Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 20. september 1990 öllum verslunum Vömbílstjórafélagið Valur gagnrýnir vidskipti bæjaryfirvalda og bæjarfyrirtækja við félagsmenn - málefni bílstjóranna eru til sérstakrar athugunar hjá Akureyrarbæ AKUREYRI -JT.' - Skipagötu 12 Akureyri - Simi 21464 Kotttið við og cjerið ykkur dagamun Bæjarráð Akureyrar bókaði 6. þ.m. erindi frá Vörubílstjóra- félaginu Val, en í bréfi til bæjarytirvalda segja bílstjór- arnir að ekki verði lengur hjá því kumist að Ieita til þeirra vegna erfiðleika í atvinnumál- um. Talað er um að jafnvel um hásumarið sé lítið að gera hjá vörubílstjórunum, auk þess sem viðskipti Akureyrarbæjar við félag þeirra eru gagnrýnd. Bæjarverkfræðingi hefur verið falið að gera bæjarráði nánari grein fyrir vörubifreiðanotkun bæjarins og hvernig staðið er að vali á þjónustuaðilum, eins og segir í bókuninni. Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs, sagði á fundi í bæjarstjórn á þriðjudag að þegar bæjarverk- fræðingur myndi ljúka skoðun þessara mála yrðu teknar upp viðræður við fulltrúa vörubifreiða- stjóranna. Víkingur Guðmundsson, for- maður Vals, skrifaði til bæjaryfir- valda 24. ágúst: „Ekki verður lengur hjá því koniist að leita til bæjaryfirvalda vegna ástands í atvinnumálum vörubílstjóra hér á Akureyri og nágrenni. Nú er svo ástatt að um hásumarið er mikið atvinnuleysi hjá þeim og virðist lítið framundan. Pegar svo er komið leita menn orsaka og reyna að gera sér grein fyrir ástæðum. Fjöldi atvinnubifreiðastjóra hér er nokkuð í svipuðu hlutfalli við t.d. Reykjavík og heildar- fjöldinn hér svipaður og á Dalvík. Á Dalvík er næg atvinna fyrir vörubíla núna og þeir stunda vinnu hér á Akureyri að staðaldri í þjónustu við skipafélögin með aðstöðu hjá þeim. Dalvíkurbær rekur ekki vörubíla og bæjaryfir- völd gæta þess vel að bílar þaðan flytji vörur að og frá þeirra bæ. Þeir segja að það skifti höfuðmáli að halda atvinnunni í bænum. Bflstjórar á Akureyri eiga enga vöru Sama gildir um Þingeyinga. Bíl- stjórar þaðan segja óhikað: „Við eigum þessa vöru,“ þegar þeir sækja vörur og flytja vörur til og frá Akureyri. En bílstjórar á Akureyri eiga enga vöru. Þeir eiga enga malbikunarstöð og ekkert malbik og þeir eiga ekkert útgerðarfélag og engan fisk eða þorskhausa. Akureyrarbær á þetta og það hefur reynst auðvelt fyrir aðkomubíla að fá flutning- ana. Starfsmenn Vegagerðar ríkis- ins hafa haft orð á því við bíl- stjóra hér að sveitarfélögin hér í kring liggi á þeim að láta sína bíl- stjóra hafa einhverja vinnu utan útboða, en það hafi aldrei heyrsl orö frá Akureyrarbæ í þá veru. Vörubílstjórar á Akureyri óttast mjög að það sama verði uppi á teningnum ef álver verði reist við Eyjafjörð, að aðkomubílar muni hirða þá vinnu sem skapast, vegna jress að þeir sem um fjalla beri ekki hag þeirra fyrir brjósti. Akureyrarbær rekur fjölda vörubíla og er þannig í samkeppni við atvinnubíla. Það er umdeilt hvort það sé rétt bæði af hag- kvæmniástæðum og vegna sam- keppni um atvinnu. Má í því Víkingur Guðmundsson varar við lélegu atvinnuástandi meðal bifreiðastjóra á Akureyri og skorar á bæjaryfirvöld að gera úrbætur fyrir sitt leyti. sambandi nefna flutning á efni til malbikunar fyrir ríkið og ein- staklinga. ^Bæjarstarfsmenn hafa ekki viljað' skifta sér af flutningi á malbiki úr bænum lengra til, þótt þeir sjái um útlögn á því. En fyrir 2 tyúklmgabitar m/frönsíum sósn, saíati og gosgíasi fir. 599.- OstSorgan m/frönskum, sósu, grctnmeú og gosgíasi kr. 499.- Píta m/nautabuffi, frönskum og gosgíasi kr. 499.- Djúpsteiktur fskur, Oríy, m/frönskum, sósu, safaú og gosgtasi kr. 515.- FjöCsfay(dupafrkar. 3ja manna kr. 1.7004ra manna kr. 2.2005 manna kr. 2.800. lVz fítri gos fytgir með. Hver skammtur! 2 kjúkíingabitar, franskar, sósa og saíat. ATH! Öff böm innart 6 dra afdurs meðforetdmmfáfrían mat ef borðað er á staónum. Böm jrd 6-10 dra borga Vz verð. Vinsamtegast biðjið um tiíóoð tiC þess aðforðast misskiCning. Flugmálastjórn, Hafnarsjóð o.fl. geta þeir séð um allt. Vörubíl- stjórum finnst að bærinn geti séð um allt verkið og ráðið til þess þá sem til þess þarf og tekið helming af bílunum hér og hinn helming- inn úr byggðarlagi kaupanda. Nú fréttist af endurnýjun bíla- flota bæjar- og Útgerðarfélags og vörubílstjórar horfa fram á algjört atvinnuhrun hjá sér. Bæjaryfirvöld verða að taka ákvörðun um hvort þeir vilji að svo verði. Ef svo er ekki þurfa þeir að veita vörubílstjórum sín- um hliðstæðan stuðning og önnur sveitarfélög gera. Það er betra fyrir bæjarfélag að hafa vörubíl- stjóra sem geta greitt gjöldin sín en vörubílstjóra á atvinnuleysis- bótum.“ Víkingur Guðmundsson tekur fram, til að fyrirbyggja misskiln- ing, að ekki sé verið að halla á Dalvíkinga fyrir hvernig þeir standi að þessum málum í sínum heimabæ. Þvert á móti sé þar skynsamlega staðið að hlutunum, enda sjáist dæmi um að fyrirtæki flytji frá Akureyri til Dalvíkur þar sem þau sjái sér hag í því á ýmsan hátt. EHB iJUMFERÐAR Allir þurfa að nota ENDURSKINSMERKI!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.