Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 13. september 1990 Ný hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa fara á markað í dag: Sterkt f\TÍrtæki sem jafiivel skilar hagnaði á erfiðleikatmiiim Útboð á hlutabréfum í Útgerðarfélagi Akureyr- inga hefst í dag en í heild verða boðin út hlutabréf að nafnvirði 24.269.250 kr. sem stjórn félagsins hefur ákveðið að verði seld á upphafssölugenginu 3,0. Hér er um að ræða þau hlutabréf sem núver- andi hluthafar nýttu sér ekki forkaupsrétt á en í þessum fyrri hluta útboðsins voru boðnar út 50 milljónir í nýju hlutafé. Síðari hluti útboðsins verð- ur væntanlega síðar í haust. Kaupþing hf. hefur umsjón með þessari hlutabréfasölu auk þess sem Kaupþing Norðurlands verður annar söluaðili bréfanna. I útboöslýsingu sem Kaupþing hf. og Otgerðarfélag Akureyr- inga ábyrgjast er staða Útgerðar- félags Akureyringa kynnt og spáð um horfur í rekstri fvrir- tækisins. Þar kemur fram að stjórn félagsins stefnir að því að nota nýtt hlutafé til endurnýjunar á framleiðslutækjum, til að auka aflaheimildir og til að auka veltu- fjárhlutfall. Félagið hefur nýlega keypt togarann Aðalvík með veiðikvóta, svo og öll hlutabréf í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Pantanir teknar í eina viku Eins og áður segir er hér um fyrri hluta hlutafjárútboðs að ræða. Aðalfundur ÚA samþykkti í vor að auka hlutafé félagsins um 100 milljónir króna, þ.e. upp í 430 milljónir. Ákveðið var í ágúst að bjóða út 50 milljónir af þessu hlutafé og nýttu hluthafar sér forkaupsrétt á um helmingi bréf- anna. Stjórn ÚA hefur ákveðiö aö hámark þess hlutafjár sem ein- stakir kaupendur geta skráð sig fyrir verði 300.000 kr. að nafn- verði. Þær óskir sem berast frá og með deginum í dag til föstudags í næstu viku verða afgreiddar í einu lagi þann 24. september. Nemi samanlagðar óskir á þessu tímabili hærri fjárhæð en til sölu er í útboðinu veður hverjum umsækjenda úthlutað kauprétti hlutfallslega. Framleiðslu viðhaldið með kvótakaupum I fyrrgreindri útboðslýsingu segir um horfur í rekstri ÚA að minnkandi aflakvóti dragi úr hagnaði þar sem félagið verði að kaupa viðbótarkvóta háu verði til að ná að halda framleiðslu óbreyttri ntilli ára. „Á móti kemur, að rekstrarumhverfið hefur batnað á margan hátt á þessu ári (minni verðbólga, meiri eftirspurn og hærra söluverð afurða). Hins vegar féllu niður frá síðustu áramótum greiðslur til félagsins úr Verðjöfnunarsjóði og endurgreiðsla á uppsöfnuðunt söluskatti," segir í skýrslunni. Stefnir í 128 milljóna króna hagnað í ár Hagnaður af rekstri ÚA á fyrri hluta þessa árs varð 113 milljónir króna fyrir skatta samkvæmt milliuppgjöri. Að afstöönum Úr vinnslusal ÚA. Fyrirtækið veitir um 450 manns atvinnu, bæði á sjó og landi. Söluverðmæti frainleiðslunnar nam á fyrstu sex mánuðum þessa árs um 700 milljónum króna. Togarinn Aðalvík sem ÚA keypti fyrir skömmu. Þetta er stærsta fjárfesting Útgerðarfélagsins á þessu ári. kaupum á togaranum Aðalvík og hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Keflavíkur hefur rekstraráætlun ársins verið yfirfarin og er gert ráð fyrir að 15 milljóna króna hagnaður verði af rekstrinum síð- ari hluta ársins og hagnaður ársins í heild verði um 128 milljónir króna fyrir skatt. Og ennfremur segir um hagnaðarspána í skýrsl- unni: „Ef af sameiningu Hrað- frystihúss Keflavíkur hf. við Útgerðarfélagið verður á þessu ári, verður ekki greiddur tekju- skattur af þessunt hagnaöi." Til nánari útskýringar á þessu segir í útboðslýsingunni að sam- einingin leiði til þess að skuldir ÚA aukast um 75 milljónir króna vegna hlutafjárkaupanna og eigið fé félagsins lækki sem því nemur. Á móti kemur hins vegar að skattalegt hagræði vegna upp- safnaðs taps Hraðfrystihússins leysir upp óskattlagt eigið fé Útgerðarfélagsins sem aftur eyk- ur óráðstafað eigið fé þess. í samningunum um kaupin á hlutabréfunum er gert ráð fyrir að uppsafnað tap Hraðfrystihúss- ins sé a.m.k. 500 milljónir króna. Togarakaupin og breyting úr sóknarmarki í aflamark Skerðing veiðiheimilda útgerð- arfyrirtækja á undangengnum árum hefur bitnað á Útgerðarfé- lagi Akureyringa eins og öðrunt. Sé miðað við árin 1985 og 1986 er sá kvóti sem togurum félagsins er úthlutað í ár aðeins nokkur hundruð tonnum meiri en afli togaranna var á þessum árum. Til að afla aukinna veiöiheim- ilda fyrir félagið leitaði ÚA eftir kaupum á togara með kvóta, bæði til að leysa af hólmi elsta togara félagsins, Sólbak, ogeinn- ig til að auka heildarkvótann. Sent kunnugt er steig félagið skrefið þann 12. ágúst sl. þegar togarinn Aðalvík var keyptur af Hraðfrystihúsi Keflavíkur fyrir 450 milljónir króna og unt leið voru hlutabréf í HK keypt fyrir 75 milljónir. Aðalvík er frystitogari, geröur út á sóknarmarki. Veiðiheimildir hans nema 940 tonnum af þorski, 1550 tonnum af karfa og 350 tonnum af grálúðu, auk frjáls aðgangs í aðrar fisktegundir. Ný Já! Þetta er... Auglýsendur! Blaöinu okkar veröur dreift í öll hús á Akureyri vikuna 10.-15. september. Sími auglýsingadeildar er 24222. Opið frá kl. 8.00-17.00, einnig í hádeginu. Löndunarmenn í einum togara fclagsins. Nú á félagiö sjö togara en um næstu áramót veröur elsta togaranuin lagt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.