 6 eða 7 ár. Þau eru í 100 þús. kr. einingum og eru seld miðað við 7,5% ársávöxtun. Sölugengi veröbréfa þann 29. ágúst Einingabréf 1 5.059,- Einingabréf 2 ............ 2.752,- Einingabréf 3 ............ 3.333,- Skammtímabréf ............ 1,707- NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Simi 96-24700 Gódar veislur enda vel! Eftir einn -ei aki neinn u UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.