Dagur - 20.09.1990, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 20. september 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (fþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Fjarvinnslustofiir - atvinna
á landsbyggðinni
Fyrir nokkru undirritaði viðskiptaráðherra samning við
fjarvinnslustofuna Orðtak hf. á Hvammstanga um tölvu-
skráningu Hlutafélagaskrár. Tölvuskráningin er fyrsta
stóra verkefnið sem Orðtak hf. fær til að leysa af hendi en
ýmis smærri verkefni hafa verið unnin hjá stofunni frá því
hún tók til starfa á síðastliðnum vetri. Fjarvinnslustofur
eru vinnustaðir sem byggjast á tölvunotkun og tengingu
í gegnum gagnanet við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Á
þann hátt geta starfsmenn fjarvinnslustofa unnið að
margvíslegum verkefnum þótt þeir séu staðsettir víðs-
fjarri þeim sem unnið er fyrir.
Meðal verkefna sem henta fjarvinnslustofum er hvers-
konar bókhaldsvinna, skráning upplýsinga, þýðingar og
útgáfustarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Steingrímur Stein-
þórsson, framkvæmdastjóri Orðtaks, sagði í blaðaviðtali
eftir að samningar höfðu tekist um tölvuskráningu Hluta-
félagaskrárinnar að þeir hyggðust taka að sér margvísleg
verkefni í framtíðinni. Hann nefndi meðal annars útgáfu
fréttabréfa, kynningarbæklinga og þýðingar. Þá gat hann
einnig um að ætlunin væri að koma af stað námskeiðs-
haldi fyrir starfsfólk og hluthafa Orðtaks. Á þeim nám-
skeiðum yrði til að byrja með farið yfir ýmiss konar grunn-
atriði varðandi tölvutækni svo sem stýrikerfi og einstak-
an hugbúnað.
Starfsemi fjarvinnslustofa krefst í mörgum tilfellum
þekkingar og starfsþjálfunar sem ekki er að nægilega
miklu leyti fyrir hendi í mörgum byggðarlögum. Einkum á
sviði tölvuvinnslu. Breytingar á atvinnuháttum krefjast
ætíð nýrrar kunnáttu og verkþjálfunar. íslendingar eru að
öllu jöfnu námfúsir og víða leynist fólk sem skort hefur
tækifæri til að afla sér þekkingar. Námskeið og önnur
kennslustarfsemi er því nauðsynleg. Aðstaða til slíkra
hluta er einnig fyrir hendi í mörgum glæsilegum skóla-
byggingum á landsbyggðinni. Þrátt fyrir kennslustarf-
semi þarf ekki að búast við að sú sérhæfing sem nauðsyn-
leg er í einstökum tilvikum, verði til staðar í öllum byggð-
arlögum. Kristján Björnsson, prestur og stjórnarformaður
Orðtaks, sagði í samtali við leiðarahöfund á síðastliðnum
vetri að þeir myndu ekki hika við að sækja sérfræðiþekk-
ingu út fyrir byggðarlagið ef þess þyrfti með.
Með tilkomu þeirrar tækni sem fjarvinnslustofur byggj-
ast á, opnast möguleikar til nýrra atvinnutækifæra á
landsbyggðinni. Fólk þarf ekki að vera staðsett nálægt
verkkaupanda sínum eða vinnuveitanda. Vinnutími get-
ur einnig verið að nokkru frjáls innan ákveðins skilatíma
viðkomandi verkefna. Á þann hátt er oft unnt að tengja
verkefni hjá fjarvinnslustofum við önnur möguleg störf í
heimabyggð. Fjarvinnslustofur geta því skapað fólki
möguleika til að búa þar sem það kýs. Þær geta auðveld-
að fólki að nýta eignir og aðstöðu, sem það hefur komið
sér upp og er ekki tilbúið til að yfirgefa þótt á móti blási
í atvinnumálum. Steingrímur Steinþórsson sagði í fyrr-
greindu blaðaviðtah að miðað við þær viðtökur sem stofn-
un fyrirtækisins hafi fengið hjá íbúum í Vestur-Húna-
vatnssýslu, megi álykta að þeir telji fjarvinnslustofuna
góðan kost í atvinnumálum. Fjarvinnslustofur eru
atvinnustarfsemi sem vert er að gefa gaum að á lands-
byggðinni á næstunni. ÞI.
á verðbréfamarkaði
Hlutabréf 2. grein:
Hlutabréf og skattlagning
í fyrri grein fjallaði ég um nokkur
atriði sem kaupendur hlutabréfa
gætu haft til hliðsjónar við
ákvörðun um hvaða hlutabréf
þeir ættu að kaupa. f þessari grein
er fjallað um þau skattalegu
atriði sem snerta hlutabréfakaup.
Þá sérstaklega þau lög sem sett
voru á Alþingi í maí sl., en þau
gera hlutabréfakaup enn álitlegri
kost en áður.
Hlutabréfakaup veita
skattfrádrátt
Þeir sem keyptu hlutabréf á síð-
asta ári gátu fengið skattfrádrátt
vegna kaupanna upp að vissu
rnarki. Þannig gat einstaklingur
dregið kaupverð hlutabréfa, allt
að 115.000 kr. (hjón um 230.000)
frá tekjuskatts- og útsvarsstofni
og lækkað þar með skattana um
43.400 (hjón 86.800). Þessi skatt-
frádráttur er bundinn því skilyrði,
að hlutafélagið hafi fengið stað-
festingu ríkisskattstjóra á árinu
1989. Öll hlutafélög sem skráð
eru á verðbréfamarkaði í dag,
hafa fengið þessa staðfestingu. Ef
viðkomandi hefur selt hlutabréf
síðastliðin fimm ár, þá fær hann
Jón Hallur
Pétursson
skrifar.
skattfrádrátt einungis vegna
þeirrar upphæðar sem er hærri en
söluvero seldra bréfa. Kaupverð
hlutabréfa umfram 115 þús. kr.
(230 þús. fyrir hjón) getur nýst á
næstu árum. Hver hámarksupp-
hæðin verður sem veitir skattfrá-
drátt fyrir þetta ár er ekki vitað
enn, en ætla má að hún hækki
nokkuð. Þetta ákvæði tryggir
kaupendum hlutabréfa strax
nokkuð örugga ávöxtun af hluta-
bréfakaupum.
Eignaskattur
Öll hlutabréf eru undanþegin
eignaskatti upp að vissu marki.
enda sé hlutabréfaeignin hærri en
skuldir. Þannig geta hlutabréf
verið eignaskattsfrjáls upp að
1.080 þús. fyrir einstakling og
2.160.000 fyrir hjón. Hlutabréf
eru talin til eignar á nafnvirði
nema sýnt sé fram á að raunvirði
þeirra sé lægra. Nafnverð þeirra
hlutabréfa sem eru á markaði í
nokkra daga er yfirleitt mun
lægra en markaðsverð þeirra.
Ardur
Fenginn arður, vegna ársins
1989, af hlutabréfaeign er undan-
þeginn tekjuskatti upp að vissu
marki. Þannig cr fenginn arður
upp að kr. 115 þús. hjá einstakl-
ingi (230 þús. hjá hjónum) eða
innan við 10% af nafnvirði hluta-
bréfa undanþeginn tekjuskatti,
hvort sem lægra reynist. í maí sl.
var þetta mark hækkað úr 10% í
15%, sem auðveldar fyrirtækjum
að greiða eigendum sínum hærri
arð en ella.
Söluhagnaður
Söluhagnaður vegna hlutabréfa
sem keypt voru á síðasta ári eða
fyrr er skattskyldur. Söluhagnað-
ur er reiknaður sem mismunur á
kaup- og söluverði hlutabréf-
anna. Kaupverðið getur verið
reiknað með tvennum hætti, eftir
því hvað hentar skattgreiðandan-
um betur; a) samanlögðu nafnverði
hlutabréfanna og þeirra jöfn-
unarhlutabréfa sem eigandinn
fékk úthlutað eða heimilt hefði
verið að úthluta. b) Upphaflegt
kaupverð hlutabréfanna fram-
reiknað með verðbreytingar-
stuðli skattalaga frá kaupdegi til
söludags. Frá söluhagnaði má
draga sölutap.
í maí sl. var samþykkt á
Alþingi að söluhagnaður af
hlutabréfum fyrir upphæð allt að
300 þús. kr. verði ekki skatt-
skyldur eftir 4 ára eignarhalds-
tíma. Þetta á þó einungis við um
þá sem kaupa hlutabréf á þessu
ári eða síðar. Þannig kemur þetta
atriði fyrst til framkvæmda 1994.
Aö lokum
Af þessu má sjá að með skatt-
afslætti vegna hlutabréfakaupa
og öðrum skattaívilnunum vegna
tekna af hlutabréfaeign vilja
stjórnvöld stuðla að því að
almenningur í landinu leggi ein-
hvern hluta af sparnaði sínum í
kaup á hlutabréfum. Þó hefðu
síðustu breytingar á lögum um
meðferð söluhagnaðar af hluta-
bréfum mátt ganga nokkuð
lengra.
Ný tækni hjá VISA íslandi:
Samskíptabúnaður tengdur
vegna viðskipta með erlend-
um kortum hér á landi
Fyrir helgina var tengdur hjá
VISA íslandi, samskiptabún-
aður sem gerir kaupmönnum
kleift að leita beint frá búðar-
borði, úttektarheimilda með
sjálfvirkum hætti vegna við-
skipta með erlendum Visa-
kortum hérlendis.
Enda þátt tölvuboð séu send
um gervihnött til London og það-
an út um heim og til baka aftur,
er svartíminn einungis 6-7 sekúnd-
ur, aðeins einni sekúndu lakari
en hér heima.
Hin nýja þjónustutækni kemur
þeim kaupmönnum og þjónustu-
stöðum til góða sem hafa
„Posum“ yfir að ráða, þ.e. sjálf-
virkum afgreiðslutækjum fyrir
greiðslukort, litlum tölvutengd-
um útstöðvum sem koma í stað
handþrykkivéla. í þeim hópi eru
m.a. Fríhöfnin á Keflavíkurflug-
velli, ýmsar tísku- og minjagripa-
verslanir og veitingastaðir þar
sem erlendir ferðamenn eru tíðir
gestir.
Alls hafa verið sett upp og
tengd um 150 tæki þessarar
gerðar, þar á meðal í ýmsum
stórmörkuðum eins og Hagkaupi
og Fjarðarkaupi. Mjög góð
reynsla er af þessu kerfi, sem
flutti í sl. mánuði hátt í 100 þús-
und færslur, sem eru um 10% af
þeim greiðslukortanótum sem til
verða á mánuði hverjum hér á
landi og ella hefði þurft að hand-
skrifa og handskrá. Vöruskiptin
verða auk þess mun þjálli og
öruggari.
Fullt samkomulag er á milli
kortafyrirtækjanna hér á landi
um samnýtingu þessara tækja og
búnaðar, bæði þeim og kaup-
mönnum til hagsbóta.