Dagur - 08.09.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 08.09.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 8. september 1990 - DAGUR - 17 efst í hugo Niðurlæging norð- lenskrar knattspyrnu Akureyrsk knattspyrna varö fyrir veru- legu áfalli á dögunum þegar Þórsarar féllu í 2. deild meö ósigri gegn Skaga- mönnum á Akureyrarvelli. Meö þessum ósigri uröu ákveðin tímamót hjá Þórsur- um, um tíma virtust þeir á góöri leið meö aö festa sig í sessi sem rótgróið 1. deild- arlið en sú ímynd hefur hruniö til grunna í sumar. Það eru erfiðir tímar framundan hjá félaginu og morgunljóst aö þaö fer ekki fyrirhafnarlaust aftur upp úr 2. deild. Slagurinn þar er gffurlega harður og deildin hefur styrkst mjög á síöustu árum. Bestu liðin gefa 1. deildarfélögun- um lítiö eftir, það sýnir frábær frammi- staða FH-inga í fyrrasumar, en þá voru þeir hársbreidd frá Islandsmeistaratitlin- um, gott gengi Stjörnunnar, sem siglir nú lygnan sjó um miðja 1. deildina, svo ekki sé minnst á Vestmanneyingana eitil- hörðu sem eiga ágæta möguleika á titl- inum í ár. 2. deildarlið Breiðabliks sló Þór út í 1. umferð Mjólkurbikarsins í sumar og svona mætti lengi telja. í 2. deild er ekkert gefið eftir og lið Þórs, sem verður að öllum líkindum skipað ungum leikmönnum að meirihluta, gengur þar ekki að vísum sigri. KA-menn hafa heldur ekki átt gott tímabil. Þeir byrjuðu á því að tapa fjórum fyrstu leikjum sínum og hafa æ síðan verið í einu af neðstu sætunum. Liðið er enn ekki laust við falldrauginn og falli það í 2. deild er niðurlæging akureyrskra liða alger. KA-mönnum nægir að öllum líkindum eitt stig úr þeim tveimur leikjum sem eftir eru og það þurfa þeir helst að fá í viðureign sinni við Þórsara sem fram fer á Akureyrarvelli í dag. Með sigri eru þeir öruggir en liðið hefur eins og kunn- ugt er aldrei sigraði Þór í 1. deild. En þar með er raunasögu norðlenskra knattspyrnuliða ekki lokið. Norðlending- ar eiga þrjú lið í 2. deild sem öll hafa ver- ið í neðri hlutanum í sumar og þegar þetta er skrifað bendir flest til þess að KS og Leiftur falli niður. í 3. deild hafa Einherji og TBA verið á botninum í allt sumar og eru nú bæði fallin. Verra gæti það varla verið. Glætan í myrkrinu er frábær frammistaða Magna frá Grenivík sem vann glæsilegan sigur í 4. deild. Liðið er það eina á landinu sem ekki hef- ur tapað leik á íslandsmótinu í sumar og er ástæða til að óska leikmönnum þess og þjálfaratil hamingju með árangurinn. Því miður er ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð norðlenskrar knatt- spyrnu. Versnandi gengi liðanna þarf ekki að koma á óvart því aðstöðumunur milli þeirra og liða á suðvesturhorninu er orðinn mikill. Akureyringar og Eyfirðing- ar hafa látið sig dreyma um gervigrasvöll og það mál má hreinlega ekki dragast meira á langinn. Nú er tími dagdrauma liðinn og mál til komið að láta verkin tala. Hér með er skorað á þá sem völdin hafa að leggja sitt af mörkum til að draumur- inn um gervigrasvöll verði að veruleika. Aðeins þannig verður hægt að lyfta knattspyrnunni hér á þann stall sem hún á skilinn. Jón Haukur Brynjólfsson vísnaþáttur Húnvetningurinn Ingvar Pálsson gekk inn í verslunina J.M.J. á Akureyri. Þóttist illa settur og fór með þessar vís- ur: Jakkalaus og bráðum ber, bölva út í húmið. Niðurbrotinn alveg er eins og hjónarúmið. Bráðum eru fötin frá finnst mér lítið gaman að verða nú að vappa á vestinu einu saman. Pá koma vorvísur eftir Rós- berg G. Snædal: Klýnar vangur, grund og gil, grænir anga hagar. Okkur fangið fullt af yl færa langir dagar. Allt er vafið vori og sól, víðigrónar brekkur, lágur bær á litlum hól, lækjargil og stekkur. Næstu vísu mun Rósberg hafa kastað fram á efri árum: Einn ég hími auðnulaus, engin skíma um veginn. Ekkert ríma, en hengi haus háttatíma feginn. Júlíus Jónsson á Mosfelli í Svínadal kvað næstu vísu: Andleg tök um aldahaf eiga vök í straumum. Fagrar stökur fæðast af frjálsum vökudraumum. Séra Guðmundur Torfason kvað eitt sinn er honum var sögð gestkoma: Von er ekki verri gesta, veit ég það og skil. Satan hefur sent þann versta sem hann átti til. Næsta vísa er öllu hlýlegri. Hana kvað Markús Jónsson á Borgareyrum: Láttu æskuylinn þinn öðrum hlýju veita, jafnan bræðir jökulinn júnísólin heita. Pá koma vísur eftir Daníel Kristinsson. Sléttubönd: Hlýnar tíðin sumarsól sendir blíðu jörðu. Dvínar kvíðinn blómaból bægist stríði hörðu. Þrautalækning: Pegar iða andans frýs eða kliðar tregi löngum bið ég ljóðadís leita að friðarvegi. Sléttubönd: Sléttur særinn grundin grær geislinn skæri Ijómar. Léttur blærinn hlýi hlær harpan kæra ómar. Við sjónvarpið: Numið hef ég nýjan sið nóg er lífsins gaman. Sit ég nú við sjónvarpið sofandi í framan. í Davíðsborg: Dylst nú ei í Davíðs borg dýrðleg leiðarstjarna. Fundinn er og fer um torg frelsari Víkurbarna. Fólkið kyrjar lofsöngslag lifir uppi í skýjum. Nú er von einn dýrðardag á Davíðssálmum nýjum. Næstu vísurnar tvær eru heimagerðar. Fyrr og nú: Ýms við söknum æsku frá. Annað fæst í staðinn, það við sjáum eftir á. Oftast bætist skaðinn. Ég var bóndi, muldi mó maður taps og happa. Orðinn skáld, en aðeins þó innan gæsalappa. Næstu vísur heyrði ég ungur. Líklega eru báðar ortar út af þróunarkenningu Darwins. Höfundana man ég ekki, en gaman væri að vita þá. Pér finnst það vera grátlegt, góði vin ef gömlu trúnni um Edenslíf við töpum og heims sú speki að manna kristið kyn sé komið út af loðnum, heimskum öpum. Illt er að kanna eðlisrætur. Allt er nagað vanans tönnum. Pó er víst að fjórir fætur færu betur sumum mönnum. Rímur þóttu góð skemmtun fyrr á árum. Þessi er úr Orvaroddsrímu: Langt er síðan lék ég hér laus við allan dofa. Fúnir undir fótum mér frændur og vinir sofa. ir Kennsla á hljómborð og rafmagnsorgel Byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið. Innritun í síma 24769 eftir kl. 18.00. Orgelskóli Gígju. Flugskóli Akureyrar ráðgerir að halda boklegt einkaflug- mannsnámskeið um miðjan september ef næg þátttaka fæst. Þeir sem áhuga hafa á náminu geta aflað sér upp- lýsinga í síma 22000 (Flugskóli Ak.), hjá Ragnari Olafssyni í síma 27458 eða Frímanni Svavarssyni í síma 22705. Flugskóli Akureyrar sími 27900 eða (22000). Frá Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar Umsóknir um félags- legar eignaríbúðir Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir umsóknum í félagslegar eignaríbúðir (áður verka- mannabústaðir). Athygli umsækjenda er vakin á því að umsóknar- frestur verður opinn allan ársins hring. Umsóknir eru gildar þar til húsnæðisnefnd hefur svarað umsækj- endum skriflega. Þeir umsækjendur sem óska eftir að koma áfram til greina við úthlutun verða að leggja inn umsókn að nýju. Réttur til að kaupa félagslega eignaríbúð er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a. Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. b. Hafa haft meðaltekjur síðustu þrjú árin 1987, 1988 og 1989 áður en úthlutun fer fram eigi hærri fjárhæð en 1.181.975 kr. fyrir einstakling og 107.683 kr. fyrir hvert barn innan 16 ára. Viðmiðunartekjur hjóna eru 25% hærri en hjá einstaklingum eða 1.477.679 kr. Tekjumörk þessi eru ákvörðuð af hús- næðismálastjórn í upphafi hvers árs. c. Greiöslugeta umsækjenda er metin hjá húsnæðisnefnd sveitarfélags og við úthlutun er við það miðað að viðkomandi fái ekki dýrari íbúð en greiðslumat segir til um. d. Eiga lögheimili á Akureyri þegar úthlutun fer fram. Heimilt er að víkja frá ákvæði a-liðar þegar um er að ræða umsækjendur sem búa við ófullnægjandi húsnæðisaðstæður. Ennfremur er heimilt að vikja frá a- og b-liðum þegar umsækjend- ur hafa orðið fyrir meiri háttar röskun á högum og hafa vegna frá- falls maka eða af öðrum ástæðum lækkað svo í tekjum að þeir geta ekki haldið íbúðum sínum. Umsóknum um lán samkvæmt þessari málsgrein skal fylgja umsögn félagsmálaráðs í hverju sveitarfélagi eða viðkomandi sveitarstjórn. Umsóknareyðublöð og allar nánari upp- lýsingar fást á skrifstofunni, Skipagötu 12, 3. hæð, sími 25392. Opnunartími skrifstofunnar er mánudaga til föstudaga frá kl. 13.00 til 15.30.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.