Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 13. september 1990
Margir vilja krækja í knörr:
Ingólfur Vestmann með
hæsta tilboðið í Hafþór
- Dögun hf. í þriðja sæti
Ingólfur Vestmann Ingólfsson
í Hafnarfírði er með hæsta til-
boðið í Hafþór, skip Hafrann-
sóknastofnunar. Ljósavík hf.,
útgerð Gissurar ÁR í Þorláks-
höfn er með annað hæsta tll-
boðið og Dögun hf. á Sauðár-
króki kemur í þriðja sæti.
Ingólfur Vestmann býður 240
milljónir í Hafþór, þar af 80
milljónir króna í útborgun.
Ljósavík hf. býður 233 milljónir,
40 milljónir í útborgun, Dögun
hf. 212 milljónir, 48 milljónir í
útborgun, Eldey hf. á Suðurnesj-
um 205 milljónir, 15 milljónir í
útborgun, Ingimundur hf. og
Gjögur hf. 200 milljónir, 50 millj-
ónir í útborgun, Togaraútgerð
ísafjarðar hf. 200 milljónir, 50
milljónir í útborgun, Fiskiðju-
samlag Húsavíkur hf. o.fl. 200
milljónir, 40 milljónir í útborgun,
Særún hf. á Blönduósi 196 millj-
ónir, 60 milljónir í útborgun,
Samherji hf. og Söltunarfélag
Dalvíkur 180 milljónir, 60 millj-
ónir í útborgun, Sjólastöðin hf.
131 milljón, 131 milljón í útborg-
un og Nidana hf. USD 500,
útborgun USD 500.
Samkvæmt orðum sjávarút-
vegsráðherra verður hæsta til-
boði í skipið, tilboði Ingólfs
Vestmanns, tekið að því gefnu að
hann geti lagt fram fullnægjandi
tryggingar fyrir útborgun og eftir-
stöðvum.
Gylfi Gautur Pétursson í sjáv-
arútvegsráðuneytinu segir að
samkvæmt útreikningum ráðu-
neytisins sé tilboð Ingólfs að
raunvirði metið á um 200 milljón-
ir króna og tilboð Ljósavíkur hf.
sé metið þremur milljónum
lægra. Hann segir að ráðuneytið
meti tilboð Eldeyjar í sjötta sæti
vegna þess hve hún bjóði lága
útborgun. Gylfi segir að við-
skiptaleg sjónarmið ráði um sölu
skipsins, en hins vegar verði ekki
hæsta tilboðsgjafa selt skipið án
góðra trygginga fyrir kaupum á
því. óþh
Smáhveli hafa skemmt sér konunglega á Pollinum undanfarnar vikur og hafa Akureyringar verið iðnir við að til-
kynna okkur þessi tíðindi. Golli fór á stúfana í gær og tók þessar myndir.
u
Ný færavinda frá DNG í desember:
„iirangur langrar þróimarvinnu starfsmanna
- notkunarmöguleikar aukast til muna, segir Kristján
E. Jóhannesson, framkvæmdastjóri DNG
Fyrirtækið DNG mun setja
nýja færavindu á markaðinn í
desember n.k., en hún er
árangur langrar þróunarvinnu
starfsmanna fyrirtækisins.
Að sögn Kristjáns E. Jóhann-
essonar, framkvæmdastjóra
DNG á Akureyri, mun ný færa-
vinda koma á markaðinn í des-
ember, en þessa færavindu ætlar
DNG að sýna á sjávarútvegssýn-
ingunni í Laugardalshöll, sem
hefst 19. september n.k.
„Pessi nýja vinda er árangur
langrar þróunarvinnu og hún
hefur tekið nokkrum útlitsbreyt-
ingum sem við teljum til mikilla
bóta. Aðalbreytingarnar eru þó
á innviðum vindunnar, en með
tilkomu stærri og betri örtölvu
hafa notkunarmöguleikar aukist
Útgerðarfélag Akureyringa:
Hagnaður ársins áætlaður um 128 milljónir
- ný hlutabréf á almennan markað í dag
I dag verður hafin sala á nýjum
hlutabréfum í Útgerðarfélagi
Akureyringa hf. Að þessu
sinni verða boðin út hlutabréf
að nafnverði um 24 milljónir
króna sem seld verða á geng-
inu 3,0. Útgerðarfélagið skil-
aði 113 milljóna króna hagnaði
á fyrri hluta ársins og reiknað
er með að heildarhagnaður
ársins 1990, þ.e. fyrir skatt,
verði 128 milljónir króna.
Stjórn Utgerðarfélagins ráð-
gerir að nota nýtt hlutafé til
endurnýjunar á framleiðslutækj-
um, til að auka aflaheimildir og
til að auka veltufjárhlutfall.
Félagið fjárfestir mikið á þessu
ári og er þar skemmst að minnast
nýlegra kaupa á frystitogaranum
Aðalvík og öllum hlutabréfum í
Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf.
Útgerðarfélag Akureyringa
hefur skilað hagnaði af rekstri
síðastliðin sjö ár og er talið eitt af
sterkustu fyrirtækjum í sjávarút-
vegi á landinu. Fyrri hluta þessa
árs nam hagnaður fyrir skatt 113
milljónum króna en að afstöðn-
um fyrrgreindum fjárfestingum
áætlar ÚA að hagnáðurinn nemi
15 milljónum á síðari hluta
ársins.
Sjá umfjöllun um stöðu og
horfur í rekstri Útgerðarfélags
Akureyringa á bls. 6-7. JÓH
til muna.
í tilefni sjávarútvegssýningar-
innar hefur verið ákveðið að
veita 10 þúsund króna afslátt af
vindunni meðan á sýningunni
stendur. Afsláttur þessi gildir
aðeins ef gengið er frá kaupum á
sýningunni og vindurnar teknar
fyrir áramót.
í ársbyrjun 1987 kostaði vind-
an 130 þúsund krónur, en í lok
júlí kostaði hún 158 þúsund
krónur staðgreitt. Þessi hækkun
nemur 21,5% en á sama tíma
hefur lánskjaravísitala hækkað
um 87%. Vindan ætti því að
kosta 243.490,- kr. ef hún hefði
hækkað samkvæmt lánskjaravísi-
tölu. Af þessu má sjá að vindan
hefur í raun lækkað um sem svar-
ar 35% eða 85.490,- kr. Þetta
sýnir að DNG hefur lagt sitt af
mörkum að gera veiðar smábáta
sem arðvænlegastar," sagði
Kristján E. Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri.
Viking brugg í kröggum vegna skuldsetningar?
„Fyrirtækið tók við þeim skuldum sem það gat axlað“
- segir Magnús Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Sanitas hf.
Magnús Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Viking brugg
(Sana) á Akureyri, hefur tek-
ið við starfi frantkvæmda-
stjóra Sanitas hf. í Rcykjavík.
Hann mun eftir sem áður
hafa yfirumsjón nieö rekstri
bjórverksmiðjunnar á Akur-
eyri. Samkvæmt heimildum
Dags hefur Viking brugg átt í
erfiðleikum vegna skuldsetn-
ingar og hafa aðilar á Akur-
eyri og Vífilfell sýnt áhuga á
að kaupa verksmiðjuna, en
Magnús segir að reksturinn
gangi nú vel og verksmiðjan
sé ekki til sölu.
Pegar Sanitas var skipt upp í
framleiðslueiningar og verk-
smiðjan Viking brugg varð
sjálfstæð komu erfiðleikar frani
í dagsljósið, að sögn heimilda-
manns blaðsins. Bjórverksmiðj-
an var arðbært fyrirtæki en fjár-
magnið hafði að stærstum liluta
farið suður til Sanitas. Mikil lán
höfðu verið tekin út á eignir
vcrksmiðjunnar en lítið rekstr-
arfé skilið eftir og í raun ætti
Viking brugg ekki að geta risið
undir skuldsetningunni.
„Pað er ekki orðum eyðandi
á þetta,“ sagði Magnús Por-
steinsson um þennan orðróm.
„Menn hljóta að sjá hve það
væri vitlaust að stofna nýtt fyrir-
tæki sem væri svo skuldsett að
það gæti ekki starfað. Það væri
eins og að rníga í skóinn sinn og
við gerum það ekki. Nýja fyrir-
tækið tók bara við þeim skuld-
um sent það gat axlað,“ sagði
Magnús.
Hann sagði að vissulega hefði
uppbygging bjórverksmiðjunn-
ar verið dýr, en Sanitas hefði
ákveðið að byggja hana upp í
tcngslum við starfandi verk-
srniðju á Akureyri í stað þess að
reisa nýja í Reykjavík. Tilkoma
Viking brugg hefði því jákvæð
áhrif á atvinnulífið á Akureyri,
framleiðslan hefði líkað vel og
þótt uppbyggingin hefði haft
erfiðleika í för með sér þá væru
þeir ekki óyfirstíganlegir. Hann
sagði að tíminn ynni með fyrir-
tækinu og skuldirnar nudduðust
af.
„Við erum vel settir markaðs-
lega. Samkeppnin í bjórnum
hefur aukist feykilega eins og
sjá má á því að fyrir rúmu ári
voru til 5 tegundir hjá ÁTVR
en nú eru þær 23. Santt sem
áður erum við með 40-50%
hlutdeild á markaðinum og það
getur ekki talist slæmur árang-
ur. Við erum að keppa við
þekkt erlend vörumerki og
aldalanga brugghefð þannig að
við erum ánægðir með árangur-
inn,“ sagði Magnús.
Hann sagði það af og frá að
Viking brugg væri til sölu en
sagðist jafnframt skilja mjög vel
að menn hefðu áhuga á að
kaupa verksmiðjuna.
„Pað er engin uppgjöf hjá
okkur. Við munum halda áfram
að vera í fararbroddi í vöru-
þróun að það er ýmislegt í far-
vatninu hjá okkur núna,“ sagði
Magnús. SS