Dagur - 22.09.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 22. september 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLADAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.),_______
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B.
JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRÍMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Á síðasta áratug voru gefnar úr
13.238 bækur og bæklingar á
íslandi eða 1203 rit að meðal-
tali á ári. Þessar upplýsingar
komu fram í erindi Hildar G.
Eyþórsdóttur, bókasafnsfræð-
ings á Landsbókasafni, á ráð-
stefnu um bókfræði í nútíð og
framtíð sem haldin var á veg-
um Háskólans á Akureyri á
fimmtudag og föstudag. Á ráð-
stefnunni var fjallað um bók-
fræðina sem fræðigrein. Á
hvern hátt hún geti í framtíð-
inni þjónað hlutverki sínu og
miðlað upplýsingum um efni
bóka og annarra ritverka á sem
gleggstan og aðgengilegastan
hátt. Undirstaða þess er áð víð-
tækar upplýsingar liggi fyrir
um efni bóka í aðgengilegu
formi, sem síðan er hægt að
miðla til notenda eftir þeim
leiðum er tækni á hverjum tíma
býður. í erindi Hildar G.
Eyþórsdóttur kom einnig fram
að miklar upplýsingar eru til
um bækur hér á landi. Um fjöru-
tíu bókaskrár eru til á vegum
Landsbókasafns. Þær innihalda
upplýsingar um allt prentað
mál sem gefið hefur verið út á
Bókaþjóðin
íslandi frá árinu 1534 til nútím-
ans auk mikils fróðleiks um
erlend ritverk, bæði þýddra og
á erlendum tungum.
Bókin er elsta aðferð manna
til að varðveita heimildir. Til-
vera hennar er í raun jafngömul
kunnáttunni að tjá hugsanir
sínar í rituðu máli. Ljóst er að
bókin mun áfram eiga erindi til
manna. Þótt við lifum á tölvu-
öld og tímum geisladiska er
ekkert sem bendir til að hin
aldagamla varðveisluaðferð
ritmálsins verði leyst af hólmi.
Ný tækni mun fremur auðvelda
flutning og framsetningu
þeirra upplýsinga, sem bækur
hafa að geyma en taka við hlut-
verki þeirra í einu og öllu.
Yfirstandandi ár er tileinkað
lestri. Með yfirskriftinni „ár
læsis" er minnt á nauðsyn lestr-
arkunnáttu í heiminum. Okkur
íslendingum getur virst að
þessi yfirskrift og áróður eigi
lítið erindi til okkar. Víst erum
og ár lœsis
við betur á vegi stödd í þessu
efni en margar aðrar þjóðir. í
mörgum löndum hefur lestrar-
kunnátta aldrei náð að verða
eign allra. Menn telja sig einnig
merkja að í sumum ríkjum hins
vestræna heims fari lestrar-
kunnáttu hrakandi og hafa
verulegar áhyggjur af. Ástæður
þess geta verið margvíslegar
en trúlega eiga aðrar aðferðir
til birtingar upplýsinga nokk-
urn þátt í að fólk leggur ekki
lengur á sig að læra ritmálið.
Slíkt hlýtur að teljast mikil
afturför á þeim tímum þegar
áhersla er lögð á aukna mennt-
un á sem flestum sviðum.
Þótt íslendingar hafi ávallt
verið bókhneigðir megum við
ekki sofna á verðinum. Mynd-
miðlar hafa aukin áhrif í okkar
heimkynnum eins og annarra.
Aðstæður margra barna í yfir-
vinnusamfélaginu eru þess eðl-
is að hætta er á misbresti hvað
námsárangur varðar. Margir
foreldrar hafa ekki sömu tök á
því og fyrr að fylgjast með námi
barna sinna. Óvíst er einnig
hvort skólakerfið er nægilega
búið undir að mæta þessari
þróun. Ófullnægjandi húsnæðis-
aðstæður og lág laun kennara
setja skólastarfi grunnskól-
anna, undirbúningsskólans,
takmörk sem illa verður komist
framhjá án þess að verja meira
fé til skólastarfs. Þótt oft sé
kvartað undan kostnaði við að
halda samneyslunni uppi er
víst að góð undirstöðumenntun
þjóðarinnar á þess kost að
skyla sér aftur í aukinni afurð af
störfum fólks.
íslendingar hafa alla tíð verið
bókaþjóð. Þeir fluttu ritmál
með sér til landsins og hafa síð-
an þróað það gegnum aldir. Nú
gefum við út bók eða prentað
ritverk á um tvö hundruð íbúa
að meðaltali á ári. Okkur ætti
því að reynast auðvelt að nýta
bókfræðilegar upplýsingar til
að koma þekkingu á framfæri.
Okkur ætti einnig að veitast
létt að viðhalda almennu læsi í
landinu ef við gætum þess að
vaka á verðinum. ÞI
Goðin í fýlu
Þau fóru í fýlu blessuð goðin síðastliðið laugardags-
kvöld. Nokkurn veginn á sama tíma og sveitar-
stjórnarmennirnir á Suðurnesjum voru uppteknir af
því að rífast út af skiptingu álgróðans fyrirsjáan-
lega, eða ef til vill nýbyrjaðir að bergja á hinum
hefðbundna lokakokkteil, tók jörðin allt í einu að
skjálfa undir fótum þeirra. Mikil mildi að þeir
skyldu ekki vera þarna staddir Atlansálarnir, því að
öllum líkindum hefðu þeir flújð lafhræddir norður í
Eyjafjörð, ef ekki lengra, þekkjandi ekki þessi
býsn. Enda hefur markaðsskrifstofa iðnaðarráðu-
neytisins og aðrir áhugamenn um álverið á Keilis-
nesi vitanlega látið hjá líða að skýra ókunnugum
útlendingunum frá því að jörð geti skolfið á
Reykjanesi og eldfjöll jafnvel gosið, þótt það hafi
auðvitað verið rækilega útskýrt fyrir þeim, að hafís
geti lokað Eyjafirði í einhverjar vikur svona einu
sinni á öld eða svo.
Siðaskipti
í rauninni getur maður nú varla láð blessuðum goð-
unum þó að þau séu svolítið fúl þessa dagana. Að
sönnu er varla hægt að tala um það að þjóðin sé öll
sem einn maður að taka upp opinber trúarbrögð
eins og menn gerðu þarna á Þingvöllum í þá gömlu,
góðu daga, en þó verður að segjast að við erum nú
að upplifa eins konar siðaskipti. Menn eru sem
óðast að hætta að trúa á „sauðkindina og heilaga
jómfrú“, og í staðinn er komin trúin á álbræðslur og
evrópsk efnahagsbandalög.
Eiginlega hefði mátt ætla að blessuð goðin
myndu allt að því hlæja að þessum álfarsa öllum,
svo fyndinn sem hann eiginlega er að mörgu leyti,
þótt líklega sé samt öllu réttara að tala um einhvers
konar harmskop í þessu sambandi. Það verður að
teljast fáránlegt hvernig þeir, að því er ætla mætti
hinir ábyrgustu menn, hafa leikið þann leik svo
mánuðum skiptir; að draga heilu byggðarlögin og
íbúa þeirra á asnaeyrunum, og ætla svo að kóróna
fíflaganginn með því að bjóða þessum sömu byggð-
arlögum náðarsamlegast að hjálpa þeim um ein-
hverja aura svo eitthvað megi lækka rándýra hita-
veitutaxtana. En þá er að sjálfsögðu búið að sjá til
þess að fólkið á stöðunum yfirhöfuð hafi enga pen-
inga til að greiða þessa lágu hitaveitureikninga
með, það er að segja það fólk sem ekki er farið burt
til flatra lendna hins nýja siðar.
Samstöðulaust flangs
Þeir voru margir sem á dögunum hneyksluðust mik-
ið yfir meintu flangsi Reykjavíkurdætra utan í
ítölsku dátana, flangs sem sjálfsagt má að einhverju
leyti að minnsta kosti rekja til þeirrar bláköldu
staðreyndar hversu óskaplega hallærislegir íslenskir
karlmenn eru oft á tíðum, að minnsta kosti við
fyrstu kynni. Hitt er svo minna talað um af þessum
hinum sömu hneykslunarhellum, en það er það sem
við getum kallað „fínt flangs" kaupsýslumanna,
verktaka og jafnvel stjórnmálanna, utan í útlend-
inga sem eiga dálítinn eyri, manna sem í dag mynda
það sem við getum kallað „aðdáunarklúbb" Keil-
isnessins. Og þessi klúbbur er fyrirfcrðarmikill í
fjölmiðluin allra landsmanna um þessar mundir.
Og einmitt þetta einkennir svo mjög öll okkar
samskipti við útlendinga. Ómarkvisst flangs í veikri
von um einhverja brauðmola af nægtaborðum
alvörulandanna. Óg það sem verra er. Þetta flangs
er algjörlega samstöðulaust. Dæmi um þetta er að
íslensku sjónvarpsstöðvarnar skuli jafnvel yfir-
bjóða hvor aðra á efniskaupstefnum erlendis, í stað
þess að senda á þær sameiginlegar sendinefndir
með hagsmuni beggja að leiðarljósi. Á hinn bóginn
hafði svo Hugskotið spurnir af ferðamanni einum
erlendum hér í sumar sem hló sig máttlausan að
þeirri makalausu áráttu mörlandans að vera sífellt
Reynir
Antonsson
skrifar
að undirbjóða hver annan þegar um þjónustu við
útlendinga er að ræða. Og svo tala menn vitaskuld
fjálglega um ferðaþjónustu sem mikla atvinnugrein
og arðvænlega.
Vörðurnar
Stundum getur þetta flangs tekið á sig dálítið
skondnar myndir. Tökum sem dæmi þennan sér-
kennilega misskilning, að það þurfi að setja vörður
byggðar úr álverum á veginn sem flestir útlendingar
aka um fyrstan hér á landi, þó svo að það tíðkist
sumstaðar erlendis að velja stóriðjuverum stað
meðfram flugvallarvegum. Vitanlega veit það hvert
mannsbarn við Eyjafjörð að það voru ekki
útlendingarnir sem völdu Keilisnesið, heldur var
það valið einfaldlega vegna þess að of miklir
pólitískir, og þó einkanlega efnahagslegir, hags-
munir of voldugra manna voru í húfi til þess að
önnur staðsetning kæmi nokkurn tímann til greina.
En áhugamenn um álver eða aðra stóriðju við
Eyjafjörð þurfa líklega ekkert að örvænta. Svo
kaldhæðnislega kann meira að segja að fara, að
álverið á Keilisnesinu flýti fyrir byggingu álvers eða
einhvers enn meira mengunarvaldandi stóriðjuvers
við fjörðinn. En ekki er nú víst að það verði Eyfirð-
ingar sem við þær muni vinna. Öllu líklegra er að
þar muni starfa láglaunavinnuafl, sennilega frá
nýfrjálsri Austur-Evrópu, innan þessa Evrópu-
bandalags sem við munum örugglega verða gengin
í innan áratugar ef fer sem horfir. Þar munu menn
framkvæma byggðastefnuna á eigin forsendum þar
sem við gerðum það ekki á okkar. Álver mun rísa
við hvern fjörð og hverja vík, enda spánverskir
togarar löngu búnir að þurrka burt það sem eftir er
af þorskinum. Sérvitringar sem enn kunna íslensku
munu sitja í Reykjavík og lesa af disklingum
sögurnar af því þegar goðin fóru í fýlu eitt laugar-
dagskvöld í september fyrir löngu.