Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. september 1990 - DAGUR - 7 Togararnir Kaldbakur og Sólbakur við bryggju framan vinnsluluiss ÚA. Sólbakur (til vinstri) er elsti togari félagsins og verður honum lagt um áramót og kvóti hans fluttur á aðra togara félagsins. Pústþjónusta Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða. Pakkningar, klemmur, upphengjur. Fast verð fyrir pústkerfaskipti. Höfum fullkomna beygjuvél. Ryðvarnarstöðin sf. Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 ■ 603 Akureyri. Sundlaug Glerárskóla Opnunartími fyrir almenning í vetur: Mánudaga kl. 07.00-08.00 og 18.00-20.30. Þriðjudaga kl. 07.00-08.00 og 17.00-20.30. Miðvikudaga kl. 07.00-09.00 og 19.00-20.30 Fimmtudaga kl. 07.00-08.00 og 17.00-20.30. Föstudaga kl. 07.00-08.00 og 17.00-20.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 09.00-14.00. lög um stjórn fiskveiða taka gildi um næstu áramót og þá verður sóknarmarkið lagt niður og þau skip sem þannig hafa verið gerð út fá aflamark. Miðað við núver- andi veiðiheimildir Aðalvíkur fengi skipið um 1600 þorskígildi í kvóta en ÚA reiknar með að við breytinguna fái skipið einhverjar bætur á þetta aflamark. Togarinn Sólbakur er einnig sóknarmarksskip sem stunda mun veiðar til áramóta þegar Aðalvíkin verður færð af fryst- ingu yfir á ísfiskveiðar og fær jafnframt nafnið Sólbakur. Frá þeim tíma verða togarar félagsins 6 á ný en kvóti gamla Sólbaks verður færður á önnur skip félagsins. í heild verður þá kvóti félagins orðinn 10% meiri en var í upphafi þessa árs en til viðbótar þessum togarakaupum hefur félagið aflað sér kvóta á annan hátt. Fyrirtæki sem áfram skilar hagnaði Á hlutabréfamarkaði er ætíð sú spurning uppi hver áhætta fylgi kaupum á hlutabréfum í fyrir- tækjum. Óhætt er að segja að áhættan sé ekki mikil með kaup- um á bréfum í Útgerðarfélagi Akureyringa. Um þetta atriði segir skýrslan: „Óvissa um afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi er talsverð og valda því ýmsir þættir, s.s. fiskigengd á miðum, sóknarþungi fiskiskipa- flotans í heild, náttúruskilyrði, verðlag á útflutningsmörkuðum og gengisþróun einstakra gjald- miðla. Islensk stjórnvöld hafa urn langt skeið haft mikil afskipti, bein og óbein, af rekstri fyrir- tækja í sjávarútvegi og er ástæða til að ætla, að enn um sinn muni ríkisvaldið leitast á hverjum tíma við að tryggja sjávarútvegsfyrir- tækjum í heild þau rekstrarskil- yrði sem nægja til að endar nái saman hjá meðalfyrirtækjum. t*ar sen Útgerðarfélagið er í hópi þeirra fyrirtækja sem best standa, má ætla að það haldi áfram að skila hagnaði, jafnvel á erfið- leikatímum.“ Ar fjárfestinga Af framansögðu má ljóst vera að árið í ár er ár fjárfestinga hjá ÚA. Togarinn Aðalvík var keyptur fyrir 450 milljónir og hlutabréfin í Hraðfrystihúsi Keflavíkur fyrir 75 milljónir króna. Aðrar helstu fjárfestingar sem félagið ráðgerir á árinu eru 17 milljónir króna í fasteignum, 25 milljónir króna í áhöldum, vélum og tækjum og 20 milljónir króna í fiskiskipum. Á undanförnum árum hafa fjárfestingar verið fjármagnaðar bæði með fé úr rekstrinum og með lántökum. Fyrirhugaðar fjárfestingar felast aðallega í aukningu veiðiheimilda og endurnýjun á framleiðslutækj- um. Lögð er áhersla á það hjá ÚA að fjárfestingar séu í góðu samræmi við fjárhagsgetu félags- ins á hverjum tíma. Hagnaður síðustu sjö árin Bókfært verð fasteigna ÚA um mitt þetta ár var 380 milljónir króna og vátryggingaverð þeirra 787 milljónir króna. Pá er bók- fært verð skipanna sjö talið 1526 milljónir. miðað við verðlag um mitt ár, og vátryggingaverð þeirra alls 1956 milljónir. Útgerðarfélag Akureyringa veitir um 450 manns að jafnaði vinnu, þar af 120 sjómönnum og 260 manns sem starfa beint við fiskvinnslu. Þá eru um 70 manns viö störf í svokölluðum stoð- deildum þ.e. togaraafgreiðslu, vélaverkstæði, netaverkstæði, rafmagnsverkstæði, trésmíða- verkstæði. skrifstofu, matstofu, fiskvinnsluvélaverkstæði o.s.frv. Þetta eitt stærsta útgerðarfyrir- tæki landsins hefur verið rekið með svipuðu sniði um langt skeið og hefur skilað hagnaði síðastliðin sjö ár. Hlutur Akureyrarbæjar lækkar í 66,12% Útgerðarfélag Akureyringa er félag sem greitt hefur hluthöfunt sínurn arð af bréfum sínum á síð- ustu árum. Þannig var hluthöfum greiddur 5% arður árið 1987, 5% arður árið 1988, 2% arður árið 1989 og 3% arður í ár. Hluthafar í fyrirtækinu eru fyr- ir daginn í dag alls 770 talsins. Fyrir söluna sem hefst í dag á Akureyrarbær 70,78% en seljist öll bréfin nú fer hlutur bæjarins niður í 66,12% þar sem sveitar- félagið nýtti sér aðeins helming forkaupsréttar síns. Næstir í röð hluthafanna koma KEA með 9,02%, Slippstöðin með 7,30%, Hampiðjan hf. með 5,39%, Verkalýðsfélagið Eining með 1,73% og Sjómannafélag Eyja- fjarðar með 1,46%. Hlutafé Útgerðarfélags Akur- eyringa hefur ekki verið aukið með innborgunum á undanförn- um þremur árum fyrr en nú. Ekki þyrfti að koma á óvart þó góðar viðtökur yrðu við þeim bréfum sem hafin verður sala á í dag enda ljóst af framansögðu að hér eru á ferðinni bréf í einu af sterk- ari fyrirtækjum landsins. JÓH Haustæfingar Skíðaráðs Akureyrar eru hafnar og verða þannig: Alpagreinar: 6-9 ára: Laugardaga kl. 10.30-11.30 inniæfing í íþróttahúsi Glerár- skóla. 10-12 ára: Laugardaga kl. 9.30-10.30 inniæfing í íþróttahúsi Glerár- skóla og fimmtudaga kl. 18.00 útiæfing á Akureyrarvelli. 13-14 ára: Mánudaga kl. 17.00, miövikudaga kl. 17.00 og föstudaga kl. 17.00 útiæfingar viö íþróttahöllina. 15 ára og eldri: Alla virka daga nema miövikudaga kl. 18.00 útiæfingar viö íþróttahöllina. Skíðaganga: 6-9 ára: Laugardaga kl. 10.30-11.30 inniæfing í íþróttahúsi Glerár- skóla. Sunnudaga kl. 10.30 útiæfing í Kjarnaskógi. 10-12 ára: Laugardaga kl. 9.30-10.30 inniæfing í íþróttahúsi Glerár- skóla. Sunnudaga kl. 10.30 útiæfing í Kjarnaskógi. 13 ára og eldri: Fimmtudaga kl. 17.30 útiæfing viö íþróttahöllina. Útsala ★ Útsala ★ Útsala Okkar vinsæla útsala er nú í fullum gangi ★ Mikill afsláttur Cv > ★ Komið og gerið góð kaup ***** * ^AMOR e Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. Tískuverslun Hafnarstræti 88, sími 26728

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.