Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 3
Seinna námsárið í starfsleikni- námi um 250 kennara víðsveg- ar á landinu er nú halið og þar á meðal á Norðurlandi vestra. Þar eru kennarar úr sex skól- um sem taka þátt í þessari leið til aukins náms og samfara því liækkunar í launastigum. Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Varmahlíð í síðustu viku. Upphaf starfsleikninámsins á íslandi var árið 1985 þegar sér- kennarar á landinu fóru í svona tveggja ára nám. Það eru Kenn- araháskólinn, fræðsluskrifstofur og skólarnir sjálfir sem taka þátt í náminu, sem standa á bak við starfsleikninámið. í náminu er lögð áhersla á að auka skilning og þekkingu kennara á mismunandi námsþörfum nemenda, eins og þær birtast í blönduðum bekk í almennum grunnskóla. Námið byggist að stórum hluta á því aö skrifa námskrár fyrir einstakl- inga, bekki og skóla, á fram- kvæmd þeirra, mati og endur- skoðun. í því er stuðst mikið við síðustu námsskrá fyrir grunnskóla sem gefin var út árið 1989. Bæði leiðbeinendur með kennslureynslu og kennarar taka þátt í náminu sem tekur tvö ár. Hver önn gefur þrjár einingar og námið í heild tólf. Þessar tólf ein- ingar nægja svo til að hækka menn um níu launastig. en atriði Dagur og Pedromyndir: Skilafrestur í ljósmynda- samkeppninni að renna út Lokaspretturinn er hafinn í Ijósmyndasamkeppni Dags og Pedromynda því frestur til að skila inn myndum rennur út laugardaginn 15. september. Allir sem luma á skemmtileg- um myndum, sem hafa t.d. verið teknar í sumarleyfinu eða við önnur tækifæri, eru hvattir til að senda þær í sam- keppnina. Tekið er á móti myndunum í verslunum Pedromynda. Þangað hafa borist fjölmargar myndir, s.s. fjölskyldumyndir, almennar mannlífsmyndir, myndir af lands- lagi, dýrum, húsum og alls kyns formum. Verðlaun eru veitt fyrir myndir í tveimur flokkum. Annars vegar lifandi myndefni á borð við fólk og dýr, hins vegar fyrir landslag eða form. Fullkomin myndavél að verðmæti 30 þúsund krónur er í boði fyrir bestu myndina í hvor- um flokki. Ljósmyndasamkeppnin er hald- in í tilefni af 25 ára afmæli Pedro- mynda. Eftir að skilafrestur rennur út tekur dómnefnd til starfa og verða úrslit tilkynnt um miðjan október. Þá ntun Dagur birta Ijósmyndir úr samkeppn- inni. SS er bundið í kjarasamningum. Námið hcfst á hverri önn með tveggja daga fræðslufundi og slíkur var í Varmahlíð í síðustu viku. Þar voru haldnir fyrirlestrar og unnið í kringum þá. Námið sjálft er fólgið í því að á hverri önn eru unnin tvö stór verkefni sem send eru til Kennaraháskól- ans til mats. Þeir sem taka þátt í náminu hittast síöan reglulega 9 sinnum á hverri önn og vinna ýmiss konar vinnu sem tengist því sem þeir eru aö gera í skólastof- unum með sínum nemendum. „Fyrirmyndin að þessu námi er bresk og kosturinn við námið er talinn sá að námið fer fram á vinnustað og efnisþættirnir tengj- ast starfi kennarans, því sem hann er að gera í það og það skiptið," sagði Sigfríður Angan- týsdóttir, sem er stjórnandi á vinnufundum vegna þess að hún var í þjálfún og tók þátt í undir- búningi námsins í Kennarahá- skólanum. „Þetta er erfitt, en mjög gott fyrir kennara að fá tækifæri til þess að vera í námi samhliða skólastarfinu svo maður geti yfir- fært námið strax. Verkefnin eru einnig tengd okkar eigin kennslu og þ.a.l. fer saman nám og kennsla þannig að yfirfærslan er auðveldari en af sumarnámskeið- um. Fyrir okkur, sem tókum kennarapróf fyrir löngu, er þetta góð upprifjun og viðbót við þá uppeldis- og kennslufræði sem við lærðum og eiginlega nauðsyn- leg endurmenntun fyrir okkur," sagði Inga Þórunn Halldórsdótt- ir, einn af þátttakendum í starfs- leiknináminu á Norðurlandi vestra. Kaldbakur EA 301 togari Útgerðarfélags Akureyringa hf. kom til heimahafnar í gærmorgun með 4160 kassa af ísuðum karfa, ufsa, þorski og ýsu eða sem svarar nær 250 tonnum. Unnið var að upp- skipun í gær. „Við erum hressir og kátir, enda næga vinnu að hafa hér við iöndunina. Fiskurinn berst jafnt og þétt til lands og togarar Útgerðarfélagsins veiða vel. Vinnuaðstaðan er nokkuð góð hér í lestinni í Kaldbak. Lestin var lagfærð fyrir tveimur til þremur árum, þannig að nú er allur fiskur í kössum," sagði Vignir Stefánsson hvar hann var að vinnu ásamt félögum sínum í lestinni. ój HLUTABREFATJTBOÐ Útgefandi: Útgerðarfélag Akureyringa hf. Nafnvirði hlutabréfa: 24.269.350 krónur. Upphafssölugengi: 3,0. Fyrsti söludagur: 13.september 1990. Aðalsöluaðilar: Kaupþing hf., Kringlunni 5,103 Reykjavík, sími (91)68 90 80. Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1,600Akureyri, sími (96) 2 47 00. Stjórn Útgeröarfélags Akureyringa hf. hefur ákveöiö, aö hámark þess hlutafjár sem einstakir kaupendur geta skráö sig fyrir veröi 300.000 krónur aö nafnverði. Þær óskirsem berast dagana 13.-21. september verða afgreiddar í einu lagi þann 24. september. Ef samanlagöar óskir um hlutabréfakaup á þessu tímabili nema hærri fjárhæö en til sölu er í útboðinu, veröur hverjum umsækjanda úthlutaö kauprétti hlutfallslega. Tilkynning um kauprétt, ásamt gíióseðh, veröur send hverjum kaupanda þann 24. september. Óskir sem berast eftir 21. september veröa því aöeins afgreiddar, aö enn sé óráöstafað einhveijum hlutabréfum. Þær verða afgreiddar í þeirri röö sem þær berast. Upplýsingar: Umsjón með útboði: * Utboðslýsing liggur frammi hjá aðalsöluaðilum. KAUPÞiNG HF iJofíffít verdbrcfafyrirtdki Fimmtudagur 13. september 1990 - DAGUR - 3 i fréftir í- Starfsleikninám kennara: .Yfirfærslan auðveldari en af sumamámskeiðum“ - sex skólar á Norðurlandi vestra Kaldbakur EA 301: „Viimuaðstaðan er nokkuð góð og kassamir margir“ - sagði Vignir Stefánsson, löndunarmaður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.