Dagur - 20.09.1990, Side 5

Dagur - 20.09.1990, Side 5
Fimmtudagur 20. september 1990 - DAGUR - 5 fréttir Vöruþróun í fyrirtækjum: „Verkefnið mun skila öflugu atvinnulífi á landsbyggðinni“ - segir í bréfi Ingvars Kristinssonar, forstöðumanns Rekstrartæknisviðs Iðntæknistofnunar fslands Tillögur liggja fyrir, hjá Iðn- þróunarielagi Eyjafjarðar hf. frá Iðntæknistofnun íslands, hvernig vinna megi að vöru- þróun í fyrirtækjum á lands- byggðinni. „Þetta verkefni er tilkomið að frumkvæði iðnað- arráðgjafanna. Eilífðarverk- efni þeirra er að leita leiða til eflingar atvinnulífs á sínum svæðum og er vöruþróun ein leið af mörgum að því marki. Að styrkja þau fyrirtæki sem fyrir eru, þannig að þau skili hagnaði, mun skila öflugu atvinnulífi á landsbyggðinni, þegar til lengri tíma er litið,“ segir í bréfi Ingvars Kristins- sonar, forstöðumanns Rekstr- artæknisviðs hjá Iðntækni- stofnun Islands. Að sögn Þorleifs Þórs Jónsson- ar hjá Iðnþróunarfélagi Eyja- fjarðar hf. er verið að athuga þrjú fyrirtæki sem hugsanlega þátttakendur í þessu vöruþróun- arverkefni, en það eru fyrirtækin Sjöfn, Kjötiðnaðarstöð KEA og Linda hf. á Akureyri en fleiri gætu bæst í hópinn. lðntæknistofnun hefur á undanförnum árum unnið að vöruþróunarverkefnum í mörg- um fyrirtækjum, bæði úti á lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæð- inu. Við þau verkefni hefur Iðn- tæknistofnun útfært vinnuaðferð- ir, sem skila árangri. Það er sú Vísitala byggingarkostnaðar: Hækkaði um 0,2% milli mánaða Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan scptembcr 1990. Reyndist hún vera 172,5 stig eða 0,2% hærri en í ágúst (júní 1987 = 100). Þessi vísitala gildir fyrir októ- ber 1990. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982 = 100) er 552 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað unt 12,2%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,4% og samsvarar það 1,7% árshækkun. Húsaleiga óbreytt fram að áramótum Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem sam- kvæmt samningum fylgir vísi- tölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, skal vera óbreytt fram að áramót- um. Þetta þýðir að leiga í október, nóvember og desember, skal vera óbreytt frá því sem hún er í september 1990. vinnuaðferð sem ætlunin er að beita í þessu samvinnuverkefni iðnráðgjafanna og Iðntækni- stofnunar. Þátttökufyrirtækin þurfa að standast þær kröfur sern Iðnlánasjóður gerir um láns- hæfni. I greinargerð Iðntæknistofnun- ar sern ber yfirskriftina Vöru- þróun, Iðnráðgjafar-Iðntækni- stofnun stendur:,, Verkefnið: Að aðstoða fyrirtæki á landsbyggð- inni til þess að vinna markvisst og skipulega að vöruþróun. Notaðar verða þær vinnuaðferðir sern Iön- tæknistofnun hefur útfært í sam- bærilegum verkefnum, undanfar- in ár. Markmiðið: Að hvert þátt- tökufyrirtæki skili út á markað nýrri eða endurbættri vöru innan tveggja ára. Varan verður að standast arðsemiskröfur fyrir- tækisins. Framkvæmd: Verkefnið er samstarfsverkefni iðnráðgjafa og Iðntæknistofnunar. Á hverju iðnráðgjafasvæði verða valin 2-3 fyrirtæki til þátttöku í verkefn- inu. Þátttakendur í hverju verk- efni fyrir sig verða 2-5 starfsmenn fyrirtækisins, iðnráðgjafinn og ráðgjafi frá Iðntæknistofnun, sem verður verkefnisstjóri." Nú þegar er verið að athuga þrjú fyrirtæki á Akureyri, sem áður er greint frá, og unnið verð- ur út frá fimm nteginþrepum sem cru: Undirbúningur, markaðs- forsendur, þróun-frumgerða- smíð, aðlögun framleiðslu og márkaðssetning, en hversu umfangsmikil þau verða, ræðst af hverju verkcfni fyrir sig. Meginhluti verkefnisins verður unninn af starfsmönnum fyrir- tækisins sjálfs, en verkefnisstjórn verður í höndum Iöntæknistofn- unar, sem einnig mun bera fjár- hagslega ábyrgð á verkefninu. ój TAKIÐ EFTIR Fraiiskar kartöflur 750 gr 164 kr. Pepsí í IV2 lítri 151 kr. Pepsí í 2ja lítra 169 kr. Hjörta, nýru, liíiir og súpukjöt af irýslátruðu. Kjörbud KEA Brekkuaötu 1 HLUTABREFAUTBOÐ Útgefandi: Sæplast hf. Nafnvirði hlutabréfa: 6.000.000 krónur. Upphafssölugengi: 6,8. Fyrsti söludagur: Aðalsöluaðilar: Upplýsingar: Umsjón með útboði: 20. september 1990. Kaupþing hf., Kringlunni 5,103 Reykjavík, sími (91)68 90 80. Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1,600 Akureyri, sími (96) 2 47 00. Utboðslýsing liggur frammi hjá aðalsöluaðilum. KAUPÞING HF I .öfl'ilt leriíbréfafynrtœki

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.