Dagur - 20.09.1990, Side 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 20. september 1990
Pústþjónusta
Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða.
Pakkningar, klemmur, upphengjur.
Fast verð fyrir pústkerfaskipti.
Höfum fullkomna beygjuvél.
Ryðvarnarstöðin sf.
Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri.
Skemmtiklúbburinn
Lrf og fjör
Góðir félagar
Frá tökustað hjá Höfða
Cirkus
Dansskemmtun veröur haldin í
Bláhvammi, Skipagötu 14, 4. hæö,
laugardaginn 22. sept. kl. 22.00-03.00.
Húsiö opnað kl. 21.30.
Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið.
Mætum vel og stundvíslega
og tökum meö okkur félagsskírteini.
Þeir félagar sem ætla sér aö endurnýja skírteinin en
eru ekki búnir aö því vinsamlegast hafiö samband
við Möggu í síma 23286, Þórodd í síma 21620
og Hönnu í síma 21178 sem allra fyrst.
Viö munum ekki endurnýja skírteini á skemmtunum.
Þess vegna er nauðsynlegt að þiö hafið
samband við okkur fyrir 22. sept.
Stjórnin.
Filmað í Skagafirði:
Atriði í „Böm náttúrunnar“ tekið
upp með aðstoð heimamanna
Kvikmyndatökulið var statt í
Skagafirði um síðustu helgi við
tökur á atriði i myndinni
„Börn náttúrunnar“ eftir þá
Friðrik Þór Friðriksson og
Einar Má Guðmundsson. M.a
var upphafsatriði myndarinnar
tekið upp í lítilli rétt, ekki
langt frá bænum Höfða sem er
skammt fyrir utan Hofsós.
íslenska kvikmyndasamsteyp-
an framleiðir myndina og fékk
m.a. styrk úr Kvikmyndasjóði til
verksins. Aðalhlutverkin eru í
höndum Gísla Halldórssonar og
Sigríðar Hagalín, en fjöldi ann-
arra þekktra leikara er í mynd-
inni og má þar nefna Egil Ólafs-
son, Baldvin Halldórsson, Tinnu
Gunnlaugsdóttur og Rúrik Har-
aldsson.
„Myndin fjallar um gamlan
bónda sem bregður búi og fer til
Reykjavíkur til að heimsækja
dóttur sína, en lendir síðan á elli-
heimili. Á því hittir hann
æskuvinkonu sína og saman
ákveða þau að vitja átthaganna,“
sagði Friðrik Þór. Að sögn
Friðriks hafa tökur staðið yfir í
fimm vikur, allt frá Reykjavík og
vestur að Aðalvík á Ströndum og
hafa veður verið misjöfn á þeim
tíma. Hann sagðist reikna með
mánuði til viðbótar í tökur og
síðan yrðu þrír mánuðir í klipp-
ingu og tveir í hljóðsetningu.
„Meðgöngutíminn frá því að
byrjað er að taka er svipaður og
hefur oft verið líkt við það að
ganga með barn. Við reiknum
samt með að flýta henni eins og
hægt er, en ef við náum ekki að
frumsýna á þessum vetri má
búast við frumsýningu haustið
’91. Áætlaður kostnaður er að
rjúka upp úr öllu og er kominn í
svona 50-60 milljónir,“ sagði
Friðrik í slyddunni í Skagafirði á
sl. hrollköldum mánudags-
morgni, eftir að hópatriði með
nokkrum skagfirskum kindum og
leikurum ásamt Gísla hafði tekist
fyrir rest. SBG
Espanía
sýnir í Íþrottahöllinni á Akureyri
laugardag og sunnudag.
Sýningar báða dagana kl. 15.00 og 20.00.
Miðasala opin frá kl. 10.00 báða dagana.
Loftfimleikar ★ Trúðar ★ Akrópatik
Töfrabrögð ★ Jafvægislistir ★ Tarantúlla
risakóngulær og margt, margt fleira.
Skemmtun fyriralla fjölskylduna.
—y
„Allt fæst viðgert
og endurbætt“
- segir Ingólfur Guðmundsson,
yfirvélstjóri á Kaldbak EA 301
„Það sem hér vantar er gott
Ijós, komdu niður skarfur,“
sagði viðgerðarmaðurinn um
borð í Kaldbaki EA, hvar
hann var að vinnu sinni undir
stálgóifi í vélarúminu og Ijós-
myndarinn fór niður með
myndavél og flass.
Viðhald á öllum þáttum tækja
og vélbúnaðar er mjög gott sem
og á öllu hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa hf., að sögn Ingólfs
Guðmundssonar, yfirvélstjóra á
Kaldbaki EA 301.
„Nú er unnið að lagfæringum á
olíuleiðslum, en inniveran er nýtt
sem best er á kosið. Allt fæst við-
gert og endurbætt sem beðið er
um, enda er álagið á tækjum og
mönnum mikið. Nú á eftir tökum
við olíu og fyllum allt sem hægt
er að fylla af þeirri ódýru, en ný
olía er að koma til landsins á
næstu dögum frá Hollandi á nýju
og hærra verði. Atburðirnir við
Persaflóa eru farnir að segja til
sín. Já, að mörgu þarf að hyggja
í stuttri inniveru,“ sagði Ingólfur,
yfirvélstjóri. ój