Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. september 1990 - DAGUR - 7
Fjölbreytt starf Kórs
Akureyrarkirkju í vetur
Kór Akureyrarkirkju, undir
stjórn Björns Steinars Sól-
bergssonar organista Akureyr-
arkirkju, er nú að hefja vetrar-
starfíð. Viðfangsefni kórsins í
vetur verða mörg og fjölbreytt
að efni og umfangi. Auk hefð-
bundins starfs við kirkjuna
syngur kórinn við vígslu safn-
aðarheimilis og á 50 ára afmæli
kirkjunnar í nóvember. Að
venju syngur kórinn tónlist
tengda jólum í desember, en
stærsta verkefnið í vetur verða
tónleikar á kirkjulistaviku í lok
apríl.
Akureyrarkirkja stendur á
tímamótum á þessu ári. Pann 17.
nóvember nk. verður hún 50 ára
og þessara tímamóta verður
minnst þann dag og sunnudaginn
18. nóvember. Laugardaginn 17.
nóvember verður formleg vígsla
safnaðarheimilisins, en óhætt er
að segja að það gjörbreyti safn-
aðarstarfi við kirkjuna. Safnaðar-
heimilið er ekki síst kærkomið
fyrir Kór Akureyrarkirkju, því
með tilkomu þess flytjast æfingar
kórsins í sal í vesturhluta hússins.
Salur þessi er sérstaklega hann-
aður með hljómburð í huga og án
efa á hann eftir að verða miðstöð
tónlistarflutnings á Akureyri um
ókomna tíma. Við vígslu safnað-
arheimilisins mun Kór Akureyr-
arkirkju flytja fjölbreytta tónlist.
Flutt verða sígaunaljóð eftir
Johannes Brahms og þjóðlaga-
útsetningar eftir Jón Ásgeirsson
og Hafliða Hallgrímsson.
Sunnudaginn 18. nóvember
verður sérstök afmælishátíðar-
messa í Akureyrarkirkju. Jón
Hlöðver Áskelsson hefur verið
fenginn til að semja sérstaklega
fyrir þetta tækifæri introitus að
messunni. Kór Akureyrarkirkju
syngur tónlist eftir Jakob Tryggva-
son, fyrrverandi organista kirkj-
unnar, og fl. Pá mun Margrét
Bóasdóttir, sópran, syngja ein-
söng og hópur blásara tekur þátt
í messunni.
í desember verður að venju
efnt til aðventukvölds og þar flyt-
ur Kór Akureyrarkirkju tónlist
tengda aðventu og jóíum.
Eftir áramót verða hafnar
æfingar fyrir þátttöku kórsins í
kirkjulistaviku í lok apríl, sem nú
verður haldin í annað skipti.
Fyrsta kirkjulistavikan, sem
haldin var fyrir tveim árum, tókst
rnjög vel og var fjölsótt. Á kirkju-
listaviku í ár flytur Kór Akureyr-
arkirkju Missa Brevis í C-dúr eft-
ir Wolfgang Amadeus Mozart.
Auk þess syngur kórinn aðra
efnisskrá, sem verður byggð upp
á verkum eftir Mendelsohn og
Cesar Franck og íslensk
tónskáld. Pá mun hluti Kórs
Akureyrarkirkju taka þátt í upp-
færslu Leikfélags Akureyrar á
Skrúðsbóndanum, leikverki
Björgvins Guðmundssonar, en í
ár eru 100 ár liðin frá fæðingu
hans. í Skrúðsbóndanum, sem
verður færður upp í Akureyrar-
kirkju undir leikstjórn Jóns St.
Kristjánssonar, er tónlist fyrir
blandaðan kór og karlakór.
Að aflokinni kirkjulistaviku í
vor er fyrirhuguð tónleikaferð
Kórs Akureyrarkirkju til Akra-
ness og Reykjavt'kur. Efnisskráin
verður bæði af veraldlegum og
trúarlegum toga.
Kór Akureyrarkirkju hefur
haft æfingaaðstöðu í kapellu
kirkjunnar, en eins og áður segir
flytur hann með æfingar í tónlist-
arsal safnaðarheimilisins, eftir að
það verður formlega tekið í notk-
un í nóvember. Safnaðarheimilið
gefur og þann möguleika að
skipta kórnum upp á æfingum ef
á þarf að haldá.
Kór Akureyrarkirkju tekur
þátt í messutn og guðsþjónustum
í Akureyrarkirkju. Hann syngur
allur við stærri athafnir, t.d.
hátíðarguðsþjónustur, en til
söngs við reglulegar messur á
sunnudögum er kórnum skipt
upp í þrjá smærri kóra, sem
skiptast á að leiða messusöng.
I vetur verða æfingar hjá Kór
Akureyrarkirkju á þriðjudags-
kvöldum í kapellu kirkjunnar og
síðar í safnaðarheimili. Margrét
Bóasdóttir, sópransöngkona, sér
um raddþjálfun.
Stefnt er að því að hafa 40-45
manns í kórnum í vetur og því er
unnt að bæta við góðu söngfólki,
einkum vantar þó í karlaraddir.
Upplýsingar gefa Björn Steinar
Sólbergsson, stjórnandi kórsins, í
hs. 25642 og Lovísa Jónsdóttir,
formaður kórsins, í hs. 24294.
Hluti af Kór Akureyrarkirkju söng í ágúst sl. ásamt Kór Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur Missa Brevis eftir
ungverska tónskáldið Kodály í Skálholti. Þessi mynd var tekin af félögum í Kór Akureyrarkirkju í Skálholti.
|f| Sölufólk
lHi óskast
til að selja blað og merki Sjálfsbjargar laug-
ardaginn 22. september.
Komið að Bjargi neðri hæð kl. 10.00-12.00 fyrir
hádegi.
★ Góö sölulaun.
Nánari uppl. á skrifstofu félagsins í síma 26888, kl.
12.30-16.30.
Akureyringar og nágrannar!
Vinsamlega takið vel á móti sölufólki okkar og styðjið
gott málefni.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri og nágrennis.
MYNDLISTASKOLINN
Á AKUREYRI
Almenn námskeið
Myndlistaskólans á Akureyri
3. október til 21. janúar.
Barna- og unglinganámskeið
Teiknun og málun.
1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 6-8 ára. Tvisvar í viku.
4. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku.
5. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku.
6. fl. 11-12 ára: Einu sinni í viku.
Málun og litameðferð fyrir unglinga.
Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku.
Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku.
Kvöldnámskeið fyrir fullorðna
Teiknun.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Módelteiknun.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Auglýsingagerð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Skrift og leturgerð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Allar nánari upplýsingar og innritun
í síma 24958.
Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00
virka daga.
Skólastjóri.
Fimmtudag: K.C, JOTIGS
Föstudagog laugardag:K.C. JoiWS Og ChvÍS MolOTWy
Laugardag: TÓTllÍStJrá 75m85. Upplifið unglingsárin aftur
Bíóbarinn það nýjasta frá London og L.A.
Sími 24199
Frí heimsendingarþjónusta
Enginn aðgangseyrir