Dagur - 08.09.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 08.09.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. september 1990 - DAGUR - 7 _ Alþjóðlegur dagur læsis í dag: Fólk skUur ekkí alltaf það sem stendur í blöðunum segir Steinunn Stefánsdóttir I dag er alþjóðlegur dagur læs- is en yfirstandandi ár er helgað baráttunni gegn ólæsi í heimin- um. Ólæsi er talsvert í þróun- arlöndunum og í háþróuðum iðnríkjum leynist þetta vanda- mál víða. í tenslum við þetta málefni er forvitnilegt að líta á niðurstöður könnunar sem Steinunn Stefánsdóttir vann sem BA-verkefni í almennum málvísindum og íslensku við Háskóla íslands í vor. Þar athugaði hún þyngd texta og bar niðurstöðurnar saman við svipaðar kannanir á hinum Norðurlöndunum. „Þessi þyngdargreining er til- raun til að gera hlutlægt mat á þyngd texta með því að beita for- múlu á hann. Sú formúla sem ég notaði er sænsk að uppruna og heitir LIX en hún tekur til tveggja atriða í textanum, þ.e. setningalengdar og orðafjölda. Mælingin er síðan þannig að text- inn á að vera þyngri eftir því sem LlX-ið er hærra,“ segir Steinunn um könnun sína. Steinunn athugaði íslenskan texta í barnabókum, bókmennt- um, blöðum og tímaritum auk þess að kanna fræðilegan texta. Niðurstöður úr athuguninni voru mjög svipaðar þeim sem kunnar voru í nágrannalöndunum þannig að barnabókatextinn var léttast- ur, því næst kom bókmenntatext- inn, þá kom textinn í blöðum og tímaritum og þyngstur var fræði- legi textinn. Tvö atriði voru þó eftirtektarverð í athuguninni. Annars vegar það að íslenski bókmenntatextinn reyndist létt- ari en gerist og gengur í ná- grannalöndunum og hins vegar hve þungur texti í dagblöðum reynist vera. Þetta atriði er sér í lagi eftirtektarvert í ljósi þess að einmitt þessi texti er eitt af því fyrsta sem yngstu lesendurnir spreyta sig á, ef frá eru taldar skólabækurnar. „Já, ástæðan fyrir því hve text- inn í dagblöðunum reyndist þungur Iá fyrst og fremst í löng- um setningum. Oft á tíðum held ég að fólk skilji ekki nógu vel það sem stendur í blöðunum. í athug- unum minni tók ég ekki fyrir stuttar fréttir en athugaði lengri fréttagreinar og leiðara en þeir reyndust mjög þungir. Kannski má skýra það með því að leiðara- höfundar reyni beinlínis að skrifa snúinn texta," segir Steinunn. Steinunn segir það hugsanlega skýringu á því hve dagblaðatext- inn er þungur að blaðamenn líti svo á að texti þeirra sé aðeins les- inn einu sinni. „Ég held líka að skýringin kunni að vera sú að blaðamenn í dag eru ekki komnir inn í þessa stétt vegna þess að þeir hafi sér- stakan áhuga á að skrifa íslensku eins og var algengt áður fyrr. Núna gerast menn blaðamenn mun frekar vegna þess að þeir hafa áhuga á málefnum líðandi stundar. Þessu til viðbótar er hraðinn og sú krafa á blöðin að standa sig í samkeppni við ljós- vakamiðlana,“ segir Steinunn. En hve mikið lesa íslendingar á degi hverjum? Og hvaða texti nær best til fólksins? Steinunn bendir á að í daglega lífinu dynur yfir fólk mikil holskefla af óvönd- uðum texta. „Hjá mörgu fólki eru sjónvarpsþýðingar sá texti sem þetta fólk les mest af á hverj- um degi. Gæði þessa texta eru mjög lítil, sér í lagi gæði þýðinga á myndböndum þar sem borið er á borð fyrir fólk hrikalegt mál. Þess vegna hlýtur fólk að tapa til- finningunni fyrir íslensku máli.“ Staðreyndin er að f íslensku þjóðfélagi er margt fólk sem á við verulega lestrarerfiðleika að etja. Að mati Steinunnar þarf að taka víða á til að bæta bæta íslensk- una. „Já, skólinn þarf t.d. að athuga sína kennslu betur því það er ekki nóg að nemendurnir kunni að lesa heldur verður að ganga úr skugga um að nemend- urnir skilji þann texta sem þeir eru að lesa. Að mínu mati þarf því að taka lesskilning inn í skól- Að mati Steinunnar Stefánsdóttur þurfa menn að vera víða á varðbergi úti í þjóðfélaginu gagnvart íslenskunni. Hvað lestrarkennslu varðar telur hún að taka þurfi lesskilning inn í skólana. ana. Auðvitað má síðan segja að rnenn verði að vera á varðbergi alls staðar úti í þjóðfélaginu,“ segir Steinunn Stefánsdóttir. JÓH í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir: „Markmiðið er að krafan um rétt tii menntunar verði að veruleika fyrir alla jarðarbúa, hvort sem um er að ræða börn, unglinga eða fu)lorðna.“ SÓTTIR ÞÚ UM HÚSIMÆÐISLÁN EFTIR 1. JANUAR1988? Hefur þú þegar gert kaupsamning án þess aó hafa fengió lánió? Þá átt þú hugsanlega þann valkost aó sækja um úrlausn í húsþréfakerfinu. I júnímánuði sl. tóku gildi bráðabirgðaákvæöi reglugerðar nr. 217/90. Samkvæmt þeim hefur Húsnæðisstofnun heimild til að kaupa fasteignaveðbréf vegna kaupsamninga sem gerðir hafa verið eftir 1. janúar 1988, að uppfylltum vissum skilyrðum. Fasteignaveðbréf þessi greiðir hún með húsbréfum. Húsnæðisstofnun hefur sent öllum þeim bréf, sem sótt hafa um húsnæðislán eftir 1. janúar 1988, þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um skilyrði bráðabirgða- ákvæðanna. Viðtakendur eru hvattir til að kynna sér vandlega innihald þess bréfs og leita sér upplýsinga um rétt sinn. Kynningarefni um húsbréfakerfið liggur m.a. frammi í afgreiðslu Húsnæðisstofnunar og hjá fasteignasölum. Afgreiðsla stofnunarinnar er opin frá mánudegi til föstudags kl. 8-16. □Sl HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.