Dagur - 22.09.1990, Page 12

Dagur - 22.09.1990, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 22. september 1990 Draumar og dulsýnir Frá aldaöðli hafa draumar verið mönnum stór ráðgáta. Þeir hafa valdið ótta eða kvíða eða leiðbeint mönnum og aðvarað. Trúarbrögð flestra landa segja frá vitrunum sem birtast mönnum á örlagatímum og jafnan verður það til að vandamá! þeirra rætast eða þá að þeir spá fyr- ir ókomnum harmleik. Þeir sem telja sig geta ráðið eða spáð í drauma og gera það fyrir borgun hafa það yfirleitt gott fjárhagslega. Sálfræðingar og geðlæknar leggja mikið upp úr draumum og táknum þeirra til þess að geta sagt til um orsakir sálrænna og tilfinningalegra truflana. Hugsanlegt er að trú frumstæðra manna á anda eigi rætur að rekja til skýringa þeirra og skilnings á draumum. Þeir héldu sig sjá í draumi þá sem látnir voru eða höfðu fallið í bardögum. í skýrum draumi sem þeim fannst raunveru- legur heyrðu þeir raddir þeirra - raddir hinna dauðu. Þessi upplifun ýtti síðan undir þá trú manna að hinir dauðu gætu læðst aftur til þessa heims í skjóli myrkurs. Eins og gefur að skilja var ekki hægt á þeim tíma að skera úr um hvort þessi draumreynsla væri hreinlega ímyndun eða endurminningar sem birtast sem hugarburður. Þó er lík- legt út frá því sem í dag er vitað að vitund látinna geti haft samband við huga hinna lifandi. Þekktar eru frásagnir af dularfullum verum sem oft er lýst sem englum er birtust í draumi og fluttu mönnum skilaboð um eitthvað mikilvægt. í Biblíunni er sagt frá ótal slíkum fyrirbærum sem við teljum í dag - á tímum efn- ishyggjunnar að hafi hugsanlega gerst í þá daga - en gerast ekki nú á tímum. En hvað sem því líður þá býr margt að baki draumanna. Svefninn er einn af stærstu leynd- ardómum lífsins. Vísindamenn hafa löngum velt fyrir sér hvert eðli þeirra sé og hvað geri að verkum að sumir menn fá vitneskju um óorðna atburði fyrir tilstilli drauma. Suma menn virðist hins vegar ekki dreyma neitt annað en mjög vand- að rugl og vitleysu. Dulspekingar hafa nefnt svefninn „litlu systur dauðans" og halda þeir því fram að á meðan maðurinn sofi, yfirgefi „sálin" líkamann og leiti sambands við verur á æðra tilverusviði. Það er hugsanlegt að svefninn sé tengilið- urinn milli hins lifandi einstaklings og þess sviðs sem hann flyst til þeg- ar dvöl hans á jarðsviðinu lýkur. Það er einnig hugsanlegt að þegar líkaminn er að mestu óvirkur í svefni að það ástand sé mjög líkt því ástandi sem menn fara í eftir dauðann. En þá hefur maðurinn yfirgefið efnislíkamann og er því ekki lengur tvískiptur á milli dag- vitundar og undirvitundar. Annars væru honum Ijós þessi umskipti á milli þessara tveggja sviða í daglegu ástandi. Einnig er hugsanlegt að það sem menn dreymir séu skila- boð frá undirvitundinni þar sem hún býr yfir margvíslegri þekkingu sem koma þarf til skila til dagvit- undarinnar í formi drauma. Þannig mætti skýra þá staðreynd að ef menn leggjast til svefns með eitt- hvert vandamál í huganum, að þá er það oft á tíðum leyst þegar vakn- að er. Þaðan kemur hugsanlega máltækið „að sofa á því.“ Þó að ótrúlega margir vísinda- menn hafi lagt það fyrir sig að rann- saka drauma þá er harla lítið sem vitað er með vissu um drauma og eðli þeirra. Það er þó örugglega búið að sanna að draumar geta sagt fyrir um óorðna atburði á sínu eigin táknmáli. Oft hefur komið fyrir menn að dreyma atburði sem þeir hafa sagt frá eða skrifað niður í votta viöurvist eftir að þeir vökn- uðu og nokkru síðar áttu þeir atburðir sér stað sem gerðust í draumnum. Það virðist jafnvel vera mögulegt að „láta“ sig dreyma fyrir um einhverja atburði. Frægt er dæmið um Harold Sherman þar sem hann gerði tilraun sem var í því fólgin að hann sagði við sjálfan sig í huganum á hverju kvöldi að hann ætlaði sér að dreyma fyrir um það sem yrði nauðsynlegt að vita til að vernda forráðamenn þjóðarinnar og öryggi landsins. Rúmlega viku seinna hafði ekkert gerst en þá dreymdi hann skýran draum um það að þrír útlendingar hæfu skothríð í fulltrúadeildinni í Washington á ræðumenn. Hann skrifaði vini sínum sem var í hátt- settu embætti í Washington og var- aði hann við þessari morðtilraun. Þremur dögum síðar 1. mars 1954 var hann á ferð í bílnum sín- um þegar hann heyrði tilkynningu í útvarpinu um að reynt hefði verið að myrða þingmenn í fulltrúadeild- inni í Washington. En nauðsynlegt er að gera grein- Dulspeki Umsjón: Einar Guðmann. arrnun á hinum ýmsu tegundum drauma. Sumir draumar eiga sér líkamlegar orsakir hvort sem um er að ræða meltingartruflanir, sálræn- ar og geðrænar flækjur, niðurbæld- ar kynhvatir eða alls kyns áhyggjur og kvíða. Slíkir draumar eru yfir- leitt mjög ruglingslegir og sam- hengislausir. Slíkir draumar eiga ekkert skylt við hin svokölluðu yfir- skilvitlegu fyrirbæri. En þegar komið er í dýpri svefn geta menn komist í samband við hugsana- samband við vin sinn eða ástvin. Þegar þannig er komið er hugsan- legt að hann fái skilaboð eða fengið draumsýn sem hann kann að skilja að einhverju eða öllu leyti og sem hann man þegar hann vaknar. Það er því einnig hugsanlegt að látinn maður eða ástvinur geti komist í samband við hinn sofandi mann og flutt honum einhver skilaboð. Einnig virðast menn geta komist í samband við svokallaðar æðri verur sem geta leiðbeint eða hjálpað öðrum. Hins vegar virðast menn ekki upplifa neitt yfirskilvitlegt nema þeir hafi ákveðna trú á þess- um miðli. Það er í samræmi við það að menn hleypa engum verum að sér nema þeir hafi gefið þeim leyfi til þess. Margir halda að þá dreymi ekkert og að draumar séu endemis vitleysa og bull. En öruggt er að ef menn reyna að muna drauma sína þá fara þeir að muna sífellt meira og þegar þeir muna nægilega mikið þá sjá þeir að draumarnir verða skipulegri og skynsamlegri. Þegar svo er komið er hægt að biðja þess fyrir svefninn að fá svar við því sem í huga þeirra býr eða þá að þegar vaknað er að morgni þá er vitað hvernig skuli bregðast við tilteknu vandamáli. En eitt er víst og það er að það sem rannsóknir sýna er að draumar virðast búa yfir vitneskju og möguleikum sem menn órar varla fyrir. En það er með þetta eins og annað. Það er auðvelt að líta á þetta sem algert endemis bull og álíta sem svo að draumar séu ekkert annað en hugarfarslegt rugl. En því miður fyrir efasinnana þá bætast fleiri og fleiri dæmi í hópinn sem sýna fram á ótrúlega mögu- leika draumanna. Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþankar ~ Um útlenda stjórn ríkisins og miskunnarverk Nú er ríkisstjórn okkar fram- sóknarmanna að boða okkur í smáskömmtum þau tíðindi sem okkur voru reyndar kunn fyrir löngu, mér og Svavari Ottesen, að álver margumtalaö veröi reist á suðvesturhorninu á land- inu. Allt er þaö með þeim hætti sem við spáðum en við höfum hins vegar fylgst með málatil- búnaðinum með undrun og aðdáun. Við erum sammála um að ekki hafi oft verið tvístigið jafn listilega á afturfótunum kringum heitan graut eins og í þessu tilfelli né framsóknarleg- ar að málum staðið. Við erum auðvitað á móti þessum mála- lokum, framsóknarmenn, og ekki er langt síðan þingflokkur Alþýðubandalagsins hótaði stjórnarslitum, ef álverið yrði ekki úti á landsbyggðinni, og á dögunum sagði einn þingmaður okkar framsóknarmanna á Norðurlandi eystra að það væru útlendingar sem réðu þessu, ekki rlkisstjórnin. Þetta sagði hún I Degi og virtist hálfhissa á þessu. Ekki réöi hún neinu um þetta enda bara á þingi. Það eru gefnar dásamlegar yfirlýs- ingar út og suður, menn vísa hver á annan en enginn virðist hafa hin minnstu tök á að hafa áhrif á gang mála. Það er vegna þess að þingmennirnir okkar segjast hafa afsalað sér völdum í hendur útiendinga eins og sagði í Degi. En það er viss stíll yfir þessu samt. Þegar ráðherr- arnir gátu ekki öllu lengur talað i gátum, spakmælum eða hálf- kveðnum visum, var pöntuð skoðanakönnun hjá félagsvís- indadeild HÍ til þess að komast að því aö þjóðin vildi hafa álver og það ætti aö vera á Keilis- nesi. Svona einfalt er þetta nú. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins þurfti í engu að breyta sinni ályktun vegna þess að það var einfaldara að segja Keilisnes núna einmitt þá landsbyggð sem þeir alltaf meintu. Auk þess er nú það nes í kjördæm- inu sem kaus Ólaf Ragnar ekki á þing. Þingflokkur okkar fram- sóknarmanna vill auðvitað álveriö voða langt úti á landi en það er nú hægara sagt en gert þar sem forsætisráðherrann er í okkar flokki og þráir ekkert heitar sjálfur. Hann fær bara ekki að ráða þessu fyrir útlend- ingum hve feginn sem hann vildi. Það hljóta allir að skilja. Þegar það er nú upplýst sam- kvæmt pöntun Steingrlms okk- ar að útlendingarnir eru einmitt að fara að vilja þjóðarinnar með því að ákveða atvinnunni stað fyrir sunnan, erum við fram- sóknarmenn þungt hugsi yfir því hvernig við eigum að hugga veslingana á hinni landsbyggð- inni. Forsætisráðherra og fjár- málaráðherra hafa þegar viðrað athyglisverðar tillögur í þessu efni. Reynslan af byggðastefnu okkar framsóknarmanna undanfarna áratugi er með þeim hætti að engu er að kvíða í því efni. Sauðfjárbændur, refa- og minkabændur, fiskeldisbændur og yfirleitt allir bændur eru fúsir að staðfesta það enda hafa þeir gert allt það sem stjórnvöld sögðu þeim að gera. Ekki hafa sjávarplássin heldur farið varhluta af byggða- stefnunni okkar. Mór finnst þegar svona er komið, geti ríkisstjórnin tekið bankastjórn Landsbankans sér til fyrirmyndar i byggðamálum. Ég þóttist heyra í svæðisnudd- inu okkar um daginn viðtal við einn bankastjórann sem sagði að þeir stjórarnir og bankaráðið væru komnir til Akureyrar til að halda fund og þannig sýna svo ekki yröi um villst að bankinn bæri hag allra landsmanna fyrir brjósti. Af því tilefni bauð bankaráðið sjálfu sór og banka- stjóranum og eiginkonum og fylgifiskum til veislu hingaö norður. Það var drengilegt enda leikur nú enginn vafi á hug hópsins til peningajafnvægis í byggð landsins. Og ekki kom þetta fólk tómhent að heldur. Ég tel mig hafa heyrt rétt að sagt var að það hafi t.d. gefið M.A. tlu manntöfl. Mér skilst það hafi bæði verið borð og menn. Það er nú líkast til. Þarf frekar vitnanna við. Enda er þetta rlkisbanki. Mér finnst sem sé aö ríkis- stjórnin geti vel gert eitthvað svona huggulegt líka. Sýnt hug sinn I verki. Boðið sjálfri sér og mökum öðru hvoru svona út í hinar dreifðu byggðir og komið færandi hendi. Það eru t.d. vafalaust margir skólar sem ekkert eru ofhaldnir með mann- töfl og ekki spillti, eins og for- sætisráðherra og fjármálaráð- herra voru hálfpartinn að gefa í skyn á dögunum, að þeir vildu fegnir gefa susum tíu pör af gúmmíhönskum í nokkur frysti- hús sem um sárt ættu að binda. Ég veit líka að víða er skortur á nálum og tvinna og stoppu- garni. Heilbrigðisráðherra gæti líka alveg gefið Þórshafnarbú- um sjúkrakassa með hefti- plástrum og sáravatni. Ég get líka bent landbúnaðarráðherra á að rúllupylsunálar yrðu vel þegnar um sveitir lands. Nokkur pör af bandprjónum og áteikn- aðar krosssaumsmyndir myndu líka gera stormandi lukku í fásinninu hórna. Allt þetta veit ég að rikisstjórnin er einmitt að hugsa núna og ég er sannfærð- ur um að henni finnst eins og mér, upplagt að koma hér öðru hverju að halda fundi og útdeila góðum gjöfum. Hér eru líka börn sem taka má í fangið og brosa svoleiðis við framtíð landsins. Mætti gauka að þeim stafrófskveri þegar myndin er tekin. Hver veit svo nema útlendingarnir í álverinu vildu láta eitthvert smáræði af hönd- um rakna líka. Ég er þess vegna aldeilis ókvíðinn og veit að við fram- sóknarmenn klárum okkur af þessu meö smekklegum hætti eins og alltaf áður. Við verðum nú líka að vanda okkur talsvert þar sem menntamálaráðherra hefur pantað að við verðum við stjórn eitthvaö fram á næstu öld. Þá verður þetta llka allt auðveldara viöfangs og lands- byggðarfólkið komiö þangað sem það á að vera og útlend- ingarnir sem stjórna ríkisstjóm- inni vilja hafa það, enda komi það bara með gjafirnar með sér suður. Þá næst líka loksins langþráður friður við laxveiði- árnar. Þingforsetar okkar og annaö hugsjónafólk hefur undanfarnar vikur verið að vandræðast með skjaldarmerki lýðveldisins. Það vildi, þetta blessaða fólk, fá að hengja það á alþingishúsið, helst utan á það. Ekki mátti það frekar en annað fyrir hrekkjusvínum utan og innan þings. Við framsóknarmenn vilj- um þá bara hengja það innan á það, þ.e. húsið, eða breyta lög- um ella. Ákveðnir eins og fyrri daginn. Ég ætla að leyfa mér að leggja til að þetta vandhengda' merki verði sett á væntanlegt álver enda eru þar innan dyra stjórnendur landsmála sam- kvæmt þeim upplýsingum sem þingmaðurinn okkar veitti í Degi um slðustu helgi. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.