Dagur - 08.09.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 8. september 1990
Ve traru n dirb úningu r plantna
Nú fer brátt að líða að því að vetur konungur fari að heimsækja okkur með
tilheyrandi látum og snjókomu. Þó þarf ekki að vera að snjórinn sé á næsta
leiti því ef miða á við reynslu síðustu tveggja ára þá er ekki von á honum fyrr
en um áramót og þá í miklu magni. Gífurlegur þungi er í snjónum venjulega
og ekki síst ef hann blotnar. Þá er hætta á að viðkvæmar plöntur gefí sig og
brotni niður.
Klipping trjáa
fyrir veturinn
Pegar lauffellandi tré eru búin að
fella laufið að haustinu er ráðlegt
að fara út í garð og skoða hvort
ekki megi fækka þeim greinum
sem neðstar eru eða þeim grein-
um sem orðið hafa fyrir hnjaski.
Þetta hjálpar trénu mikið því að
greinum sem eru neðarlega á því
(undir snjólínu) hættir til að rifna
af í snjónum. Pað sem gerist er
það þegar vetur er umhleypinga-
samur og skiptist á frost og þíða,
þá sígur snjórinn saman og grein-
arnar sem voru á kafi í snjó fara
með og rifna af trénu. Af þessu
getur orðið hinn mesti skaði.
Pegar um lauffellandi tré er að
ræða er best að klippa neðstu
greinarnar af svo að þær rifni
ekki af. Ef um er að ræða t.d.
Alaskaösp sem orðin er ca. 5-6
metrar á hæð má hiklaust klippa
af allar greinar upp í 1-1,5 metra
hæð.
Klipping á limgerði
fyrir veturinn
Rétt klipping á limgerði er mikið
atriði upp á veturinn að gera.
Með réttri klippingu er hægt að
minnka snjóþungann. Limgerðið
skal aldrei klippa í „kassaform“
því að limgerði sem þannig er
klippt safnar í sig meiri snjó held-
ur en limgerði sem er klippt
þannig að það er breiðast neðst
Umsjón: Baldur
Gunnlaugsson,
skrúðg.yrkjufr.
og grennist eftir því sem ofar
dregur (sjá mynd).
Af hverju þarf skýlingu?
Sígræn tré eru miklu viðkvæmari
en lauffellandi tré og getur verið
bráðnauðsynlegt að þeim sé
skýlt. Sérstaklega eftir að þau
hafa verið gróðursett eða flutt. í
vorfrostum er mest hætta á að
sígrænu trén skemmist eða hrein-
leg drepist og til þess að hætta sé
á ferðum þurfa að vera vissar
aðstæður. A vorin þegar sólin er
að byrja að skína og hita út frá
sér, getur svo farið að trén láti
blekkja sig og „fari af stað“. Það
er enn frost í jörðu og tréð á enga
möguleika á að ná vatni úr jarð-
veginum, tréð vinnur ekki vatns-
laust og því fer að bera á sviðnum
nálum af þessum sökum.
Hvers konar skýlingar
þarf að gera?
Yfirleitt þarf ekkert að skýla
lauftrjám yfir veturinn nema jí)ar
sem mjög mikill snjór er. Par get-
ur verið gott að binda neðstu
„Indíánatjaldið“ er góð lausn á skýlingarvandamálinu. Auðvelt og gott.
Styrkir til
háskólanáms í Mexíkó
Mexíkönsk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa
íslendingum til háskólanáms í Mexfkó á háskólaárinu
1990-91. Styrkir þessir eru ætlaðir til framhaldsnáms
eða rannsókna að loknu háskólaprófi. Styrkfjárhæðin
nemur 315 bandaríkjadölum á mánuði. Umsækjendur
þurfa að hafa góða kunnáttu í spænsku og vera yngri
en 35 ára.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 30. september nk., og
fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum.
Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
5. september 1990.
greinarnar upp svo snjorinn
brjóti þær ekki. Sígrænu trjánum
þarf að þjóna svolítið meira.
Með lítil sígræn tré er best að búa
til „indíánatjald“ úr þremur spýt-
um og vefja svo strigalengjum
utan um en það verður að vera
allst staðar bil á milli strigans því
það má aldrei loka plöntuna inni.
Þá getur hlýnað inni og plantan
farið af stað fyrir allar aldir. Með
stærri plönturnar gildir nánast
sama aðferð við skýlingu en
„indíánatjaldið“ verður auðvitað
bara stærra. Með tímanum má
svo fara að hætta að byggja utan
um trén því þau fara að ráða við
þetta sjálf.
Á myndinni eru tvær klippingaraðferðir. Sú sem er til hægri er röng (Kassa-
klipping).
Myndin sýnir hvernig má stífa tré
upp. Taka af því neðstu greinarnar.
Utan um limgerði þarf oft að
byggja vegna þess að þau
skemmast af snjóþunga. Sérstak-
lega er þetta áberandi við húshorn
því að þar geta myndast hvirfil-
vindar. Mörg dæmi eru um það
að limgerðið vaxi lítið sem ekkert
við svoleiðis aðstæður. Pað vex
kannski yfir sumarið en ársvöxt-
urinn fer alltaf fyrir lítið næsta
vetur, þ.e. hann kelur og drepst.
Eina ráðið við þessu er að vetrar-
skýla limgerðinu þó það geti orð-
ið svolítil vinna. Það er ekki gam-
an að hafa limgerðið í garðinum
alltaf mishátt.
Skýlingar fyrir rósir og sumar
fjölærar plöntur geta verið nauð-
synlegar. Besta efnið til svo-
leiðis skýlinga eru trjágreinar og
laufblöð. Laufið má raka til í
garðinum að hausti og trjágreinar
má sjálfsagt fá einhvers staðar
hjá garðeiganda sem er að snyrta
trén sín.
Skýlingin er gerð þannig að
laufið er sett að plöntunni og
trjágreinarnar settar ofaná og
festar niður með tréhælum og
böndum eða með grjóti. Þessi
skýling gefur góðan árangur og er
einföld.
Uppbindingar
Lauftré þurfa miklu frekar upp-
bindingar eða einhverjar stoðir
heldur en skýli. Þá eru negldir
niður tréhælar sitt hvorum meg-
ín við tréð og það bundiö fast
með gúmmíslöngu (sem klippt
hefur verið niður í lengjur). Þetta
þarf að gera ef trénu hefur verið
plantað fyrir stuttu síðan.
-plöntukynning-
Dreyrakvistur
Dreyrakvistur, Spiraea densi-
flora er lágvaxinn en þéttur
kvistur, ættaður frá N-Ameríku.
Hann hefur dökkbrúnar greinar
og blöð lík og á Birkikvisti.
Blómskipanin er hvelfdir skúfar
og blómin eru rósrauð og mjög
falleg. Hann blómgast í júlí eða
ágúst. Hann getur skotið rótum í
kringum sig og dreift úr sér, og er
því auðvelt að fjölga honum.
Hann hefur þrifist mjög vel hér á
Akureyri og þó sérstaklega þar
sem hann fær gott skjól og næga
sól. Dreyrakvistur er einn sá allra
fallegasti kvistur sem til er þrátt
fyrir smæð sína. Hann er nýlega
farinn í ræktun hérlendis.
Dreyrakvistur: „Er einn allra falleg-
asti kvistur sem til er.“