Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. september 1990 - DAGUR - 15 -/1 fþróttir Handknattleikur: Stefán og Rögnvald dæma á HM kvenna í Kóreu Hafþór og Henning fengu báö- ir eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Verður þetta að teljast verulegt áfall fyrir Siglfirð- inga sem mæta Leiftursmönnum í Ólafsfiröi á laugardag en með sigri gæti annað liðið bjargað sér frá falli. Þrír 1. deildarleikmenn fengu bann vegna fjögurra gulra spjalda, Heimir Hallgrímsson og Andrej Jerina, ÍBV, og Björn Ráfnsson, KR. Þá fékk Aðal- björn Björnsson, Einherja, eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Tveir Dalvíkingar fengu eins leiks bann vegna brottvísunar, Þorsteinn Guðbjörnsson og Arn- ar Snorrason. Trimmnefnd býður til ftindar Næstkomandi sunnudag, 16. september, býður Trimmnefnd ÍSI til fundar í húsakynnum ÍSÍ, 2. hæð kl. 10.00 til 14.00. Efni fundarins veröur sem hér segir: 1. Gestur Trimmnefndar, Sví- inn Pelle Westling, kynnir starf Iþróttasambands almennings í Svíþjóð, Motionsförbundet. 2. Kynning Evrópuhátíðar í íþróttum fyrir alla sem fram fer í Svíþjóð í júní 1991 og býðst ís- landi þátttaka í þeirri hátíð. 3. Hve mikill er áhugi fyrir stofnun sérsambands í „íþróttum fyrir alla" hér á landi? Þátttakendum gefst kostur á léttri máltíð í hádeginu fyrir 500 kr. pr. mann. Þátttaka tilkynn- inst á skrifstofu ÍSÍ í síma 91- 83377 á milli kl. 9-17 fyrir föstu- dagskvöldið 14. sept. nk. (Frcttatilkynning). Tveir íslenskir handknattleiks- dómarar, Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, munu dæma á Heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik sem fram fer í Kóreu í vetur. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir dómarar dæma í A-keppni í flokkaíþrótt. Heimsmeistarakeppnin í Kór- eu hefst 24. nóvember og stendur til 4. desember. 16 þjóðir taka þátt og dómarapör frá 12 þjóðum sjá um að allt fari fram sam- kvæmt settum reglum. Stefán og Rögnvald byrjuðu á ný að dæma saman í fyrra eftir nokkurt hlé. Þeir dæmdu fjöl- marga leiki erlendis í fyrravetur, m.a. á HM U-21 á Spáni og undanúrslitaleik í Evrópukeppni kvenna. Handknattleikur: KA-menn byrja gegn FH í Hafnarfirði Keppni í 1. deild Islandsmóts- ins í handknattleik hefst um helgina með fimm leikjum. KA-menn mæta íslandsmeist- urum FH í Hafnarfirði á sunnudag kl. 16.30. Keppni í 2. deild hefst ekki fyrr en föstudaginn 28. septem- ber en þá leika Njarðvík og Þór í Njarðvík. Völsungar leika hins vegar ekki fyrsta leik sinn fyrr en í október. Fyrsti heimaleikur KA-manna verður gegn Selfyssingum föstu- daginn 21. september. Miðviku- daginn 26. fá KA-menn svo Framara í heimsókn og hefst leikurinn kl. 20.30. Skíðaráð Akureyrar: Haustæfíngar hafnar Haustæfingar Skíðaráðs Akur- eyrar eru hafnar og verða sem hér segir: Alpagreinar 6-9 ára: Laugardaga kl. 10.30- 11.30 inniæfing í íþróttahúsi Glerárskóla. 10-12 ára: Laugardaga kl. 9.30- 10.30 inniæfing í íþróttahúsi Glerárskóla og fimmtudaga kl. 18.00 útiæfing á Akureyrarvelli. 13-14 ára: Mánudaga kl. 17.00, miðvikudaga kl. 17.00 og föstu- daga kl. 17.00 útiæfingar við íþróttahöllina. 15 ára og eldri: Alla virka daga kl 18.00 nema miðvikudaga úti- æfingar við íþróttahöllina. Skíðaganga 6-9 ára: Laugardaga kl. 10.30- 11.30 inniæfing í íþróttahúsi Glerárskóla. Sunnudaga kl. 10.30 útiæfing í Kjarnaskógi. 10-12 ára: Laugardaga kl. 9.30- 10.30 inniæfing í íþróttahúsi Glerárskóla. Sunnudaga kl. 10.30 útiæfing í Kjarnaskógi. 13 ára og eldri: Fimmtudaga kl. 17.30 útia^fing við íþróttahöllina. Ármann Helgi Guðmundsson. Golf: Opna Jaðars- og minningarmótið um helgina Opna Jaðars- og minningar- mótið í golfi fer fram á Jaöars- velli á Akureyri um helgina. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar í karla-, kvenna- og unglingaflokki. Auk hefðbund- inna verðlauna verða veitt vegleg aukaverðlaun. Mótið hefst kl. 8 á laugardagsmorgun og lýkur síð- degis á sunnudag. Skráning fer fram í golfskálanum að Jaðri í síma 22974 og lýkur henni kl. 18 á föstudag. Stefán Arnaldsson dæmdi mikið erlendis í fyrra og svo veröur einnig í ár. - geta m.a. dæmt á Ólympíuleikum Áfall fyrir Siglfirðinga: Hafþór og Henning í banni gegn Leiftri Sund: Tveir íslendingar komnir með alþjóðleg dómararéttindi Hafþór Kolbeinsson og Henning Henningsson verða ekki með gegn Leiftri. Á Sundþingi, sem haldið var um síðustu helgi, var greint frá því að tveir Islendingar, Akur- eyringurinn Ármann Helgi Guðmundsson og Reykvíking- urinn Kristín Guðmundsdóttir, hefðu nýlega hlotið réttindi sem alþjóðlegir dómarar í sundi. Þetta veitir þeim rétt- indi til að dæma á öllum alþjóðlegum sundmótum sem eru haldin samkvæmt reglum FINA, m.a. Ólympíuleikum. Armann Helgi sagði í samtali við Dag að hann og Kristín hefðu sl. vor sótt um að komast inn á alþjóðlegan dómaralista og já- kvætt svar hefði borist fyrir um mánuði. Réttindin hefðu þau til ársins 1994. Sagði hann að í fjárlögum Sundsambandsins væri gert ráð fyrir að þau myndu eitthvað dæma erlendis í vetur en ekki væri ljóst hversu mikið það yrði. Ármann Helgi keppti um ára- bil í sundi en hefur nú alfarið snúið sér að dómgæslunni, auk þess sem hann þjálfar yngstu hópana hjá Óðni. „Ég byrjaði að dæma fyrir 6-7 árum. Það vantaði tilfinnanlega dómara á lands- byggðinni og það var t.d. enginn dómari á Akureyri þegar ég byrj- aði. Ég hef dæmt mjög mikið allt frá upphafi og þar sem þetta eru mest sömu mótin var maður far- inn að velta því fyrir sér hvort maður væri að staðna. Það er síð- ur hætta á því þegar maður getur dæmt erlendis." Eins og fyrr segir hafa Ármann og Kristín nú réttindi til að dæma á Ólympíuleikum. En eru líkur á að af því verði? „Það er ekki spurning að mað- ur reynir að komast þar að og einnig á fleiri stórum mótum. Ég held að við eigum alveg mögu- leika á að koma a.m.k. einum dómara að,“ sagði Ármann Helgi Guðmundsson. 17 leikmenn voru dæmdir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ sl. þriðjudag. Meðal þeirra voru tveir leikmenn KS, Hafþór Kolbeinsson og Henn- ing Henningsson, og verða þeir því fjarri góðu gamni þeg- ar KS og Leiftur mætast í mjög mikilvægum leik á laugardag- inn. Sigurpáll Árni og félagar í KA fá erfiða mótherja í fyrstu umferð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.